Morgunblaðið - 14.03.1990, Side 16

Morgunblaðið - 14.03.1990, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1990 Engii samvinnuíelagi þarf að breyta í hlutafélag Abending að gefn eftir Jón Sigurðsson Því fer víðs fjarri að rekstrar- vandi Sambandsins eða KRON o.fl. stafi af einkennum samvinnufélaga. Því fer líka víðsfjarri að þessi vandi verði leystur með því að breyta samvinnufélögum í hlutafélög. Ein- kenni og markmið samvinnufélaga eru í fullu gildi og mörg samvinnufé- lög standa vel. Þetta þarf að segja alveg skýrt og skorinort svo að öllum misskilningi verði eytt. Allir sam- vinnumenn verða að hafa þetta alveg á hreinu. Uggur og efi er ástæðu- laus. Hinu verður ekki neitað að vand- inn er ærinn og fréttir um fyrir- hugaðar skipulagsbreytingar í Sam- bandinu, KRON og öðrum sam- vinnufélögum eru gleðiefni enda sýna þær áhuga og viðleitni til at- hafna og úrbóta. Ágæti hlutafélaga Hlutafélagsformið er mjög hent- ugt rekstrarform og hefur sannað ágæti sitt fyrir löngu. Á því leikur enginn vafí að mjög vel fer á því að mikill hluti atvinnurekstrar í nútímaþjóðfélagi sé í hlutafélags- formi, ekki síst þegar haft er í huga hve mismunandi einkenni hlutafé- lagsformið rúmar. Á hinn bóginn trúa því fáir að hlutafélög eigi endi- lega að útrýma einkafyrirtækjum og á sama hátt verður ekki annað séð en samvinnufélög megi vel starfa til jafns við önnur rekstrar- form án sérstakra vandræðra fyrir aðra. Rétt er að minna á að í sumum löndum eru samvinnufélög einmitt tileftii rekin sem sérstök tegund almenn- ingshlutafélaga. í þessum hlutafé- lögum er þess þá gætt að þau séu opin inngöngu samkvæmt tilteknum almennum reglum, að atkvæðisrétt- ur félagsmanna sé jafn og að arði sé úthlutað eftir viðskiptum á rekstr- arreikningi eftir aú höfuðstólsinn- eign hefur verið tryggð en ekki aðeins eftir eignarhiut svo sem ella tíðkast. Reyndar var höfuðstóll Kaupfélags Þingeyinga í byrjun 1882 nokkurs konar hlutafélag enda þótt rekstur væri þá og síðar með sérstöku sniði; annað dæmi má taka af rekstri Osta- og smjörsölunnar sem í öndverðu var sameignarfélag en síðar breytt í hlutafélag og ein- kennum samvinnu jafnan haldið í gildi; og dæmi samlagsfélaga mætti áfram telja sem gæta sömu ein- kenna, svo sem eru ýmis innkaupa- sambönd fyrirtækja, Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna o.s.frv. Það er því ekkert sem mælir gegn því að samvinnurekstur sé ástundaður í hlutafélögum ef viðeigandi einkenna og markmiða er gætt. Sérstaklega getur þetta átt vel við um hvers konar sambönd samvinnufélaga og um dótturfyrirtæki samvinnufélaga og er vikið að slíku í grundvallarregl- um Alþjóðasamvinnusambandsins. Takmörk í samvinnu Auðvitað hefur samvinnufélags- formið sínar takmarkanir enda hefur það tilteknum og afmörkuðum hlut- verkum að gegna. I umfjöllun fjöl- miðla hefur athygli verið vakin á þeim „galla“ samvinnufélags að það er mjög opið, erfitt er að hafa leynd eða hraða á ákvörðunum og það Jón Sigurðsson „Rétt er að minna á að í sumum löndum eru sam- vinnufélög einmitt rekin sem sérstök tegund al- menningshlutafélaga. “ hefur tilhneigingu til að verða nokk- urs konar hjálparstofnun fyrir fé- lagsmennina. En þetta er ekki galli — heidur einn meginkostur sam- vinnufélaga og fellur ágæta vel að innsta og sérstæðasta eðli þeirra og tilgangi. Hitt er rétt að þetta hjálpar ekki öllum stjórnendum við erfiðar ákvarðanir; íslensk samvinnusaga geymir mörg dæmi um forystumenn sem áunnu sér þann trúnað sem til þurfti. í öðru lagi