Morgunblaðið - 17.06.1990, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.06.1990, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 1990 C 25 Minning: Guðlaugur Magnús- son frá Kollsstöðum Fæddur 31. ágúst 1893 Dáinn 8. júní 1990 Á morgun verður til moldar bor- inn Guðlaugur Magnússon frá Kols- stöðum í Dalasýslu. Hann fæddist 31. ágúst 1893, á. Gunnarsstöðum í Hörðudal. Langlífi átti Guðlaugur ekki langt að sækja því móðir hans varð hundrað ára. Hún andaðist á 101. aldursári. Foreldrar Guðlaugs voru hjónin Ingiríður Kristjánsdóttir og Magnús Magnússon bóndi á Gunnarsstöð- um. Magnús mun hafa verið fjöl- hæfur og mjög athafnasamur. Hann var gildur bóndi, stundaði járnsmíði og rak sveitaverslun um 30 ára skeið. Guðlaugur ólst upp í föðurgarði og stundaði að sjálfsögðu hin hefð- bundnu sveitastörf og nam járn- smíði af föður sínum. Snemma mun hans handlagni hafa komið í ljós. í þá daga var ekki auðvelt að verða sér úti um menntun, hvorki til munns né handar. Guðlaugur fór ungur til Reykjavíkur og vann við söðlasmíði hjá hinum þekkta söðla- smið Baldvini Einarssyni. í Reykjavík kynntist hann glæsilegri mannkostakonu, Jóhönnu Magnús- dóttur frá Bálkastöðum í Hrúta- firði. Þann 16. júní 1921 gengu þau í hjónaband og hófu búskap á Gunn- arsstöðum. Árið 1925 keyptu þau hjón jörð- ina Kolsstaði í Miðdölum í Dala- sýslu og bjuggu þar í 22 ár, eða til ársins 1947. Kolsstaðir var annálað rausnar- heimili og þar var oft mikill gesta- gangur. Þau hjón voru líka samtaka í því að rétta hjálparhönd þeim sem voru minni máttar og þurftu á hjálp að halda. Um árabil fjölmenntu Hrútfirð- ingar ríðandi á hið árlega hesta- mannamót að Nesodda. Margir gistu þá á Kolsstöðum. Þá var margt skrafað og glatt á hjalla. Veitingar voru bornar fram af mik- illi rausn og ekkert til sparað að gera sem best við gestina. Ég veit —.að margir eldri Hrútfirðingar minn- ast Kolsstaðaheimilisins með þakk- látum huga. Ég held að blómaskeið þeirra hjóna hafi verið á Kolsstöðum. Þar fæddust börn þeirra og af gömlum kunningjum voru þau alltaf kennd við Kolsstaði. Fyrir nærri hálfri öld, á fögru hausti 1941, var undirritaður kom- inn á nýjar slóðir til að takast á við nýtt verkefni. Ég var ráðinn farkennari í Miðdölum í Dalasýslu. Ég er afar þakklátur öllum Miðdæl- ingum fyrir hve vel þeir tóku mér og vildu ætíð allt fyrir mig gera. Guðlaugur kvaddi þennan heim síðastur þeirra bænda er þá bjuggu í Miðdölum. Á Kolsstöðum byijaði ég minn Sæmundur Friðriks- son - Kveðjuorð Fæddur 22. mars 1962 Dáinn 3. maí 1990 í harmanna helgilundum hugur minn unir sér. Þar líða í laufinu bleika Ijóðin sem kvað ég þér. Að æskunnar yndisfegurð var enginn líki þinn. I gáskans léttúð og leiki þú leiddist seinna inn. Minningarsjóður Skjnls Sími 688500 í harmanna helgilundum hugur minn unir sér. Ég krýp þar á hverju kvöldi í kyrrðinni og bið fyrir þér. (Tómas Guðmundsson) Ég votta ástvinum hans einlæga samúð og þakka Sæma fyrir vin- áttu og kynni. Elfa K. Sigurðardóttir LEGSTEIIMAR GRANÍT - MARMARI Helluhrauni 14, 220 Hafnafjörður, pósthólf 93, símar 54034 og 652707. