Morgunblaðið - 06.05.1990, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.05.1990, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MAI 1990 13 Ýmsir töldu að þýzku skipbrots- mennirnir væru svokölluð „fimmta herdeild“, sem ætti.að gei-a upp- reisn og valda ringulreið þegar þýzkur her réðist á land. Sumir héldu því fram að ekki væri allt með felldu í sambandi við slysið og getum var að því leitt að Þjóðveij- arnir hefðu sökkt skipinu sjálfir. Fullmikið þótti að hafa 62 manna áhöfn á skipinu og skipbrotsmenn- irnir virtust „full veraldarvanir" og berast mikið á. Á sama tíma stóðu Bretar höllum fæti í orrustunni um Atlantshaf. Þrátt fyrir nýja tækni tókst þeim ekki að sigrast á kafbátum Þjóð- veija og Bandamenn misstu 460 kaupskip um veturinn. í lok marz voru Bretar orðnir sannfærðir um að þeir þyrftu aðstöðu fyrir flugvél- ar og herskip á íslandi. Frá brezku sjónarmiði var ekki síður mikilvægt að koma í veg fyr- ir að Þjóðveijar hreiðruðu um sig hér á landi, því að það mundi auka ógnunina við siglingaleiðirnar um Atlantshaf — lífæðar Breta. Til þess að fá aðgang að íslenzkum höfnum var talið að Bretar þyrftu að hafa samráð við íslenzk stjórn- völd, en æskilegast þótti að íslend- ingar bæðu sjálfir um vernd. Danmörk hernumin Aðstaða þýzku kafbátanna batn- aði þegar Þjóðveijar hernámu Dan- mörku og réðust á Noreg 9. apríl. Danir veittu enga mótspyrnu, en Norðmenn vörðust af alefli fram í miðjan júní með hjálp herliðs frá Bretlandi og Frakklandi. Allt sam- band íslands við Danmörku rofnaði og Alþingi samþykkti tvær þings- ályktanir. Samkvæmt annarri tók ríkisstjórnin þjóðhöfðingjavaldið í sínar hendur og samkvæmt hinni tóku íslendingar við meðferð ut- anríkismála og landhelgisgæzlu „að svo stöddu“. Sveinn Björnsson var kvaddur heim og varð ráðunautur ríkis- stjórnarinnar í utanríkismájum og síðar ríkisstjóri og forseti. Á heim- leiðinni ræddí hann við þýzkan embættismann, Wemer von Grund- herr, sem varaði hann rækilega við Bretum og lýsti hlýhug Þjóðveija í garð íslendinga. Sveinn þurfti að sigla frá Genúa til New York og þaðan heim til íslands og var tæpan mánuð í ferðinni. í Ðanmörku voru margir íslend- ingar, sem vildu heim. Reynt var að útvega þeim far með Gullfossi, sem var í Kaupmannahöfn, en Þjóð- veijar kyrrsettu hann. Að lokum var ákveðið að senda Islendingana til Petsamo í Norður-Finnlandi og flytja þá þaðan heim með íslenzku skipi og um miðjan október kom Esja til Reykjavíkur með 291 Pets- amo-fara frá Norðurlöndum. Sama dag og Þjóðveijar réðust á Danmörku og Noreg gekk brezki ræðismaðurinn, Bowering, á fund Stefáns Jóh. Stefánssonar utanrík- isráðherra og afhenti honum orð- sendingu frá brezku stjórninni. Þar kváðust Bretar óttast að staða Is- lands væri orðin „viðsjárverð", en vera staðráðnir í að hindra að ís- land fengi sömu örlög og Danmörk. Til þess að það mætti takast yrðu íslendingar að samþykkja „vissar tilslakanir" og látin var í ljós von um að íslenzka ríkisstjórnin mundi „yfir höfuð ljá samvinnu sína við brezku stjórnina sem hernaðaraðili og bandamaður". Bretar vildu með öðrum orðum að fslendingar segðp skilið við hlut- leysið frá 1918, en íslendingar tóku það ekki í mál. í svari íslenzku stjórnarinnarvar vitnað í hlutleysis- .yfirlýsinguna og, bent á að ísland væri vopnlaust. íslendingar gætu ekki og vildu ekki taka þátt í stríðsaðgerðum og hernaðarbanda- lögum, en mundu mótmæla öllum aðgerðum annarra ríkja, sem brytu hlutleysi landsins. Helztu rök íslendinga voru að sögn Tómasar Þórs Tómassonar: ÚTSÝNISHÚS Á ÖSKJUHLÍÐ verður til sýnis almenningi sunnudaginn 6. maí, kl. 15.00-17.00. HitaveitaReykjavíkur, VIÐSKIPTAVINIR SAMyiNNUBANKA ISLANDS Þann 27. apríl síðastliðinn sameinaðist Samvinnubanki íslands hf Landsbanka Islands. Samvinnubankinn mun starfa áfram sem sérstök eining með alla alhliða bankaþjónustu. Viðskiptavinir Samvinnubankans munu áfram njóta persónulegrar og góðrar þjónustu bankans í hvívetna. , ‘ - .xvTr' ■ ■ : . ; ,. ' 7 ' ? SAMVINNUBANKI . ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.