Morgunblaðið - 14.03.1990, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1990
Dalvík og Sauðárkrókur;
Loðdýrabændur vilja
úttekt á fóðurstöðvum
STJÓRNIR Loðdýraræktarfé-
lags Eyjafjarðar og Fóðurstöðv-
ar Dalvíkur hafa farið fram á það
við Byggðastofnun að gerð verði
úttekt á rekstrargrundvelli fóð-
arstöðvanna á Dalvík og Sauðár-
króki með það í huga að fá fram
hvora stöðina væri hagkvæmara
að reka fyrir bæði svæðin. Guð-
mundur Malmquist, forstjóri
Byggðastofnunar, sagði í gær að
erindið hefði verið lagt fram í
stjórn stofnunarinnar en ekki
verið tekin afstaða til þess.
í bréfi loðdýrabændanna segir
að við úttektina verði tekið tillit til
dýrafjölda á svæðunum, hráefnis-
öflunar, fjármagnskostnaðar og
annarra þátta sem áhrif hafi á
reksturinn. Verði úttektinni hraðað
eins og kostur er þannig að minnsta
kosti rekstur annarrar stöðvarinnar
verði íryggður. „Ljóst er að mál
þetta þolir enga bið og væntum við
skjótra viðbragða við beiðni þess-
arri,“ segir í samþykkt eyfirsku loð-
dýrabændanna.
Reynir Barðdal, sem situr í stjórn
fóðurstöðvarinnar Melrakka á
Sauðárkróki, sagðist ekki sjá að það
gæti gengið upp að hafa eina fóður-
stöð fyrir bæði loðdýraræktarsvæð-
in. Langt væri á milli og flutnings-
kostnaður því of mikill:
Sundlaugin í Glerárhverfí
opnuð fyrir almenning
Morgunblaðið/Rúnar Þór
NÝJA sundlaugin við Glerár-
skóla verður opnuð fyrir almenn-
Jarðgöng í
Qlafegarðarmúla:
Síðasta
sprenging*
á morgnn
ÓL AFSFIRÐIN G AR gera sér
glaðan dag á morgun þegar
þeir sjá í gegnum jarðgöngin
I gegnum Ölafsfjarðarinúla.
Steingrímur J. Sigfússon
samgönguráðherra er vænt-
anlegur til bæjarins og mun
hann ýta á takka hleðslutæk-
isins og sprengja síðasta haf-
tið burtu.
Gert er ráð fyrir að loka-
sprenging í göngunum verði
kl. 15 á morgun, fimmtudag.
Bæjarstjórn Olafsfjarðar mun
bjóða upp á kaffiveitingar í
Tjarnarborg frá 16-19, en um
veitingar sjá konur í Slysa-
varnadeild kvenna.
Auk Steingríms J. Sigfús-
sonar samgönguráðherra, er
gert ráð fyrir að nokkrir af
þingmönnum kjördæmisins
verði viðstaddir.
Verktakarnir, Krafttaks-
menn, munu einnig gera sér
dagamun á þessum tímamót-
um. Fyrirhugað er að göngin
verði sýnd almenningi á næst-
unni.
ing á morgun, fímmtudag.
Síðustu vikur hafa börn og ungl-
ingar í Glerárskóla notið sund-
kennslu í lauginni, en hún verður
nú opnuð almenningi í fyrsta
sinn.
Laugin verður opnuð almenningi
kl. 17. á fimmtudag, en fram á vor
verður opið á morgnana frá mánu-
degi til föstudags frá kl. 7-8.
Síðdegis verður opnunartíminn
nokkuð breytilegur vegna sundæf-
inga Sundfélagsins Óðins sem afnot
hefur af lauginni.
Á mánudögum og miðvikudögum
verður opið frá kl. 19-21 á kvöldið,
á þriðjudögum og fimmtudögum frá
kl. 17-21 og á föstudögum frá kl.
18-21. Um helgar er opið frá kl.
9-14.
