Morgunblaðið - 14.03.1990, Side 18

Morgunblaðið - 14.03.1990, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1990 Tvö af línuritum þeim, sem Jón Gunnar Ottósson, forstöðumaður á Mógilsá, vann og telur að síaukin fjár- framlög skili sér ekki í auknum gróð- ursetingum trjá- plantna, þar séu fleiri vandamál en (járskortur. Annað línuritið sýnir heild- arframlög ríkissjóðs til Skógræktar 1940-1990 og hitt gróðursetningu Skógræktar ríkisins 1955-90, áætlun síðustu tvö árin. En þriðja línuritið, um gróðursetningu skó- garplantna í heild, náði aðeins aftur til 1982 og er þar nokkuð stöðuga fækkun á árlegri plöntun að ræða fram að því. HEILDARFRAMLÖG RÍKISSJÓÐS TIL SKÓGRÆKTAR A FOSTU VERDLAGI {1989) 130- 120 71 72 75 74 75 7t 77 78 7J f 72 es 34 83 ee 87 bb e» »e 1940 1950 1960 1970 1980 1990 Líklegn hætt að reka á 2-3 afrétti í sumar í SUMAR verður væntanlega ekki rekið á tvo eða jafnvel þijá afrétti, sem rekið hefur verið á hingað til. Þetta kom m.a. fram í erindi Sveins Runólfssonar landgræðslusljóra á ráðstefnu Félags íslenskra náttúrufræðinga um umhverfí, gróðurvernd og landnýtingu fyrir skömmu, þar sem tugur sérfræðinga á sviði gróðurverndar og landnýtingar kynnti starfsemi og viðfangsefni á þessu sviði. Sagði Sveinn að 127 svæði hefðu verið girt og friðuð fyrir búfjárbeit síðan 1907, alls um 240 þúsund ha eða yfír 2% af flatarmáli landsins. Sagði Sveinn að fleiri friðaðir afréttir mundu nú koma á eftir. í erindunum á ráðstefnunni kom vel fram að aukins átaks, aðgerða og einkum betra skipulags sé þörf í landgræðslumálum og ekki síst rannsóknum á þessu sviði. Ymis fróðleikur kom þar fram. Dr. Jón Gunnar Ottósson, for- stöðumaður Rannsóknastöðvar Skógræktar ríkisins á Mógilsá, sagði m.a. að landgræðslu- og skóg- ræktarstarfið gæti verið mun öfl- ugra og árangursríkara en það er núna, án þess að ijárveitingar yrðu stórauknar. Taldi hluta vandans liggja hjá þeim sjálfum sem vinna að þessum málum. Hafði hann gert þijú súlurit. Eitt sýndi fjárframlög ríkisins til skógræktar sl. 50 ár, þar sem sést að ijárframlög hafa aukist jafnt og þétt og aldrei verið meiri en nú. Og 2 línurit sýndu afraksturinn af ræktunarstarfinu, mældan í fjölda gróðursettra . plantna. Samkvæmt því sagði Jón Gunnar og sýndi að aukin fjárfram- lög, tækjakaup og uppbygging, „átök“ og „þjóðargjafir“ skili sér ekki í aukinni gróðursetningu. Þarna séu fleiri vandamál en pen- ingaskortur og nefndi hann óljós starfsmarkmið, skort á skipulegu skráningar- og úttektarstarfi og ómarkvisst rannsókna- og þróunar- starf. Lykillinn að velheppnuðu landgræðslu- og landbótastarfi hljóti að felast í þekkingu á gróður- framvindu og jarðvegi og því sé orðið brýnt að beina rannsókum að þessum tveimur þáttum. Við þekkj- um náttúru landsins ekki nægilega vel, og erlend kunnátta geti ekki komið þar í staðinn. Eyðurnar í þekkingunni séu margar og fjallaði hann nánar um þær. Óbyggð víðerni mest og gróðurþekjan minni Dr. Þóra Eilen Þórhallsdóttir líffræðingur vaktþ á ráðstefnunni athygli á því að ísland hefði ótví ræða sérstöðu meðal flestra landa að tvennu leyti, gróðurþekja þess er minni en í ljestum öðrum byggð- um löndum og stór hluti landsins er óbyggð víðerni. Sagði hún að líklega færi nærri að um fjórðungur íslands hafi verið tekinn til skipu- lagðrar landnýtingar og að skv. tölum frá World Resources 1988-89 teljist tæpur þriðjungur íslands vera óbyggð víðerni. Sagði hún að óbyggð víðemi séu talin þekja um 4% flatarmáls Evrópu og Banda- ríkjanna og þessi óbyggðu víðemi sé aðeins að finna í 4 af 27 löndum Evrópu. Sagði hún alvarlegasta vanda- málið hér á landi gróðureyðingu og uppblástur. MjÖg hefði verið gengið á sum vistkerfi og lítið sé eftir af flestum gerðum votlendis og af birkiskógum. Litlar rannsóknir hafi verið gerðar á mengun frá landbún- aði og