Morgunblaðið - 14.03.1990, Side 30

Morgunblaðið - 14.03.1990, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1990 Ofbeldi og rangar lausnir * mtirArna J. Magnús Nýlega gerðust þau tíðindi að borgaryfirvöld ákváðu að banna 14 matsölustöðum í og við miðborgina að stunda starfsemi sína eftir kl. 2 aðfaranótt laugardags og sunnu- dags. Þetta er gert vegna ábending- ar frá lögreglustjóra með það að markmiði að sporna við því geig- vænlega ofbeldi sem er farið að einkenna miðbæjarlífið um helgar. Vonandi eru flestir sammála um hversu röng þessi aðgerð er, og mun ég hér leitast við að færa nokk- ur rök fyrir þeirri skoðun minni. Það er aðallega þrennt sem er mein- gallað. í fyrsta lagi eru þær for- sendur sem lögreglustjóri gefur sér kolrangar. í annan stað beinist bannið að þeim sem síst skyldu verða fyrir því. Og í þriðja lagi virð- ist fólkið á þessum bæ forðast að höggva að rótum vandans, sem hvorki er margbrotinn né vandleyst- ur. Til að skýra mál mitt tel ég nauð- synlegt að reifa í sem stystu máli kenningar mínar um upphaf of- beldisvandans í miðbænum, en sem tíður gestur á þessum slóðum tel ég mig hafa örlitla innsýn í þróun mála. Til að byija með er ef til vill heppilegt að minna á að ofbeldi verður aldrei endanlega útrýmt úr miðbænum þar eð til er fólk sem er í eðli sínu árásarhneigt. En þar er ekki um fyrirfram skipulagt ofbeldi að ræða, heldur ólukku fáeinna ein- staklinga. Við þá er ekki að sakast nema að litlu leyti um ástandið eins og það er nú. En byijum þá kenn- ingasmíðina. í gegnum árin' hefur mér og öðrum fundist fjöldi lög- reglumanna, sem gæta eiga laga og reglu í miðbænum, hafa minnk- að og fjöjdi slagsmála að sama skapi aukist. Þrátt fyrir það fannst mér öryggi mínu aldrei ógnað. En ýmislegt vakti mig til umhugsunar. Síðastliðið sumar starfaði ég sem flokkstjóri í Vinnuskóla Reykjavík- ur (unglingavinnunni) og eitt sinn bar þar ofbeldi á góma. í máli ungl- inganna kom margt á óvart. Þeir töldu sig á engan hátt örugga í miðbænum og höfðu oft átt fótum fjör að launa undan vopnuðum klíkum sem réðust eftir geðþótta á hvern sem er. Flestir þekktu einnig einhveija sem lent höfðu í slæmum málum vegna ofbeldissinnaðra unglinga. Annað atvik sem vakti' migtil umhugsunar var af öllu verra tagi en umræðan ein. I stuttu máli var ég næsta fyrirvaralaust kýldur og er þá ekki öll raunasagan sögð. Ég fór með blóðnasir inn á lögreglu- stöðina í miðbænum í því skyni að gera að sárum mínum og kæra pilt- inn, sem ekki var eldri en 13-14 ára gamall. Átti ég þá hinar for- vitnilegustu samræður við nokkra velviljaða Iögregluþjóna. Þar kom í ljós að vonlaust er að kæra svona tilvik, jafnvel þótt ég fyndi ungling- inn og færði hann inn á stöð, því kæran myndi bara þvælast í kerfinu þar til ég gæfist upp á biðinni eftir málsmeðferð, eða kæran myndi ná að fyrnast áður en hún yrði tekin fyrir. 0g fróðleikurinn streymdi inn. Því næst komst ég að því að lögregl- an gengi aldrei um í miðbænum og kæmi aldrei þangað nema á bíl, og bara ef hún væri tilkölluð. Það var ne'fnilega það. Frá og með þeirri stundu vissi ég að í miðbænum væri ég og aðrir samborgarar á svæði þar sem enga lögregluvernd væri að fá. Auðvitað skynja of- beldisseggirnir þetta með tíð og tíma. Þeir finna það út að það eru mjög litlar líkur á því að þeir þurfi að svara til saka og að nálægð lög- reglu þarf ekki að óttast niðri í bæ. Svo prófa þeir sig áfram og ganga lengra og lengra og finna að mið- bærinn er kjörinn vettvangur fyrir skrílslæti og