Morgunblaðið - 14.03.1990, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1990
Fiskveiðasjóður lánar
Meleyri til skipakaupa
Hvammstanga.
STJÓRN fiskveiðasjóðs sam-
þykkti á fundi sínum í gær að
lána Meleyri hf á Hvammstanga
40% af kaupverði nýsmíðar hjá
Slippstöðinni á Akureyri.
Kaupverð skipsins er á fjórða
hundrað milljóna króna og lofaði
Byggðastofnun fyrir nokkru 40%
láni til kaupanna, en Meleyri hf
hyggst fjármagna 20% kaupverðs-
ins.
Að sögn Bjarka Tryggvasonar,
framkvæmdastjóra Meleyrar, kem-
ur til greina að selja skipið mb.
Glað til að liðka um fjárhag fyrir-
tækisins, en mb. Sigurður Pálmason
myndi ganga til Slippstöðvarinnar
samkvæmt reglum um afskráningu
eldri skipa á móti nýjum. Bjarki
sagði að stjóm Meleyrar tæki end-
anlegar ákvarðanir um þessi kaup
á næstu dögum.
Það eru því verulegar líkur á
breytingum á skipastól Hvamms-
tanga á næstunni, því tvö önnur
skip eru hér til sölu, mb. Geisli, sem
er í eigu Útgerðarfélags Vestur-
Húnvetninga og mb. Rósa, sem er
lítið frystiskip í eigu nokkurra ein-
staklinga.
Karl
Aflamiðlun fyrir Aust-
firði á Egilsstöðum
Egilsstöðum.
VERIÐ er að hefja tilraun með
aflamiðlun fyrir Austfirði. Nokkur
hópur fiskseljenda og fiskkaup-
enda hefur ákveðið að fara af stað
með þessa starfsemi í gegnum
Mark hf. á Egilsstöðum sem safnar
saman tilboðum í afla og kemur
til útgerðaraðila sem hafa afla til
sölu.
Að sögn Ásmundar Richardsson-
ar, framkvæmdastjóra Marks hf.,
verður framkvæmdin á þessari afla-
miðlun þannig að útgerðarmenn fylla
út söluform með upplýsingum um
afla og -löndunarstað ásamt kröfu
um verð. Söluforminu er síðan komið
til Marks hf. sem sendir fiskkaupend-
um upplýsingar um þann afla sem í
boði er. Á grundvelli þessra upplýs-
inga gefst fiskkaupendum kostur á
að senda Marki hf. tilboð í viðkom-
andi afla ásamt greiðslutryggingu.
Án greiðslutryggingar verða kauptil-
boð ekki tekin gild. Reiknað er með
að útgerðarmaður hafi tækifæri til
að senda aflann annað ef uppsett
lágmarksverð næst ekki.
- Björn
VEÐURHORFUR í DAG, 14. MARZ
YFIRLIT í GÆR: Um 100 km suður af landinu er 976 mb lægð sem
fer norður yfir landið í nótt en yfir norðaustur Grænlandi er 1015
mb hæð.
SPÁ: AHhvöss austan átt og rigning sunnan til á landinu en síðan
breytileg átt eða vestan kaldi og slydduél. Norðan til verður vax-
andi austan átt og snjókoma fram á nótt en síðan verður vindur
norðlægur vestan til en vestlægur á norðaustan verður landinu.
Austanlands léttir þá nokkuð til. Ennþá er að hlýna austan til á
landinu en á morgun fer að kólna, fyrst á Vestfjörðum.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á FIMMTUDAG: Vestan og norðvestan átt, fremur hæg.
Dálítil él á Norður- og Vesturlandi, en bjart veður og úrkomulaust
í öðrum landshlutum. Frost 1-2 stig.
HORFUR Á FÖSTUDAGSunnan og suðaustan átt, hvassviðri eða
stinningskaldi. Snjókoma um sunnan og suðvestanvert landið, en
að mestu úrkomulaust austanlands. Frost 2—3 stig.
*
TÁKN:
Heiðskírt
Léttskýjað
Hálfskýjað
Skýjað
Alskýjað
s, Norðan, 4 vindstig:
' Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / *
/ * / * Slydda
/ * /
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
10° Hitastig:
10 gráður á Celsius
Skúrír
*
V El
— Þoka
= Þokumóða
’, ’ Súld
OO Mistur
—J- Skafrenningur
JT Þrumuveður
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12:00 í gær að ísl. tíma
hiti veSur
Akureyri 42 skýjað
Reykjavík 1 slýdduél
Bergen 4 skýjað
Helsinki 43 helðskírt
Kaupmannah. 7 léttskýjað
Narssarssuaq 44 skýjað
Nuuk 45 snjókoma
Osló 5 léttskýjað
Stokkhólmur 0 léttskýjað
Þórshöfn 6 rigning
Algarve 17 skýjað
Amsterdam 10 mistur
Barcelona vantar
Berlín 7 hálfskýjað
Chicago 18 alskýjað
Feneyjar 14 þoka
Frankfurt 12 skýjað
Glasgow 8 rigning og súld
Hamborg 7 skýjað
Las Palmas 20 léttskýjað
London 10 rigning og súld
Los Angeles 8 heiðskfrt
Lúxemborg 11 skýjað
Madríd vantar
Malaga 23 léttskýjað
Mallorca 18 mistúr
Montreal 1 súld
New York 6 þokumóða
Orlando 15 léttskýjað
Parfs 12 þokumóða
Róm 15 þokumóða
Vfn 12 léttskýjað
Washington 20 skýjað
Winnipeg 2 skýjað
Morgunblaðið/ÁrniSæberg
Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir afhendir Paul Zukof-
sky fálkaorðuna.
