Morgunblaðið - 06.05.1990, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.05.1990, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNUAUGIYSINGAR Sölumaður Penninn óskar að ráða sölumann, karl eða konu, til starfa í sölu- og innkaupadeild. Umsóknir sendist skrifstofu Pennans, Hall- armúla- 2, fyrir nk. föstudag. fBORGARSPÍTALINN Sjúkraliðar Sjúkraliða vantar nú þegar á fastar nætur- vaktir og allar vaktir á Grensásdeild Borg- arspítalans. Upplýsingar veitir Bergljót Þórðardóttir, deildarstjóri, í síma 696735. Iðjuþjálfun Okkur vantar starfsmann í sumarafleysingar til að annast virkni/afþreyingu vistmanna á hjúkrunar- og endurhæfingadeild - Heilsu- verndarstöð. Starfshlutfall er 50%, en minna hlutfall kemur einnig til greina. Vinnutími er fyrir hádegi alla virka daga í júní, júlí og ágúst. Upplýsingar veitir yfiriðjuþjálfi í síma 696369. | BI Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar I ■ Síðumúla 39, 108 Reykjavík, simi 678500 Starfsmaður Laus er staða starfsmanns við fjölskyldu- heimili fyrir unglinga. Um er að ræða vakta- vinnu á sambýli fyrir 5 unglinga. Menntun og/eða reynsla á sviði uppeldismála æskileg. Einnig vantar starfsmann til sumarafleysinga í 2-3 mánuði. Umsóknum sé skilað til Starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, á um- sóknareyðublöðum sem þar fást. Nánari upplýsingar í sím 681836 eftir kl. 16.00 alla virka daga. Umsóknarfrestur er til 15. maí nk. m Leikskóli - forstöðumaður Staða forstöðumanns við nýjan leikskóla við Álfaheiði sem tekur til starfa í október nk. er laus til umsóknar. Fóstrumenntun áskilin. Umsóknarfrestur er til 21. maí nk. Upplýsingar um starfið gefur dagvistarfulltrúi í síma 45700. Umsóknum skal skilað á þartil gerðum eyðu- blöðum sem liggja frammi á skrifstofunni, Digranesvegi 12. Félagsmálastofnun Kópavogs. l&nskólinn í Reykjavík Lausar eru til umsóknar kennarastöður í fag- greinum bakara, bókiðna, fataiðna, hársnyrti- iðna, húsgagnasmiða, kjötiðnaðarmanna, málara, vélvirkja (tæknifræðingur eða verk- 1 fræðingur) og rafiðna. Ennfremur í almenn- um greinum, tölvugreinum og líkamsbeitingu við vinnu. Umsóknarfrestur er til 11. júní nk. Nánari upplýsingar á skrifstofu skólans, sími 26240. Iðnskólinn í Reykjavík. ||| PAGVIBT BARIVA Umsjónarfóstra óskast Dagvist barna óskar að ráða umsjónarfóstru, með daggæslu á einkaheimilum, til starfa nú þegar eða eftir samkomulagi. Upplýsingar gefur deildarstjóri fagdeildar í síma 27277. Aðstoðarmaður — bakarí Stórt bakarí í borginni vill ráða reglusaman og duglegan aðstoðarmann til starfa sem fyrst í framleiðsludeild fyrirtækisins. Viðkomandi þarf að vera hress og duglegur að vakna snemma á morgnana. Ágæt laun í boði. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir þriðjudagskvöld, merktar: „Bakarí - 9205“. Kerfisfræðingur Visa ísland óskar að ráða kerfisfræðing/tölv- unarfræðing til starfa í tölvudeild sinni sem fyrst. Þekking á eftirfarandi áskilin: IBM-370 tölvuumhverfi, ADABAS/NATURAL gagnagrunnskerfi, COBAL forritunarmáli. Laun samkvæmt samningum SÍB og bank- anna. Umsóknir sendist Ráðningarþjónustu Guðna Jónssonar, Tjarnargötu 14, fyrir 15. maí. GuðntTónsson ■ RÁPCJÖF ó RÁDN I NCARNOX' [ISTA 'TIARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22 Matreiðslumaður eða aðstoð Vegna aukinna umsvifa og sumarfría óskum við eftir matreiðslumanni eða sambærilegum aðstoðarmanni. Þarf að vinna mjög breytileg störf og geta byrjað fljótt. Um er að ræða dagvinnu að mestu. Upplýsingar eftir hádegi á mánudag og þriðjudag, sími 612031. Veislan, veitingaeldhús, Austurströnd 14, Seltjarnamesi. Vinnuskóli Reykjavíkur Vinnuskóli Reykjavíkur tekur til starfa í byrjun júní nk. í skólann verða teknir unglingar fæddir 1975 og 1976 og voru nemendur í 7. og 8. bekk grunnskóla Reykjavíkur skóla- árið 1989-1990. Umsóknareyðublöð fást á Ráðningarskrif- stofu Reykjavíkurborgar, Borgartúni 3, sími 62 26 48, og skal skila umsóknum þangað fyrir 18. maí nk. Nauðsynlegt er að gefa upp kennitölu. Vinnuskóli Reykjavíkur. Hafnarfirði Hjúkrunarfræðingar óskast í sumarafleys- ingar og í fastar stöður. Aðstoðardeildarstjóra vantar á 30 rúma hjúkrunardeild. Mjög góð vinnuaðstaða og góður starfsandi. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 54288. Þroskaþjálfar - starfsmenn Eftirfarandi stöður eru lausar til umsóknar við þjálfunarstofnunina Lækjarás: 1. Stöður deildarþroskaþjálfa. Stöðurnar losna í júní og júlí nk. Möguleikar á barna- heimilisplássi á staðnum. Ef ekki fást þroskaþjálfar kemur til greina að ráða fólk með uppeldismenntun. 2. Staða starfsmanns í ræstingum tímabilið 1. júní til 1. október. Vinnutími frá kl. 11.00-19.00. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Styrktarfélags vangefinna, Háteigsvegi 6, og á stofnuninni, Stjörnugróf 7. Nánari upplýsingar veittar þar og í síma 39944 milli kl. 10 og 16 virka daga. FJÖLBRAUTASKÓLINN VIÐ ÁRMÚLA ARMULA 12 ■ 108 REYKJAVIK ■ SÍMI 84022 Frá Fjölbrauta skólanum við Ármúla í samræmi við reglugerð um framhaldsskóla er auglýst laus til umsóknar kennsla í tölvu- fræðum og viðskiptagreinum. Einnig er laus til umsóknar kennsla í smíði, frönsku og íslensku. Nánari upplýsingar gefur skólameistari í síma 84022. Umsóknarfrestur er til 24. maí 1990. Skólameistari. Snyrtifræðingur" með góða starfsreynslu ósk- ast til starfa á snyrtistofu okkar í Kringlunni. Líflegur vinnustaður. Upplýsingar hjá Hönnu Kristínu í símum 689977 (stofan) og 689979 (heima). KRIS-TA HÁR& SNYRTISTOFA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.