Morgunblaðið - 14.03.1990, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1990
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1990
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjgri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið.
Opið hús háskólans
Fjölmenni heimsótti Þjóðar-
bókhlöðu og önnur hús á
háskólasvæðinu sl. sunnudag,
þegar Háskóli íslands efndi til
kynningar á margþættri starf-
semi sinni. Það er vel. í fyrsta
lagi er það mikilvægt fyrir há-
skólann, „flaggskipið“ í fræðslu-
kerfi þjóðarinnar, að treysta
tengsl sín við almenning, stöðu
sína í vitund þjóðarinnar. í ann-
an stað er nauðsynlegt að lands-
menn geri sér glögga grein fyr-
ir ört vaxandi mikilvægi mennt-
unar, þekkingar, vísinda og
rannsókna í þjóðarbúskapnum.
Fræðslukerfið, með háskól-
ann í broddi fylkingar, er höf-
uðvígi þjóðmenningar okkar,
þess sem gerir þjóð að þjóð og
fullveldi okkar er grundvallað
á: tungunnar, sögunnar, bók-
menntanna og kristinna við-
horfa. En menntun, þekking og
alhliða framfarir eru jafnframt
og ekki síður forsenda batnandi
lífskjara, velferðar og efnahags-
legs sjálfstæðis þjóðar og þegna.
Allt fram á 20. öldina var
land okkar einhæft bændasam-
félag með sjósókn sem eins kon-
ar aukabúgrein. Það átti fyrr á
tíð fullt í fangi með að brauð-
fæða þjóðina — og slæmt ár-
ferði og náttúruhamfarir leiddu
á stundum til mannfellis. Með
vaxandi menntun, þekkingu og
tækniframförum, sem þjóðin til-
einkaði sér á líðandi öld, marg-
földuðust verðmætin í þjóðarbú-
skapnum og þjóðartekjurnar.
ísland varð velferðarríki. Mennt-
unin og þekkingin hafa reynzt
mikilvirkustu vopnin í kjarabar-
áttu þjóðarinnar. Og þýðing
þessara vopna fer ört vaxandi.
Þær þjóðir einar, sem halda
vöku sinni á vettvangi alhliða
og sérhæfðrar þekkingar og
framfara á næstu áratugum,
varðveita velferð sína.
Það var spor til réttrar áttar
þegar Rannsóknaþjónustu há-
skólans var komið á fót á árinu
1986. Tilgangur hennar er að
greiða fyrir samstarfí háskólans
og atvinnuveganna. Hún annast
kynningu á þeirri aðstöðu og
þekkingu, sem til staðar er inn-
an háskólans, og er tengiliður
milli þeirra, sem óska eftir
vísindalegri ráðgjöf og rann-
sóknum, og starfsmanna stofn-
ana háskólans, er geta veitt slíka
þjónustu. Sigmundur Guð-
bjarnason, rektor háskólans,
kemst svo að orði í „Háskóla-
fréttum“:
„Tengsl háskólans við at-
vinnulíf landsmanna eru marg-
þætt og hafa aukizt með aukn-
um þörfum og kröfum atvinnu-
lífsins um menntun, rannsóknir
og þjónustu ýmiss konar. Há-
skólinn hefur einkum veitt ungu
fólki menntun til að taka þátt í
atvinnulífi þjóðarinnar, hvort
heldur á sviði tækni eða við-
skipta, heilbrigðis- eða mennta-
mála, eða þá fjölmargra annarra
þjóustu- eða fræðistarfa. Á
síðari árum hefur aukin áherzla
verið lögð á endurmenntun fyrir
fólk, sem þegar er starfandi í
atvinnulífinu en mikilvægi end-
urmenntunar vex stöðugt í heimi
hraðfara breytinga í atvinnu-
háttum.
Öflun og hagnýting nýrrar
þekkingar í þágu atvinnulífsins
með rannsókna- og þróunar-
starfsemi hefur aukizt hröðum
skrefum eftir því sem aðstaða
til rannsókna hefur aukizt í há-
skólanum. Rannsóknaþjónusta
háskólans var stofnuð til að
kynna þá þjónustu sem unnt
væri að veita til að auðvelda
samstarf við fyrirtæki og stofn-
anir utan Háskóla Islands ...“
Það er fagnaðarefni að há-
skólinn heldur vöku sinni í sam-
félaginu með þeim hætti sem
fram kemur í tilvitnuðum orðum
Sigmundar Guðbjarnasonar,
rektors. Það er og fagnaðarefni
að skólinn leggur áherzlu á
tengsl -sín við almenning með
kynningu af því tagi sem fram
fór sl. sunnudag. Aðsóknin að
opnum húsum háskólans ber
þess vitni að fólk almennt kann
vel að meta starf af þessu tagi.
