Morgunblaðið - 14.03.1990, Page 44

Morgunblaðið - 14.03.1990, Page 44
MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1990 VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR. 300 þús. til norrænnar Jiönnunar- sýningar BORGARRÁÐ hefur samþykkt að veita 300 þúsundum í styrk til NordForum, norrænnar hönnun- arsýningar sem verður í Malmö í Svíþjóð í sumar. Styrknum verður varið til að innrétta íslenskt verð- launahús á sýningunni. Leitað var til menningarmála- nefndar Reykjavíkur um framlag og tekur upphæðin mið af því, að jöfn framlög fáist frá sex öðrum aðilum sem sótt er til. Á sýningunni í Malmö verða sýnd raðhús, sem eru byggð _samkvæmt tillögum er bárust í sam- keppni arkitekta á Norðurlöndum. Var eitt hús valið frá hveiju Iandi og er Guðmundur Jónsson, arkitekt, höfundur íslensku tillögunnar. Sj ómannasam- band Islands: Sambands- félögin afli sér verk- fallsheimilda FUNDUR formanna og sam- bandsstjórnar Sjómannasam- bands Islands, sem haldinn var í gær, þriðjudag, sam- þykkti að beina þeirri áskor- un til sambandsfélaga sinna, að þau afli sér verkfalls- heimilda. „Ástæðan fyrir þessari sam- þykkt er sú að öllum viðræðum um kjarasamning okkar hefur verið hafnað og okkur hefur einungis verið boðið upp á kjarasamning ASÍ og VSÍ,“ sagði Óskar Vigfússon, formað- ur Sjómannasambands íslands, í Samtali við Morgunblaðið. „Við höfum ekki fengið við- ræður um kjarasamning okkar í þijú ár en við viljum meðal annars að svokölluð kostnaðar- hlutdeild verði endurskoðuð," sagði Óskar Vigfússon. Hann sagði að samkvæmt kjarasamn- ingum gætu sjómenn farið í verkfall þremur vikum eftir að það væri boðað en ekki væri ákveðið hvort allur flotinn sigldi í land ef þeir færu í verkfall. Díana Rut með foreldrum sínum, Friðþjófí Erni Engilbertssyni og Önnu B. Jóhannsdóttur á Landspítalanum í gærkvöídi.aðÍð/ÞOrke11 16 ára stúlka fannst eftir leit í Bláíjöllum: Ekki hrædd en kalt á fótunum BJÖRGUNARSVEITIR af höfuðborgarsvæðinu voru í gærkvöld kallaðar út til leitar að 16 ára stúlku úr Kópavogi, Díönu Rut Frið- þjófsdóttur, sem orðið hafði viðskila við skólafélaga sína úr Þing- holtsskóla í skíðaferðalagi í Bláfjöllum í gær. Hopurinn gisti í Ár- mannsskála og þegar Díana skilaði sér ekki eftir gönguferð seinni partinn í gær var hjálp kölluð til. Hún fannst svo í skála í Grundar- skörðum um klukkan hálfellefu i gærkvöldi, ómeidd en köld og hrakin. „Ég fór í göngutúr frá Ármanns- skálanum af því að við komumst ekki á skíði,“ sagði Díana í sam- tali við Morgunblaðið á Landspítal- anum laust fyrir miðnætti í gær- kvöldi. „Þegar ég var búin að ganga dálitla stund leit ég við og sá ekki skálann. Það var ekki held- ur hægt að sjá nein spor í snjónum. Þá fór ég að leita að skálanum, en fann hann ekki. Ég var ábyggi- lega komin langt frá honum, en fann þá annan skála. Ég leit aðeins inn í hann, en hélt svo áfram að leita að Ármannsskálanum. Þegar fór að dimma snéri ég aftur inn í skálann og hélt þar kyrru fyrir. Ég var ekkert hrædd, en mér var kalt á fótunum. Ég fór út í eitt horn skálans, þar sem mér fannst hlýjast og einum eða tveimur tímum síðar sá ég ljós björgunar- sveitarinnar.“ Eins og fyrr sagði fannst Díana í skálanum um klukkan hálfellefu í gærkvöld. Björgunarsveitarmenn óku henni af stað Hafnarfjarðar- megin til Reykjavíkur og á Krísuvíkurvegi kom sjúkrabifreið til móts við þá. Díana var flutt í slysadeild Borgarspítalans og eftir skoðun þar á Landspítalann. Forsvarsmenn Atlantal-hópsins: Trúum því að þið getið verið samkeppnisfærir í orkuverði „VIÐ trúum því að að við getum náð saman um byggingu nýs álvers, annars værum við ekki hérna,“ sagði Max Koker, framkvæmdastjóri Hoogovens Aluminium við fréttamenn, er hann ásamt Paul E. Drack, aðalforstjóra Alumax, Per-Olof Aronsson, forstjóra Granges og Jóni Sigurðssyni iðnaðarráðherra undirrituðu yfirlýsingu um ásetning þess efnis að ljúka samningum um nýtt álver fyrir 20. september næstkom- andi. í yfirlýsingunni kemur fram að Alumax er reiðubúið að eiga 30 til 40% i hinu nýja álveri, en Granges og Hoogovens 25 til 