Morgunblaðið - 17.06.1990, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.06.1990, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FJÖLMIÐLAR SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 1990 C 19 Hallar undaii feeti hjá Observer BRESKA vikublaðið The Obs- ervcr mun hafa til athugunar að segja upp starfsfólki. Halli á rekstri blaðsins hefur aukist síðan tvö ný sunnudagsblöð komu til sögunnar í Bretlandi og samkeppnin á þessum mark- aði hefur harðnað. Tapið mun nema 15-18 milljónum punda á þessu ári og uppsagnirnar munu spara eina milljón. Observer hefur orðið harðar úti en Sunday Times og Sunday Tele- grapb í samkeppninni við nýju blöðin - Sunday Correspondent, sem dagblaðið Guardian hefur fjárfest í, og Independent on Sunday. Observer selst í fleiri ein- tökum en bæði nýju blöðin til sam- ans, en salan það sem af er þessu ári er 22% minni en á sama tíma í fyrra. Blaðið selst nú í aðeins rúmlega 500.000 eintökum. Sumir telja að bresku sunnu- dagsblöðin - að Sunday Times UllUclIlblAliUU IIlUIll tapci uiu ukj milljónum punda á þessu ári. FURÐUHEIMAR FJÖLMIÐLANNA (Óttaslegna deildin) Þó hér sé ekki um að ræða mikla hækkun né umfram það sem forsend- ur kjarasamninga gerðu ráð fyrir hafa ýmsir ótta af því að aðrir kunni að hækka sínar vörur og þjónustu í kjölfar þessarar hækkunar .. . Leifur Guðjónsson sem hefur með verðlags- mál að gera hjá Verkamannasam- bandi Islands kvaðst hafa'ótta af því að ýmsir myndu nota tækifærið til að hækka sína vöru eða þjónustu. Alþýðublaðið 13/6 Eitt ár frá stofiiun Upplýsingasíma 991000: Reynslan sýnir að þörfin er fyrir hendi Morgunblaðið/Emilía Pétur S. Hilmarsson starfsmaður Upplýsingasíma 991000 við tækjakost þann sem gerir þjónustuna mögulega. - segir Árni Zop- honíasson, fram- kvæmdastjóri Miðlunar hf. „Reynslan af þessu eina ári sýnir að það er vissulega þörf fyrir þjónustu sem þessa,“ sagði Arni Zophoníasson, fram- kvæmdasljóri Miðlunar hf., í samtali við Morgunblaðið í til- e&ii þess að eitt ár er nú síðan fyrirtækið hóf starfsemi Upp- lýsingasíma 991000. Arni sagði að samkvæmt úttekt á notkun síðastliðna tíu mánuði hefðu að meðaltali 23.585 símnotendur hringt á mánuði, eða um 786 á dag. Þjónusta Upplýsingasíma 991000 er í fimm liðum og geta símnotendur valið hveija línu með því að setja tölustafina frá einum og upp í fimm aftast í símanúmer- ið. Þannig fá menn dagskrárlínu með því að velja 991001 en þar eru veitta upplýsingar um dag- skrá sjónvarpsstöðvanna. Númer tvö er lukkkulína, en þar eru veitt- ar upplýsingar um lottó og get- raunir. Popplína er númer þijú og er hún tvískipt. Annarsvegar er um að ræða kynningar á nýjum hljómplötum og ýmsar fréttir úr dægurtónlistarlífinu. Hins vegar geta menn spreytt sig á poppget- raun. í íþróttalínunni, númer fjög- ur, fá menn upplýsingar um úr- slit leikja í 1. og 2. deild og kvennaboltanum og að sjálfsögðu frá heimsmeistarakeppninni með- an á henni stendur. Þá eru veittar upplýsingar um helstu íþróttavið- burði næstu daga og ennfremur er hægt að fá upplýsingar um hvað er á dagskrá í íþróttaþáttum sjónvarpsstöðvanna. Fimmta línan er bíólína, þar sem sagt er frá þeim kvikmyndum sem sýndar eru í kvikmyndahúsum á höfuð- borgarsvæðinu hveiju sinni. Þjónusta Upplýsingasíma 991000 byggist á nýrri tækni og samvinnu við Póst og síma, sem leggur fram tækjakost og annast innheimtu, en símtöl við Upplýs- ingasímann kosta um 15 til 16 krónur á mínútu. Árni Zophonías- son sagði að þjónustan hefi ekki verið auglýst mikið til þessa enda hefðu menn vilja fá reynslu af starfseminni áður. Hún er nú fyr- ir hendi og þykir lofa góðu, ef marka má þann fjölda sem nú þegar notfærir sér þessa þjonustu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.