Eitt skyggði hins vegar á
ánægju þessa velheppnaða
kynningardags háskólans: hve
langt Þjóðarbókhlaðan á í land
sem fullbyggt og fullfrágengið
hús. Það er talandi vottur þver-
girðingsháttar íslenzkra stjórn-
valda, að þau hafa halastýft
sérstakan skatt, sem fara átti
til Þjóðarbókhlöðunnar. Fjár-
munir, sem ganga áttu til þessa
húss, sem geyma á dýrmætustu
menningarverðmæti þjóðarinn-
ar, vóru hirtir í ríkishítina, með
þeim afleiðingum, að dregizt
hefur úr hömlu að fullgera það.
Engar vífil-
engjur
Flotgallar hafa sannað gildi
sitt; ítrekað bjargað manns-
lífum. Þeir eru sjómönnum
nauðsynleg öryggistæki. Þá á
að flokka með öðrum öryggis-
tækjum til undanþágu frá virðis-
aukaskatti — í reglugerð eða
með lagabreytingu, ef með þarf.
Stjórnvöld eiga að fara, og fara
strax, að tilmælum nemenda
Stýrimannaskólans í þessu efni.
Það er ekki við hæfí að þau
skjóti skildi vífilengja fyrir sig
í máli sem þessu.
23 .
VIUAYFIRLÝSING UM NÝTT ÁLVER Á ÍSLANDI
Öllum samningiim verði lok
ið fyrir 20. september nk.
Heimildarlög og samþykki stjórna fyrirtækjanna liggi fyrir á þessu ári
í gær undrrituðu Jón Sigurðsson,
iðnaðarráðherra, fyrir hönd ríkis-
stjórnar íslands, og Paul E. Drack,
aðalforstjóri Alumax, Per-Olof Ar-
onsson forstjóri Gránges, og Max
Koker, framkvæmdastjóri Hoog-
ovens Aluminium, sameiginlega
yfirlýsingu um ásetning að ljúka
samningum um byggingu nýs ál-
vers hér á landi. Með undirritun
yfirlýsingarinnar er þátttaka Alum-
ax í Atlantal-verkefninu formlega
staðfest.
Meginatriði yfirlýsingarinnar eru
eftirfarandi:
1. Iðnaðarráðherra -staðfestir
stefnu íslenskra stjórnvalda að auka
nýtingu innlendra orkulinda með
frekari álframleiðslu á íslandi.
2. Alumax, Gránges og Hoog-
ovens staðfesta áhuga sinn á því
að efla álframleiðslu sína með því
að byggja álver á Islandi. .
3. Staðfest er að gera þurfi eftir-
farandi samninga á grundvelli
heimildarlaga um nýtt álver:
Aðalsamning milli íslensku ríkis-
stjórnarinnar og Atlantal-aðil-
anna, þar sem m.a. verður fjallað
um skattamál og úrlausn ágrein-
ingsefna.
Orkusölusamning við Landsvirkj-
un.
Lóðar- og hafnarsamning við
hlutaðeigandi sveitarfélag.
Samkomulag varðandi umhverf-
isinál.
Samkomulag milli Atlantal-aðil-
anna um eignarhald, rekstur og
fjármögnun álversins.
4. Iðnaðarráðherra og Atlantal-
aðilarnir staðfesta ásetning sinn að
ljúka samningum um nýtt álver
með um 200.000 tonna álfram-
leiðslugetu á ári er hefíi rekstur
árið 1994. í álbræðslunni verði not-
uð nýjasta tækni við framleiðslu og
steypu á áli og mengunarvarnir sem
uppfylli íslenskar kröfur.
5. Atlantal-aðilarnir lýsa sig
reiðubúna til að eignast hlutabréf
í hinu nýja álveri sem hér segir:
Alumax 30—40%.
Gránges 25—35%.
Hoogovens Aluminium 25—35%.
6. Undirritun endanlegra samn-
inga er háð samþykki Alþingis á
frumvarpi til heimildarlaga um
verkefnið og samþykki stjórna fyr-
irtækjanna eða móðurfélaga þeirra
eftir því sem við á.
