Morgunblaðið - 14.03.1990, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1990
41
SANNLEIKUEINN
OG SAGA MANNKYNS
Til Velvakanda.
Saga mannkyns er dulítið öðru-
vísi, en áherslur eru á lagðar og
venja að halda fram. Tilfærð örfá
dæmi um þetta.
Biblían og mörg önnur tímarit
eru margumrituð og endurskoðuð,
að undanskildum Qumran-bókroll-
um sem af og til finnast ennþá af
Palestínu-bedúínum í eyðimerkur-
torleiði nálægt Dauðahafi. Atburðir
Biblíu gerðust öldum áður en hún
var skrifuð. Sama er að segja með
íslendingasögur, þar er fyrirþjóðar
að engu getið. Enginn þarf að vera
hlessa á þessu. Ljósir íbúar Suður-
Afríku hafa sambærilegar skoðanir.
ISéð hef ég myndskreytta bók, um
200 bls., er fjallar um Kanada. Af
bók mátti ráða í einum dálksenti-
metra smáleturs, að evrópsku land-
nemarnir komu ekki að mannauðu
landi. Smáletursklausan var sam-
felldur rógur um irókesaþjóð.
Mannkyn breiddist hratt út um jörð
alla að afskekktum smáeyjum,
Svalbarða og Suðurskautslandinu
undanskildu, en íslandi meðtöldu.
Einna síðast komu menn til Nýja
Sjálands, var það þjóð Pólynesa,
maóríar.
Eyðing lífríkja og mengun orsak-
ast ekki af þörf manna fyrir fæðu,
klæði og húsaskjól, heldur löngun
þeirra til að undiroka allt og ráðsk-
ast með, guð ekki undanskilinn.
Islendingum var hótað gíslatök-
um, limiestingum og fjöldamorðum,
létu þeir ekki skírast, Jaust fyrir
árið eitt þúsund. Margir íslendingar
staddir í Noregi, hefðu orðið kon-
ungi auðtekin bráð. Viðskiptabanni
var einnig hótað. Vandi Þorgeirs
Ljósvetningagoða undir* feldinum
var sá einn að finna leið til að fá
menn sína til að fallast á algeran
ósigur án þess að glata virðingu
sinni. Siðaskipti á sextándu öld
komu að ofan, því Marteinn Lúther
hafði lofað sí-stríðandi þjóðhöfð-
ingjum klaustureignum. Villandi er
að kalla breytingu þessa siðbót, því
trúarofstæki, uppræting þjóðdansa,
alræði konungs, viðskiptaófrelsi,
galdrabrennufár og Stóri dómur,
komu á eftir. íslendingar lentu í
útrýmingarhættu um tíma.
Þjóðríki tungu og þjóðernis voru
ekki til á miðöldum í Evrópu í
nútímaskilningi. Hollusta einstakl-
ings var bundin við þjóðhöfðingja,
landaðal og kirkju. Fjarstæða er
að telja Gizur Þorvaldsson eða aðra
íslenska hirðmenn Noregskonungs
landráðamenn.
Vestrænt lýðræði er vestrænt í
orðsins fyllstu merkingu, komið frá
frumbyggjum Bandaríkjanna sem
eru uppfærsla á irókesasamband-
inu. Sameinuðu þjóðirnar áttu sér
fyrirmynd í bandalagi sléttuþjóða
og vetrardvöl í Svarthæðum.
Stríðsmenn innfæddra voru allir
sjálfboðaliðar, málfrelsi í heiðri haft
og tímalengd erfiðisvinnu takmörk-
uð. Hjá nokkrum þessara þjóða var
kvennaveldi og fólk þetta þvoði
líkama sinn. Allt þetta lærðu Evr-
ópumenn af áðurtöldum þjóðum á
löngum tíma. Einna hægast gekk
að læra hreinlætið, menn fóru ekki
að þvo sér svo heitið sé í Evrópu
fyrr en í byijun 19. aldar. (Aðall
barokktíma gerði þarfir sínar í
skúmaskotum og bak við hallar-
tjöld, og menn jusu yfir sig ilm-
vötnum til að fela óþefinn.)
Sá sem fyrstur hreyfði þeirri
hugmynd að ísland ætti að vera
sérstakt þjóðríki var Dani, Jörgen
Jörgensen að nafni, er íslendingar
uppnefndu hundadagakonung. Sá
sem fyrstur vildi varðveita íslenska
tungu og gerði eitthvað í þá veru,
var einnig Dani, Christian Rasmus
Rask.
Eitt af því fáa sem kínverskum
kommúnistum hefur verið fært til
gildis með innrásinni í Tíbet 1950,
er að þeir hafi létt oki alltof fjöl-
mennrar munkastéttar af þjóðinni.
En þá ber þess að geta að lama-
búddisminn er tíbetsku þjóðinni
einkar kær og hlutfall munka á
þjóðarframfæri var ekki hærra en
hlutfall menntamanna á skrifstof-
um Vesturlanda, sem eru þar eng-
um að gagni, öðrum en sjálfum sér
og sínum.
Fullkomnasta stóra landbúnaðar-
ríkið bæði fyrr og síðar var inkaríki
Andesíjalla. Með í dæminu er um-
gengni við jarðveg og náttúruleg
lífríki án mengunar. Þetta var einn-
ig eina stóra velferðarríkið sem
staðið hefur undir nafni. Óheiðar-
leiki, græðgi og sviksemi voru út-
læg gjör úr inkaríki. Engin þjóð
gerði hlut aldraðra, sjúkra, fatlaðra
og þroskaheftra meiri en þessi.
