Morgunblaðið - 17.06.1990, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.06.1990, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 1990 C 29 ✓ _ Morgunblaðið/Þorkell Asgeir Svanbergsson mest er þetta þó útivinna. Okkur iíkar ágætlega að vinna hérna þótt veðrið geri stundum strik í reikning- inn. Sumarið í fyrra var hræðilegt en oftast er engin ástæða til að kvarta. Það var oft sólskin og blíða í maí en það er eins og sumarið hafi komið á sama tíma og venju- lega í ár, 1. júní, með roki og rign- ingu,“ sögðu stúlkurnar. Aðspurðar sögðu þær að launin væru ekkert sérstaklega há en þó væri hægt að skrimta á sumarhýrunni til vors með sparsemi og vinnu í jólaleyfinu. Að loknu þessu stutta spjalli fóru stöllurnar inn í kaffistofu til að ylja sér eftir rokið, rigninguna og kuld- ann uppi á Hólmsheiði. Af hlátra- sköllunum úr kaffistofunni mátti ráða að unga fólkið léti ekki reyk- víska sumarveðrið spilla lífsgleð- inni. Burt með stöðumælana Til Velvakanda. erslunareigendur við Laugaveg og í miðbænum kvarta sáran yfir því að lítið sé að gera. Hver verslunin á fætur annarri hættir og ljölmargt verslunarhúsnæði stendur autt. Hver er ástæðan? spyrja þeir sjálfa sig. í nútímaþjóð- félagi skipar bifreiðin stóran sess í lífi flestra og það verða verslunar- eigendur að athuga. Þeir sem eiga bifreið vilja fara á bíl sínum í bæinn og fá stæði sem næst þeim stað sem þeir ætla að sækja þjónustu til. Veðráttan á efiaust sinn þátt í því. Á sínum tíma var lengdur tími stöðumælanna þannig að fyrir fimmtíu krónur fæst klukkutími og átti það að vera hluti af lausn vandamáls miðbæjarins. En það er súrt að borga fimmtíu krónur þegar ekki þarf að nota nema örfáar mínútur af klukkustundinni. Og enn súrara að fá stöðumælasekt ef manni verður á að vera nokkrar mínútur umfram klukkustundina. Afleiðingar þessa eru að flestir leita í Kringluna eða á aðra þá þjónustu- staði þar sem næg bílastæði eru og ekki þarf að greiða sérstaklega fyrir bifreiðina. Hvernig væri að nema á brott alla stöðumæla við Laugaveginn og í miðbænum? Hver verslun gæti borgað leigu fyrir þrjú til fjögur stæði svo borgin fengi einhverjar tekjur af bílastæðunum. Það nægir ekki að byggja stórar og glæsilegar bílageymslur í nágrenninu þegar fólk sem sækir verslun og þjónustu vill komast sem næst staðnum sem það sækir í, sérstaklega þegar um skamma viðdvöl er að ræða. Það þýðir ekki lengur að segja að það sé leti að nenna ekki að ganga allan Laugaveginn eða að fólk geti bara tekið strætó eða dreg- ið fram hjólin og hjólað í miðbæinn. Þetta hefur verið sagt lengi en eng- inn er tilbúinn að fara eftir því. Þrátt fyrir mengun og önnur þau vandamál er bifreiðum fylgir er það staðreynd að bifreiðin er stór hluti af lífi flestra og verslunareigendur og aðrir í miðbænum verða að horf- ast í augu við þá staðreynd. FÖRÐUNARNÁMSKEIÐ íslandsmeistari í förðun, Lína Rut, kennir dag- og kvöldförðun á kvöld- eða helgarnámskeið. Rík áhersla verður lögð á persónulega tilsögn og því ein.ingis 6 saman i hóp. Einnig er möguleiki á einka- eða hóptímum í almennri förðun, Ijósmyndaförðun, tískusýningaförðun, fantasíuförðun o.fl. Innritun og nánari upplýsingar hjá Förðunarmeistaranum, Laugavegi 33b, í síma 620040 