fiskeldi og áhrifum hennar á líf í ám og vötnum. Nokkrar nátt- úruminjar séu í hættu vegna ágangs ferðamanna. Sagði hún margt benda til að róttækar breyt- ingar verði á nýtingu óbyggða landsins, sem að stórum hluta er án mannvirkja með óvissu eignar- haldi, en hefur aðallega verið nýtt til sumarbeitar og útivistar. Sé því brýnt að koma á heildarskipulagi um nýtingu, þar sem ráðstöfun lands til einna nota takmarkar það sem eftir er til annarra nota og því farsælast að ráðstafa landi þannig að tekið sé mið af öðrum þörfum um leið og langtímaáætlun- um. Þetta eru stór- lega ýktar tölur - segja sjómenn á Suðurnesjum um könn- un meðal sjómanna um að afla sé fleygt NIÐURSTÖÐUR skoðanakönn- unar, sem Kristinn Pétursson alþingismaður gekkst fyrir á meðal sjómanna um hve miklum afla hefði verið hent á síðasta ári, komu mörgum verulega á óvart. I ljós kom að íslenskir sjó- menn, sem tóku þátt í könnun- inni, telja að um 53.000 tonnum af fiski hafi verið hent á síðasta ári. Sjómenn, sem Morgunblaðið ræddi vuið á Suðurnesjum á dögunum, voru flestir á einu máli um að niðurstöður könnun- arinnar gæfu ekki rétta mynd af þessu máli. Fæstir vildu þeir kannast við að henda afla. „Ég held að þær tölur sem fram koma í skoðanakönnuninni séu stór- lega ýktar, en því er þó ekki að neita að til eru slæm dæmi þess að fiski sé hent einfaldlega vegna þess að hann passar ekki í pakkn- ingar,“ sagði Valgarður Ármanns- son, skipveiji á Sigurði Þorleifssyni GK. „Við hendum engu hér. Ég get farið niður í lest og sýnt þér smá- tittina sem við höfum flakað. Okkur sem vinnum í saltfisk finnst þetta grátlegt. Við handflökum það sem vélarnar taka ekki. Ég veit dæmi þess að sjómenn hafa fleygt stór- þorski sem ekki er hægt að flaka í vélunum einungis vegna þess að þeir nenna ekki að handflaka fisk- inn. Mér finnst hins vegar að ekki sé fræðilegur möguleiki á því að 53.000 tonnum af fiski hafi verið fleygt. 4.000 tonn, eins og Hafrann- sóknarstofnun gerir ráð fyrir, er nærri lagi. Við hendum engu hér nema tindabikkju og einhveiju slíku. Margir sjómenn róa upp á fast fiskverð og þeim er nokk sama með hvaða hráefni þeir koma með Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson Guðmundur Gils Einarsson, vél- stjóri á Stafnesi KE. í land. Ekki fara þeir að fleygja aflanum heldur er öllum tittum klappað ofan í körin,“ sagði Val- garður. „Okkur þykja þetta stórkostlegar fréttir en við eigum engan þátt í þessu," sagði Andrés Guðmunds- son, skipstjóri á Þuríði Halldórs- dóttur GK. „Við erum ekki mikið á smáfiskaslóðum, við fiskum mikið á svæðinu suðvestan af landinu. Ég þori ekki að nefna neinar tölur í þessu sambandi en mín trú er sú að þessar tölur séu ýktar og ég skil eiginlega ekki hvaðan þær eru fengnar.“ Guðmundur Gils Einarsson og Arnar Jóhannsson, vélstjórar á Stafnesi KE sem er á kolaveiðum, tóku í sama streng og töldu eitt- hvað athugavert við könnun sem gæfi slíkar niðurstöður. Þeir sögð- ust með engu móti getað sagt um hve miklu væri fleygt en þessar tölur væru stórlega ýktar. „Eg hef líka verið á vertíðarbátum og ég _ > Garðabær - Kópavogur - Reykjavík - Mosfellssveit - Arnessýsla: Urskurður um gamlan afrétt gæti breytt mörkum sveitarfélaganna Á VEGUM borgaryfirvalda hefur á undanfiirnum árum verið unnið við að kortleggja mörk Reykjavíkur og nágrannasveitarfélaganna. Mörk milli Reykjavíkur og Mosfellsbæjar eru nokkuð ágreiningslaus frá sjó að Geithálsi en skiptar skoðanir eru um mörkin þar fyrir austan. Að sögn Hjörleifs Kvaran, framkvæmdasljóra lögfræði- og stjórnsýsludeildar Reykjavíkurborgar, telja borgaryfirvöld að mörk Árnessýslu og Selljarnarneshrepps hins forna, sem Reykjavík er hluti af, séu ekki rétt og að hlutur Reykjavíkur í afrétt hreppsins sé mun meiri en hingað til hefur verið talið. Bendir hann á að fyrr á öldum hafi