Morgunblaðið - 14.03.1990, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1990
5
Lítil hækkun á öðrum sjávar-
afurðum ytra en saltfiski
Verð á freðfiski þokast heldur upp á við vestan hafs
Unnið við átöppun á ICY-
vodka í Borgarnesi.
Icjr selt
í vélum
Pan Am
SAMNINGAR hafa tekist um
að Icy vodka verði á boðstól-
um í flugvélum Pan American
á öllum flugleiðum félagsins
innan Bandaríkjanna frá og
með aprílmánuði nk.
Að sögn Orra Vigfússonar hjá
Sprota hf., framleiðanda Icy
vodka, er gert ráð fyrir að sala
Jl smáflöskum af vodkanu geti
numið á bilinu frá 2.500 til 4.000
kössum á fyrsta ári, en Icy
vodkað verður eingöngu á boð-
stólum á fyrsta farrými í vélum
Pan American.
Komið hefur verið upp sér-
stakri átöppunarlínu fyrir
smáflöskurnar í mjólkurbúinu í
Borgarnesi, sem sér um fram-
leiðslu og átöppun á Icy vodka
fyrir Sprota hf. Orri Vigfússon
segir hins vegar að framleiðslan
á vodka á smáflöskum sé ekki
mjög arðbær, en samningurinn
við Pan American réttlæti þó
þessa viðbót fyllilega vegna
þeirrar kynningar sem Icy vodk-
að fær á Bandaríkjamarkaði með
þessum hætti.
VERÐHÆKKUN á saltfíski um
rúm 10% vegur langþyngst í
þeirri 8% meðaltalshækkun, sem
Þjóðhagsstofíiun telur hafa orðið
á útflutningsverði sjávarafúrða.
Verð á frystum afúrðum í Asíu
hefúr nánast staðið í stað og svip-
aða sögu er að segja af sölu á
meginlandi Evrópu. Lítils háttar
hækkun hefúr orðið á flökum í
Bretlandi og markaðurinn vestan
hafs er að styrkjast. Nýlega hefur
til dæmis samizt um lítilsháttar
hækkun á verði flaka til Long
John Silver’s og kemur hún til
framkvæmda i aprílmánuði. I öll-
um tilfellum er miðað við verð í
gjaldmiðli þess lands, sem selt
er til.
Gylfi Þór Magnússon, einn fram-
kvæmdastjóra SH, segir að verð
fyrir frystar afurðir í Asíu sé í járn-
um. Verð fyrir heiifrystan karfa sé
til dæmis enn lægra í Japan en það
var fyrir tveimur árum, en séu allar
afurðir teknar inn í myndina og
miðað við síðustu þijá mánuði, sé
verð á karfaafurðum óbreytt. Verð
fyrir grálúðu hafi hækkað lítillega.
Verð fyrir loðnuhrogn á yfirstand-
andi vertíð hækkaði, en heilfrysta
loðnan stóð í stað. Verð á smærri
rækjunni hefur lækkað um 12 til
15%, en er óbreytt á þeirri stærstu.
Gylfi segir verð á karfa, ufsa og
grálúðu á meginlandi Evrópu sé nú
svipað og undanfarin misseri,
haustverðið gildi í raun enn. Orlítil
hækkun hafi orðið á flökum í Bret-
landi, en það skýrist fyrst og fremst
af tímabundnum breytingum á
framboði og eftirspurn. Loks má
geta þess að fryst síld hefur selzt
á svipuðu verði og í fyrra.
Magnús Gústafsson, forstjóri
Coldwater í Bandaríkjunum, segir
þetta þokast heldur upp á við, þrátt
fyrir að fiskneyzla hafi ekki aukizt.
Því ráði framboðið og gæðin mestu
um söluna og verðið. Verð fyrir
íslenzka fiskinn hafi verið nokkru
hærra en verð á fiski frá öðrum og
því verði menn að fara varlega til
að fá ekki markaðinn upp á móti
sér. -Samkeppnin á matvælamark-
aðnum sé gífurlega hörð og þar séu
kjúklingaframleiðendur ótvíræðir
sigurvegarar.
Magnús segir að þorskflakaverð
sé nú á bilinu 2,30 dollarar fyrir
pundið upp í 2,60 á afurðum héðan
og verð á sérstökum pakkningum
fyrir Long John Silver’s verði orðið
samsvarandi rúmum 2 dollurum í
apríl. Verð á ýsu, ufsa og karfa
hafi staðið í stað, en ýsuverðið sé
með hæsta móti eða 2,90 dollarar
pundið. Blokkin hefur ennfremur
verið að hækka lítillega og byggist
það á minnkandi framboði. Magnús
segir að hins vegar hafi gengið erf-
iðlega að selja rétti gerða úr blokk-
inni og nokkur hreyfing á því sviði
hafi orðið yfir í framleiðslu úr blokk
af Alaskaufsa. Verðbreytingar á
blokkinni skipti okkur reyndar ekki
eins miklu máli, því hún sé fremur
lítill hluti af sölunni vestur. Áherzl-
an sé fyrst og fremst lögð á fram-
leiðslu og sölu flaka og flaka-
stykkja.
„Það, sem mestu getur breytt,
er þróun gengismála. Haldi dollar-
inn áfram að hækka, kemur það
framleiðendum heima til góða.
Hvert framhaldið verður er auðvitað
óvíst. Þá er fastan fremur seint á
þessu ári og áhrif hennar ekki fylli-
lega komin fram. Salan í janúar og
febrúar var þokkaleg í flökunum,
en lakari í tilbúnu réttunum. Marz
er heldur betri, en vísbendingar um
sumarið fást ekki fyrr en að loknu
innkaupatímabilinu fyrir páskana
eða um og eftir næstu mánaða-
mót,“ segir Magnús Gústafsson.
Verð á fiskimjöli og lýsi er nú
töluvert lægra en um áramót. Jón
Olafsson, framkvæmdastjóri Félags
íslenzkra fiskmjölsframleiðenda,
segir að verð hafi fallið um 20%
upp úr áramótum og hafi því miður
lítið hækkað síðan. Hann telur ólík-
legt að verð hækki meira á næst-
unni.
ALVEG
EINSTÖK
GÆÐI
FARÐU VEL MEÐ
AEG þvottavélar og þurrkarar
Margir hafa lent í því að eyðileggja góða fhk í þvotti eða þurrkara.
Vissulega er stundum um að kenna flíkinni sjálfri eða vitlausri
stillingu, en því miður eru sökudólgarnir oft þvottatæki sem standa
ekki undir nafni.
Þegar þú kaupir AEG ertu að íjárfesta í gæðatækjum sem endast
og losa þig við áhyggjur af þvottadögunum í leiðinni.
Það er engin tilviljun að gott verð og mikil gæði fara saman í
AEG þvottatækjunum.
AEG og ORMSSON - hagsýni í heimilishaldi'i
BRÆÐURNIR
ORMSSON HF
Lágmúla 9. Sími 38820