ofbeldisverk af öllu tagi. Kærumálin kafna í kerfinu, engin lögga á staðnum og nóg af fólki til að lúskra á. Betra gæti þetta varla verið. Nú getum við sett atriðin sem minnst vará í upphafi inn í mynd- ina. Auðvitað er það ekki mannsöfn- uður utan við pylsuvagna, sjoppur og hamborgarastaði sem orsakar ofbeldi, heldur fæð lögregluþjóna í miðbænum. Eðli ofbeldisins mun því ekkert breytast eftir að bannið skellur á, ef lögreglan verður jafn- sjaldséð og hingað til. Ef til vill fækkar ofbeldisverkum eitthvað, þar sem minna verður um manninn til að beija, en vandamálið er enn óleyst. I öðru lagi beinist bannið að heið- arlegu, friðsömu, svöngu og um- fram allt saklausu fólki sem er að kaupa sér snarl eftir nótt úti á lífinu, en ekki gegn ofbeldisseggjunum. Bannið breytir engu fyrir þá og kemur alls ekki í veg fyrir vafasamt framtak þeirra í miðbænum. Það er hinn heiðarlegi, friðsami, svangi og saklausi meirihluti sem á nú að taka út fyrir ástand sem hann ber enga ábyrgð á og vildi gjarnan losna við. í þriðja lagi er engan veginn verið að höggva að rótum vandans með þessum aðgerðum. Vandinn er sá að í miðbænum ganga of- beldisseggir um og efna til óláta og vandræða af ásettu ráði, og það gera þeir ekki vegna fjöldans sem sækir miðbæinn heim, heldur vegna þess að þeir hafa smátt og smátt uppgötvað að þeir komast upp með framkomu sína í langflestum tilvik- um. Lausnin er að stórauka lög- gæslu í miðbænum, jafnvel að stofna til sérstakrar miðbæjarlög- reglu. Við slíkar aðstæður myndu vandræðagemlingarnir halda að sér höndunum, og vopnunum. Máli mínu til stuðnings er hægt að nefna það tilvik þegar Iöggæsla var aukin til muna eina helgi. Voru þá lög- reglumenn um allt, bæði gangandi og akandi og var flest með kyrrum kjörum. Þessu una heiðvirðir borg- arar vel, enda hafa þeir ekkert að óttast í fari lögreglunnar og gera sér grein fyrir að hún verndar rétt- indi þeirra gegn ágengni ribbalda ogólátalýðs. í undanförnu máli er ég ekki að saka lögregluna sjálfa fyrir illa unnin störf, langt því frá. Hins veg- ar sakfelli ég vinnuveitendur henn- ar fyrir slælega framgöngu. Sjálfur tel ég óeðlilegt að ríkið komi krumlu sinni í alla þætti þjóðlífsins og sífellt er deilt um hlutverk þess, en um það eru langflestir sammála að því beri að vernda réttindi, frelsi og eignir einstaklinganna. Til þess er lögreglan. Það hneyksli hefur hins vegar átt sér stað að þessari mikil- vægu stofnun hefur verið haldið í Ijársvelti í mörg herrans ár, og starfsmönnum hennar gert erfitt að gegna skyldustörfum sínum. Ekki þarf að taka stóra sneið af niðurgreiðslum til landbúnaðarmaf- íunnar, eða af alls kyns millifærslu- sjóðum, til að færa starfsemi lög- reglunnar í gott horf. Hér mætti ríkið fara að íhuga sinn gang alvar- lega. I lokin vil ég aðeins drepa á bann- ið almennt. Bannið er nú frekar afturköllun sérleyfa, sem ýmsir staðir hafa og heimila þeim að starfa fram á nótt. Nú efast ég og margir aðrir um réttmæti þess að einhver tileinki sér vald til að skammta verslunum opnunartíma. I raun hefur það nú sannast hvern- ig slíkt vald er misnotað á röngum forsendum. Ég fæ ekki betur séð en að það sé einkamál verslunareig- anda að velja verslun sinni opnun- artíma. Telji eigandinn og starfsfólk hans sig reiðubúið til að hafa opið á nóttunni, þá kemur það engum öðrum við, nema það valdi öðru fólki ónæði. Þá yrði það tekið sér- staklega fyrir og þeirri verslun meinað að hafa opið á þeim tíma. Árni J. Magnús „Það er hinn heiðar- legi, friðsami, svangi og saklausi meirihluti sem á nú að taka út fyrir ástand sem hann ber enga ábyrgð á og vildi gjarnan losna við.