Morgunblaðið - 17.06.1990, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.06.1990, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 1990 C 13 Afmæliskveðja: Pétur M. Jónasson, Kaupmannahöfti Dr. Pétur Mikkel Jónasson, pró- fessor í vatnalíffræði við Hafnarhá- skóla, verður sjötugur á morgun 18. júní. Hróður hans hefur borist víða um heim vísindanna, en ekki er víst að allir hér heima viti deili á manninum eða afrekum hans. í meira en hálfa öld hefur hann dvalist á erlendri grund, en verið jafnan tryggur ættjörð sinni og vitj- að hennar eins oft og færi hefur gefist. Að loknu stúdentsprófi árið 1939 hélt Pétur utan til náms við Háskólann í Kaupmannahöfn og varði þar doktorsritgerð sína 1972 um Esrom-vatnið á Norður-Sjá- landi. Hann .var ráðinn lektor við skólann 1969 og prófessor í vatna- líffræði 1977, sá eini sem þeirri stöðu gegnir við Hafnarháskóla. Vatnalíffræðistofnunin hefur aðset- ur í Hillerod og þar hefur Pétur haldið um stjórnvölinn við góðan orðstír eins og fram hefur komið við úttektir á deildum skólans. Pétur er nú kominn að þeim vatnamótum í lífi sínu þegar flestir hægja á ferðinni eða láta staðar numið og róa í land. En það á ekki við um Pétur. Hann er einlægur athafnamaður og kemur mörgu í verk sem öðrum vex í augum. Og sennilega hefur hann aldrei haft eins mörg járn í eldinum og einmitt nú. Árið 1979 lauk margháttuðum rannsóknum á Mývatni undir stjórn Péturs og voru þær kynntar sama ár í vönduðu riti og hefur síðan oft verið í það vitnað í greinum um lífríki vatna. Frá 1974 hefur hann einnig staðið fyrir svipuðum, en öllu viðameiri, rannsóknum á vist- fræði Þingvallavatns og sér brátt fyrir endann á þeim. A næsta ári má búast við að út komi mikil bók um vatnið með ritgerðum vísinda- manna og verða nokkrar þeirra lagðar fram til doktorsvarnar. Hér eins og ævinlega hefur Pétur verið driffjöðurin því að honum er einstaklega lagið að hrífa menn til samstarfs hvert sem viðfangsefnið er. Fyrir afrek sín í vsindum hefur Pétri verið sýndur margs konar sómi og er þess enginn kostur að tíunda það allt. Hann er einn fárra íslendinga sem valdir hafa verið í Norsku vísindaakademíuna og er einnig félagi í Hinu konunglega danska vísindafélagi og Vísindafé- lagi íslendinga. Arið 1987 hlaut hann Naumann-Thienemann verð- launin fyrir „framúrskarandi rann- sóknir í vatnalíffræði“ og er þetta æðsta viðurkenning'sem vísinda- manni í þeirri grein getur hlotnast. Á síðastliðnu ári var hann kjörinn forseti heimssamtaka vatnalíffræð- inga á þingi þeirra í Munchen í Þýskalandi. Á tímum aukinnar sérhæfingar er gott til þess að vita að Pétur er ekki við eina fjölina felldur þegar vísindi eru annars vegar. Um leið og hann er í forystusveit vatna- líffræðinga í heiminum hefur hann reynst ötull liðsmaður hugvísinda sem forseti Hins íslenska fræðafé- lags í Kaupmannahöfn. Hann tók við því embætti að Jóni Helgasyni prófessor látnum. Það var stofnað árið 1912 til að gefa út rit um íslenskt efni, einkum bókmenntir og sögu. Fyrir dugnað Péturs og brennandi áhuga hefur nú tekist að gefa út í Ijósprenti öll ellefu bindi Jarðabókar Árna Magnússonar og Páls Vídalíns ásamt tveimur viðbót- arbindum. Við viljum færa hinum síunga vísindamanni og húmanista árn- aðaróskir okkar og einnig Dóru Gunnarsdóttur konu hans og dætr- um þeirra tveimur. Gunnar F. Guðmundsson Gunnar Steinn Jónsson Ragnheiður Þorláksdóttir VZterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill! Sportjakkar Verð frá kr. 6.800,- Margir litir v/Laugalæk, s. 33755. ANYLENDUVORUM á vegum þrotabús Grundarkjörs hf. veröur haldin á Reykjavíkurvegi 72, Hafnarfirði. ALLAR VÖRUR SELJAST MEÐ Salan stendur yfir í takmarkaðan tíma Salan hefst mánudaginn 18. júní n.k. kl. 9.00. Opið verður frá kl. 9.00 tii kl. 18.00. Skútustaðahreppur: Fyrsti fundur sveitarstjórnar Björk, Mývatnssveit. FYRSTI fundur nýkjörinnar sveitarsljórnar Skútustaðahrepps var haldinn 13. júní. Við kosning- arnar 26. maí fékk F-listinn þrjá fulltrúa kjörna og hreinan meiri- hluta. H-listinn fékk einn fúlltrúa og K-listi einn. Á fundinum var Sigurður Rúnar Ragnarsson kosinn oddviti og Þuríð- ur Snæbjarnadóttir varaoddviti, bæði af F-lista. Fulltrúar minnihlut- ans höfðu með sér samvinnu við kjör í nefndir á vegum sveitarfélags- ins. Ákveðið var að auglýsa starf sveitarstjóra. Jón Pétur Líndal sem gegnt hefur starfi sveitarstjóra í Mývatnssveit síðastliðið kjörtímabil lætur af störfum næstu mánaðamót samkvæmt eigin ósk. Ástæða er til að færa honum þakkir fyrir ágæt störf á undanförnum árum. Kristján Þú svalar lestrarþörf dagsins ásíöum Mogeans! FEGRIÐ GARDINN OG BÆTIÐ MEÐ SANDI,GRJÓTI OG ÁBCIRÐI SANDUR SIGURSTEINAR VÖLUSTEINAR HNULLUNGAR Pú færð sand og allskonar cjrjót hjá okkur Vlð mokum þessum efnum a bíla eöa í kerrur og afgreiðum líka í smærri einingum, traustum plastpokum sem þú setur í skottið á bílnum þínum. Afgreiöslan við Elliðaár er opir mánud.-föstud: 7.30-18.0 )in: .00 lauaard:7.30-17.00 Ath. loKað í hádeginu Nú bjóðum við enn betur: Lífrænan og ólíf- rænanáburð, hænsnaskít, skeljakalk og garðavikur. Öll þessi úrvals efni eru sekkjuð í trausta plastpoka og tilbúin til afgreiðslu. BJÖRGUN HF. SÆVARHÖFÐA 13 SÍMI:68 18 33 EB. NÝR DAGUR .SlA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.