Morgunblaðið - 17.06.1990, Síða 5

Morgunblaðið - 17.06.1990, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. JUNI 1990 C 5 LANDSMENN Flutningar til og frá landinu urðu frjálsir við afnám danskrar einokunnar fyrir nær hálfri annarri öld. Frelsið er vandmeðfarið og forsenda fyrir framgangi þess er að enginn einn aðili verði um of ráðandi á þessu sviði. Flutningafyrirtækið Flugfax hf. var stofnað á síðasta ári til þess að nýta þau tækifæri, sem bættar samgöngur I lofti bjóða. Sérstaklega var litið til þeirra tækifæra, er buðust á iapansmarkaði fyrir sjáv- arfang og landbúnaðarafurðir, einnig á mörkuðum í Evrópu og Ameríku. Þá lá einnig í augum uppi að eigin flugfloti landsmanna gæti ekki sinnt þörfum útflytjenda, og samnýting flugvéla með öðrum stuðlar að minni flutningskostn- aði. Því var leitað samstarfs við erlenda flutningsaðila um að nýta hluta af flutnings- getu þeirra. Þessi kostur er og fýsilegur, þar sem gæftir og aflabrögð gera það að verk- um, að þörf okkar til þess að koma fersku sjávarfangi á erlenda markaði breyt- ist frá degi til dags. Helstu fiskstofnar við landið eru fullnýttir og vaxtarbroddur íslensks sjávarút- vegs því fólginn í betri nýtingu afla og veiðum nýrra tegunda, er seljast fyrir hæst verð ferskar. Verð á t.d. ferskum eldislaxi er til muna hærra en á fryst- um. Sama er að segja um humar og skelfisk, og ígulker seljast eingöngu fersk. Kostnaður við þetta verkefni til dagsins í dag er um tuttugu milljónir króna. Ákveðið hefur verið að tvöfalda hlutafé Flugfax hf. með því að bjóða til sölu hluti, samtals að fjárhæð 20 milljónir króna. ÁKALL Útflytjendur og innflytjendur! Frelsi ykkar til þess að velja veitir þeim aðhald,er flutningsþjónustu bjóða, bæði til þess að veita betri þjónustu' og stilla flutningsgjöldum f hóf. Því eru kaup á hlutum f Flugfax hf. ávfsun, sem innleysist þegar þið flytjið varning ykkar til og frá landinu. Almenningur! Flutningskostnaður er hluti vöruverðs. Brýnt er nú að halda því f skefjum. Ljóst er að þátttaka í atvinnurekstri felur f sér áhættu, jafnframt von um ávinning, er skilar sér fyrst og fremst f lægri útgjöldum. EINOKUN VILJUM VÉR ENGA HAFA. KAUPUM HLUT í FLUGFAX. RJUGFAX Suðurlandsbraut 16, sími 91-678600, 108 Reykjavfk.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.