7. Iðnaðarráðherra og Atlantal-
aðilarnir munu leitast við að ljúka
samningum með eftirfarandi hætti:
Stefnt er að því að taka ákvörðun
um staðsetningu álversins fyrir
lok maí 1990.
Stefnt er að því að ljúka öllum
samningum fyrir 20. september
1990.
Iðnaðarráðherra mun leggja fyrir
Alþing frumvarp til heimildar-
laga í október nk., með það að
markmiði að afla samþykkis Al-
þingis fyrir árslok 1990.
Fyrirtækin munu afla samþykkis
viðeigandi stjórna fyrir árslok
1990 eða í síðasta lagi á fyrsta
reglulega stjórnarfundi á árinu
1991.
Til grundvallar þeim samninga-
viðræðum sem í hönd fara liggja
m.a^ þær hagkvæmniathuganir og
könnunarviðræður sem þegar hafa
farið fram.
Gert verður sérstakt samkomu-
lag um mengunarvarnir en iðnaðar-
ráðherra hefur nýlega skipað sér-
stakan starfshóp til að vera sér til
ráðuneytis um þau efni í samvinnu
við hið nýja umhverfisráðuneyti.
Undirritun yfirlýsingarinnar nú
er mikilvægur áfangi í því að gera
nýtt álver á íslandi að veruleika og
skjóta þar með nýjum stoðum und-
ir íslenskt atvinnulíf og þjóðarbú-
skap.
Morgunblaðið/Bjarni
Forsvarsmenn Atlanta hópsins heimsóttu Hafnarfjörð í gærmorgun ásamt fúlltrúum iðnaðarráðu-
neytisins og skoðuðu aðstæður í Straumsvík. Þessi mynd var tekin, þegar Guðmundur Arni Stefáns-
son, bæjarstjóri, tók á móti þeim á skrifstofú sinni.
Byggiiig Fljótsdals-
virkjunar tekur 4 ár
LANDSVIRKJUN áætlar að stækkun Búrfellsvirkjunar geti verið
komin í gagnið snemma árs 1994 og Fljótsdalsvirkjun í lok sama
árs, verði undirbúningi íyrir virkjanirnar haldið áfram. Þegar hafa
verið boðnar út vélar og rafbúnaður vegna virkjananna en áætlað
er að byggingarhlutinn verði boðinn út í vetur.
Stækkun Búrfellsvirkjunar er
fyrst á dagskrá. Þar á að byggja
nýtt stöðvarhús nokkru austar en
núverandi hús, sem nýti mannvirki
sem fyrir eru, svo sem uppistöðul-
ón og inntak. Jafnframt er áætlað
að ljúka framkvæmdum við
Kvíslarveitur. Gert er ráð fyrir að
á byggingartíma þurfi rúmlega
500 ársverk, sem þýðir að um 300
manns hafa atvinnu af bygging-
unni þegar flest er. Kostnaður er
áætlaður um 6.200 milljónir
króna.
Áætlanir um Fljótsdalsvirkjun
gera ráð fyrir að framkvæmdir
standi yfir í fjögur ár. Myndað
verði 47 ferkílómetra uppistöðulón
við rætur Eyjabakkajökuls, norð-
austur af Vatnajökli. Þaðan verði
vatninu veitt í stöðvarhús á Teigs-
bjargi, milli Valþjófsstaðar og
Hóls í Norðurdal, gegnum jarð-
göng sem yrðu um 26 kílómetra
löng. Miðað er við, að þvermál
ganganna verði um 5,4 metrar og
þau verði heilboruð með tveimur
risastórum borvélum. Um 7 kíló-
metra löng frárennslisgöng yrðu
sprengd. Aflgeta virkjunarinnar
er 240 megawött og orkuvinnslu-
geta 1.420 gígawattstundir sem
þýðir að virkjunin yrði ívið afl-
meiri en Búrfellsvirkjun.
Að sögn Agnars Olsen yfirverk-
fræðings hjá Landsvirkjun var
jarðvegur á svæðinu kannaður í
sumar, og meðal annars boruð
hola á jarðgangaleiðinni. Agnar
sagði að holan virtist staðfesta að
svæðið hentaði vel til gangabo-
runar, en í sumar yrði svæðið
rannsakað nánar, ef ákveðið verð-
ur að halda undirbúningnum
áfram.
Talið er að kostnaður við Fljóts-
dalsvirkjun yrði um 18.700 millj-
ónir króna, og virkjunarfram-
kvæmdirnar skapi að jafnaði um
1.300-1.400 ársverk. Það þýðir að
um 6-700 manns gætu haft at-
vinnu af framkvæmdunum þegar
mest er umleikis. Um 20 manns
myndu starfa við virkjunina þegar
hún væri fullgerð.