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — slmi 681960 kennsluferil. Aldrei get ég fullþakk- að þá miklu umhyggju og uppörvun sem ég fékk á því heimili. Fyrsta búskaparárið á Kolsstöð- um lenti Guðlaugur í mikilli þrek- raun. Framan af vetri var einmuna- tíð og féð var frammi í svonefndum Geldingadal. Skyndilega snemma í desember (6. des.) skipast veður í lofti og síðdegis brestur á norðan stórhríð. Guðlaugur fór ásamt eldri manni, Þorsteini Daðasyni, að reyna að koma fé í hús. Þeir félag- ar voru komnir langleiðina heim með féð er Þorsteinn gafst upp og ekki um annað a_ð ræða en láta skefla yfir hann. (í þessu ofsaveðri urðu a.m.k. tveir Dalamenn úti.) Guðlaúgur vakti alla nóttina yfír félaga sínum og reynda að halda honum vakandi. Um morguninn rofaði til og Guðlaugi tókst að koma Þorsteini heim ósködduðum. Þarna sýndi Guðlaugur miklá karl- mennsku og þrautseigju. En ör bar hann eftir þennan atburð alla ævi því hann kól í andliti. Guðlaugur hafði yndi af hestum og kunni á þeim góð tök og ekki sparaði hann við þá fóður. Mér er minnistætt hvað mér fannst reið- hestar á Kolsstöðum vera stríðaldir. Árið 1928 var hestamannafélag- ið „Glaður“ í Miðdölum stofnað og var Guðlaugur meðal stofnfélaga. Hann vann mikið fyrir það félag og sá m.a. í mörg ár um veitingar á hestamannamótum að Nesodda. Guðlaugur var gerður að heiðursfé- laga hestamannafélagsins 1972. Eins og áður hefur komið fram, vann Guðlaugur við söðlasmíði áður en hann hóf búskap. Hann var sér- lega handlaginn og smíðaði töluvert af hnökkum og gerði við ýmsa hluti fyrir nágrannana. Einnig var hann góður járnsmiður og smíðaði mikið af skeifum. Þessi aukavinna kom sér vel þegar mæðiveikin illræmda tók að höggva stórt skarð í bústofn- inn. Árið 1947 bregða Kolsstaðahjón- in búi og flytja til Reykjavíkur. Fyrst vann Guðlaugur við uppsetn- ingu landbúnaðarsýningar, sem haldin var þá um sumarið. Þegar því verkefni var lokið fór hann að vinna í frystihúsinu Herðubreið og síðar inni á Kirkjusandi hjá Afurða- sölu Sambandsins. Eftir að hann hætti um sjötugt hjá Afurðasölunni vann hann mörg ár hjá Reykjavík- urborg. Jóhanna, eiginkona Guðlaugs, andaðist 1979. Síðustu tvö árin átti hún við mikla vanheilsu að stríða, en lá lengst af heima. Það var að- Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri J) blómaverkstæðil PINNAatl Skólavörðustíg 12 á horni Bergstaðastrætis sími 19090 Bi fa Friðfinm Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opi&öllkvöld tll kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. Það var mikið áfall þegar Magna, hin glæsilega þróttmikla kona, and- aðist í blóma lífsins. Við þetta mót- læti sýndu þau hjón mikinn sálar- styrk. Fljótlega eftir að Guðlaugur varð ekkjumaður fékk hann inni á Dval- arheimili aldraðra að Dalbraut. Þar undi hann hag sínum vel. Hann var nægjusamur og þakklátur fyrir allt sem fyrir hann var gert. Þegar ég spurði hann um að- hlynningu og starfsfólk brosti hann sínu sérkennilega brosi og sagði: „Það getur ekki verið betra og ég held það sé ekki til betra fólk.