Morgunblaðið - 06.05.1990, Blaðsíða 29
JSHtrjgmíílfefoifr
ATVINNU/RAÐ-
OG SMÁAUGLÝSINGAR
Leiklist
Ferðaleikhúsið auglýsir í dag eftir umsækjendum um
leikarastörf í sýningunum Lights Nights í sumar. Leitað
er að fólki sem hefur góðar hreyfingar og hæfileika til
að tjá sig í þöglum leik. Umsækjendur eru beðnir að
koma til viðtals í dag milli kl. 19 og 20 eða á morgun
í Tjarnarbíó.
Framkvæmdastjóri
Umbúðamiðstöðin hf. leitar að frarnkvæmdastjóra með
tækni- og/eða viðskiptamenntun. í auglýsingu kemur
fram að fyrirtækið var stofnað árið 1964 af Sölumiðstöð
hraðfrystihúsanna og frystihúsunum sem eiga aðild að
henni. Fjárhagsstaða þess er góð og starfsfólk um 40
manns. Framleiðslan er að mest öllu leyti á sviði umbúða
og prentunar fyrir fiskiðnaðinn.
Deildarstjóri neyt-
endadeildar
Verðlagsstofnun auglýsir eftir starfsmanni í stöðu
deildarstjóra neytendadeildar stofnunarinnar. Lögfræði-
menntun er áskilin og launakjör verða samkvæmt launa-
kerfi starfsmanna ríkisins.
Garðyrkjumaður
Kópavogshæli óskar eftir að ráða skrúðgarðsmann til
fastra starfa. Verkefnin felast í skipulagningu, ræktun
og umhirðu lóðar hælisins. Þar á meðal er snjómokstur
á veturna og verkstjórn á sumarvinnufólki. Lóðin er 17
hektarar og er mikið starf framundan að því er fram
kemur i auglýsingu.
Hluthafar í gistihúsi
Leitað er að aðilum sem hafa áhuga á að gerast hlut-
hafar í gistihúsi sem fyrirhugað er að reisa í kauptúni
við hringveginn að því er fram kemur í auglýsingu í blað-
inu í dag. Ráðgert er að taka húsið í notkun á næsta ári
og mun það leysa annað eldra hús af hólmi. Tekið er
fram að reksturinn hafi gengið vel og að önnur ferðaþjón-
usta á staðnum sé mjög góð.
Framkvæmdaslj óri
starfsmannafélags
Starfsmannafélag ríkisstofnana vill ráða framkvæmda-
stjóra og er starfið laust nú þegar. Tekið er fram í aug-
lýsingu að hér sé um að ræða krefjandi starf en um leið
áhugavert fyrir þá sem séu vanir félagsmálum.
Fuglaskoðunarferð
Útivist gengst fyrir fuglaskoðunarferð á Garðskaga S
dag og verður Sigurður Blöndal með í för. Væntanlegum
þátttakendum er bent á að taka með sér kíki og fugla-
handbók. Ennfremur verður farið í gönguferð eftir gam-
alli þjóðleið sem lá frá Njarðvíkurfitjum til Grindavíkur.
Gangan hefst við Stapafell og er gengið eftir varðaðri leið
í Járngerðarstaðahverfi. Þetta er sögð mjög skemmtileg
leið og er meðal annars farið yfir þrenns konar hraun-
strauma. Ferðafélagið gengst einnig að vanda fyrír ferð-
um í dag og má þar nefna göngu- og skíðaferð á Heng-
il. Ennfremur verður farið í göngu- og jarðfræðiferð á
Reykjanes. Þar er um að ræða létta strandgöngu í fylgd
Jóns Jónssonar jarðfræðings sem sagður er manna fróð-
astur um jarðfræði Reykjanesskagans. Tekið er fram í
auglýsingu að hér sé um einstaka ferð að ræða við allra
hæfi.
V estmannaeyjar;
Lítíð atvinnuleysi
en minni yfírvinna
Vestmannaejjjum.
ATVINNUASTAND í Eyjum er þokkalegt um
þessar mundir. Lítið atvinnuleysi er jafnan á
þessum tíma árs enda vertíð enn ekki lokið.
Þrír félagar í Verkalýðsfélagi Vestmannaeyja
eru nú á atvinnuleysisskrá og tvær konur í
Verkakvennafélaginu Snót. Jón Kjartansson,
hjá Verkalýðsfélagi Vestinannaeyja segir að
ástandið í atvinnumálum sé þokkalegt eins og
yfirleitt á þessum árstíma og það hafi áður
verið verra.
A
Ilokfebrúar voru 10-15 manns á
atvinnuleysisskrá hjá Verkalýðs-
félagi Vestmannaeyja en atvinna
jókst á ný um leið og frysting loðnu
og loðnuhrogna hófst. Vilborg Þor-
steinsdóttir hjá Snót sagði að tvær
konur væru nú á atvinnuleysisskrá
hjá félaginu. „Það var mikið at-
vinnuleysi hjá okkur í janúar en
eftir að vinna fór að aukast í stöðv-
unum lagaðist þetta fljótt“ sagði
Vilborg. Hún sagði að þrátt fyrir
lítið atvinnuleysi þá væri minni
vinna hjá verkakonum í Eyjum nú
en áður sem kæmi fram í færri
yfirvinnustundum. Stærsti hluti at-
vinnunnar væri dagvinna og væri
það mikil breyting frá því sem áður
var. „Það er því engin ijúkandi
vinna en þetta gengur á dagvinn-
unni og það er bara því miður ekki
nóg fyrir alla,“ sagði Vilborg.
Hjá skrifstofu Vestmannaeyja-
bæjar fengust þær upplýsingar að
í apríl hefðu verið skráðir 361 at-
vinnuleysisdagar. Þar af voru 17
karlar atvinnulausir í 270 daga og
6 konur í 91 dag. Hér var um að
ræða tvo sjómenn, fjóra verkamenn,
þijár verkakonur, þtjár verslunar-
konur og ellefu bílstjóra.
Helstu breytingar í atvinnumál-
um í Vestmannaeyjum milli ára eru
þær að á síðustu árum hefur út-
flutningur ferskfisks aukist þannig
að atvinna í frystihúsum hefur held-
ur dregist saman. Hefur þetta orðið
til þess að minnka yfirvinnu sem
oft á tíðum var mikil yfir vertíðina.
Ekki eru allir á því að það sé al-
vont og margir hafa á orði að erfitt
sé orðið að fá stóran hluta fólks til
að vinna mikla yfirvinnu nema í
mjög stuttan tíma og er það þá
helst meðan loðnu og loðnuhrogna-
frysting stendur.
í greinargerð sem fiskvinnslu-
stöðvarnar í Eyjum hafa nýverið
tekið saman kemur fram að árs-
verkum í fiskvinnslunni hefur fækk-
að talsvert á síðustu sex árum. Þó
hafa síðustu þrjú ár heldur verið
upp á við í þessum efnum. Arið
1983 voru ársverk í fiskvinnlu í
Eyjum 788 talsins. Þeim fór síðan
fækkandi til ársins 1986 er þau
voru 643. Síðan þá hefur ársverkum
heldur fjölgað og á síðasta ári voru
þau 676.
Þó atvinnuástand sé ágætt um
þessar mundir er erfitt að segja
hvað verður er kemur fram á
sumarið. Samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins virðist útlitið vera
dekkra en oft áður. Mikið er búið
af kvóta Eyjabáta og mikið framboð
verður af fólki þegar skólum lýkur.
Það er því frekar dekkra útlit með
atvinnu á sumri komandi en oft
áður.
Atvinnuástand hjá iðnaðarmönn-
um í Eyjum hefur verið ágætt og
horfa þeir þokkalega björtum aug-
um á sumarið.
Grímur
Þorlákshöfii:
Næg atvinna
í vetur og vor
ATVINNUÁSTAND í Þorláks-
höfii hefiir verið gott í vetur og
vor og ekki aðrir á atvinnuleys-
isskrá en þeir sem vegna aldurs
eða heilsuleysis geta ekki stund-
að hvaða vinnu sem er.
Afli báta og togara hefur verið
góður eftir að gæftir urðu
betri, en fyrri hluti vetrar var
veðrasamur. Mikill og góður
þorskur hefur fengist bæði á
grunnslóð og dýpra. Nokkrir bátar
urðu að taka upp net sín í mars
vegna þess að þeir voru langt
komnir með þorskkvótann og fóru
þeir flestir á snurvoð. Afli snur-
voðabátanna hefur líka verið góð-
ur.
Sumarið leggst nokkuð vel í
fólk hér og segja atvinnurekendur
að ekki sé ástæða til að óttast
atvinnuleysi, en erfítt geti orðið
að fá vinnu fyrir yngri skólakrakk-
ana.
Þorleifur Björgvinsson fram-
kvæmdastjóri Glettings sagði að
þar yrði svipað unnið í humri og
í fyrra og þar fengju skólakrakkar
vinnu. Salthúsin yrðu að mestu
lokuð vegna breytinga, en mikið
yrði fryst.
Finnbogi Alfreðsson fram-
kvæmdastjóri Meitilsins sagði að
vel hefði gengið hjá þeim upp á
síðkastið. Togararnir hefðu komið
með fullfermi túr eftir túr og væru
þeir nú á grálúðu fyrir vestan.
Þeir eiga að fara í slipp í sumar,
þannig að aldrei yrði nema annar
á veiðum í einu. Hann taldi líklegt
að unninn yrði hurnar.
Guðmundur Hermannsson
sveitarstjóri sagði að í athugun
væri að færa aldurinn á börnum
í unglingavinnunni upp í 13-14 ára
í staðinn fyrir 11-12 ára.
J.H.S.
Unnið við löndun úr togara í Vestmannaeyjahöfii.
Atvinnuleysi:
Greiðslur fyrstu
þrjá mánuði
370 milljónir
GREIÐSLUR úr Atvinnuleysis-
tryggingasjóði hafa aukist á
fyrstu þremur mánuðum ársins
miðað við fyrstu þrjá mánuði
ársins 1988. Greiðslur fyrir jan-
úar, febrúar og mars námu
373.120 milljónum króna, sam-
anborið við 281 milljón króna á
sama tímabili í fyrra.
A
Utborgaðar atvinnuleysisbætur
voru mestar í janúar, 139.900
milljónir, í febrúar voru greiddar
út 117.560 milljónir króna og í
mars 115.660 milljónir króna.
Þá greiðir Atvinnuleysistrygg-
ingasjóður út 28.800 milljónir á
mánuði í eftirlaun aldraðra.