Morgunblaðið/Þorkell.
Viljayfirlýsingin undirrituð í gær. Lengst til vinstri er Jóhannes Nordal formaður álviðræðunefndarinnar, Bond Evans aðstoðarforstjóri
Alumax, Paul Drack., aðalforstjóri Alumax, Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra, Per-OIof Aronsson, forstjóri Griiges, Max Koker framkvæmda-
stjóri Iloogovens, og Halldór Kristjánsson, iðnaðarrráðuneytinu.
Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra:
„Vilj ayfirlýsing um
að ljúka samningum“
JÓN Sigurðsson iðnaðarráðherra segir að enn sé ekkert hægt að
segja um staðsetningu nýs álvers, en staður verði valinn fyrir
mailok nú í vor. Steftit er að því að ljúka samningsgerð Alumax,
Hoogovens, Gránges og íslenska ríkisins um byggingu nýs álvers
á íslandi fyrir 20. september í liaust. „Nú er þetta að verða dauð-
ans alvara,“ sagði iðnaðarráðherra.
„Þetta eru skynsamir menn og
þeir vilja sjá með eigin augum þá
staði sem til greina koma. Það
skil ég vel,“ sagði iðnaðarráðherra.
„Staðsetningarákvörðunin er sam-
korhulagsmál og ekkert verður
ákveðið einhliða í þeim efnum.
Samkomulag okkar gengur út frá
því að við munum velja stað fyrir
nýja álbræðslu fyrir lok maímánað-
ar og stefna að því að ljúka samn-
ingsgerðinni í hejld fyrir 20. sept-
ember í haust. Þannig er stefnt
að því að heimildarlagafrumvarp
um byggingu nýs álvers megi
koma fyrir Alþingi í byijun næsta
þings og að stjórnir fyrirtækjanna
þriggja samþykki samningana fyr-
ir sitt leyti áður árið er á enda.“
Iðnaðarráðherra sagði að svæð-
in þijú, Eyjafjörður, Reyðarfjörður
Álver í Eyjafírði;
Kostnaður við hafiiar-
gerð um 500 milljónir
Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar, sem unnið hefúr að rannsókn og undir-
búningi að hugsanlegri smíði 2.000 tonna álvers við Eyjafjörð undan-
farna mánuði í samvinnu við sveitarfélögin, gerir ráð fyrir 2.400 árs-
verk þurfi til að reisa álverið og að framkvæmdatíminn verði um 3 ‘A
ár. Sigurður P. Sigmundssonar, forstöðumaður Iðnþróunarfélagsins,
sagði að kostnaður vegna hafnarmannvirkja verði um 500 milljónir
króna og kæmi í hlut sveitarfélaganna við Eyjafjörð að greiða þann
kostnað.
Sigurður sagði að kostnaður sá
er Islendingar þyrftu að bera yrði
mun meiri þegar orkuflutningslínur,
vegagerð og aðrar nauðsynlegar
framkvæmdir væru taldar með.
Garðar Ingyarsson, hjá Markaðs-
skrifstofu Landsvirkjunar, treysti sér
ekki til að fullyrða neitt um kostnað
íslenskra aðila að svo stöddu en sagði
það geta orðið býsna háa fíárhæð.
Heildarkostnaður við byggingu nýs
álvers er talinn nema 50 milljörðum.
Gert er ráð fyrir að það taki 40
mánuði að reisa álver í Eyjafirði og
til þess þurfi 2.400 ársverk, þar af
1.100 ársverk á hápunkti fram-
kvæmdanna sem stæði yfir í eitt ár,
að sögn Sigurðar. Á þessu tímabili
yrðu 200 útlendir starfsmenn ráðnir.
1.300 ársverk dreifðust yfir lengra
tímabil og er ráðgert að 900 innlend-
ir starfsmenn vinni þau. Sigurður
sagði að heimamenn gætu séð af 500
manns til starfa við álverið, en 400
yrðu að koma frá öðrum landshlut-
um. Hann sagði að bærinn gæti tek-
ið á móti 2.000 manns en ljóst væri
að reisa þyrfti stórar vinnubúðir.
