Morgunblaðið - 14.03.1990, Side 43

Morgunblaðið - 14.03.1990, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1990 43 HANDKNATTLEIKUR / HEIMSMEISTARAKEPPNIN í TÉKKÓSLÓVAKÍU TÍUNDA sæti í heimsmeist- arakeppni þætti liklega ekki slæmur árangur hjá íslensku landsliði í heimsmeistara- keppni. En íhandknattleikeru það mikil vonbrigði að kom- ast ekki ofar því mikiar vonir voru bundnar við liðið fyrir þessa keppni. Næsta keppni er eftir tvö ár, B-keppnin í Austurríki, og er kominn tími til að byggja upp nýtt lið enda margar stöður sem standa auðar. Það verður að segjast eins og er að landsliðið var langt frá sínu besta. Taugarnar brugðust, enginn leikmaður náði að leika AF INNLENDUM VETTVANGI Eftir Loga Bermann Eiðsson eftir getu allan tímann og lykil- menn brugðust þegar mest á reið. Liðið var þreytu- legt og í hvetjum leik kom slæmur kafli sem oftast kostaði tap. Það var sama við hvaða þjóð var leikið, þegar á móti blés var eins og liðið færi á taugum. Ofmikið —of lítið Sumir segja að undirbúningur liðsins hafi verið of lítill, landslið- ið kom ekki saman fyrr en í byij- un janúar og svo aftur I febrúar. Æfingar voru fáar en íslenska lið- ið þarf að æfa vel fyrir mót sem þetta. Liðið náði því ekki vel sam- an og leikmenn ekki undir slíka keppni búnir. Onnur rök fyrir slæmu gengi er að liðið hafi leikið of mikið, tæplega 20 landsleiki á einum mánuði. Leikmenn hafi því verið þreyttir og margir búnir að fá sig fullsadda af handbolta. Það sama gerðist hjá Sovétmönnum 1986 en þá höfnuðu þeir í 10. sæti. Nú léku þeir hinsvegar síðasta landsleik sinn í janúar. Bogdan of einráður Landsliðið stendur og fellur með Bogdan. Hann einn ákveður liðsskipan og leikaðferðir og það gerist sárasjaldan að hægt er að hafa áhrif á ákvarðanir hans. Þegar hann gerir mistök verða þau því ekki leiðrétt. Hann ákveð- ur hlutina og aðrir á bekknum hafa ekki atkvæðisrétt. Hann gerði vissulega mistök í keppninni og hefði mátt reyna nýjar leiðir. Það var t.d. undarlegt að sjá leikmenn, sem höfðu leikið vel, tekna úr liðinu fyrir mikií- væga leiki og það var greinilegt að Bogdan hafði ákveðið fyrir keppnina hvaða lið hann ætlaði að nota. Fraministaða þeirra þeg- ar í slaginn var komið breytti litlu. Sigurður Sveinsson, Júlíus Jónas- son, Héðinn Gilsson og Óskar Ármannsson hefðu mátt leika meira og gefa byijunarliðinu meiri hvíld. Það hefði verið mikilvægt að hafa aðstoðarþjálfara sem hefði getað leiðrétt Bogdan og reynt að fá hann til að prófa eitthvað nýtt þegar allt brást. Þreytulegt lið Landsliðið virkaði þreytulegt í keppninni, sóknarleikurinn þung- lamaiegur, markvarslan og varn- arleikurinn í slakasta lagi lengst Morgunblaðið/Július Lagt á ráðin. Fjórir leikmenn framtíðarinnar ræðast við ! leik í HM. Valdimar Grímsson, Geir Sveinsson, Júlíus Jónasson og Jakob Sigurðsson. af og leikmenn seinir í vörn. Þegar illa gekk náði liðið ekki að rífa sig upp að nýju og þegar það byijaði að gera mistök fylgdu alltaf nokkur í kjölfarið. Lið