Morgunblaðið - 14.03.1990, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1990
9
Aðalfundur
hestamannafélagsins Fáks verður haldinn í félags-
heimilinu fimmtudaginn 22. mars nk. og hefst kl. 20.30.
Venjuleg aðalfundarstörf og lagabreytingar.
Reikningar félagsins liggja frammi á skrifstofu ásamt
tillögum að lagabreytingum.
Stjórnin.
Glœsilegt myndbandstœki!
Siemen? FM 621
• Einfalt og þægilegt í notkun
• Handhæg og fullkomin fjarstýring.
• Langtímaupptökuminni f. 6 þætti.
• Margar nytsamlegar aðgerðir, s.s.
stillanleg hægmynd, endurtekning
myndskeiðs, kyrrmynd o.m.fl.
• Markleit og sérkóðaaðgerðir.
• ítarlegur íslenskur leiðarvísir.
Verð: 44.600,- kr.
SMITH &NORLAND
NÓATÚNI 4 • SlMI 2830Ö
frákl. 18öllkvöld.
Þríréttaður málsverður
á aðeinskr. 1.895,-
Borðapantanir í símum
33272eða30400.
HALLARGARDURINN
Húsi verslunarinnar
Fjölgnii mör-
landans hér-
lendis og
erlendis
Tíminn, málgagn for-
sætisráðherra, segir í
m.a. í baksíðuramma í
gær:
„Um 1.220 fleiri Islend-
ingar virðast haf'a „flúið
land“ í fyrra heldur en
sneru heim til íoður-
landsins á ný. Þar af virð-
ist óskalandið hafa verið
Svíþjóð hjá yfirgnæfandi
meirihluta, eða nær 900
manns. Um 1.200 „flótta-
menn“ svarar nokkurn
veginn til þess að t.d. all-
ir V-Skaftfellingar, eða
allir Ólsarar (og raunar
gott betur), hafi pakkað
niður og kvatt Frón í
fyrra. Að viðbættum á
3. hundrað börnum, sem
fæddust sem íslenzkir
ríkisborgarar á erlendri
grund á árinu, er tafið,
að íslenzkum ríkisborg-
urum, búsettum erlendis,
hafi flölgað um nær 1.500
manns á siðasta ári, eða
litlu minna heldur en ís-
lendingum fjölgaöi á Is-
landi (1.800 manns) á
sama ári.“
Þessi Tímafrétt segir
meira en í fljótu bragði
sýnizt. Gjaldþrot, at-
vinnuleysi og og land-
flótti eru í raun mæli-
kvarðar á þjóðfélags-
ástand, stjóriuufar og
pólitískt umhverfi fólks.
Það er ekki að ástæðu-
lausu sem ríkisstjórn
Steingríms Hermanns-
sonar er óvinsælasta
ríkisstjórn hér á landi í
manna minnum.
Þáttur ríkisins
í verðlagi og
kaupmætti
Ríkisvaldið hefúr meiri
áhrif á almennan kaup-
mátt en nokkurt aimað
þjóðfélagsafl. Ríkisvaldið
[ íslendingum í útlðndum IjOlgaði litlu minna en háf á landi 1969: |
UM1200 MANNS FLUTTU
FRÁ ÍSLANDI í JEYRRA
Að flytja út fólk
Árið 1989 var í senn mesta gjaldþrotaár
einstaklinga og fyrirtækja í seinni tíma
sögu þjóðarinnar og mesta atvinnuleys-
isárið, frá því formleg atvinnuleysisskrán-
ing hófst. Þetta vita allir. Færri gera sér
grein fyrir hinu að þetta „félagshyggjuár"
ríkisstjórnar Steingríms Flermannssonar
fluttu um 1.220 íslendingar úr landi um-
fram þá sem sneru heim til föðurlands-
ins. Staksteinar staldra m.a. við þetta
efni, benzínverð, skattheimtu og niður-
skurð í ríkisbúskapnum.
hefúr endanlegt ákvörð-
unarvald um það, hveijar
ráðstöfúnartelgur heim-
ilanna verða, það er eftir-
stöðvar aflatekna að Irá-
dregnum sköttum.
Ríksvaldið hefúr og ríku-.
leg áhrif á almennt verð-
lag í landinu með ákvörð-
un innflutningsgjalda,
virðisaukaskatts og ann-
arrar verðþyngjandi
skattheimtu.