Mannkynssagan úir og grúir af
þverstæðum og núna eru einmitt
líkur á að ein bætist við. Engin
þjóð hefur hatað Rússa meira en
Pólverjar, þó getur sú staða komið
upp að pólsk stjórnvöld æski áfram-
haldandi veru Rauða hersins sov-
éska í landi sínu.
Bjarni Valdimarsson
Um gæðamismun hvítlauks
Til Velvakanda.
Vegna greinar í Velvakanda 1.
þ.m. langar mig til að upplýsa eftir-
farandi. Höfundur þeirra skrifa seg-
ir umræddan hvítlauk vera betri en
allt fáanlegt og leggur áherslu á
að vera víðiesinn um þessi efni.
Undarlegt að þessi aðili hefur
ekki komist yfir þekkingu á lang-
mest selda og þekktasta hvítlauk
veraldar, nefnilega Kyolic, japanska
hvítlauknum. Framieiðendum Ky-
olic var einum alira hvítlauksfram-
leiðenda undir sólinni boðin þátt-
taka í ráðstefnu WHO, Alþjóða-
heilbrigðismálastofnunarinnar, um
lækningajurtir. Segir það eitt sína
sögu um álit vísindamanna á Kyolic.
Það þarf ekki annað en að lesa
utaná glas með Kyolic og bera sam-
an magn til að sjá að Kyolic-hvít-
laukurinn hefur 5-6 sinnum meira
magn hvítlauks í einingu í hylkjum
eða töflum heldur en llja Rogoff-
hvítlaukur. Kyolic hefur 270-300
mg hvítlauks í hverju hylki en Ilja
Rogoff minna en 50 mg í hverri
sykurhúðaðri perlu. Kyolic í fljót-
andi formi er ennþá virkara eða um
það bil 10 föld virkni og þó að fljót-
andi Kyolic sé fyrst og fremst tii
inntöku er líka hægt að nota það
útvortis.
Reyndar er efnamagn og gæði
Kyolic margfait meira en mismunur
þessara talna gefur til kynna. Allar
aðrar hvítlauksvörur eru hitaðar
einhvern tíma á vinnsluskeiðinu.
Hiti eyðileggur viðkvæma hvata,
ensím og efnasambönd hvítlauks-
ins. Kyolic er hins vegar kælitækni-
unninn og þarf að fara gegnum 250
gæðaprófanir til að tryggja hrein-
asta efnið, jöfnustu framleiðsluna
og hæstu gæði nokkurrar hvítlauks-
afurðar sem nú býðst. Þessar gæða-
eftirlitsaðferðir eru hinar ströng-
ustu sem þekkjast í framleiðslu
lækningajurta.
Dr. Benjamin Lau, læknir og
prófessor í örveru- og ónæmisfræði
við Loma Linda læknaháskólann í
Kaliforníu, er einn þeirra fjölmörgu
vísindamanna, sem m.a. leggja
stund á hvítlapksrannsóknir í
Bandaríkjunum. Utdráttur úr þess-
um rannsóknum kom út í bók á sl.
ári undir heitinu Garlic for health
(Hvítlaukur og heilsa). Bókin er
fáanleg hjá bókabúð Eymundsson-
•ar. Við þessar rannsóknir er Ky-
olic-hvítlaukur eingöngu notaður,
þar sem vísindamenn hafa staðfest
að hann er mun virkari, með hærra
efnainnihaldi og efnastöðugri en
hráhvítlaukur.
Síðan Kyolic kom fram á sjónar-
sviðið hafa vísindarannsóknir farið
fram á efninu á vegum mikils-
metinna háskóla og rannsókna-
stofnana. Þessar rannsóknir hafa
sýnt, svo óvefengjanlegt er, afburða
næringargildi Kyolic-hvítlauksins
og yfirburði hans yfir venjulegan
hvítlauk. Fólk sem metur heilsu sína
mikils, veit að lyktarlausi hvítlauk-
urinn Kyolic er sennilega þýðingar-
mesta bætiefni í fæðuna sem völ
er á.
Fróði
Skipstjórnarmenn:
Verið ávallt mjnnugir ábyrgðar ykkar á öryggi skipveija. Sjáið
um að öll öryggistæki séu í lagi og að hver einasti skipveiji kunni
meðferð þeirra og viti hvernig og hvað hann eigi að gera á neyðar-
stundu.
Þakkir
Öllum vinum minum, sem glöddu mig og Grétu
konu mína á sextugsafmœli mínu, sendi ég
alúðarkveÖjur og þakkir.
Sverrír Hermannsson.
ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA
ÓÐINSG. 2 S. 13577
ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA
Royal
-uppáhaldið mitt!
Byggingaverktakar
Tilboðsverð á járnaklippum
KLIPPUR
fyrir 26 mm járn:
Rétt verð kr. 180.400,-
Tilboðsveri) kr. 135.300,-
KLIPPUR
fyrir 32 mm járn.-
Rétt verð kr. 230.300,-
Tilboösverö kr. 172.700,-
Tilboðið gildir til 17. mars.
Fallar hf.
VINNUPALLAR - STIGAR - VÉLAR - VERKFÆRI
DALVEGI 16, FIFUHVAMMI, KÓPAVOGI, SÍMI 641020
t