með Morgunblaðíð/Júlíus Bjarki Sigurðsson á eftir að leika mörk ár með íslenska landsliðinu. Hér sést hann í leik gegn Spáni á HM. slíka reynslu hefði átt að ná að halda út heilan leik en svo var ekki. Kristján Arason sagði að það hefði í raun verið kaldhæðnislegt að íslenska liðið tapaði á reynsl- unni og það eru líklega orð að sönnu. Nýr þjálfari — nýtt lið Nú eru tvö ár í B-keppnina í Austurríki og góður tími til að Jjyggja upp nýtt lið. IJklegt er að 4-7 leikmenn hætti með landslið- inu en á þessum leikmönnum hef- ur verið byggt síðustu ár. Alfreð Gíslason, Þorgils Óttar Mathies- en, Sigurður Sveinsson og Einar Þorvarðarson eru hæbtir og líklegt er að Guðmundur Guðmundsson, Kristján Arason og Sigurður Gunnarsson dragi sig í hlé, þrátt fyrir að þeir hafi ekki enn tekið ákvörðun. Nú er kominn tími fyrif nýjan þjálfara sem þarf að fylla í þessar stöður. Nóg er af efnilegum leik- mönnum þó að ekki séu leikmenn á borð við þessa á hveiju strái. En það er hægt að gera margt á tveimur árum og best að hefjast handa strax. Kominn tími til að byggja upp nýtt lið Mm FOLK ■ RÚTUR Snorrason og Davíð Þór Hallgrímsson, knattspyrnu- menn úr Vestmannaeyjum, em nú í Englandi þar sem þeir æfa með Manchester United og Manchest- er City. Þeir æfa viku hjá hvoru liði. Þetta kemur fram í Fréttum. ■ GUÐJÓN Sigurðsson hefur verið ráðinn þjálfari Neista frá Djúpavogi, sem leikur í 4. deild knattspyrnunnar næsta sumg^fc. Guðjón þjálfaði síðasta Mýrdæl- inga 1984. ■ ANDREJ Jerína, júgóslavneski leikmaðurinn hjá ÍBV, er kominn til Eyja og byijaður að æfa með liðinu. Jerína er framheiji. ■ SIGURÐUR Grétarsson skor- aði síðara mark Luzern er liðið gerði jafntefli við St. Gallen, 2:2. ÚRSLIT Körfuknattleikur UMFG-ÍR 74:66 íþróttahúsið í Grindavík. Úrvalsdeildin í ■ körfuknattleik þriðjudaginn 13. mars 1990. Grindvíkingar þurftu engan stórleik tii að sigra slaka ÍR-inga í síðasta leik beggja liða í úrvalsdeildinni í vetur. Grindvíkingar eiga hins vegar fyrir höndum að leika^ í urslitakeppni á móti KR en ÍR að safna kröftum fyrir næsta vetur. Gangur leiksins: 2:0, 14:9, 19:19, 27:19, 31:25. 39:29, 45:34, 50:36, 60:50, 66:52, 70:64, 74:66. Stig UMFG: Darren Fowlks 21, Guðmundur Bragson 19, Hjálmar Hallgrimsson 12, Steinþór Helgason 10, Eyjólfur Guðlaugsson 4, Ólafur ÞÁr. Jóhannsson 4, Marel Guðlaugsson 2, Bergur Hinriks'son 2. Stig ÍR: Thomas Lee 35, Jóhannes Sveinsson 11, Björn Steffensen 8, Eggert Garðarsson 6, Gunnar Þorsteinsson 4, Márus Arnarsson 2. Áhorfendur: Urp 150. Dómarar: Kristinn Albertsson og Leifur Garðarsson. Dæmdu vei. Thomas Lee, ÍR. Guðmundur Bragason, Hjálmar Hallgrímsson, Darren Fowlks, Eyjólfur Guðlaugsson og Steinþór Helgason, UMFG. Jóhannes Sveinsson, IR. Knattspyrna ENGLAND 2. DEILD: Ipswich - Oxford... Watford - West Ham. 3. DEILD: Birmingham - Brentford Blackpool - Bristol City.. Crewe - Huddersfield.... Northampton - Wigan... Shrewsbury - Cardiff. 4. DEILD: Peterborough - Lincoln.. Torquay - Chesterfield... Wrexham - Burnley.... ..1:0 ..0:1 ..0:1 ..1:3 ..3:0 ..1:1 ..0:0 ..1:0 ..1:0 ..1:0 ÓL'92-HM '93 Tólf þjóðir leika í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna á Spáni 1992. Reglurnar segja til um að það séu sjö efstu þjóðirnar á HM, gestgjafarnir og ein þjóð úr hverri eftirtalinna heimsálfa; Evrópu, Asíu, Ameríku og Afríku. Þar sem gestgjafarnir, Spánveijar, voru á meðal sjö efstu, fara átta beint úr nýlokinni HM og einnig næsta Evrópuþjóð þar á eftir, Frakkar. Kepgt er um aukasæti Evrópu í HM, nú í Tékkóslóvakíu — og hefðu íslendingar getað tryggt sér farseðil til Barcelona með sigri í síðasta leiknum — en í hinum álfun- um þremur verður leikið í sérstökum mótum um sætið. Eftirtaldar þjóðir verða því með karlalið í handboltakeppni. Ólympíuleikanna á Spáni 1992: 1. Svíþjóð, 2. Sovétríkin, 3. Rúmenía, 4. Júgóslavía, 5. Spánn, 6. Ungverjaland, 7. Tékkóslóvakía, 8. Austur-Þýskaland, 9. Frakkland, 10. Asíuþjóð, 11. Ameríkuþjóð, 12. Afríkuþjóð. Sextán þjóðir taka þátt í A-heimsmeistarakeppninni í Svíþjóð 1993. Níu þjóðir fara beint frá Tékkóslóvakíu. Átta skv. reglum, en ein bætist við þar sem gestgjafarnir á næstu HM, Svíar, voru meðal átta efstu. Þjóðir sem verða með lið á HM '93 verða: 1. Svíþjóð, 2. Sovétríkin, 3. Rúmenía, 4. Júgóslavía, 5. Spánn, 6. Ungverjaland, 7. Tékkóslóvakía, 8. Austur-Þýskaland, 9. Frakk- land. Fjórar þjóðir bætast í hópinn úr B-keppninni í Austurríki 1992; þijár efstu í því móti og fyrsta Evrópuþjóðin þar á eftir. Þrjú síðustu liðin verða síðan frá heimsálfunum þremur, Asíu, Ameríku og Afríku. Leikið verður um eitt sæti í hverri álfu. KNATTSPYRNA „Get vel hugsað mér að leika með St. Mirren" - segir Pétur Arnþórsson, en forráðamenn St. Mirren eru spenntirfyr- ir að fá hann til liðs við félagið. Guðmundur með brákað rifbein FORRÁÐAMENN St. Mirren eru ánægðir með Pétur Arn- þórsson, landsliðsmann úr Fram, sem hefur æft með liðinu að undanförnu og hafa þeir sýnt áhuga á að fá hann í her- búðir St. Mirren. „Ég er mjög ánægður hjá félaginu og gæti vel hugsað mér að leika við hlið Guðmundar Torfasonar," sagði Pétur í viðtali við Morg- unblaðið í gærkvöldi. Pétur mun ræða nánar við for- ráðamennina áður en hann kemur aftur til Islands um næstu helgi. „Það hefur ekkert verið rætt að fullri alvöru, en ég mun ræða við stjórnendur félagsins áður en ég held heim á leið. Þá mun koma í ljós hvað verður um framhaldið,“ sagði Pétur. Guðmundur Torfason meiddist í leik gegn Hibs á dögunum, en þá brákaðist rifbein hægra megin. „Eg var deyfður fyrir bikarleik okkar gegn Clydebank á mánudaginn, en varð að fara af leikvelli. Sársaukinn var nukill," sagði Guðmundur. Mirren tapaði á útivelli, 2:3, og er úr leik. Guðmundur reiknaði ekki með að leika með St. Mirren gegn Glas- gow Rangers á laugardaginn kem- ur. „Ég hef lítið getað æft síðustu daga,“ sagði Guðmundur, en hann sagði að það yrði stórkostlegt að . fá Pétur til St. Mirren.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.