Nemar í sjá varútvegsdeild háskólans
í byggingavinnu
Nemar í sjávarútvegsdeild Háskólans á Akureyri
tóku til hendinni í gær, þegar hafist var handa við
að breyta húsnæði því sem KEA lánaði skólanum
við Glerárgötu. Alls eru 12 nemar í deildinni og var
helmingur þeirra í byggingavinnu fyrir hádegi á
meðan hinir voru við nám og síðan var skipt inn á
eftir hádegið. Húsnæðið er á tveimur hæðum, en
að sögn Jóns Þórðarsonar forstöðumanns deildarinn-
ar er stefnt að því að neðri hæðin verði tilbúin seinni
part sumars, en sú efri á næsta ári. Ástæða þess
að nemarnir vinni við múrbrot að annað tilfallandi
í húsinu, sagði Jón, þá að fjárveitingar til húsnæðis-
mála skólans væru 10 milljónir króna, en kostnaðar-
áætlun vegna breytinga á húsnæðinu væru um 30
milljónir. „Nemarnir tóku að sér að vinna hér í sjálf-
boðavinnu til að spara peninga og við erum þakklát
fyrir það,“ sagði Jón. Á neðri hæð hússins verður
kennslustofa í efnafræði, sameiginleg rannsóknar-
stofa Háskólans á Akureyri og Rannsóknarstofnun-
ar fiskiðnaðarins og fiskiherbergi til rannsókna sem
nýtt verður sameiginlega af skólanum og Hafrann-
sóknarstofnun. Á efri hæðinni verður kennslustofa,
tölvuherbergi, skrifstofur og kaffistofa. Nemarnir
tóku vel til hendinni og sögðu starfið ágætt, það
væri tilbreyting frá bóklestrinum og ágætt að reyna
dálítið á sig, auk þess sem nokkurt fé sparaðist
vegna vinnuframlags þeirra. Á myndinni eru frá
vinstri Jón Þórðarson forstöðumaður sjávarútvegs-
deildar og nemarnir Ingveldur, Vignir, Ágúst, Gunn-
laugur og Jón.
Bygging ijölbýlishússins við Helgamagrastræti;
Tvö sjálfstæð skiptaréttarmál ris
in í kjölfar gjaldþrots Híbýlis hf.
TVÖ sjálfstæð skiptaréttarmál hafa komið upp vegna gjaldþrots
Híbýlis hf. Annars vegar málið Trésmiðjan Börkur hf. gegn Brynj-
ólfi Kjartanssyni hrl. skiptastjóra og Ásgeiri Pétri Ásgeirssyni skipt-
aráðanda fyrir hönd þrotabúsins og hins vegar bæjarstjórinn á Akur-
eyri fyrir hönd bæjarsjóðs Akureyrar gegn sömu aðilum fyrir hönd
þrotabúsins. Gagnasöfhun vegna beggja málanna er lokið og bíða
þau nú úrskurðar.
Ásgeir Pétur Ásgeirsson skipta-
ráðandi sagði að á skiptafundi í gær
hafi launakröfur trésmiða og verka-
' manna vegna uppsagnafrests verið
afgreiddar og voru þær allar sam-
þykktar. Eftir er að ganga frá
Vélasleðakeppnin Mývatn ’90:
Um 500 manns voru í Mývatnssveit í
tengslum við keppnina sem tókst vel
VÉLSLEÐAKEPPNIN Mývatn
’90 fór fram um helgina og voru
keppendur mun fleiri nú en áð-
ur, en alls skráðu sig til keppni
rúmlega 180 vélsleðamenn.
Keppnin var haldin í tíunda sinn
og sagði Pálmi Vilhjálmsson for-
maður undirbúningsnefndar að
hún væri orðin all stór í sniðum,
en talið er að um 500 manns
hafi komið í Mývatnssveit í
tenglsum við keppnina. „Við er-
um ánægðir, þetta tókst í alla
staði mjög vel,“ sagði Pálmi. Það
er Björgunarsveitin Stefán og
íþróttafélagið Eilííur í Mývatns-
sveit sem að keppninni standa.
Keppt var í þremur greinum,
fjallaralli, spyrnu og þrautabraut.
Urslit urðu þau að í fjallarallí sigr-
aði sveit Arnar Valsteinssonar frá
Akureyri, en auk hans voru í sveit-
inni Gunnar Hákonarson og Marínó
Sveinsson. Keppt var í fjórum flokk-
um í brautarkeppni, Arnar Val-
steinsson Akureyri varð fyrstur í
4. flokki, Jóhannes Reykjalín Akur-
eyri annar og Hinrik Árni Bóasson
þriðji. í 6. flokki sigraði Arnþór
Pálsson Reykjavík, Jón Ingi Sveins-
son. Akureyri varð annar og Guð-
laugur Halldórsson Akureyri varð
þriðji. í 7. flokki varð Árni Grant
Akureyri fyrstur, Heimir Ásgeirs-
són Grenivík, annar og Halldór Jó-
hannesson Reykjavík þriðji. Ingvar
Grétarsson sigraði í opnum flokki,
Vilhelm Vilhelmsson, varð annar
og Leifur Jónsson þriðji, en þeir eru
allir frá Akureyri.