“ Þetta lýsir Guðlaugi vel, hann var sáttur við allt og alla og yfir honum hvíldi innri friður og ró. Guðlaugur var gæddur mikilli seiglu og styrk, sem kom best í Ijós þegar mest á reyndi. Það kom fram í líkamlegri þrekraun í bylnum forð- um og miklum sálarstyrk í þungum harmi við fráfall dóttur og eigin- konu. Guðlaugur var sérlega heilsu- hraustur fram á tíræðisaldur. En síðustu árin voru kraftar þrotnir og hann hættur að geta tjáð sig. Þá naut hann góðrar umönnunar á hjúkrunarheimilinu Skjóli. Að leiðarlokum vil ég þakka Guðlaugi fyrir einlæga vináttu og allt sem hann gerði fyrir mig. Ég kveð þennan hógværa, iðjusama og þrautseiga öldung með virðingu og þökk. Aðstandendum færi ég samúðar- kveðjur. Þorsteinn Ólafsson + INGIBJÖRG JÓHANNSDÓTTIR, Eskihlíð 18 a, Reykjavík, lést á heimili sínu 13. júní sl. Útförin fer fram í Fossvogskapellu 22. júní kl. 1 5. Ragnheiður Jóhannsdóttir, Guðmundur Gunnarsson, May Gunnarsson, Jóhann Gunnarsson, Friðrik Bergsveinsson, Sigrún Olgeirsdóttir, Guðmundur J. Bergsveinsson, Ásgerður Ágústsdóttir, Gréta B. Bergsveinsdóttir, Stefán Kristjánsson, Kristín Þ. Bergsveinsdóttir, Hjörleifur Kristjánsson. t Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýnduð okkur samúð og vinar- hug vegna andláts og jarðarfarar INGIBJARGAR BJARNADÓTTUR JACOBSEN, Gilsbakka, Blesugróf. Sérstakar þakkirfærum við starfsfólki á deild 11G á Landspítalanum. Gunnar Björnsson, Jacob Jacobsen, Þórunn Lárusdóttir, Kristjana Jacobsen, Björgvin Björgvinsson, Björn Gunnarsson, María Gunnarsson og barnabörn. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SNORRA MAGNÚSSONAR rafvirkjameistara, Furugerði 11, Reykjavík. Svava Snorradóttir, Magnús Snorrason, Elínbjörg Snorradóttir tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og minningarathöfn ástkærs eiginmanns, föður, sonar, bróður og tengdasonar, ÞÓRÐAR MÁS ÞÓRÐARSONAR, Rauðási 21, Reykjavfk, sem lést af slysförum laugardaginn 12. maí. Sérstakar þakkir færum við þeim fjölmörgu, er þátt tóku í leit og björgunarstarfi á slysstað. Arndis V. Sævarsdóttir, Ruth Þórðar, Unnur Haraldsdóttir, Þórður Þ. Kristjánsson, Kristján Þórðarson, Helga Þórðardóttir, Unnur Þórðardóttir, Ómar Þórðarson, Haraldur Þórðar Guðmundsson, Júlíana Ruth Woodward, Árni Guðmundsson. dáunarvert hvernig Guðlaugur ann- aðist hana og hversu vel honum háöldruðum fórust heimilisstörfín úr hendi. Jóhanna og Guðlaugur eignuðust tvö börn; Mögnu f. 1928, d. 1969, en hún var gift Þorleifi Björnssyni símvirkja, og Jóhann f. 1930, bif- reiðastjóri, giftur Steinunni Magn- úsdóttur. Barnabörnin eru 7, allt drengir. Mér er minnistætt að síðustu skiptin sem ég heimsótti Guðlaug á Dalbraut þá fannst mér hugur hans snúast mikið um barna- börnin, duglegu drengina. Með glampa í augum og bros á vör tal- aði hann urn velgengni þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.