Morgunblaðið - 17.06.1990, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.06.1990, Blaðsíða 6
6 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 1990 Chiisloplier Lee IFANG eftir Þortinn Ómareson AF dómneiiidarmeðlimum kvikmyndahátíðarinnar í Madrid var Chri- stopher Lee vafalaust þekktastur, en hann á að baki glæstan feril sem sviðs- og kvikmyndaleikari beggja vegna Atlantshafsins. Hann er ekki síst þekktur á meginlandi Evrópu, því hann hefur búið og starfað í mörgum löndum fyrir utan hið engilsaxneska svæði. Hann er kvæntur danskri konu og hefiir mikinn áhuga á sögu Norðurlandanna, þ. á. m. Islandi og Islendingasögunum. Eg hitti Christopher á litlu veitinga- húsi skammt frá Hótel Victoria í Madrid og komst að því að hann hefur frá gífurlega miklu að segja. Ekki endilega sjálfum sér, heldur víðsýnum skoðunum á lífinu með tilliti til kvikmyndabransans fyrr og nú. Christopher Lee er hvað þekktastur fyrir túlk- un sína á Drakúla greifa í fjölda misgóðra kvikmynda, en hann hefur einnig leikið goðsagnapersónur á borð við Frankenstein, Sherlock Holmes, Fu Manchu, Raspútín og ýmsa skúrka sem seint gleymast. Stundum er sagt að góðu mennimir leiki þá vondu og er Christoph- er Lee einmitt dæmi um slíkt. Það skemmtilegasta við þennan sérstaka leikara er nefnilega hin einstaka mann- gerð sem hann hefur að geyma á bak við langleitt andlitið og loðnar augabrúnimar. Lee reyndist afburða vel lesinn og margfróður maður, með sérstakan áhuga á ólíkum þjóð- um, tungumáli þeirra og menningu. Enda var hann fljótur til þegar ég sagðist vera íslenskur: „Er það virkilega? í fyrra hitti ég forseta ykkar, Vigdísi Finnbogadóttur. Ein- stök kona. Og þegar ég sagði henni að ég hef lesið nokkr- ar íslendingasögur, svaraði hún: „Ég hneigi mig, herra Lee!“ Ég verð endilega að koma til Islands," sagði Lee og var mikið niðri fyrir. Það var einsog við manninn mælt, hin sígilda servéttuaðferð kom sér vel þegar Lee vildi ólm- ur læra nokkur íslensk orð og séríslenska bókstafi. Og maðurinn var óstöðvandi. Eftir að hafa farið með honum í gegnum nokkrar Islendingasögur, ævintýri Tolkiens, tungumálasögu með sérstökum rússnesku-auka, landafræði og sögu, svo eitthvað sé nefnt, var mér ljóst að viðmæl- andi minn hafði fullkomið vald á viðtalinu. Reyndar var það á tímabili þannig, að hann hafði við mig hlutverkaskipti og virtist kunna ágætlega við sig hinum megin borðsíns. Og þegar ég var farinn að tjá mig á slakri menntaskóla- dönskunni við hina dönsku eiginkonu hans vissi ég að ég var að gera eitthvað annað en að hafa viðtal við leikara. Loks þegar kassettan var á enda hafði mér ekki tekist að koma einni einustu spurningu að. En þetta var án efa með skemmtilegri viðtölum sem ég hafði komist í. Enda þótt þessi málalok hefðu verið önnur en til stóð, kom það ekki að sök, því ég átti eftir að hitta Christopher Lee aftur. Kvöld eitt að loknum sýningum hittumst við niðrí lobbíi og hann bauð uppá drykk. Hann átti fullt í fangi með að rita nafn sitt á bréfsnepla fyrir aðdáendur sína, sem virtust fjölmargir á Spáni. Talar tungum Þú virðist kunna vel við þig hér í Madríd, segi ég með nokkurri aðdáun. „Já, mér finnst Spánverjar skemmtileg þjóð. Ég bjó hér um hríð fyrir margt löngu og skil bæði spænsku og katal- ónsku þótt ég tali ekki vel. En það veitir mér visst öryggi í viðtölum hér, því blaðamennirnir kunna ekki ensku og nota túlk. Þá veit ég hvort túlkurinn hefur rétt eftir mér,“ segir hann og er skemmt. „En svo hef ég alltaf möguleika á að skýla mér á bak við enskuna. í gær bankaði t.d. ítalskur blaðamaður upp á hótelherbergi mínu og bað um viðtal. Já, bara sísona án nokkurs fyrirvara. Eg þóttist auðvitað ekki skilja manninn og þar sem hann skildi held- ur ekki ensku varð ekkert úr viðtalinu. Ég hef alls ekkert á móti því að tala við hann frekar en aðra, en ég kýs frem- ur að nota móðurmálið í viðtölum." Þú hefur þá leikið í kvikmyndum á Spáni? „Já, ég hef leikið í mörgum kvikmyndum víðs vegar um Evrópu, sem ekki eru allar sérlega þekktar, nema þá seinni DrakúJa-myndirnar sem gerðar voru í ýmsum löndum á meginlandinu. Á þessum tíma vissi ég að þetta væru ekki endilega mjög góðar myndir, en mig langaði að kynnast

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.