Morgunblaðið - 14.03.1990, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1990
21
Bræðravíg blossa
upp í Beirút-borg
Beirút. Reuter.
BARDAGAR blossuðu upp
beggja vegna grænu línunnar
svonefndu í Beirút, höfuðborg
Ósló:
Uppsagnir á
Afitenposten
Ósló. Frá Rune Timberlid, frétlarit-
ara Morgunblaðsins.
ÞAÐ blæs heldur betur
hressilega á blaðagötunni í
Osló — Akersgötu — um þess-
ar mundir. Samtals sjö rit-
stjórnarfulltrúar á Aítenpost-
en, næststærsta blaði Noregs,
hafa sagt upp störfúm.
Fulltrúunum var gefinn kost-
ur á að sækja um endurráðn-
ingu. Þannig ætlar stjórnar-
formaður blaðsins, Einar Fr.
Nagell-Erichsen, að losna við þá
stjórnendur sem hann kærir sig
ekki um að hafa lengur á blað-
inu. Eini yfirmaður ritstjómar-
innar, sem er öruggur um að
halda starfi sínu, er Andreas
Norland sem nýlega var ráðinn
ritstjóri. Ætlunin er að allir yfir-
menn Aftenposten, sem, gefur
út tvö dagblöð, sæki um stöður
sínar á nýjan leik á árinu.
Einnig er búist við hörðum
niðurskurði á ritstjórn Dagblad-
et, sem er síðdegisblað, þegar
nýr ritstjóri, Bjorn Simensen,
hefur störf á blaðinu í júní.
Líbanons, í gær. Átökin voru
óvenjuleg sakir þess að nú tók-
ust sveitir trúbræðra á.
Annars vegar börðust múslimar
í vesturhluta borgarinnar og
kristnir menn í austurhlutanum. I
Vestur-Beirút stóðu bardagar milli
shíta-sveita í mmar þrjár klukku-
stundir og vitað var um a.m.k.
fimm menn sem særðust. Tókust
á sveitir Hizbollah, flokks Guðs,
og sveitir amal-shíta. Þeir fyrr-
nefndu sækja andlega leiðsögn til
írans en amal-sveitirnar njóta
stuðnings Sýrlendinga.
í hverfum kristinna beið kona
bana og fimm menn særðust er
leyniskyttur sveita Michels Aouns
hershöfðingja annars vegar og
hermenn úr svonefndum Hersveit-
um Líbanons skiptust á skotum.
Leiðtogar maronítakirkjunnar
gagnrýndu Aoun og Samir Ge-
agea, leiðtoga Hersveita Líbanons,
harðlega í gær vegna innbyrðis
átaka sveitanna. Hvöttu þeir
stjórn Elias Hrawi, forseta Líban-
ons, til þess að taka yfirráð í aust-
urhluta borgarinnar í sínar hendur
og stuðla þannig að því að átökum
lyki. Hrawi nýtur stuðnings Sýr-
lendinga og hefur 15.000 manna
múslimaher sér til fulltingis. Hann
sagðist ekki myndu reyna að
stöðva bræðravíg kristinna nema
sameiginleg ósk þar að lútandi
kæmi frá pólitískum og trúarleg-
um leiðtogum þeirra.
Syðri-Straumfjörður:
KrejQa áætlunarflug-
félög um þjónustugjöld
Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins.
BANDARÍSKI flugherinn hefúr
tekið upp þann hátt að krefjast
greiðslu íyrir ýmsa þjónustu við
flugfélögin sem fljúga til Syðri-
Straumfjarðar á Grænlandi. Þetta
kann að hafa í för með sér að flug-
félag grænlensku landstjórnarinn-
ar, Gronlandsfly, verði að hækka
fargjöldin hjá sér, að því er Jan
K. Rasmussen, forstjóri félagsins,
sagði í viðtali við Grænlenska út-
varpið.
Bandaríkjamenn taka meðal ann-
ars gjöld af allri þjónustu sem veitt
er vegna lendinga og flugtaka á
tímabilinu frá klukkan 19.00 til
21.30. Þar að auki borga flugfélögin
fyrir snjóruðning.
Flugvöllurinn í Syðra-Straumfirði
hefur verið lokaður áætlunarflugi
eftir klukkan 19 frá-því um áramót
vegna ósamkomulags um nýja
greiðslufyrirkomulagið. Frá og með
næsta mánudegi verður völlurinn að
nýju opinn á kvöldin, en þá aðeins
fyrir Grenlandsfly og SAS.