Forsetinn sæmir Paul
Zukofsky fálkaorðunni
FORSETI íslands, frú Vigdís
Finnbogadóttir, sæmdi í gær
Paul Zukofsky fálkaorðunni
fyrir störf að tónlistar- og
menningarmálum.
Komelíus Sigmundsson for-
setaritari sagði í samtali við Morg-
unblaðið að orðunefnd hefði borist
ábending um Zukofsky vegna
framlags hans til tónlistar- og
menningarmála, og þá sérstak-
lega vegna þáttar hans í upp-
byggingu sinfóníuhljómsveitar
æskunnar.
Sölumet:
Togarinn Bessi fékk
29 millj. í Grimsby i
TOGARINN Bessi frá Súðavík setti sölumet í Grimsby í upphafi
vikunnar. Hann seldi þar fyrir 29 milljónir króna eða 293.000 pund
og hefur ekkert skip fengið meira fyrir afla sinn þar. Að auki
voru um 20 tonn af steinbít úr afla skipsins seld í Boulogne í
Frakklandi og fengust því alls 30,6 milljónir króna fyrir aflann.
Alls landaði Bessi 247,6 tonnum
á fiskmarkaðinn í Grimsby og var
meðalverð fyrir aflann, sem var að
mesti þorskur, 117 krónur á kíló.
Bessi sló með þessu met Viðeyjar
frá því í ágúst 1987. Þá seldi Viðey
295,2 tonn, mest þorsk, fyrir
278.800 pund. Skipstjóri á Bessa,
sem er einn nýjasti skuttogari
landsmanna, er Jóhann Símonar-
son. Álftfirðingur í Súðavík gerir
skipið út.
Vilhjálmur Vilhjálmsson, nýráð-
inn framkvæmdastjóri Aflamiðlun-
ar, segir að meðalverð nú sé svipað
og verið hafi, en vegna þess hve
farmurinn hafi verið stór, hafi met-
ið fallið. Hann segir að miðað við
óbreytt framboð af fiski héðan á
markaðina í Bretlandi, megi búast
við lækkandi verði. Framboð frá
öðrum hafi verið lítið til þessa, enda
hafi bátar heimamanna lítið komizt
á sjó það, sem af er árinu vegna
slæmra gæfta. Með batnandi veður-
fari muni sókn þeirra aukast veru-
lega og um leið framboð á mörkuð-
unum.
RafVeita Haftiarflarðar:
Stöð 2 riftir samningi
úm dreifingn efiiis
STÖÐ TVÖ hefur rift samningi
við Rafveitu Hafnarfjarðar um
dreifingu á efiii stöðvarinnar um
kapalkerfi í Hvamma- og Set-
bergshverfi, og þurfa áskrifend-
ur stöðvarinnar þar því að festa
kaup á afruglurum vilji þeir njóta
efhis hennar framvegis. Hefur
íbúum hverfisins borist bref frá
Stöð 2 þar sem fram kemur, að
ástæður riftunarinnar séu erfið-
leikar við eftirlit með innheimtu
og kostnaður við opnanir og lok-
anir.
íbúar Hvamma- og Setbergs-
hverfis hafa greitt afnotagjald af
sjónvarpsefni stöðvarinnar og feng-
ið það óruglað um kapalkerfi án
þess að festa kaup á afruglara.
Þessa þjónustu hafa um 400 heim-
ili í hverfinu nýtt sér.
Ef til lokunar kom, þurfti að
greiða sérstakt gjald til rafveitunn-
ar fyrir opnun og það gjald neituðu
íbúarnir að greiða á þeim forsend-
um að aðrir- notendur Stöðvar 2
þyrftu ekki að greiða slíkt gjald
undir sömu kringumstæðum. Stöð
2 vildi ekki taka á sig þetta gjald
og rifti því samningnum við raf-
veituna.
81,3 milljónir í
skautasvell og
þjónusturými
BORGARRÁÐ hefur samþykkt, I
að tillögu Innkaupastofnunar
Reykjavíkurborgar, að taka rúm-
lega 81,3 milljón króna tilboði )
Ái-túns hf. í skautasvell og þjón-
usturými í Laugardal.
Þrettán tilboð bárust í verkið og
var tilboð Ártúns hf. lægst, eða
89,9% af kostnaðaráætlun, sem er
rúmar 90,3 milljónir. .. ....
Borgarráð: