Morgunblaðið - 14.03.1990, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1990
Eiginmaður minn, t
HANNES ÁRNASON
frá Brekkum, Holtum,
Þingskálum 12, Hellu,
varð bráðkvaddur 12. mars.
Halldóra Ólafsdóttir.
t
Ástkær eiginkona mín og móðir,
ELÍN GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Ásvelli í Fljótshlíð,
til heimilis á Grænumörk 1,
Selfossi,
lést í Landspítalanum aðfaranótt mánudagsins 12. mars sl.
Jarðarförin auglýst síðar.
Guðni Þorgeirsson,
Þórhallur Guðnason.
t
Jarðarför elskulegrar eiginkonu minnar og móður okkar,
MAGNEU SÍMONARDÓTTUR
frá Svalvogum,
fer fram frá Áskirkju fimmtudaginn 15. mars kl. 13.30.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent Þyrlusjóð sjómanna.
Ottó Þorvaldsson og börn.
t
Ástkaer eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
JÚLÍUS H. SVEINBJÖRNSSON,
Miðleíti 7,
Reykjavík,
verðurjarðsunginnfrá Dómkirkjunni föstudaginn 16. marskl. 15.00.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á barnaspítala Hringsins.
Þóra Kristjánsdóttir,
Kristín Júlíusdóttir, Hilmar Andrésson,
Júlíus Þór Júlíusson, Viktoría Dagbjartsdóttir
og barnabörn.
t
Bróðir minn,
ÞORSTEINN PÁLSSON
bifreiðasmiður
frá Steindórsstöðum,
' Reykholtsdal,
lést á heimili sínu, Bólstaðarhlíð 5, Reykjavík þann 7. mars sl.Jarð-
arför fer fram í Reykholtskirkju laugardaginn 16. mars kl. 14.00.
Rútuferð verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 10.30.
Fyrir hönd vandamanna.
Einar Pálsson.
t
Móðir mín, tengdamóðir og amma,
GUÐRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR,
kennari,
Hjarðarhaga 29,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 16. mars kl. 13.30.
Grétar Ottó Róbertsson, Elín Þ. Ólafsdóttir,
Ásdís Louise Grétarsdóttir,
Guðríður Anna Grétarsdóttir,
Heiður Grétarsdóttir.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
INGEBORG KRISTJÁNSSON,
Úthlíð 7,
Reykjavík,
sem lést í Hafnarbúðum 7. mars verður jarðsungin frá Fossvogs-
kapellu fimmtudaginn 15. mars kl. 13.30.
Inger Hallsdóttir, Kristján Baldvinsson,
Rúnar Þór Hallsson, Sigfríð Guðlaugsdóttir,
Heba Hallsdóttir, Eyjólfur Eðvaldsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Sigurður J. Sig-
urðsson - Minning
Fæddur 15. febrúar 1912
Dáinn 7. marz 1990
Þegar fréttin um lát tengdaföður
míns, Sigurðar Júlíusar Sigurðsson-
ar eða „afa Sigga“ eins og við köll-
uðum hann alltaf, barst til Frakk-
lands, dimmdi í lofti.
Þó afi Siggi hafi verið fullorðinn
varð hann aldrei gamall í okkar
augum. Þegar Smári, sonur hans,
talaði við hann í síma á afmælis-
daginn hans, 15. febrúar sl., sagð-
ist afi Siggi ekki lengur geta mokað
snjó frá sínum dyrum og væri þá
til lítils lifað lengur. Þannig var afi
Siggi, vildi hafa hreint fyrir sínum
dyrum í orðsins fyllstu merkingu.
Húsið þeirra ömmu Sissu og afa
Sigga á Fífuhvammsveginum bar
þess líka merki, öllu vel við haldið
og tandurhreint út úr dyrum, hús
og bílskúr.
Sigurður fæddist á Breiðabóls-
stað á Álftanesi þann 15. febrúar
1912. Foreldrar hans voru Ingibjörg
Guðmundsdóttir og Sigurður Guð-
mundsson, sem lést úr spönsku
veikinni árið 1918. Eftir það var
heimilið leyst upp eins og kallað
var og börnin send í fóstur. Sigurð-
ur tengdafaðir minn var svo hepp-
inn að lenda hjá skyldfólki sínu að
Brekkum í Holtahreppi, hjónunum
Sigurði Guðmundssyni og Mörtu
Jónsdóttur, sem gengu honum í
foreldra stað.