Endurfundir eftir 28 ár
Suður-afríski blökkumannaleiðtoginn Nelson Mandela (t.v.) kom til
Svíþjóðar á mánudag til að eiga fund með Oliver Tambo, forseta
Afríska þjóðarráðsins, (ANC). Samstarf þeirra hófst árið 1944 en
myndin var tekin er þeir hittust í fyrsta skipti frá árinu 1962 er
Mandela var dæmdur til fangelsisvistar vegna baráttu sinnar fyrir
auknum réttindum blökkumanna í Suður-Afríku. Á blaðamannafundi
í Stokkhólmi í gær hvatti Mandela þjóðir heims til að slíta öllum
stjórnmálasamskiptum við stjórn hvíta minnihlutans í Suður-Afríku
sökum kynþáttastefnunnar. Síðar um daginn ávarpaði hann sænska
þingmenn og var ræða hans sýnd í beinni sjónvarpsútsendingu. í
dag, miðvikudag, mun Mandela m.a. eiga fund með utanríkisráð-
herrum Norðurlanda.
Bush aflétt-
ir refsiað-
gerðum gegn
Nicaragua
Washington. Reuter.
GEORGE Bush Bandaríkjafor-
seti aflétti í gær efnahagslegum
refsiaðgerðum gegn Nicaragua.
Var það gert í þeim tilgangi að
styrkja nýkjörna leiðtoga, sem
taka við völdum I landinu í
næsta mánuði.
Ákveðið var snemma árs 1980
að grípa til refsiaðgerða gegn
stjórn sandinista í Nicaragua sem
naut stuðnings Sovétmanna.
Sandinistar biðu nýlega ósigur í
fyrstu lýðræðislegu kosningunum,
sem fram hafa farið í landinu frá
valdatöku þeirra fyrir rúmum ára-
tug.
Ásamt því að aflétta refsiað-
gerðunum tilkynnti Bush að hann
hefði ákveðið að biðja þingið um
'sérstaka 800 milljóna dollara fjár-
veitingu til þess að styðja lýðræði-
söflin í Nicaragua og Panama.
Evrópubandalagið:
Þremur milljörðum
chtla veitt til A-Evrópu
Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunbladsins. Reuter.
Fjármálaráðherrar aðild-
arríkja Evrópubandalagsins
(EB) samþykktu á fundi sínum
í fyrradag að bandalagið skyldi
veita Austur-Evrópuríkjum
þriggja milljarða dala (um 190
milljarða ísl. kr.) efhahagsað-
stoð á þremur árum, 1990-92.
Jafnframt voru samþykktar til-
lögur frá framkvæmdastjórn-
inni um reglugerðir til að sam-
ræma stefiiu aðildarríkjanna í
gjaldmiðils- og efhahagsmálum.
Lítill ágreiningur var um efna-
hagsaðstoðina en írski fjármála-
ráðherrann, Albert Reynolds, sem
stjórnaði fundinum, sagði að nokk-
urn tíma hefði tekið að komast
að samkomulagi um aðrar fjárveit-
ingar. Ráðherrar frá sunnanverðri
álfunni, Spáni, Portúgal og Grikk-
landi, höfðu óttast að aukin aðstoð
við Austur-Evrópuríkin yrði til
þess að minna fé yrði veitt' til fá-
tækari ríkja bandalagsins. Samið
var um að auka ekki ýmsar fjár-
veitingar jafn mikið og ráð var
fyrir gert, svo sem til hreinsunar
á umhverfinu, samgangna innan
EB og aðstoðar við ríki í Asíu,
Rómönsku Ameríku og við Mið-
jarðarhaf.
Á fundinum voru einnig sam-
þykktar tillögur að reglugerðum
sem varða undirbúning innan EB
til að gera bandalagið að einu
gjaldmiðilssvæði. Fjármálaráð-
herrar EB halda óformlegan fund
í lok þessa mánaðar en þar mun
framkvæmdastjórnin leggja fram
skýrslu um áhrif sameiginlegs
gjaldmiðilssvæðis á EB. í skýrsl-
unni verður gerð grein fyrir kostn-
aði aðildarríkjanna vegna gjald-
miðilssvæðisins, fyrirkomulagi
þess og yfirstjórn.
í Brussel er talið líklegt að sam-
eining þýsku ríkjanna og sameig-
inleg aðild þeirra að EB myndi
stuðla að auknum hagvexti innan
bandalagsins. Áætlað hefur verið
að hagvöxtur innan EB gæti, sök-
um sameiningarinnar, aukist um
eitt til eitt og hálft prósent næstu
. ERLENT.
Austur-Þýskaland:
Hver verður forsætisráð-
herra eftir kosningarnar?
