Morgunblaðið - 14.03.1990, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 14.03.1990, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1990 [1] JÚHANN ÓLAFSSON & CO. HF. 43 Sundaborg 13 -104 Reykpvík - Sími 688 588 North vitnar í íran-kontramálinu: Poindexter heimilaði stuðning’ við kontrana Washington. Reuter. OLIVER North, starfsmaður Ronalds Reagans er hann gegndi emb- ætti Bandaríkjaforseta, sagði í fyrradag við réttarhöldin vegna Iran- kontra-málsins að þáverandi yfirboðari sinn, John Poindexter, ráð- gjafi Reagans i öryggismálum, hefði heimilað sér að láta ágóðann af leynilegri vopnasölu til Irans renna til kontra-liða í Nicaragua. PC-Tölvunám e Ritvinnsla -Töflureiknir I 60 stundir, frábært verð Tölvuskóli íslands s: 67 14 66, opið til kl.22 Þetta var í annað sinn sem North kom fyrir réttinn. Hann virtist svo tregur til að svara spurningum sak- sóknarans að dómarinn líkti yfir- heyrslunni við það að draga út tenn- ur. North sagði að Poindexter hefði ekki aðeins fallist á að láta fjármun- ina renna til kontra-liða heldur einnig bannað sér að segja frá því. Reagan hefur haldið því fram að hann hafi ekki vitað um málið. Hann hefur þó verið sakaður um að hafa undirritað skjal til að heim- ila North og leyniþjónustunni CIA að láta ijármunina ganga til kontra-liða. North hélt því fram við réttarhöldin að skjalið myndi skaða Reagan ef greint yrði frá innihaldi þess þar sem forsetinn fyrrverandi hefði lagt þar blessun sína yfir það að reynt yrði að fá gísla lausa í staðinn fyrir vopn. Reagan hafði eðaheílar samsflæður 3 \ > V A " 1 N __—-—r ir —I Níðsterkarog hentugar stálhillur. — Auðveld uppsetning. Margarog stillanlegar stærðir. Hentar nánast allsstaðar. Ávallt fyrirliggjandi. Leitið upplýsinga UMBODS■ OG HEILDVERSLUN BÍLDSHÖFDA 16 SÍMI 672444 áður sagt að ekki kæmi til greina að heimila slíkt. North kvaðst hafa séð Poindexter rífa umrætt skjal í tætlur eftir að' málið komst í há- mæli. Grænland: Óttast inn- rás sela Kaupmannahöfn. Frá N.J. Bruun, frétta- ritara Morgunblaðsins. SJÓMENN í Vestur-Grænlandi hafa miklar áhyggjur af selainn- rás svipaðri þeirri, sem hrjáð hefur starfsbræður þeirra í Norð- ur-Noregi, og með sömu afleið- ingum fyrir fiskveiðarnar. Hefur selnum fjölgað gífiirlega síðan kópadráp var bannað á Ný- fundnalandi. Á undanförnum árum hefur seln- um ijölgað mikið og fer hann um í stórum vöðum, ekki síst á miðunum milli Holsteinsborgar og Nuuks. Eitthvað þarf allur þessi fjöldi að éta og hafa sjómenn áhyggjur af, að hann eyðileggi miðin, ýmist með því að drepa fiskinn eða fæla hann burt. Þegar selveiðar voru stundað- ar á Nýfundnalandi voru drepnir þar allt að 200.000 kópar árlega en nú enginn. Vísindamenn taka undir það með sjómönnum, að selnum sé farið að íjölga ískyggilega mikið en þeir eru hins vegar ekki sammála því, að of mikið sé orðið af hnúfubaknum. Segja þeir, að hnúfubaksstofninn við Vestur-Grænland sé aðeins um 400 dýr og viðkoman ekki mikil. Mótmæligegn stjórn Mongólíu Keuter Mongólar í þjóðbúningum mótmæla stjórn komm- únista fyrir utan Choijinlam-búddamusterið í höf- uðborginni, Ulan Bator. Fólkið krafðist fjölflokka- kerfis og afsagnar stjórnmálaráðsins, helstu valda- stofnunar kommúnista. Síðustu vikurnar hefur umbótahreyfing, sem krefst frjálsra kosninga, sótt í sig veðrið og haldið fjöldafundi. Stjórnarslit í ísrael: Samstarfi Verkamanna- flokksins og Líkúd lokið Jerúsalem. Reuter. ÞAÐ slitnaði upp úr ríkisstjórn- arsamstarfi