Morgunblaðið - 14.03.1990, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1990
33
Niðurskurður
á nýsköpun
eftir Jakob K.
Kristjánsson
Þegai' Ijöímiðlar kynntu okkur
niðurskurðartillögur fjármálaráð-
herra nú nýlega, þá var þar á
meðal tilkynning um að rannsókna-
sjóður hefði verið skertur um 10
milljónir. Sennilegt er að almenn-
ingur viti ekki mikið um þennan
sjóð, enda starfsemi hans yfirleitt
ekki kynnt með sama fjölmiðlafári
og t.d. kvikmyndasjóðs.
Rannsóknasjóður hafði á fjárlög-
um 95 milljónir, sem er verulega
minna fé en á síðasta ári. Niður-
skurðurinn er því verulegt áfall ofan
á sífellt minna fé að raungildi, sem
sjóðurinn hefur haft til umráða frá
stofnun hans, árið 1985.
Hlutverk rannsóknasjóðs
Rannsóknasjóður er í umsjá
Rannsóknaráðs ríkisins og hefur
það hlutverk að styrkja hagnýtar
rannsóknir og þróunarstarf, sem
leiði til nýsköpunar í íslensku at-
vinnulífi. Frá stofnun árið 1985
hefur sjóðurinn styrkt mörg verk-
efni, sem þegar hafa skilað sér í
nýrri framleiðsíu. Mörg verkefni
til viðbótar munu fyrirsjáanlega
skila sér á næstu árum. Auk þess
hefur sjóðurinn staðið að þekking-
aruppbyggingu á nýjum sviðum,
svo sem í fiskeldi, í líftækni og í
efnistækni.
Frá upphafi hefur sjóðurinn lagt
áherslu á að styrkja ákveðin og
vel skilgreind verkefni. Áhersla
hefur einnig verið á að hvetja til
samstarfs milli rannsóknastofnana,
háskólans og fyrirtækja. Þetta
hefur m.a. leitt til þess að vinnu-
brögð í rannsóknum á íslandi hafa
breyst mjög til batnaðar síðan sjóð-
urinn tók til starfa.
Rannsóknaverkefni eru betur
skilgreind og markmið eru mælan-
leg. Samvinna rannsóknastofnana
hefur stóraukist, og þær hafa skipt
með sér verkum til lausnar á
ákveðnum vandamálum. Samkomu-
lag hefur oft tekist um aðstöðu-
sköpun og færnisuppbyggingu
þannig að tækjabúnaður nýtist
mun betur en áður og komið er í
veg fyrir að samskonar aðstaða sé
sett upp á mörgum stöðum.
Þessi nýju vinnubrögð eru í
samræmi við þróunina hjá öðrum
þjóðum þar sem föst fjármögnun
rannsóknastofnana er á undan-
haldi. Verkefnabundin fjármögnun
í gegnum sjóði eins og rannsókna-
sjóð er almennt talin leiða til meiri
skilvirkni í rannsókna- og þróunar
starfi.
Tvöföídun útflutnings
til aldamóta
Verslunarráð Islands var að
álykta að til að íslendingar gætu
haldið í við aðrar þjóðir í lífskjörum
þyrftum við að tvöfalda útflutning
til aldamóta. En hvað á að flytja
út? Flestar nágrannaþjóðir okkar
telja að svar við þeirri spurningu
fáist aðeins með margra ára rann-
sóknum og 'skipulögðum vinnu-
brögðum. Er niðurskurður á íjár-
mögnun til hagnýtra rannsókna
N/
0 Lofta- plötur og lím Nýkomin sending
Þ.ÞORGRfMSSON&CO
Ármúla 29, Reykjavík, sími 38640
rétta leiðin? Núverandi ríkisstjórn á
Islandi virðist telja að svo sé.
Norræna líftækniáætlunin
Áætlun ríkisstjórnarinnar um að
draga úr nýsköpun kemur á sama
tíma og hér er haldið þing Norður-
landaráðs. Þegar síðast var haldið
hér Norðurlandaráðsþing fyrir 5
árum lögðu íslensku fulltrúarnir
fram tillögu um stofnun norrænnar
líftæknistofnunar á íslandi. Þessi
tillaga var ekki samþykkt en hún
varð til þess að samin var sérstök
norræn líftækniáætlun. Einnig
„Er niðurskurður á
fjármögnun til hag-
nýtra rannsókna rétta
leiðin? Núverandi ríkis-
stjórn á íslandi virðist
telja að svo sé.“
hafði hún þau áhrif að íslensk
rannsóknaverkefni í líftækni og á
fleiri sviðum fengu verulegt fjár-
magn frá norræna iðnaðarsjóðnum
og fleiri stofnunum á vegum Norð-
urlandaráðs.
Þessi fjármögnun nemur þó aldr-
ei meiru en 50% af heildarkostnaði
verkefnanna. Hitt þarf að koma
frá íglenskum sjóðum og fyrirtækj-
um. Það verður heldur napurt að
þurfa að tilkynná samstarfsaðilum
okkar á hinum Norðurlöndunum að
við getum e.t.v. ekki tekið þátt í
þessum verkefnum af fullum krafti
Jakob K. Kristjánsson
vegna þess að ísland stefni að
samdrætti í nýsköpun. Á sama tíma
og hinar Norðurlandaþjóðirnar eru
að stórauka fjárframlög til þessara
málaflokka.
- Kópaskerið ísland
Nýleg utnfjöllun um ástandið á
Kópaskeri leiðir hugann að því að
sennilega sé þess skammt að bíða
(eins og reyndar landbúnaðarráð-
herrann benti á) að ísland verði
allt komið í þeirra spor. Þegar
vandræði steðja að og ekki er hægt -
að auka sjávarafla, þá er leitað að
patentlausnum. Patentlausnum,
sem gefi okkur nýsköpun strax.
Því miður er þetta ekki svona einf-
alt í þeirri síbreytilegu veröld sem
við búum í. Nothæfar lausnir fást
ekki án rannsókna, það hefur verið
margsannað, meira að segja á Is-
landi.
Höfundur er forstöiiumaður
líftæknideildar Iðntæknistofnunar
íslands.
KRONA FRAMIAG
HANDA ÞEIM SEM LANGAR í ALVÖRU HLJÓMTÆKI
Teclinics
Framlag
Japis:
Tilboðs-
verð:
kr. 101.310
kr. 21.410
kr. 79.900
Kröftugir og nettir hátalarar í
vönduðum viðarkassa.
VERÐ MEÐ GEISLASPILARA OG HUÓMTÆKJASKÁP.
VERÐ MIÐAST VIÐ STAÐGREIÐSLU.
TAKMARKAÐ UPPLAG!
JAPISS
BRAUTARHOLT 2 • KRINGLAN
* SÍMI 27133 •
• AKUREYRI • SKIPAGATA 1 •
• SÍMI 96-25611 •
Plötuspilari, alsjálfvirkur.
T4P hljóðdós.
Fullkomin 23ja aðgerða
fjarstýring.
18 bita geisiaspilari.
20 laga minni.
Bjögun innan við 0,005%.
Tíðnisvörun 2-20.000 Hz.
Næmt útvarp með 24 stöðva
minni.
Kröftugur 60 watta magnari.
Bjögun innan við 0.005%.
Vandað - tvöfalt - tölvustýrt
kassettutæki.
Tíðnisvörun 30-16.000 Hz.
ogglæsilegur viðarskápur með
glerhurð og glerloki.