Kosningabaráttan í Austur-Þýskalandi einkennist mjög af
viðleitni vestur-þýsku flokkanna til að hafa áhrif á niðurstöð-
una. Kosið verður á sunnudaginn kemur og skoðanakannanir
sýna að þeir flokkar sem njóta mikils stuðnings að vestan eiga
mesta möguleika. En þótt vestur-þýskir stjórnmálamenn liafi
látið mikið að sér kveða í kosningabaráttunni verður það einn
þriggja lítt þekktra austur-þýskra sljórnmálamanna sem að
öllum Iíkindum verður forsætisráðherra eftir kosningarnar og
stýrir íbúum landsins í sameiningarhöfn.
Ibrahim Böhme, formaður ber síðastliðnum. Hann getur
austur-þýska jafnaðarmanna-
flokksins, er 45 ára gamall. Lítið
er vitað um æsku hans. Hann
fæddist í nágrenni Leipzig og
sumir halda því fram að foreldrar
hans hafi verið gyðingar, aðrir
segja að hann hafi alist upp
munaðarlaus. Framan af ævinni
sóttist Böhme, sem er sögukenn-
ari, eftir frama í kommúnista-
flokknum en var síðar stungið í
fangelsi fyrir að hafa stutt opin-
berlega andstæðinga stjórnvalda.
Hann var einn af stofnendum
jafnaðarmannaflokksins í októ-
ekki talist einn af helstu hug-
myndafræðingum flokksins, það
hlutverk leikur Markus Meckel,
skeggjaður, dálítið dularfullur
prestur, sem bauð sig fram á
móti Böhme til formennsku í
flokknum en beið lægri hlut.
Böhme þykir hafa góða kímnig-
áfu og höfðar til fólks með orð-
heppni sinni.
Lothar de Maiziere, formaður
kristilegra demókrata (CDU),
virðist hins vegar fremur sinna
stjórnmálum af skyldu heldur en
andagift. Þegar ljósmyndavél-
arnar blika lítur hann gjarnan
feiminn undan. Mönnum dettur
helst í hug að hann kynni betur
við sig heima hjá fiðlunni sinni.
De Maiziere var eitt sinn atvinnu-
maður í tónlistinni en gerðist
síðan lögmaður. Formannsem-
bættið í CDU fékk hann eiginiega
vegna þess að fæstir aðrir forr-
áðamenn flokksins höfðu hreinan
skjöld eftir að hafa starfað í ára-
tugi undir handaijaðri kommún-
ista. Eins og nafnið gefur til
kynna er de Maiziere af húge-
nottaættum og fjölskylda hans
flúði undan ofsóknum í Frakkl-
andi til Berlínar fyrir nokkrum
öldum.
Kristilegir demókratar hafa
myndað kosningabandalag með
Lýðræðisvakningu og Þýska só-
síalsambandinu (DSU) og nefnist
það Bandalagið fyrir Þýskaland.
Eins og nafnið bendir til vill
bandalagið, sem fær dyggilegan
Ibrahim Böhme.
Lothar de Maizi- Wolfgang Schnur.
ere.
stuðning frá kristilegum demó-
krötum Helmuts Kohls, kanslara
Vestur-Þýskalands, skjóta sam-
einingu. DSU er ekki spáð miklu
fylgi ogsegir vikuritið DerSpieg-
el að flokkurinn sé nokkurs kon-
ar aðdáendaklúbbur Kristilega
sósíalsambandsins- í Bæjaralandi,
flokks Franz Jósefs Strauss heit-
ins. Kristilegir demókratar eru
stærstir þessara þriggja flokka
og þykir sennilegt að de Maiziere
verði forsætisráðherra vinni
Bandalagið fyrir Þýskaland
kosnin'garnar.
Wolfgang Schnur, formaður
Lýðræðisvakningar, varð fyrir
alvarlegu áfalli í síðustu viku sem
kann að koma niður á fylgi
flokksins. Schnur var sakaður um
að hafa gefið Stasi, austur-þýsku
leyniþjónustunni sem nú er verið
að leggja niður, upplýsingar um
starfsemi andófsmanna. Schnúr
hefur árum saman verið einn
þekktasti lögmaður stjórnarand-
stæðinga og notið mikillar virð-
ingar sem slíkur. Vinir hans segja
að Stasi hafi komið fölsuðum
skjölum fyrir í íbúð Schnurs og
minna á að áður hafi kommúnist-
ar reynt að koma á hann lognum
sökum. Schnur varð svo mikið
um þegar ásakanirnar komu
fram í síðustu viku að hann fékk
taugaáfall og lagðist inn á
spítala. Flokkurinn hefur tekið
skýringar Schnurs, sem neitar
sakargiftum, góðar og gildar.
Heimild: T/ie Economist