Sem ungur maður stundaði Sig-
urður ýmis almenn störf, fór á ver-
tíðir I Vestmannaeyjum og
Grindavík og vann um tíma á Korp-
úlfsstaðabúinu.
Þegar Sigurður var 27 ára gam-
all veiktist hann af berklum. Má
segja að þau veikindi hafí breytt
lífi hans að öllu leyti því á Vífilsstöð-
um dvaldi hann sem sjúklingur en
starfaði síðan frá því 1939 til 1985
samfellt.
Á Vífilsstöðum hitti Sigurður eft-
irlifandi eiginkonu sína, Sigur-
björgu Erlendsdóttur, ættaða frá
Fáskrúðsfirði, sem þá var starfs-
stúlka á Vífilsstöðum og er enn.
Árið 1952 réðust þau hjónin í
það stórvirki að byggja sér hús í
Kópavogi og fengu lóð á Fífu-
hvammsvegi 9. í þetta hús fluttu
þau árið 1957 og hafa búið þar
síðan og má því telja þau til frum-
byggja í Kópavogi.
Á þessum árum voru ekki stór-
virkar vinnuvélar eða tæki notuð
til húsbygginga, heldur unnið hörð-
um höndum að öllum hlutum bygg-
ingarinnar, hvort sem um var að
ræða að grafa grunn eða steypa
veggi.
Þau Sigurður og Sigurbjörg eign-
uðust fimm drengi en einn misstu
þau skömmu eftir fæðingu 1964.
Ég sem þetta skrifa kveð tengda-
föður minn með þakklæti og virð-
ingu. Hann var alltaf boðinn og
búinn til að rétta hjálparhönd, mér
og minni fjölskyldu hvenær sem
var. Það eru ófá handtökin sem afi
Siggi á í húsinu sem við Smári
byggðum í Vallhólma. Afi Siggi var
sannkallaður alþýðumaður, hæglát-
ur, fáskiptinn og hljóðlátur. Hann
hafði þó gaman af að syngja og
dansa og það er gott til þess að
vita að hann var svo hress fram
undir það síðasta að aðeins rúmri
viku fyrir andlátið dönsuðu þau
hjónin fram á nótt á kleinukvöldi
hjáöldruðum í Kópavogi.
Ég bið þann sem öllu ræður að
styrkja tengdamóður mína og fjöl-
skyldu hennar sem hafa misst góð-
an fjölskylduföður og góðan dreng.
Hulda Finnbogadóttir
Anna G. Hjartar-
dóttir - Minning
Fædd 9. september 1907
Dáin 19. febrúar 1990
Okkur hættir til að hugsa til
líðandi daga og rifja upp það sem
liðið er. Frekar situr það eftir sem
okkur þótti skemmtilegt. Einmitt
það er mér nú hugstætt.
Ég staldra við árið 1951. Þá um
vorið var ég að koma frá Laugum
í Reykjadal og var ráðin í kaupa-
vinnu á Geirmundarstöðum, sem
eru í Skagafirði. Ekki vissi ég ná-
kvæmlega hvar sá bær var, en
móðir mín fullvissaði mig um að
þar byggi sómafólk hið mesta á
þrifa- og myndarheimili. Hún
kvaðst þekkja Ónnu húsfreyju, en
hún hafði verið barnfóstra hjá móð-
ur minni á Miklabæ. Ég varð heldur
ekki fyrir neinum vonbrigðum er
ég kom á það heimili. Mér var tek-
ið með alúð og fijálslegheitum enda
varð ég innan skamms orðin eins
og ein af fjölskyldunni.
Á Geirmundarstöðum var ég
kaupakona í tvö sumur og segir það
sína sögu. Anna var kona kát og
skemmtileg, söng hún stundum við
hin daglegu verk sem gengu hratt
og vel fyrir sig, enda var hún vel
verki farin og dugleg.
Kransar, krossar
yj) og kistuskreýtíngar.
Sendum um allt land.