35%. Forsvarsmenn fyrirtækjanna þriggja vildu ekki tjá sig um hvaða verðhugmyndir þeir gerðu sér um orku þá sem þeir kæmu til með að kaupa af Landsvirkjun. Það myndu þeir gera í samningaviðræðunum. Flugleiðir: Tap af rekstri á liðnuári nálægt hálfum milljarði REKSTRARLEGT tap Flugleiða varð nálægt hálfum milljarði króna á síðastliðnu ári, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Afkoman ,á árinu 1989 varð þó ekki neikvæð um nema tæpar 200 milljónir króna, þar sem söluhagnaður flugvélar í fyrra, að upphæð um 300 milljónir króna, dregst frá taprekstrinum í efnahagsreikningi. Afkoma Flugleiða á liðnu ári verður kynnt á stjórnarfundi félags- ins síðdegis í dag, en aðalfundur Flugleiða verður haldinn á fimmtu- dag í næstu viku, þann 22. mars, að Hótel Loftleiðum. Morgunblaðið hefur upplýsingar um að hvorki innanlandsflug né millilandaflug hafi gengið sem skyldi á síðasta ári. Afkoma Flug- leiða mun vera forsvarsmönnum félagsins mikil vonbrigði, þar sem tapið er umtalsvert meira en gert hafði verið ráð fyrir. Bent er á, að þótt afkomutapið sé kynnt sem ein- ungis tæpar 200 milljónir króna, sé það verulegt áhyggjuefni, að þrátt fyrir 300 miHjón.króna eigna- sölu á árinu, skuli tapið samt vera þetta mikið. Flugleiðir seldu í fyrra flugvél sína Boeing 727 100 fyrir um 300 milljónir króna, en á árinu á undan hafði félagið selt Boeing 727 200, og færðist söluhagnaður af þeirri sölu því á efnahagsreikning ársins 1988, þó að vélin væri ekki afhent fyrr en í fyrra. Flugleiðir leigðu svo aftur Boeing 727 100 vélina, sem var seld í fyrra ojt er sú vél nú notuð til vöruflutn- inga. „Orkuverð það sem þið bjóðið verður að vera samkeppnisfært við það sem okkur stendur til boða annars stað- ar,“ sagði Aronsson, „við trúum því að það geti orðið það og þess vegna erum við hér og höfum undirritað þessa yfirlýsingu." Undir þessi orð Aronssons tók Evans, aðstoðarfor- stjóri Alumax: „Við erum hér því við teljum í einlægni að ísland sé eitt þeirra landa sem geti boðið sam- keppnishæft raforkuverð til ál- bræðslu." „Þessi yfirlýsing er í raun og veru tvennt: Hún er staðfesting á stefnu íslenskra stjórnvalda að auka nýt- ingu innlendra orkulinda með frekari álframleiðslu hér á landi og hins. vegar staðfesting á vilja þessara þriggja fyrirtækja að vilja auka ál- framleiðslu sína með því að reisa hér álver,“ sagði iðnaðarráðherra við undirritun yfirlýsingarinnar. í yfirlýsingunni kemur fram að stefnt er að því að velja nýju álveri stað fyrir lok maímánaðar. Forsvars- menn fyrirtækjanna þriggja sögðu með öllu ótímabært að segja á þessu stigi til um það hvaða staðsetning væri líkiegust. Margt þyrfti að skoða, áður en niðurstaða lægi fyrir. Max Koker framkvæmdastjóri Hoogovens sagði að ekki væri hægt að líta á þessa viljayfirlýsingu sem staðfestingu þess að þessi þijú fyrir- tæki hygðust reisa hér nýtt álver. „Ef það lægi fyrir sem staðreynd, þá hefðum við þegar undirritað samninga," sagði Koker, „en við værum ekki hér nú, ef áhugi okkar væri ekki einlægur." Jafnframt er í yfirlýsingunni stefnt að því að ljúka öllum samning- um fyrir 20. september nk. sem taki til skattamála, úrlausnar ágreinings- efna, orkusölusamnings við Lands- virkjun, lóðar- og hafnarsamnings við hlutaðeigandi sveitarfélag, sam- komulags varðandi umhverfismál og samkomulags milli Atlantal-aðilanna um eignarhald, rekstur og fjármögn- un álversins. Sjá viðtal við Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra, og fleiri frá- sagnir í miðopnu. Vaka heldur meirihluta VAKA, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, fékk í gær 57% atkvæða í kosningum til stúdentaráðs og 57,5% atkvæða í kosningum til háskólaráðs og er þetta stærsti kosningasigur Vöku frá því félagið var stofiiað árið 1935. Vaka fékk 7 menn kjörna í stúd- entaráð og Röskva 6, en félögin fengu sitt hvorn manninn kjörinn í háskólaráð. Vaka fékk 1.467 at- kvæði í kosningum til háskólaráðs en Röskva 1.099. Vaka fékk hins vegar 1.446 atkvæði í kosningum til stúdentaráðs en Röskva 1.089.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.