hefur það oft verið talið einkenni samvinnufélaga að staða landbúnaðarins er örðug og atvinnulíf á landsbyggðinni stendur höllum fæti. Ekki skal lítið gert úr þessum vanda en allir sem til þekkja vita að hann hremmir öll rekstrarform og kemur samvinnu- forminu sjálfu ekki við. Menn taka andköf yfir offjárfestingum sam- vinnufélaga en hitt vita þeir þó að mörg einkafyrirtæki og hlutafélög eiga við sömu óreglu að stríða. Samvinnureglunum verður ekki heldur kennt um hana. Loks nefna ýmsir þann galla að ekki sé unnt að auka höfuðstól samvinnufélags í skyndi ef þarf eða að hefja starfsemi þess með miklu fjármagni í upphafi. Þessi „galli“ er þó ekki fyrir hendi ef nánar er að gætt. — Hver bannaði að stofnsjóðs- gjald félagsmanns við inngöngu í samvinnufélag sé há fjárhæð? Hver bannaði samvinnufélagi í kröggum að endurskoða fyrri ákvarðanir um slík gjöld félagsmanna? Hver hefur bannað samvinnufélagi að hafa hlut- afélag um eignir og kalla hlutafé líkt Þingeyingum forðum, og taka þær síðan á leigu fyrir reksturinn? I nóvember síðastliðnum sam- þykkti finnska þingið ný lög sem heimila samvinnufélögum að taka á móti sérstökum „íjárfestingarhlut- um“ sem njóta forgangs um verð- tryggingu án atkvæðisréttar („non- voting preferential stock“ á ensku) en þetta er lítt breytt hugmynd Erlends Einarssonar forstjóra um „stofnbréf" í samvinnufélögum sem hann kynnti hér á landi fyrir um 20 árum. — Hvar eru allir þessir ágætu samvinnumenn sem sitja á Alþingi íslendinga? Hafa þeir skoðað þetta, eða lesið frumvörpin og drög að frumvörpum til laga um sam- vinnufélög sem liggja í viðskiptaráð- uneytinu? Hafa þeir lesið álitsgerðir prófessoranna Gauks Jörundssonar eða Árna Vilhjálmssonar? Hvernig ætla þessir stjórnmálamenn að vinna til atkvæða samvinnufólksins í landinu? Kjarni og umbúðir I sem skemmstu máli: Sé rekstur- inn í ólestri kaupir enginn hluta- bréf; enginn leggur fé í dauðvona fýrirtæki hvort sem það er hlutafé- lag, samvinnufélag eða hvað eina! Sé reksturinn skynsamlegur og arðbær fela lög um samvinnufélög það m.a. í sér að mjög er greitt fyrir því að félagið geti byggt sig upp af eigin burðum enda sé þeirrar samvinnureglu gætt að enginn geti haft það að féþúfu gegn félagsmönn- unum. í þessu efni skiptir engu hvort félagi er breytt úr samvinnufé- lagi í hlutafélag eða öfugt. Sé rekstr- inum hins vegar breytt á þann veg að arðsemi sé líkleg eða tryggð eru allar slíkar breytingar óþarfar hvort eð er. Allir vilja leggja fé í starfsemi sem virðist tryggilega standa undir endurgreiðslu hvort sem er í formi láns eða áhættuframlags. Skilvís maður finnur ævinlega þá sem vilja trúa honum fyrir því að ávaxta fé; slóðana hitta hinir og hafa verðung af. Þetta er kjarni málsins. En með þessum orðum skal ekki gert lítið úr miklum rekstrarvanda og ekki úr heiðarlegri viðleitni ágætra for- ystumanna til að finna leiðir til farsældar. Samvinnufélögin hafa mikilvæg- um hlutverkum að gegna við hlið annarra fyrirtækja og samtaka. Þau eiga mikla og glæsilega framtíð fyrir sér. Þeirra er og verður brýn þörf í þjóðfélaginu. Skipula- gsbreytinga er þörf en þær snerta ekki einkenni og eðli samvinnunnar. Vegur hennar mun vaxa. Höfimdur er rektor Samvinnuskólans á Bifröst. ÓSKILJANLEG UPPRISA eftir Þorstein Thorarensen Við upplifðum unað og hrifningu á föstudaginn, þegar Upprisusin- fónía Mahlers var flutt í Há- skólabíói, einstætt risatónverk, ólg- andi af tilfinningaauðgi í margvís- legustu tilbrigðum, eftir höfund, sem líklega hefur náð lengra