Verði nýju álveri valinn staður í
Eyjafirði þá rís það að öllum líkindum
í Dysnesi, um 14 km norður af Akur-
eyri. Iðnþróunarfélagið hefur unnið
að rannsóknum á svæðinu um nokk-
urt skeið með tilliti til hugsanlegra
framkvæmda. Bújarðir eru þar einna
lakastar á Eyjafjarðarsvæðinu og
margar hveijar komnar í eyði. Einn-
ig vegur það þungt á metunum varð-
andi staðarval að ríkið á mestan hluta
þess lands í Dysnesi sem færi undir
álver og þýrfti því ekki að kaupa upp
jarðir. Einnig hefur verið rætt um
Gáseyri í þessu sambandi en hún er
fáeina kílómetra suður af Dysnesi.
Sigurður sagði að margt benti til
þess að heppilegt væri að reisa álver
í Eyjafirði. Það yrði landsbyggðinni
til framdráttar og gæti stöðvað þá
byggðaröskun sem átt hefur sér stað
um langan tíma. Á Eyjafíarðarsvæð-
inu væri vinnuafl stöðugra en á höf-
uðborgarsvæðinu auk þess sem for-
svarsmenn erlendu álfyrirtækjanna
þriggja leggðu mikla áherslu á já-
kvæð viðhorf heimamanna til stór-
iðju. „Þeir vilja ekki reisa álver í
Dysnes í Eyjafirði.
óþökk fólksins. Fyrirtækin meta
þetta atriði einnig til fjár,“ sagði
Sigurður.
Jón Ingimarsson, verkefnisstjóri
hjá Iðnaðarráðuneytinu, sagði Ijóst
að ráðast yrði í hafnarframkvæmdir
þar sem álverinu yrði valinn staður
og það ætti einnig við um
Straumsvík. „Flutningar um höfnina
í Straumsvík myndu til dæmis þre-
faldast yrði 2.000 tonna álver reist
þar. Menn eru sammála um að ráð-
ast þarf í hafnarframkvæmdir þar
sem álveri verður valinn staður en
kostnaður vegna þeirra framkvæmda
verður væntanlega mismikill á milli
staða,“ sagði Jón.
og Reykjanes (frá Þorlákshöfn að
Straumsvík) væru öll til athugunar
á þessu stigi. Forsvarsmenn fyrir-
tækjanna þriggja vildu skoða alla
staðina vel.
Ráðherra kvaðst telja samkomu-
lagið frá í gær mikilvægan áfanga
í átt til þess að gera það að veru-
leika að hér rísi nýtt álver. „Þetta
er einfaldlega viljayfirlýsing um
það að ljúka samningunum,“ sagði
Jón, ,jafnframt því sem þetta stað-
festir með mjög formlegum hætti
aðild Alumax og forystu þess í
þessu mikla verki.“
Jón kvaðst ekkert vilja segja um
áætlanir þess efnis að stofnkostn-
aður við álver við Eyjafíörð kynni
að vera tveimur ti! þremur milljörð-
um hærri en á Straumsvíkursvæð-
inu. „Hvern slíkan mun sem fram
kann að koma í stofnkostnaði þarf
að vega og meta á móti hugsanleg-
um framtíðarrekstrarkostnaði. Það
er ekki fyrirfram gefið að staður
með háan stofnkostnað sé með
háan rekstrarkostnað. Nú er ég
ekki með þessu að gefa neinum
einstökum stað einkunn, en bendi-
á að þetta verður að skoða í víðu
samhengi," sagði ráðherra.
Iðnaðarráðherra sagði að gera
mætti ráð fyrir að á þeim tíma sem
byggingarframkvæmdir vegna nýs
álvers og raforkuframkvæmda
stæðu yfir, yrði mannaflaþörf í
ársverkum þannig að flest yrðu
þau árið 1992, eða 1600 til 1700.
Liðlega helmingur þess mannafla
myndi starfa við byggingu álvers.
Strax á næsta ári yrði mannafla-
þörfin um 1.300 til 1.400 ársverk
við þessa uppbyggingu og árið
1993 yrði mannaflaþörfin um
1.000 til 1.100 ársverk og 1994
færi hún niður í um 400, en þá
væri gangsetning ráðgerð og starf-
rækslan krefðist um 630 ársverka.
Hin beina mannaflaþörf við rekstur
álversins er um 630 ársverk, en
áætlað er að margfalda megi þá
tölu með 3 til 4, til þess að fá út
hversu margir munu hafa atvinnu
sína af nýju álveri með beinum eða
óbeinum hætti, allt eftir því hversu
mikið umfang annarrar álfram-
leiðslu verður.
S M9