Morgunblaðið - 06.05.1990, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 6. MAÍ 1990 .
31
ATVINNUAUGl YSINGAR
Bifvélavirkjar
Viljum ráða bifvélavirkja. Góð vinnuaðstaða.
Unnið eftir bónuskerfi.
BIFREÍÐAR 8 LANDBUNADARVÉLAR
Suðurlandsbraut 14,
sími: 68 12 00.
Fjölmenn
félagasamtök
óska eftir að ráða skrifstofumann til starfa
í fullt starf. Starfið felst m.a. í ritvinnslu og
símavörslu.
Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir
12. maí merktar: „Fjölmenn - 6279".
DAGVI8T BARISIA
Fóstrur, þroska-
þjálfar eða annað
uppeldismenntað
starfsfólk!
Dagvist barna, Reykjavík, óskar eftir starfs-
fólki í gefandi störf á góðum vinnustöðum.
Til greina koma hlutastörf bæði fyrir og eftir
hádegi.
Upplýsingar veita forstöðumenn eftirtalinna
dagvistarheimila og skrifstofa Dagvistar
barna, sími 27277:
AUSTURBÆR
Álftaborg, Safamýri 32 s. 82488.
Hárgreiðslusveinn
óskast
til afleysinga í ca 60% starf í sumar.
Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem
fyrst.
Upplýsingar í síma 688580.
Hárgreiðslu- og
snyrtistofan
> Safíi
Hárgreiðslustofa,
Skipholti 50c.
Reykjavík
Hjúkrunarfræðingar
- sjúkraliðar
- starfsfólk
Aðstoðardeildarstjóri óskast í fullt starf frá
15. júní eða 1. júlí á heilsugæslu Hrafnistu.
Möguleiki er á barnaheimili.
Hjúkrunarfræðinga/hjúkrunarnema vantar í
föst störf og til sumarafleysinga. Til greina
koma næturvaktir, fastar helgar- og kvöldvakt-
ir, m.a. vinnutími 17.00-22.00 aðra hvora viku
(frí föstud. + laugard.).
Sjúkraliða vantar í föst störf og sumarafleys-
ingar á ýmsar vaktir.
Starfsstúlkur vantar í hlutastörf, m.a. 50%
vinnu frá 8.00-12.00.
Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri, Ida Atla-
dóttir, sími 35262, eða hjúkrunarframkvæmda-
stjóri, Jónína Nielsen, sími 689500.
Snyrtivöruverslun
í miðbænum óskar eftir starfskrafti á aldrin-
um 25-40 ára til framtíðarstarfa. Vinhutími
frá kl. 12.00-17.00. Einhver starfsreynsla
æskileg.
Umsóknir, með upplýsingum um aldur og
fyrri störf, sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir
10. maí merktar: „BA - 9985“.
Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál.
Framkvæmdastjóri
Umbúðamiðstöðin hf., Héðinsgötu 2,
vill ráða framkvæmdastjóra til starfa.
Umbúðamiðstöðin hf. var stofnuð árið 1964,
af Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og frysti-
húsunum, sem aðild eiga að henni. Fjárhags-
staða fyrirtækisins er góð og starfsfólk um
40 manns. Framleiðslan er að mest öllu leyti
á sviði umbúða og prentunar fyrir fiskiðnað-
inn. Leitað er að aðila með tækni og/eða
viðskiptamenntun á aldrinum 30-40 ára með
haldgóða stjórnunarreynslu.
Farið verður með allar umsóknir sem algjört
trúnaðarmál.
Umsóknir, er tilgreini menntun og fyrri störf,
sendist Ráðningarþjónustu Guðna Jóns-
sonar, Tjarnargötu 14, fyrir 15. maf.
CrUÐNT ÍÓNSSON
RÁÐCJÖF ÖRÁÐNINCARNÓNLISTA
TIARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMl 62 13 22
Sjúkrahús
Siglufjarðar
Óskum eftir að ráða hjúkrunarfræðinga til
starfa bæði í fastar stöður og til sumarafleys-
inga. Sjúkrahúsið skiptist í sjúkradeild, elli-
deild og fæðingardeild, alls 43 rúm.. Sjúkra-
húsið er rúmgott og bjart, vel tækjum búið
og starfsaðstaða góð.
