Morgunblaðið - 06.05.1990, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.05.1990, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMÁ SUNNUDAGUR 6. MAI 1990 ATVINNUAUGl YSINGAR / Matráðskona Óskum að ráða matráðskonu á dagheimilið Víðivelli, Miðvangi 39, Hafnarfirði. Upplýsingar gefur forstöðumaður á staðnum eða í síma 52004. Félagsmálastjóri. Fóstru vantar á dagheimili við Sjúkrahús Akraness í 100% starf frá og með 7. ágúst. Getum útvegað herbergi í starfsmannabústað. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður dagheimilisins í síma 93-12311. Skrifstofustarf Fyrirtæki í Kópavogi vantar starfskraft, vanan bókhaldi, tölvum og nokkuð sjálfstæðri vinnu, sem fyrst. Tilboð óskast send á auglýsingadeild Mbl. fyrir 15. maí merkt: „P - 6282“. Tannlæknastofa Aðstoð óskast á tannlæknastofu nálægt Hlemmi. Um hálfsdagsstarf er að ræða, fyrir hádegi. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 10. maí merkt: „Ábyrg - 6283“. T ungumálakunnátta Unga stúlku, sem talar bæði ensku og frönsku, auk íslensku, vantar vinnu frá miðj- um júlí til ágústloka. Upplýsingar í síma 42467. Viðhaldsvinna Laghentur starfskraftur óskast til ýmis konar málningarvinnu. Um er að ræða viðhalds- vinnu á húseignum og skipum. Upplýsingar um aldur og fyrri störf leggist inn á auglýsingadeild Mbl. merktar: „Viðhald - 90“. Kennarar athugið Við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar eru iausar nokkrar stöður, þar af staða yfirkennara. Ódýrt húsnæði til staðar ásamt leikskóla- plássi fyrir börn 2ja-5 ára. Fámennar bekkjardeildir og gott kennsluhús- næði. Flutningsstyrkur greiddur. Upplýsingar gefa formaður skólanefndar, Kjartan Reynisson, í vinnusíma 97-51240 eða heimasíma 97-51248 og skólastjóri í vinnu- síma 97-51224 eða heimasíma 97-51159. Skólanefnd. Sölustarf Heildverslun í Reykjavík, sem er með umboð fyrir hársnyrtivörur og fleira, óskar að ráða starfsmann, konu eða karl, sem fyrst í sölu- og markaðssetningu. Starfið felst í því að heimsækja viðskiptavini, fylgja eftir sölu, taka niður pantanir og markaðssetja vöru. Við- komandi þarf að hafa einhverja reynslu í sölu- og markaðsmálum og hæfileika í mann- legum samskiptum. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. merktar: „H - 2“ fyrir 14. maí. Stórt húsfélag óskar eftir starfskrafti í fullt starf til ræstinga á sameign hússins frá og með 1. júní nk. Nánari starfslýsing og aðrar upplýsingar í síma 685055 á daginn og í síma 73470 milli kl. 19 og 21. Skrifstofustarf Tæplega þrítugur maður með góða bók- halds- og tölvukunnáttu óskar eftir framtíðar- starfi. Upplýsingar í síma 675541. Sala - markaðsstörf Traustur og atorkusamur viðskiptafræðingur óskar eftir framtíðarstarfi. Reynsla af sölu- og markaðsmálum. Mjög góð enskukunn- átta. Tilboð sendist til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 10. maí merkt: „Framtíð - 2810“. Auglýsingastofur - fyrirtæki Vanur auglýsingateiknari óskar eftir starfi. Hef reynslu af sjálfstæðum vinnubrögðum (einnig aðstöðu). Áhugasamir sendi nafn og símanúmer á auglýsingadeild Mbl. fyrir 16. maí merkt: „Gott - starf - 9121“. Laus staða Verðlagsstofnun óskar eftir að ráða starfs- mann í stöðu deildarstjóra neytendadeildar Verðlagsstofnunar. Lögfræðimenntun tilskilin. Laun verða samkvæmt launakerfi starfs- manna ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri stöii sendist Verðlagsstofn- un, Laugavegi 118, pótshólf 5120, 125 Reykjavík. Upplýsingar um starfið eru veittar í síma 91-27422. Verðlagsstofnun. Hótelstörf Viljum ráða nú þegar í eftirtalin störf: 1. Ræstingar, tiltekt á herbergjum o.fl. 2. Umsjón með morgunverði o.fl. Lágmarksaldur 18 ár. Upplýsingar á staðnum á mánudag frá kl. 15-18. City hótel, Ránargötu 4a. Tölvunarfræðingur — kerfisfræðingur Tryggingafélag í borginni vill ráða starfsmann í tölvudeild sem fyrst. Leitað er að tölvunarfræðingi/kerfisfræðingi með góða starfsreynslu og kunnáttu/þekk- ingu á IBM-umhverfi (AS/400). í boði er fjölbreytt og krefjandi starf. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu okkar. Umsóknarfrestur er til 11. maí. GuðniIqnssqn RAÐCJÖF C RAÐNI NCARhlON LISTA TJARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK. SÍMl 62 13 22 Menntaskólinn að Laugarvatni óskar að ráða félagsráðunaut, húsbónda og húsfreyju í heimavist, fyrir næsta skólaár. Hugsanlegt er, að störfin verði að einhverju leyti sameinuð. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, berist fyrir 1. júní, til skóla- meistara, sem gefur nánari upplýsingar í síma 98-61121. Hefilmaður - mælingamaður Vanur hefilmaður og mælingamaður óskast. Upplýsingar í síma 50877. Akraneskaupstaður Fóstrur Fóstrur óskast til starfa á dagvistarheimili Akraneskaupstaðar. Ráðningartími er frá 1. september 1990. Upplýsingar veitir félagsmálastjóri Akranes- kaupstaðar í síma 93-11211. Félagsmálastjórinn á Akranesi. Fóstrur Deildarfóstru vantar á leikskólann Barnaból, Skagaströnd, frá og með 1. ágúst 1990. Vinsamlegast leitið upplýsinga hjá forstöðu- manni í síma 95-22706 á daginn og 95-22670 á kvöldin. Forstöðumaður. Bílasala - Sölumaður Viljum ráða vanan bílasölumann strax. Við erum með stærsta sölusvæði í borginni og þurfum duglegan, regiusaman og heiðarleg- an mann sem getur unnið sjálfstætt langan vinnudag. /Ací)at ^Í^asadaH Miklatorgi, símar 15014 og 19181. Garðyrkjumaður Kópavogshæli óskar eftir skrúðgarðsmanni til fastra starfa. Helstu verkefni eru að vinna við skipulagningu, ræktun og umhirðu lóðar Kópavogshælis, þar með talinn snjómokstur á vetrum auk verkstjórnar á sumarvinnu- fólki. Lóð Kópavogshælis er ca 17 hektarar og er mikið starf framundan við snyrtingu, gróðursetningu og fegrun lóðar. Á staðnum er 70 fm gróðurhús og 60 fm óupphitað gróð- urskýli. Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri Kópavogshælis á staðnum eða í síma 602740. Reykjavík, 6. maí 1990.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.