Morgunblaðið - 14.03.1990, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 14.03.1990, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1990 7 Um 27 þúsund íslenskir ríkisborgarar búa erlendis Helmingur reykvískra barna er í skipulagðri dagvist ENGIR biðlistar eru á eldri deild- um tveggja leikskóla í Breiðholti og er hægt að bæta þar við börn- um á aldrinum 3ja til 6 ára. Að sögn Bergs Felixsonar, fram- kvæmdastjóra dagvistar barna, dvelur um helmingur 8.800 barna í Reykjavík á aldrinum 0 til 6 ára í skipulagðri dagvist. Af 8.800 börnum eru 23% á aldrinum 0 til 2ja ára í skipulagðri dagvist og um 80% barna á aldrinum 3ja til 5 ára. Bergur sagði, að heimilin tvö í Breiðholti væru í Selja- og Fella- hverfi. „Það er hveiju foreldri fijálst að sækja um dagvist á hvaða heim- ili sem er í borginni og við vitum að margir foreldrar í Breiðholtshverfun- um vilja hafa börnin sín á heimili, sem næst vinnustað niður í bæ,“ sagði Bergur. „Það er því oft erfitt að fylla heimilin í jaðarhverfunum og þá sérstaklega í eldri aldurs- hópunum. Biðlistinn er aftur á móti hjá yngstu börnunum í öllum hverf- um hvort sem um er að ræða dag- heimili eða leikskóla." Sagði hann að skipuð hefði verið nefnd á vegum stjórnar dagvistar barna til að kanna möguleika á breyttu skipulagi á dagvisjtarheimil- unum og bættri þjónustu. A sex leik- skólum er til dæmis boðin sex tíma gæsla og þá jafnframt boðið upp á mat. Þá stendur til að reyna nýtt rekstrarform með sveigjanlegum vistunartíma á þremur nýjum dag- heimilum, sem tekin verða í notkun í vor, við Rekagranda, í Hamra- hverfi í Grafarvogi og í Selásnum. Ólafur Arnarson Lagt til að íslendingar bjóði A-Evrópu- mönnum að stunda nám hér á landi Á ráðstefnu BHM um Evrópubandalagið (EB) og íslenska háskóla- menn á föstudag var m.a. rætt um óhindraða fólksflutninga milli landa og frjálsan vinnumarkað sem stefnt er að í samningaviðræð- um EB og Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA). Kristinn Karlsson sagði í almennu umræðunni að meiri astæða væri til að óttast brott- flutning frá landinu en aðstreymi og benti á að um 27 þúsuud Is- lendingar kysu að búa erlendis. Þórólfur Þórlindsson prófessor lagði til að íslendingar byðu fólki frá Austur-Evrópulöndum að koma hingað til náms og minnti á þau orð Vaclavs Havels, forseta Tékkóslóvakíu, að land hans þyrfti mjög á vestrænni menntun og kunnáttu að halda. ríkur hjá íslendingum. „En ég held að það sé önnur hlið á þessu máii, að það sé kannski ekkert ákaflega eftirsóknarvert að flytjast til Is- lands. Tungumálið er mikil hindrun. Nú búa tæplega 255 þúsund manns hér á landi, að útlendingum með- töldum, en þeir eru ekki margir. Hins vegar búa nær 27 þúsund íslenskir ríkisborgarar í öðrum lönd- um, það er fleira fólk en býr saman- lagt á Vestíjörðum og Austfjörðum. Samtals eru íslendingar því um 280 þúsund." Kristinn sagði meiri ástæðu til að hafa áhyggjur af því hvernig gengi að halda í fólk. Það myndi ekki takast nema hér yrði boðið upp á þau lífskjör sem fólk sætti sig við. Það kom fram í lokaorðum Jó- hönnu Sigurðardóttur félagsmála- ráðherra að íslendingar hefðu gerst aðilar að sameiginlegum vinnu- markaði Norðurlanda 1983. Hlut- fall útlendinga væri nú ijm 1,5% á vinnumarkaði hér. Islendingar gerðu fyrirvara um að takmarka mætti aðstreymið ef stjórnvöld teldu það nauðsynlegt en til þess hefurekki komið, að sögn Jóhönnu. Kristinn Karlsson félagsfræðing- ur á Hagstofu íslands sagði að Lúxemborg hefði svipaðan fyrir- vara við vinnumarkað EB og við í sambandi við norræna vinnumark- aðinn. Hann minnti á að þegar árið 1918 hefðu ákvæði um fijálsan vinnumarkað valdið íslendingum áhyggjum við gerð sambandslag- anna, er Island varð sjálfstætt ríki. Menn hefðu verið hræddir um að Danir myndu flykkjast hingað og þessi ótti af þessum toga virtist enn Átak geg'n aftanákeyrslum UMFERÐARRÁÐ og bifreiða- tryggingafélögin hafa ákveðið að standa fyrir herferð gegn aftaná- keyrslum í umferðinni. Rúmlega 20% allra óhappa í umferðinni hér á landi eru rakin til þeirra og um 20°/o meiðsla í umferðar- slysum. Áætlaður kostnaður þjóðfélagsins vegna aftaná- keyrslna er um það bil ‘Amilljarð- ur króna á ári. Settar hafa verið auglýsingar á strætisvagna tií að koma boðskap herferðarinnar til skila, en einnig verður boðum komið til skila í kvik- myndahúsum, útvarpi og sjónvarpi. Að sögn Umferðarráðs er talið að algengasta orsök aftanák- reyrslna sé of lítið bil milli bíla. í febrúar, mars og apríl í fyrra er kunnugt um 4048 umferðaróhöpp, þar af voru 862 aftanákeyrslur. Sjálfstæðismenn: Nýr fram- kvæmdastjóri þingflokksins Á FUNDI þing- flokks sjálfstæðis- manna 12. mars var Olafiir Arnar- son, rekstrarhag- fræðingur, ráðinn framkvæmda- stjóri þingflokks- ins. Ólafur Arnarson er 26 ára að aldri. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1983 og BBA-prófi í rekstrarhagfræði frá Baruch Collage, City University of New York árið 1989. Hann hefur starfað sem blaðamaður á dagblað- inu Vísi og sem fréttamaður hjá ríkis- sjónvarpinu. Sambýliskona Ólafs er AvwO Sólveig Hreiðarsdóttir og eiga þau rTVöN eitt barn. Vov Sigurbjörn Magnússon, fráfarandi framkvæmdastjóri þingflokksins, fer til starfa á lögmannsstofu Þórðar S. Gunnarssonar hrl. í Ármúla 17, Reykjavík. Tryggðu þér lægra verð með Y eröld ' © o * til Costa del Sol - og betri aðbúnað Veröld býður alla bestu gististaðina á Costa del Sol í sumar á frábæru verði. Þú getur valið um Benal Beach, Sunset Beach, Ecuador eða Vigia og verið öruggur um frábæran að- búnað og trausta fararstjórn reyndra fararstjóra Veraldar. Costa del Sol þann 14. júní á Benal Beach í íbúð með einu svefnherbergi fyrir 4ra manna íjölskyldu*, kostar nú aðeins kr. 163.200,- í 2 vikur 2 í stúdíói, 21. júní, 2 vikur kr. 53.800,- Ibiza þann 26. júní á Tur Palas á Jet Bossa ströndinni, kostar nú aðeins fyrir manninn miðað við 4 í íbúð kr. 53.900,- ID AUSTURSTRÆT117,101 REYKJAVÍK. SÍMI: (91) 622011 & 622200. *M.v. hjón með 2 börn, 2ja-l 1 ára.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.