Morgunblaðið - 14.03.1990, Síða 36

Morgunblaðið - 14.03.1990, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1990 fclk í fréttum ANDLIT ARSINS 1990 er að verða arkitekt, mér hefur allt- af fundist mjög gaman að teikna.“ Bryndís sagðist ekki kvíða því til- takanlega að fara til Banda- ríkjanna. Hún ætlar sér að fara fyrst til New York þar sem hún á skyldfólk og þaðan ætlar hún svo að fara í keppnina í Los Angeles. Það er ekki aðeins fjölskyldan og skólinn sem kemur til með að toga í hana heim á leið. Þó hún vilji ekki kalla það trúlofun þá segist hún vera með strák sem er einu ári á undan henni í Fjölbrautarskólan- um í Garðabæ. „Hann heitir Arnar Laufdal. Hann segist ætla að bíða þolinmóður eftir mér þó ég fari út til að starfa sem fyrirsæta um tíma,“ segir Bryndís og brosir svo fallega að varla þarf að kvíða því að hún eigi ekki mikla möguleika út í hinum stóra tískuheimi. I samtali sem blaðamaður átti við Katrínu Pálsdóttur sem er um- boðsmaður Ford Models á íslandi kom fram að sú stúlka sem verður andlit ársins í Los Angeles fær í verðlaun 250 þúsund dollara. Engin íslensk stúlka hefur unnið til slíkra verðlauna en ein hefur þó komist í hóp þeirra sex stúlkna sem verð- Bryndís Olafsdóttir sigraði í fyrirsætukeppni Ford Models Ung stúlka úr Garðabæ, Bryndís Olafsdóttir, var á sunnudag valin úr hópi tólf stúlkna til þess að taka þátt í keppninni aðalfyrir- sæta heimsins - andlit ársins 1990, sem sem. umboðsskrifstofan Ford Models gengst fyrir í Los Angeles n.k. sumar. í öðru sæti var Ingi- björg Gunnþórsdóttir en í þriðja sæti var Tinna Jónsdóttir. Fjórða og fimmta sæti hlutu Ásta Sigríður Kristjánsdóttir og Svava Haralds- dóttir. Bryndís Ólafsdóttir, fulltrúi íslands í fyrirsætukeppni Ford Models á komandi sumri, er fædd 22. febrúar 1971 og er því nítján ára gömul. Hún er í þriðja bekk Fjölbrautar- skólans í Garðabæ. Foreldrar henn- ar eru Ólafur Torfason fram- kvæmdastjóri og kona hans Sigur- björg Rósa Þórhallsdóttir sjúkraliði. Bryndís sagði í samtali við blaða- mann Morgunblaðsins að það hefði komið henni algerlega á óvart að sigra þessa keppni. „Mér hefur fundist mjög gaman að taka þátt í þessari keppni, en ég neita því ekki að ég var mjög taugaóstyrk undir það síðasta. Eg fann að skórnir voru farnir að titra ískyggilega mikið þegar við stóðum og biðum úrsíitanna," segir Bryndís. Hún er þó ekki með öllu óvön álagi sem þessu, því hún tók þátt í Hollywood fegurðarsamkeppni fyrir skömmu, þar sem hún var kosin ljósmynda- fyrirsæta. „Eg er raunverulega ekki búin að átta mig á hvað þessi sigur þýðir fyrir mig,“ segir Bryndís enn- fremur. „Ég er þó tilbúin til að fara til starfa í útlöndum um tíma. En ég vil samt koma aftur og Ijúka stúdentsprófi. Draumastarfið mitt Morgunblaðið/Árni Sæberg Bryndís Ólafsdóttir ásamt foreldrum sínum, Ólafi Torfasyni og Sigur- björgu Rósu Þórhallsdóttur. eftir hverju sinni. Mér koma því úrslitin alltaf jafn mikið á óvart og er jafn spennt að vita hver fær þetta mikla tækifæri sem þessi keppni er þeirri stúlku sem hana vinnur. I samtalinu við Katrínu kom fram að hún vissi ekki dæmi þess að valdar hefðu verið fleiri stúlkur en þijár úr tólf manna hópnum, en hér var gerð sú undantekning að velja tvær stúlkur til að koma sérstak- lega á framfæri í Japan, Ástralíu og fleiri löndum þar sem þess er ekki krafist að fyrirsætur séu eins hávaxnar og nauðsynlegt er