Seltjarnarneshreppur hinn forni náð yfir meginhluta þess svæðis sem nú er Reykjavík, Seltjarnarnes og Kópavogur. Byggt er á gömlum heimildum og dómum, sem meðal annars leiða í Ijós, að í Aðalskipulagi Kópavogs er miðað við landamerki milli sveitarfélaganna, sem standast ekki að mati þeirra sem þau hafa kannað fyrir borgina. Að sögn Hjörleifs hefur verið unnið að könnun á mörkum sveitar- félaganna síðustu átta ár og hafa verið samdar þijár greinargerðir og þær kynntar sveitarfélögunum og þeim, sem eru að kanna lögsög- una fyrir Árnessýslu. Þar kemur fram, að um tvo möguleika er að ræða hvað varðar afréttarland Kópavogs, Reykjavíkur og Selt- jarnarneshrepps. í jarðabók Árna Magnússonar er talið að afréttur Seltjarnarneshrepps hins forna hafi verið svokallað Kóngsland. Ef það er rétt, þá er allt land frá mörkum afréttarlands Álftaneshrepps hins forna, nú Garðabær, Bessastaða- hreppur og Hafnarfjörður, að mörkum Mosfellshrepps, einn sam- eiginlegur afréttur Kópavogs, Selt- jarnarness og Reykjavíkur og þá ætti hlutur Reykjavíkur að vera mun meiri en nú er talið. Um 69% af afréttarlandinu kæmi þá í hlut Reykjavíkur en rúmlega 15% heyrði undir Kópavog og jafn stórt land tilheyrði Seltjarnarnesi. Stærð afréttarlands óljós „í mínum huga er nokkuð óljóst hversu stórt afréttarlandið er, hvernig farið er með yfirráð yfir því landi og hvernig það skiptist,“ sagði Hjörleifur. „Allar þær jarðir sem eiga hlut að máli voru metnar á sínum tíma og það er til mat á þeim eða dýrleika þessara jarða, sem voru í Seltjarnarneshreppi hin- um forna í eina tíð. Eftir þessu gamla jarðamati eru allar jarðir metnar til dýrleika og ef maður ímyndar sér að rétt sé að skipta yfirráðum yfir jörðunum sam- kvæmt því, þá er Reykjavík með um 2A af afréttinum. Dýrleiki lögsögu Reykjavíkur jókst verulega eða úr 'A í 2/?.efti r að Viðey og Engey komu í lögsögu borgarinnar fyrir um 10 árum, og þá sérstak- lega Viðey, sem er dýrt metin. Þessi Iönd áttu tilkall til gamla afréttarins í Seltjarnarneshreppi hinum forna og eigi hann að skipt- ast í hlutföllum við dýrleikann, þá sýnist mér sem hlutur Reykjavíkur sé stærstur." Sagðíst Hjörleifur telja að land Lækjarbotna hafi verið tekið úr Kóngslandi og ef það reyndist rétt þá væri það land hluti af afréttar- landi Reykjavíkur. Engar formleg- ar viðræður eru í gangi milli Reykjavíkurborgar og Kópavogs- bæjar vegna afréttarins, en grein- argerðirnar þijár hafa verið sendar bæjaryfirvöldum til fróðleiks. Auk þess var gerð athugasemd við Aðalskipulag Kópavogs á grund- velli greinargerðanna. Reynum að setja heimildir rétt fram Bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ og borgaryfirvöld hafa komið saman til fundar vegna marka sveitarfé- laganna og eins hafa þeir aðilar sem kannað hafa sýslumörk Árnes- sýslu fengið greinargerðirnar til athugunar. „Það sem við höfum sett á blað hafa þeir fengið sem málið varðar og hafi menn eitthvað annað og betra fram að færa þá viljum við að sjálfsögðu skoða það. En þetta er ákveðin grunnvinna í heimildaöflun, sem við höfum látið vinna og reynt að setja rétt fram,“ sagði Hjörleifur. Sagði hann að ýmsir aðilar hefðu áhyggjur af þessari óvissu, sem ríkti með yfirráð yfir afréttinum. Svifflugumenn á Sandskeiði hafa meðal annars snúið sér til borgar- yfirvalda með fyrirspurnir, þar sem ekki er ljóst undir hvern þeir heyra. Þá hafa verið deilur um hver eigi að samþykkja byggingar, sem þarna rísa og hafa ýinist bæjaryfirvöld í Kópavogi, borgar- yfirvöld eða yfirvöld í Arnessýslu veitt samþykki sitt til framkvæmda á svæðinu. Einnig er álitamál hvert eigi að greiða aðstöðugjald af þeirri starfsemi, sem fer fram í Bláfjallaskálanum. Hann telst ekki í landi Kópavogs, ef fallist verður á að afrétturinn sé Kóngsland eins

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.