GLÆSIBLÓMIÐ
GLÆSIBÆ,
Álfhcimum 74. sími
Fjölskyldan á Geirmundarstöðum
var öll músíkölsk. Eldri sonurinn
Gunnlaugur var farin að æfa sig á
harmonikku og sá yngri, Geirmund-
ur, átti það til að reyna að laumast
í hljóðfærið þegar hinn sá ekki til.
Geirmundur var þá aðeins sjö til
átta ára gamall. Það kom fljótt í
ljós að hann hafði mikla hæfileika
á tónlistarsviðinu. Þetta var Önnu
móður þeirra til ómældrar ánægju
og gleði.
Anna Guðrún Hjartardóttir var
fædd í Þrastastaðagerði á Höfða-
strönd í Skagafirði 9. september
1907. Foreldrar hennar voru hjónin
Jónína Margrét Gísladóttir og
Hjörtur Ólafsson. Anna var næst
elst af fimm systkinum, en þau eru
nú öll látin nema yngsta systirin
Ásta.
Anna giftist árið 1931 Valtý Sig-
urðssyni frá Litlu-Gröf í Skagafirði
og fóru þau að búa að Geirmundar-
stöðum sama ár. Bjuggu þau þar
til ársins 1977, en þá fluttu þau til
Sauðárkróks þar sem þau keyptu
sér þægilega íbúð á Víðigrund 6.
Valtýr andaðist 29. desember
1982. Anna bjó áfram í íbúð sinni
þar til hún var lögð inn á sjúkrahús
fyrir tæpu ári. Var það vegna heila-
blæðingar sem síðar leiddi til þess
að hún gat ekkert tjáð sig með
orðum. Veit ég að þetta þótti henni
mjög miður vegna þess hvað hún
var alltaf skrafhreifin og félagslynd
og með á nótunum í samræðum við
annað fólk.
Anna var glæsileg kona og sóp-
aði töluvert að henni. Hún tók mik-
inn þátt í félags- og menningarmál-
um sveitar sinnar. Um áratuga-
skeið var hún í kirkjukór Reyni-
staðakirkju og liðtæk var Anna í
kvenfélagi hreppsins, en þar var
hún um langt árabil gjaldkeri og
sat lengi í stjórn þess. Árið 1987
var hún gerð að heiðursfélaga kven-
félagsins. Anna mun ekki hafa talið
það eftir sér þó stundum þyrfti hún
að fara gangandi á kirkjukórsæf-
ingu eða til að vinna með kvenfélag-
inu. Nágrönnum sínum rétti hún
ósjaldan hjálparhQjid, ekki síst þeg-
ar veikindi steðjuðu að. Naut ég
eins og margir aðrir hjálpsemi
hennar og vinargreiða. Margan
sokkinn var hún búin að pijóna og
gefa þeim sem henni fannst helst
vera þurfandi.
Ánna og Valtýr eignuðust tvo
syni. Gunnlaugur Sigurður bifreiða-
stjóri, búsettur í Kópavogi, kvæntur
Jóhönnu Haraldsdóttur. Þau eiga
þijá syni. Yngri sonur þeirra Önnu
og Valtýs er Hjörtur Geirmundur,
hljómlistarmaður og fjármálastjóri
hjá Kaupfélagi Skagfirðinga,
kvæntur Mínervu Björnsdóttur,
eiga þau tvo syni og eru búsett á
Sauðárkróki.
Anna og Valtýr tóku til sín í fóst-
ur fram að fermingu sex ára stúlku,
Hrafnhildi S. Jónsdóttur, og voru
henni sem væri hún þeirra eigin
dóttir.
Eftir að þau hjónin fluttu til
Sauðárkróks, komum við hjónin oft
til þeirra og til Önnu eftir að hún
var orðin ein. Alltaf var jafn gaman
að spjalla yfir kaffibolla, enda var
mjög gestkvæmt á heimili þeirra
hjóna bæði á Geirmundarstöðum
og Víðigrund 6.
Mun ég jafnan minnast þessarar
ágætu vinkonu minnar með hlýhug
og þakklæti.
Við hjónin sendum Ástu eftirlif-
andi systur hennar ásamt sonum
hennar, Gunnlaugi og Geirmundi
og fjölskyldum þeirra, innilegar
samúðarkveðjur.
Guðný Friðriksdóttir