Verkamannaflokks- ins, Líkúdflokksins og tveggja smáflokka í ísrael í gær eftir 15 mánaða erfíða sambúð. Ástæðan var ágreiningur um tillögur Bandaríkjamanna um fyrirhug- aðar friðarviðræður ísraela og Palestínumanna í Egyptalandi. Stjórnarslitin hafa verið yfirvof- andi í nokkra daga. Urðu þau með þeim hætti að á ríkisstjórn- arfundi í gærmorgun rak Yitzhak Shamir forsætisráðherra og leið- togi Líkúdflokksins Shimon Per- es, formann Verkamannaflokks- Noregur: Lönduðu ólöglega 2000 lest- um í Danmörku 1987 og 1988 Ósló. Frá Rune Timberlid, fréttaritara Morgunbladsins. Tollstjóraembættin í Noregi og Danmörku hafa ljóstrað upp um ólöglegar landanir norskra veiðiskipa í Danmörku á að minnsta kosti 2000 lestum af fiski á árunum 1987 og 1988. Flest skipanna voru frá Vestur-Noregi, en einnig allmörg frá Norður-Noregi. Mikið var um að skipt væri á fiski og tollfrjálsum vörum. Nú þurfa útgerðirnar að gera upp reikningana við skattayfirvöld í Allt í eldhúsið frá BOSCH Noregi þar sem ekki var greiddur skattur af sölutekjunum. Ekki var heldur greitt svokallað framleiðslu- gjald, enda þótt tryggingarkerfi sjávarútvegsins væri notað til hins ítrasta. Þar sem hluti aflans var seldur undir borðið, tilkynntu bát- arnir lægri aflatölur en nam kvóta þeirra og fengu þess vegna of háa styrki greidda út úr tryggingarkerf- inu. Odd Nakken, forstjóri Hafrann- sóknastofnunarinnar i Bergen, segir að fiskifræðingum hafi lengi verið ljóst að ólöglegar fisksölur ættu sér stað í Danmörku og opinberar afla- tölur skipanna væru því of lágar. „Þess vegna höfum við tekið ákveð- in skekkjumörk inn í útreikninga okkar á veiðikvótum einstakra físk- stofna," segir Nakken. „Við höfum einfaldlega bætt ákveðnum tonna- fjölda við opinberu aflatölumar, þegar við höfum reiknað út styrk- leika stofnanna." Svein Munkejord, sjávarátvegs- ráðherra Noregs, segir að ólöglegu fisksölumar séu hvort tveggja í senn brot á lögum um meðferð sjávar- fangs og umhverfisglæpur þar sem þetta athæfi raski grundvallarfor- sendum sem fiskifræðingar verði að fara eftir þegar þeir meta stofn- ana. ins, úr embætti íjármálaráða- herra. Við svo búið sögðu ráð- herrar Verkamannaflokksins sig úr ríkisstjórninni. Það tók að sverfa til stáls í ríkis- stjórninni fyrir nokkrum vikum vegna tillagna Bandaríkjamanna um viðræður í Kairó, höfuðborg Egyptalands. Þær eiga að snúast um tilhögun kosninga meðal Pa- lestínumanna á hemumdu svæðun- um. í kosningunum ætti að velja fulltráa Palestínumanna í viðræðum um friðarsáttmála. Líkúdflokkurinn er andvígur því að 140.000 Pa- lestínumenn í Austur-Jerúsalem fái að taka þátt í þeim. Verkamanna- flokkurinn hefur ítrekað reynt að fá Líkúdflokkinn til að endurskoða þessa afstöðu en án árangurs. Á mánudag samþykkti miðstjóm Verkamannaflokksins heimild til framkvæmdastjórnarinnar til að slíta stjórnarsamstarfinu. Shamir forsætisráðherra varð þó eiginlega fyrri til með því að reka Peres úr embætti fjármálaráðherra. Nú er búist við að á næstu vikum reyni báðir stóru flokkarnir að fá smáflokkana til fylgilags. Takist hvorugum það eru kosningar óum- flýjanlegar. Samtals eru þingmenn á ísraelska þinginu 120. Líkúdflokk- urinn hefur 40 þingmenn en Verka- mannaflokkurinn 39. Tveir aðrir stjórnarflokkar hafa samtals 11 þingmenn, Shas sex og Þjóðlegi trá- arflokkurinn fimm. Ellefu smáflokk- ar til hægri og vinstri skipta á milli sín þeim 30 þingsætum sem eftir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.