Morgunblaðið - 17.06.1990, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.06.1990, Blaðsíða 11
I I MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 1990 C 11 VÍN/ Hvert er vidhorfÞjódverja til víns? Þrúgusykur skiptir öllu nuUi ÞÝSK vínlöggjöf í núverandi formi er að stofni til frá árinu 1971. Þá var vínlöggjöfin tekin í gegn og þýsk vín sett í tvo flokka, Borðvín (Tafelwein) og Gæðavín (Qualitatswein). Nokkru síðar, eða árið 1982, var enn einum flokkinum bætt við, nefnilega Sveitavíni (Lant- wein) en sá flokkur er byggður upp á samsvar- andi hátt og vin de pays-vín í Frakklandi. Þessi löggjöf er í sjálfú sér mjög einföld í uppbygg- ingu en flestum hættir til að fallast hendur þegar þeir reyna að kynna sér útkomuna í raun. Viðhorf Þjóðverja til víns er t.d. allt annað en í öðrum ríkjum Evrópu og þótt víðar væri leitað. Engar hömlur eru til dæmis á því hve uppskeran má vera mikil til að vínunum sé skipað í hæstu flokkana (líkt og með A.O.C.- vínin í Frakklandi). Þvert á móti hafa þýskir vínbændur rúmlega fjórfaldað uppskeru á hekt- ara frá síðustu aldamótum. Það er líka helsta ástæða þess að þýsk vín eru samkeppnishæf innan EB hvað verð varðar. Vínrækt setur oft svip á þýsk sveitahéruð eins og hér í Baden í Suður-Þýskalandi. að sem skiptir öllu máli varð- andi mat á þýskum vínum er hvert sé hið náttúrulega sykurmagn í vínþrúgunum þegar þær eru tíndar, þ.e. hve miklum þroska þær hafa náð. Er þýska löggjöfin öll grundvölluð á þessu atriði. Sá fiokkur þý- skra vína sem lang mestu máli skiptir er gæða-vínin. Hann skiptist í tvo undirflokka, ann- ars vegar Gæðavín úr ákveðnu hér- aði (Qualitátswein bestimmter An- baugebiete — QbA) og Gæðavín með einkunn (Qualitátswein mit Prádikat — QmP). Er munurinn á þessum tveimur flokkum sá að leyft er að bæta sykri við framleiðslu á QbA-vínum en þær vínþrúgur sem notaðar eru við framleiðslu á QmP- vínum verða að hafa náð það mikl- um náttúrulegum þroska að ekki þarf að bæta við sykri. „Einkunnirnar“ eða „Prádikatið" sem QmP vínin fá byggir líka á þroska þrúgnanna. í vín sem fá einkunina Kabinett fara vel þrosk- aðar þrúgur úr hinni venjulegu upp- skeru. Spátlese eru vín sem gerð eru úr þrúgum sem tíndar eru síðar og hafa því náð meiri þroska og Auslese þýðir að þrúgurnar hafa verið valdar sérstaklega úr þeim þrújgum sem síðar voru tíndar. A þýskum vínflöskum er ávallt að finna nákvæmlega sömu upplýs- ingarnar í sömu röðinni, ef um Gæðavín er að ræða. Fyrst kemur nafnið á þeim stað þar sem vínið er framleitt, getur verið þorp eða lítið hérað, síðan það sem Þjóðveij- ar kalla Lage, eða legu, sem getur verið hvort sem er eitt lítið vínfjall (Einzellage) eða ijöldinn allur sem sett eru undir sama hatt (Gross- lage). Hvernig legu um er að ræða er ekki tekið fram. Síðan kemur einkunn vínsins (ef um QmP-vín er að ræða) og svo um hvaða þrúgu er að ræða (t.d. Riesling). Einnig er oftast tekið fram hvort um sætt vín sé að ræða (lieblich) eða þurrt (trocken). Flöskumiði gæti því litið svona út: „Bernkasteler Badstube Kabinett. Riesling — trocken. Vínhéruðin þýsku eru alls ellefu og skera fjögur þeirra sig úr hvað magn varðar. Þau eru Rheinhessen, Rheinpfalz, Baden og Mosel-Saar- Ruwer. Önnur þýsk vinhéruð eru Franken, Wiirttemberg, Nahe, Rheingau, Mittelrhein, Ahr og Hessische Bergstrasse. Þessum ell- efu héruðum má síðan skipta í fimm flokka. Rínardalurinn er lang stærsta vínræktarhérað Þýskalands og eru innan hans marka héruðin Rheinpfalz, Rheinhessen, Rhein- gau, Hessische Bergstrasse, Nahe og loks héraðið Ahr sem kennt er við samnefnda á sem rennur í Rín við Bonn. Móseldalurinn nær frá þýsk/frönsku landamærunum í suðri til borgarinnar Koblenz, þar sem Rín og Mósel mætast, og er hann annað stærsta vínræktarhérað Þýskalands. Vín úr þesum tveimur héruðum eru lang þekktust þýskra vína utan Þýskalands. Þriðja stærsta vínhérað Þýskalands er Baden sem nær frá borginni Heidel- berg til svissnesku landamæranna. Þó að þau vín séu lítið þekkt enn sem komið er utan Þýskalands njóta þau mikillar virðinga innanlands og eru talin hvað best þýskra vína. Fjórða stærsta héraðið er Franken í Bæjaralandi og það fimmta og minnsta er Wúrttemberg. Lang stærsti hluti þýskrar vínframleiðslu er hvítvín enda eru það þau vín sem Þjóðveijum tekst hvað best upp með. Vissulega má hér og þar finna þýsk rauðvín en neysla þeirra er oftast óskemmtileg upplifun. Það er helst að í héraðinu Baden takist bændum að framleiða rauðvín sem standast alþjóðlegan samanburð. Lang bestu þýsku hvítvínin eru unnin úr Riesling- þrúgunni þó að margar aðrar þrúgutegundir megi finna. Þær ná þó sjaldan sömu gæðum og Riesl- ing-vínin. Hvað gæði varðar hafa þýsk vín tekið mikið stökk upp á við á undanförnum árum og áratug- um enda leggja menn sig nú fram við að ná því óorði af þýskum vínum; sem enn loðir við þau, að þau séu sæt sykurvella. Byggir þetta fyrst og fremst á þvi að þýsk vín hafa löngum verið flutt út í miklu magni, blönduð saman, sæt og án nokkurra sérkenna (t.d. Lieb- fraumilch).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.