talið í Ameríku. Sú fyrri sem hlaut þessa óvenjulegu útnefningu er Ásta Sigríður Kristjánsdóttir. Hún er Reykvíkingur og stundar nám við Menntaskólann í Reykjavík. í sam- tali við blaðamann Morgunblaðsins sagðist hún ekki hafa gert sér nein- ar vonir um sæti í keppninni, vegna þess sem vantaði uppá sentimetra- ijöldann. „Ég bjóst ekki einu sinni við að komast í úrslit, hvað þá að ég byggist við þessu, þetta kom mér mjög gleðilega á óvart,“ segir Ásta Sigríður. „Eg get vel hugsað mér að fara til Japan að vinna þar, ef mér býðst vinna þa_r fyrir milli- göngu Ford Models. Ég veit hins vegar ekki enn hvort ég gæti hugs- að mér að gerast fyrirsæta til lang- frama. Ég vil ljúka skólanum og öðlast einhveija staðgóða starfs- menntun. En vissulega hef ég áhuga á fyrirsætustörfum. Ég hef líka mjög mikinn áhuga á að ferð- ast um heiminn og ekki spillir að hafa góðar tekjur um leið,“ segir Ásta Sigríður að lokum. launahafinn er valinn úr. Það var Andrea Braben. „Henni hefur geng- ið mjög vel í tískuheiminum," segir Katrín. Hún sagði ennfremur að öllum stúlkunum, sem hlotið hefðu útnefningu hér á landi hefði gengið vel í fyrirsætustörfum víða um heim. „Þetta er í raun og veru umsókn um starf en. hreint ekki fegurðarsamkeppni,“ segir Katrín. „Keppnin gengur út á það hvernig stúlkurnar myndast. Og viðmiðunin er ekki sú sama ár frá ári. Þess vegna veit maður aldrei fýrir fram hvernig andlit það er sem sóst er Stúlkurnar sem útnefningu hlutu í fyrirsætukeppni Ford Models á íslandi. F.v. Svava Haraldsdóttir, Tinna Jónsdóttir, Ingibjörg Gunnþórsdóttir, Bryndís Ólafsdóttir og Ásta Sigríður Krisljánsdóttir. FEGURÐARKEPPNI Keppt til úrslita efltir mánuð Stúlkumar sem taka þátt í loka- kvöldi keppninnar um Fegurð ardrottningu Islands 1990 komu saman í fyrsta skipti fyrir nokkrum dögum. Enda ekki seinna vænna því lokakvöldið verður á Hótel ís- landi eftir mánuðu eða 16. apríl. Stúlkurnai’ sem koma fram á lokakvöldinu eru 22 að þessu sinni og hafa aldrei verið jafn margar. Það verður því úr vöndu að ráða hjá dómnefndinni. Stúlkurnar munu stunda æfingar fram að keppninni. Þær koma einnig fram opinberlega. T.d. komu nokkrar þeirra fram á tízkusýningu í Kringlunni sl. laugardag. Stúlkurnar komu fram á tízkusýningu í Kringlunni á laugardag- inn. Stúlkurnar, sem þátt taka í lokakeppninni. Efsta röð frá vinstri: Guðrún Valdimarsdóttir frá Reykjavík, 20 ára, Þórdís Steinsdóttir frá Reykjavík, 20 ára, Svava Rán Guðmundsdóttir, Kópavogi 19 ára, Elín Ásvaldsdóttir, Garðabæ, 18 ára, Birgitta Róbertsdóttir, Kópavogi, 19 ára, Sigríður Stefánsdóttir, Kópavogi, 21 árs, Olga Björt Þórðardóttir, Keflavík, 18 ára. Miðröð firá vinstri: Hug- rún Ester Sigurðardóttir, Egilsstöðum, 21 árs, Soffia Ólöf Ketilsdóttir frá Reykjavík, 19 ára, íris Eggertsdóttir, Keflavík, 18 ára, Herdls Dröfn Eðvarðsdóttir, Sandgerði, 18 ára, Þorbjörg Bjarna- dóttir, Garðabæ, 21 árs, Ragnhildur Matthíasdóttir frá Reykjavík, 19 ára, Inga Kristín Guðlaugs- dóttir, 22 ára. Neðsta röð frá vinstri: Bertha Traustadóttir, Seltjarnarnesi, 19 ára, Sigurrós Jóns- dóttir frá Reykjavík, 18 ára, Ásta Sigríður Einarsdóttir, Garðabæ, 19 ára, Linda Björk Bergsveins- dóttir, Reykjavík, 22ja ára; Dís Sigurgeirsdóttir, Vestmannaeyjum, 19 ára og Eygló Ólöf Birgis- dóttir, Reykjavík, 20 ára. Á myndina vantar Ásdísi Birgisdóttur frá Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.