en nokkur annar í fullkomnustu útfærslu og hljómsveitartækni sem þekkist. Þar við bættist að hún var virkilega vel flutt hér af hljómsveit og kór og vil ég færa hamingjuóskir mínar. Eitt það sérstaka við Upprisusin- fóníuna er, að hún á sér litríka sögu, þar sem höfundurinn lýsti verki sínu sjálfur í ótal bréfum, athugasemdum og ýtarlegum skýr- ingum. Jafnvel fjallakofinn, þar sem Mahler samdi hana, er nú varðveitt- ur sem hálfgildings helgidómur. Þetta gerir það að verkum, að nú þykir sjálfsagt, hvenær sem hún er flutt, að útskýra þetta margslungna verk í efnisskrá, beinlínis til þess að áheyrendurnir geti betur notið þess. Hér var um að ræða afmælistón- leika Sinfóníuhljómsveitarinnar. Því olli það mér sérstökum vonbrigðum, hve lítil og léleg skil þessu voru gerð í „prógramminu". Eg tek að vísu fram, að það er kannski ekki sann- gjamt að vera gagnrýna það al- mennt, þó að efnisskrár Sinfóníu- hljómsveitarinnar séu litlar. En í þessu tilfelli virðist mér með öllu óviðunandi að birta ekki viðeigandi skýringar. Sem fyrr segir birti Mahler langar útlistanir með þessu verki, og þó hann drægi þær að vísu til baka með vissum hætti af einhverskonar hógværð, sem annars var honum ekki eiginleg, þá verður að líta á þær sem raunverulegar hugmyndir hans. ---------—....... Til að útskýra hvað ég á við, skal ég gera hér smásamanburð á inni- haldslausu efni prógrammsins og hinsvegar þeim, að ég tel, lágmarks- þáttum úr skýringum Mahlers, sem þurft hefðu að koma fram, til þess að auðvelda áheyrendum skilning: 1. kafli. Prógrammið: Sinfónían hefst á eins konar sónötuþætti, sorgargöngulagi þar sem skiptast á kyrrlátir, yfirvegaðir kaflar, og aðrir fullir átaka og óvissu líkt og heyrist í upphafinu. 1. kafli. Lágmarksskýring eftir Mahler: Við stöndum við líkkistu ástvinar og það er sem allt líf hans, barátta hans, ástríður, þjáning og ávinningur á jörðinni líði okkur fyrir sjónum. Þá heyrum við alvöru- þrungna rödd sem spyr: Hvað kemur næst? Hvað er líf og dauði? Af hverju lifum við og þjáumst? Er líf okkar aðeins hræðilegt grín? Lifum við um eilífð? Hefur líf okkar og dauði nokkra þýðingu? 2. kafli. Prógrammið. Annar þáttur er í þokkafullum valstakti og ber með sér ánægju og kyrrð. 2. kafli. Lágmarksskýring eftir Mahler: Minning um heiðríkan sól- skinsdag. Vinur þinn hefur verið jarðaður og á heimleiðinni líður fyrir hugskotssjónum þér eins og sólargeisli minningin um yndislega samverustund með honum. Þar ber hvergi skugga á og þú gleymir því næstum, að hann er dáinn. 3. kafli. Prógrammið. Þriðji þáttur er skertsó í rondóformi sem Mahler byggir á sönglagi sínu úr Des Knaben Wunderhorn þar sem segir frá því er heilagur Ántóníus prédikar yfir fiskunum. Þátturinn er í glettnislegum danstakti en þó bregður fyrir nokkurri kald- hæðni.(!!!) 3. kafli. Lágmarksskýring eftir Mahler: Lýsing á hinum hræðilega syndum spillta heimi og ömurlegu mannlífi, einsog horft sé að utan gegnum glugga inn í draugalegan danssal, þar sem allt hlykkjast í bylgjuhreyfingum, furðulegum mis- hljómum og ýktum strengjatónum, sem lýsa skelfingu, hatri, æði, hryll- ingi. Mannlífið er svo afskræmt að allt verður tilgangslaust. Spurning- unum er aðeins svarað með efasemd- um og það kveður við hræðilegt skelfingaróp. 