Upplýsingar um laun og önnur kjör gefur
hjúkrunarforstjóri í síma 96-71166 og heima-
síma 96-71417.
Fóstrur um land allt
- athugið -
Við viljum enn vekja á því athygli, að hér á
ísafirði vantar dugmiklar fóstrur til starfa á
dagvistarheimilum okkar. Um er að ræða for-
stöðumennsku og almenn fóstrustörf frá miðju
ári eða eftir nánara samkomulagi.
Kjörið tækifæri fyrir fagfólk, sem vill auka við
reynslu sína og þekkingu í vinalegu umhverfi.
Við lofum góðum starfshópi, flutningsstyrk og
útvegun húsnæðis á hóflegum kjörum.
Áhugasömum bjóðum við að koma í heimsókn
og kynna sér aðstæður.
Nánari upplýsingar gefur undirritaður í síma
94-3722.
Félagsmálastjóri.
Prentiðnaðarmaður
Offsetprentari með víðtæka reynslu óskar
eftir vinnu.
Upplýsingar í síma 30962.
Leiklist
Hefur þú áhuga á að koma fram í leiksýning-
um LIGHT NIGHTS í sumar? Umsækjendur
(ekki yngri en 17 ára) þurfa að hafa góðar
hreyfingar og hæfileika til að tjá sig í þöglum
leik. Umsækjendur mæti til viðtals milli kl.
19-20 í dag eða á morgun í Tjarnarbíói (bak
við ráðhúsbygginguna við Tjörnina).
Ferðaleikhúsið.
Sölumaður (194)
- efnavörur-
Óskum að ráða sölumann til starfa hjá
traustu fyrirtæki í Reykjavík.
Starfssvið: Sjálfstæð sala á efnavörum og
skyldum vörum. Gerð pantana, innkaup, aug-
lýsingar og kynningar.
Við leitum að manni sem getur unnið sjálf-
stætt sölustarf og hefur reynslu af sölu-
mennsku. Efnafræðiþekking ásamt góðri
dönskukunnáttu nauðsynleg. Enskukunn-
átta æskileg. Laust strax eða eftir nánara
samkomulagi.
Nánari upplýsingár veitir Þórir Þorvarðarson.
Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til
Ráðningarþjónustu Hagvangs hf., merktar:
„Sölumaður - 191“.
Hagvangurhf
Grensásvegi 13
Reykjavík
Sími 83666
Ráðningarþjónusta
Rekstrarráðgjðf
Skoðanakannanir
Stýrikerfisforritari
TÆKNISVIÐ
IBM óskar að ráða stýrikerfisforritara til
starfa í tæknideild fyrirtækisins.
Aðalverkefnið verður bilanagreining og lag-
færingar AS/400 (OS/400), System 36 og
PS-OS/2, ásamt öðrum verkefnum.
Kerfisfræðingur með góða reynslu á þessu
sviði væri æskilegasti umsækjandinn.
IBM býður góða vinnuaðstöðu í fullkomnasta
tölvuumhverfi, sem þekkist hér á landi, sam-
skipti við sérfræðinga, bæði innlenda og
erlenda, og mjög áhugavert starfssvið.
Viðkomandi mun hljóta frekari sérþekkingu
á áðurnefndum sviðum, bæði hérlendis og
erlendis, eftir því sem þörf krefur.
Nánari upplýsingar veitir Ráðningarþjónusta
Guðna Jónssonar, Tjarnargötu 14, Reykjavík.
Skriflegar umsóknir, er tilgreini aldur, mennt-
un og fyrri störf, skulu sendar Ráðningar-
þjónustu Guðna Jónssonar fyrir 17. maí nk.
Guðni Tónsson
RÁÐCJÖF RÁC>NIN!CARMÖNUSTA
TJARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMI 62 13 22