í spyrnu sigraði Haukur Þór-
hallsson Húsavík í A-flokki, Magn-
ús Þorgeirsson Ólafsfirði varð ann-
ar og Þórhallur Kristjánsson Dalvík
þriðji. Fyrstur í AA-flokki í spyrnu
varð Kristján Bragason Mosfellsbæ,
Árni Grant Akureyri annar og
Rúnar Gunnarsson Húsavík þriðji.
Heiðar Jonsson Akúreyri varð fyrst-
ur í B-flokki, Arnór Pálsson
Reykjavík annar og Gunnar Hákon-
arson Akureyri þriðji. Arnar Val-
steinsson sigraði í C-flokki, Tryggvi
Aðalbjörnsson varð annar og Viðar
G. Sigþórsson varð þriðji, en þeir
eru allir frá Akureyri. Ingvar Grét-
arsson sigraði í opnum flokki og
Vilhelm Vilhelmsson varð annar,
en þeir eru báðir frá Akureyri og
Benedikt Valtýsson varð þriðji.
launakröfum múrara sem hjá fyrir-
tækinu unnu vegna uppsagnar-
frests.
Tvö sjálfstæð skiptaréttarmál
hafa risið vegna gjaldþrotsins og á
fundinum var lögð fram greinar-
gerð varnaraðila í máli Trésmiðj-
unnar Barkar hf., þeirra Brynjólfs
Kjartanssonar hrl. skiptastjóra og
Ásgeirs Péturs Ásgeirssonar hér-
aðsdómara og skiptaráðanda fyrir
hönd þrotabúsins. Kröfu Barkar var
lýst sem forgangskröfu, en því
hafnaði bústjóri. Barkarmenn hafa
lagt fram greinargerð þar sem þeir
mótmæla afstöðu bústjóra. Börkur
hf. smíðaði glugga í fjölbýlishúsið
á Helgamagrastræti 53 og snýst
deilan um það hvort þeir hafi verið
afhentir fyrir eða eftir gjaldþrot
Híbýlis og einnig hvort um hafi
verið að ræða kaup- eða verksamn-
inga vegna gluggasmíðinnar.
Deilan í skiptaréttarmálinu bæj-
arstjórinn á Ákureyri fyrir hönd
bæjarsjóðs gegn skiptastjóra og
skiptaráðanda fyrir hönd þrotabús-
ins snýst um hvort búið skuli dæmt
til að afhenda sóknaraðila til fuilrar
og kvaðalausrar eignar 15 íbúðir í
húsinu númer 53 við Helgamagra-
stræti. Kröfu Akureyrarbæjar var
lýst sem forgangskröfu, en því
hafnaði bústjóri. Sóknaraðili mót-
mælti afstöðu bústjóra til kröfunnar
og hefur nú lagt fram gögn og rök-
semdir sem byggja á því að um
verksamning milli aðila hafi verið
að ræða, þ.e. að verkkaupinn, sem
er bærinn, hafi eignast mannvirkið
um leið og það reis. Varnaraðilar
halda því aftur á móti fram að um
kaupsamning hafi verið að ræða á
milli aðila, þó svo samningurinn
hafi verið nefndur verksamningur,
þar sem Híbýli hf. hafi verið úthlut-
að lóðinni kvaðalaust og því séu öll
mannvirki sem á henni hafi verið
reist eign þrotabús Híbýlis hf.
Féll 4 metra
niður á gólf
SMIÐUR sem var við vinnu í
Krossanesi féll úr fjögurra
metra hæð niður á gólf og var
hann fluttur á Fjórðungs-
sjúkrahúsið á Akureyri, en
hann kvartaði um verk i baki
og fótum eftir fallið.
Tilkynnt var um slysið til lög-
reglu kl. 15.10 í gærdag. Smið-
urinn hafði verið að vinna ásamt
öðum við að brjóta niður steypt
loft yfir þurrksal verksmiðjunnar
og var hann með loftpressuham-
ar. Búið var að bijóta gat á loft-
ið þegar slysið vildi til, en við
það að stykkið féll niður á gólfið
missti maðurinn hamarinn og
féll síðan sjálfur niður á gólfið,
sem er um fjögurra metra fall.
Að sögn lögreglu var ekki vit-
að um meiðsl mannsins, en hann
hafði kvartað um verki í baki
og á fótum eftir fallið. Maðurinn
var fluttur á FSA.