4. kafli. Prógrammið: Fjórði þáttur er kyrrlátur söngur úr Des Knaben Wunderhorn, sem sunginn er af mezzósópranröddinni um þrengingar jarðlífsins og ljósgeisla vonarinnar sem Guð gefur með fyrir- heiti um eilíft líf. 4. kafli. Þetta er yndislegasti kaflinn. Lágmarksskýring eftir Mahler: Hann fjallar um Frumljósið (Urlicht). Hér er túlkuð hin barns- lega trú, „ég er frá Guði og hverf aftur til Guðs“, barnstrúin sem enn geymir vonina og veitir blessunina „Der liebe Gott wird mir ein Lichten geben!“ Altsöngkonan (hún má þó vera sópran) á að túlka barn í himna- ríkissælu. 5. kafli. Prógrammið. I loka- þættinum er efinn aftur til staðar eins og heyrist í ofsafengnu ákalli upphafsins. Lokaþátturinn dregur í raun saman allar þær hugleiðingar sem fram hafa komið. Vonin birtist í kyrrlátum söng kórsins, er hann fer með sálm Klopstocks, sem Mahler bætir síðan við frá eigin btjósti. Ég mun einungis deyja til að lifa áfram. Verkinu lýkur á sigur- vissum fagnaðarhljómi með lúðrum, bjöllum og orgeli.(!!!) 5. kafli. Lágmarksskýring Mahl- ers: Aftur kveða við í eyrum okkar hina'r ógnvænlegu spurningar úr 1. kafla. Þá heyrist rödd hrópandans (í eyðimörkinni). Der grosse Appell. Komið er að lokum alls lífs á jörð- inni. Það er komið að hinni hryliilegu stund heimsendis,. degi reiðinnar, Þorsteinn Thorarensen „Það er sorglegt að fyrst þegar Upprisusin- fónían er flutt hér á landi, skuli hún ekki einu sinni fá viðunandi smáumfjöllun í afmælis- efnisskrá.“ Dies Irae, Jörðin skelfur, lúðurinn gellur, grafirnar opnast. Auferste- hen — allar lífverur rísa upp stynj- andi og skjögrandi, og allir jafnt háir og lágir safnast inn í hina miklu göngu, óttaslegnir, veinandi og titrandi. Hræðileg óp hinna glöt- uðu sálna um miskunn og fyrirgefn- ingu og skelfing og hryllingur fer sívaxandi,.þar til við verðum öll sem vitskert. Og í dóminum þurrkast allt út, eftir heimsendinn stendur jörðin eftir algerlega auð og tóm, þá er ekkert líf eftir, jafnvel dauðafuglinn er dáinn. — En hvað fylgir svo á eftir? skýring Mahlers er mjög óvenj- uleg og heillandi. Það sem kemur á eftir heimsendi er ástin! Ég vona svo bara að menn dragi sínar ályktanir af samanburðinum. Auðvitað er pláss takmarkað í lítilli efnisskrá, en það sem ég hef hér rakið verður að teljast lágmarks- skýring og tekur í samanburðinum lítið meira pláss en innihaldslaus lýsing prógrammsins. Þar að auki er skýring prógrammsins einkum á 3. og 5. kaflanum hreinlega röng og villandi. Það er sorglegt að fyrst þegar Upprisusinfónían er flutt hér á landi, skuli hún ekki einu sinni fá viðunandi smáumfjöllun í afmælis- efnisskrá. Úr þessu verður ef svo má segja „Óskiljanleg upprisa" og virðist mér það benda til þess að höfundar efnisskrár textans séu orðnir „eitthvað þreyttir", því að ég fæ ekki betur séð en að þeir hafi gleymt að setja sig inn í málið! I sambandi við flutninginn á Upprisusinfóníunni kemur mér óhjá- kvæmilega í hug hið einstæða hlut- verk Gilbert Kaplans, bókaútgef- anda í Bandaríkjunum, sem hreifst svo af þessu verki, að hann síðan hefur helgað því líf sitt. Ég má því til með að spyija: — Hefði ekki verið hægt á þessari hátíðarstundu að fá sjálfan meistara Kaplan hingað til lands til að stjórna? Ef hann hefði komið hingað, býst ég við Sakarí okkar hefði af drengilegri gleði gefið honum eftir pallinn „í seinni hálfleik!" Vitað er að Kaplan beinlínis „safnar" því að fá að stjórna þessu verki í sem flestum löndum og því er ég ekki viss um, að hann hefði orðið of kostnaðar- samur, heldur hefði hann tekið mið af aðstæðum og þá hefði forustufólk okkar ef til vill „hlustað líka á eftir hlé“ á afmælishátíð hljómsveitarinn- ar. Höfundur er ritliöfundur og bókaútgefandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.