alla virka daga milli kl. 12.00-18.00. MAKE UP FOR EVER PROfESSIONAL MAKE UP Hjá Förðunarmeistaranum er einnig hægt að panta tíma í förðun fyrir öll tækifæri. Listahátíð á Islandi frek- ar en Lista- hátíð í Rvík Til Velvakanda. Það er allt svo mikið hjá mér,“ sagði karlinn. Þetta datt mér í hug þegar ég las þau ummæli form- anns Listahátíðar, Valgarðs Egils- sonar, að aðsókn hefði verið áber- andi góð að tvennum tónleikum Vínardrengjakórsins. Honum láðist að geta þess að fyrstu tónleikar kórs- ins hérlendis voru haldnir á Akur- eyri þar sem var troðfullt hús, nærri 600 manns af Norðurlandi og Aust- flörðum. Það er nokkuð merkilegt dæmi um áherslur fjölmiðlanna að í þeim skuli ekki hafa verið minnst á þessa tónleika, en þá tekur steininn úr þegar sjálfur formaður hátíðarinnar þykist ekki muna eftir þeim. Af hveiju er þetta annars kallað Listahátíð í Reykjavík, en ekki Lista- hátíð á íslandi, fyrst það er ríkissjóð- ur sem borgar brúsann? Ragnhildur Kristjánsdóttir Leitar að fjölskyldu Yelvakanda hefur borist bréf frá Brian Thomas sem búsettur er í Bretlandi. Faðir hans, Cyril J. Thomas, starfaði í Reykjavík sem útvarpsvirki með RAF í síðari heimsstyijöldinni og á þeim tíma kynntist hann fjölskyldu í Reykjavík. Faðir hans lést 1950 en móðir hans, Sylvia 80 ára, kemur til Reykjavíkur snemma í júlí og langar til að hitta einhveija af vin- um föður hans. Þess má geta að uppáhaldslag föður hans var „Beautiful Dreamer“. Þau hafa í fórum sínum nöfn, bréf og póst- kort, en engin heimilisföng. Nöfnin sem móðir hans man eftir voru Stína og Pétur Sigurðsson, líklegt heimilisfang Lindargata 39. Börn þeirra voru Gísli, Geir, Svava og Sigurður. Geir mundi nú vera um 47 ára og Sigurður um 49 ára. Ef einhver skyldi muna eftir Cyril J. Thomas fylgir heimilisfang og símanúmer svo hægt væri að kom- ast í samband við Brian Thomas: 2, Rutland Place, Newport, Gwent. NP 2EL. Great Britain. Sími: 633-259703. Af hvetju ekki að prófa að af- nema gjald í stöðumælana og sjá hver árangurinn yrði? Reyndar myndi borgin missa einhveijar tekj- ur á þeim tíma en er það ekki þess virði til að fá fólkið til að sækja á ný í þau fyrirtæki sem eru í mið- bænum? Bifreiðaeigandi Royal í rjomatertuna ROYAL vanillubúðingur sem millilag í tertuna. Sjá leiðbeiningar á pakkanum. ENSKUNAM sól ogsum Angloschool hefur notið ómældra vinsælda íslendinga um árabil en hann er einn virtasti enskuskóli í London. Þangað sækir fólk á öllum aldri, byrjendur jafnt sem lengra komnir. Kennsluvikan er 30 stundir og búa nemendur á völdum einkaheimilum. Morgun- og kvöldverður fylgir en fullt fæði um helgar. Angloschool er í skemmtilegu umhverfi, íþróttaaðstaða er frábær | .rflíÖWTTr °g félagslífið blómstrar. 3. vikna námskeið hefjast: 18. júní, 25. júní, 23. júlí, 20. ágúst Kostnaður utan flugfargjalda í 3 vikur er 612 pund TíTfllYr*' Innifalið er 3 vikna nám með kennslugögnum, 'l|||' ’ dvöl í einkaherbergi með Va fæði, akstur frá flug- velli í London, skattar, leyfisgjöld og skráning. Tilvalið er að nýta sumarleyfið til að auka við kunnáttuna - og það er öruggt að sá tími verður jafnframt skemmtilegur! Frekari upplýsingar 0 20620 • 44122 C

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.