“ Slíkt heyrði til undantekninga, auk þess sem fáir sæju sér hag í að hafa opið á nóttunni. Sú ályktun að lausn ofbeldisvandans sé að finna í takmarkaðri opnunartíma er röng og beinist að saklausu fólki, eins og vonandi hefur komið skýrt fram í þessum skrifum. Staðreyndir sýna að mikil hætta er á því að beiting slíks valds verði óréttmæt og klúðursleg og nái í engu mark- miðum sínum, og væri því skynsam- legast að afsala því í hendur þeirra sem eiga raunverulegra hagsmuna að gæta, þ.e.a.s. verslunareigendur. Ég vona að yfirvöldum í þessu máli snúist hugur með þessa ákvörðun, en reyni þess í stað að koma í veg fyrir vandann á þann hátt að saklaust fólk fagni aðgerð- unum í stað þess að verða fyrir barðinu á þeim. Höfundur er heimspekinemi við Háskóla Islands. Grímutölt í Reiðhöllinni: Um sjötíu keppendur á skemmtilegri samkomu _________Hestar_____________ Valdimar Kristinsson Nýstoftiaður Reiðskóli í Reið- höllinni gekkst fyrir all nýstár- legri töltkeppni þar sem kepp- endur klæddust grímubúning- um. Var það skilyrði sett að þeir væru óþekkjanlegir, ení sumum tilvikum reyndust þó knaparnir auðþekkjanlegir á hestum sínum. Utsláttarfyrirkomulag var á keppninni líkt óg í firmakeppni. Þegar fimm voru eftir inn á vellin- um var þeim raðað í sæti og hveij- um veittur eignarbikar sem Álftá- rós gaf. Sigurvegari varð Sigríður Bene- diktsdóttir á Árvakri, í öðru sæti varð Viktor Viktorsson á Herði, þriðji Sævar Haraldsson á Kjarna, fjórði Maaike Burggrafer á Prins og í fimmta sæti Guðrún Edda Bragadóttir á Kviku. Sérstök verð- laun voru veitt fyrir besta grímu- búninginn eins og tíðkast á góðum grímuböllum. Hlaut þá viðurkenn- ingu Guðný Eysteinsdóttir frá Gufunesi. Að sögn Péturs Jökuls Hákonar- sonar umsjónarmanns Reiðskólans voru um sex hundruð manns í reið- höllinni á föstudagskvöldið og þar af um sjötíu keppendur. Þótti þessi samkoma hafa tekist með miklum ágætum og líklegt að framhald verði á samkomum í þessum dúr. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Verðlaun voru veitt fyrir besta búninginn og hreppti þau Guðný Eysteinsdóttir frá Gufúnesi. Sigurvegarar í töltkeppni í nýstofnuðum Reiðskóla í Reiðhöllinni þar sem keppendur klæddust grímubúningum. Bústaðakirkja Bústaðakirkja: Myndpré- dikun á kirkjukvöldi í kvöld klukkan 20.30 verður kirkjukvöld í Bústaðakirkju. Þar mun dr. Gunnar Kristjánsson flytja myndprédikun. Myndprédikun er nýyrði í íslensku máli og felur í sér, að jafnframt hinu talaða orði verður því fylgt eftir með myndum, sem sýndar eru á tjaldi. Kirkjukór Bústaðakirkju syngur og organistinn Guðni Þ. Guðmunds- son leikur á orgel. Lesið verður úr píslarasögunni og Passíusálmum. Eftir samveruna í kirkjunni verð- ur gengið yfir í safnaðarheimilið og gefst fólki þar kostur á að tala við ræðumann kvöldsins og spjalla saman. Þetta er samvera fyrir alla fjöl- skylduna og verður framhald á næstu miðvikudagskvöld. Þar verða meðal ræðumanna dr. Ásgeir B. Ellertsson yfirlæknir og dr. Björn Björnsson prófessor. Allir munu ræðumennirnir tala um efni er teng- ist tímabili föstunnar. Reikna mná með að hver sam- vera í kirkjunni og molasopinn á eftir taki rúma klukkustund. Allir eru hjartanlega velkomnir til þessara kirkjukvölda. Von mín er að sem flestir sjái sér fært að koma í Bústaðakirkju í kvöld og næstu miðvikudagskvöld. ..... SívPálmi Matthíasson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.