Eitt grófasta dæmið
um verðáhrif skattheimt-
unnar er benzínverð hér
á landi. Benzínlítrhin
(blýlaus) kostar kr. 49,90.
Þar af eru 19,4% inn-
kaupsverð, 14,2% annar
kostnaður en hvorki
meira né miirna en 66,5%
opinber gjöld! Skattar af
umferð eiga, lögum sam-
kvæmt, að ganga til
vegagerðar. I scinni tíð
heftir rikisvaldið liins
vegar hirt vaxandi hluta
þessara skatta í ríkis-
hítina. Annað dæmi er
bókhlöðuskatturinn, sem
lagður var á til að byggja
Þjóðarbókhlöðu. Síðan,
kemur „skattmann"
ríksvaldshis og stýrir
heimtunni í ríkissjóðinn,
en botn hans virðist suð-
ur í „Borgarfirði" óráð-
síunnar. Það er saga út
af fyrir sig.
Verðþættir benzíns
eru lirópandi dæmi um
áhrif rikisvaldsins á
kaupmátt og verðþróun
í landinu.
Vöxtur eða
niðurskurður
ríkisútgjalda?
Stjórnmálamenn verða
að gera sér grein fyrir
þvi að sníða verður ríkis-
búskapnum stakk eftir
greiðslugetu samfélags-
ins. Stundum er talað um
að selja verði ríkisút-
gjöldum „þak“ sem hlut-
fall af þjóðartekjum.
Hagræðing og niður-
skurður i ríkisútgjöldum
heftir, þrátt fyrir nokkra
tilburði í þá átt, ekki bor-
ið meiri árangur en þaim,
að ríkissjóðshallinn
spannar margar þúsund-
ir milljóna króna, ár eftir
ár, samhliða sívaxandi
skattheimtu.
Það skýtur og skökku
við að meintur sparnaður
í rikisbúskapnum kemur
lítt eða ekki við rekstrar-
þætti, sem mest hafa
tútnað út í seinni tíð,
heldur bitnar nær alfarið
á framkvæmdum, þ.e.
fjárfesthigu, eins og veg-
um, höfiium, skólum
o.s.frv. Ráðuneytum og
ráðherrum fjölgai', póli-
tiskir aðstoðarmcnn ráð-
herra eru fleiri en
nokkru sinni fyrr, útgjöld
ráðuneyta, fiármálaráðu-
neytið sízt undanskilið,
vaxa langt umfram verð-
lagsforsendur.
Framkvæmdaþáttur-
inn er hins vegar skorinn
niður með tilheyrandi
áhrifúm á vinnumarkað-
inn, sem ekki er of sterk-
ur fyrir. Niðurskurður á
þessum vettvangi bitnar
einkum á strjálbýlinu. En
eins og segir í stefiiuyfir-
lýsingu ríkisstjómarhin-
ar er „höfúðverkefni
hennar að treysta gmnd-
völl atvinnulífsins, stöðu
landsbyggðarinnar og
undirstöðu velferðar á
íslandi". Þetta hefúr
tekizt með þeim „ágæt-
um“ sem fram kemur í
gjaldþrotum, atvinnu-
leysi og landflótta, sem
frá er sagt í Tímanum í
gær. Ekki bætir úr skák
að ríkisvaldið hyggst
sækja um 1.000 m.kr. í
vasa sveitarfélaganna
gegn um virðisaukaskatt,
m.a. á framkvæmdir, sem
færðar hafa verið frá
ríkinu yfir á sveitarfélög-
in!
SJÓÐSBRÉF 1
200.000 eru orðin
að 431.088
Agnes Halldórsdóttir keypti Sjóðsbréf 1 fyrir
200.000 krónur 15. júní 1987. Hún kom og seldi
þau hjá VÍB 22. febrúar sl. og fékk greiddar út
samdægurs 431.088 krónur. Það jafngildir 11,1%
ávöxtun yfir lánskjaravísitölu á ári. Sjóðsbréf 1
henta best þeim sem vilja geyma sparifé vel í
a.m.k. eitt ár. Ávöxtun þeirra er nú áætluð 8,5-9%
yfir verðbólgu.
Verið velkomin í VÍB.
VlB
VERÐBRÉFAMARKAÐURÍSLANDSBANKA HF
Ármúla 13a, 108 Reykjavík. Sími 68 15 30. Póstfax 68 15 26