Morgunblaðið - 17.06.1990, Side 7
MORGUNBLABIÐ SUNNUDAGUR 17, JÚNÍ 19,90
7
í MADRÍD
fólki í fleiri löndum og það hefur
skilað sér í að fólkið þekkir mig bet-
ur. Það man eftir mér hvort sem
myndirnar voru góðar eða slæmar
og það reynist ákaflega mikils virði.
En þitt höfuðvígi er væntanlega
England?
• „Já, ég er eftir sem áður alltaf
jafn breskur og kann vel við mig
þar. Ég hef unnið talsvert í Holly-
wood og á kost á að búa þar, en það
er einhver hræðilegasti staður heims
til að lifa á. Við hjónin bjuggum þar
í 11 ár og fengum alveg nóg. Nú í
seinni tíð hef ég unnið talsvert í leik-
húsi í Englandi en fer stöku sinnum
vestur um haf til að leika í þarlendum
kvikmyndum. Nú síðast lék ég fyrir
Steven Spielberg í gamansamri
vísindaskáldsögu, sem verður uppfull
af tæknibrellum eins og nú tíðkast."
Hvernig kunnir þú ið þig í slíkri
mynd?
„Mér fannst það mjög skemmti-
legt, en jafnframt geysilega erfitt.
Spielberg er einstakur maður og ég
er honum þakklátur fyrir að láta
mig leika gamanhlutverk, sem mér
finnst yfírleitt erfiðara. Og í þessari
mynd var einnig tæknilega erfítt að
leika, því alls kyns verum verður
bætt inní myndina eftir á. Ég veit
ekki hvernig mér mun líka myndin
fullkláruð en það var mjög gaman
að leika í henni.“
Huston og Powell
Nú hefur þú unnnið með kvik-
myndaleikstjórum sem spanna kyn-
slóðir í kvikmyndasögunni. Þú
vannst t.d. með John Huston sem
áttisér fáa líka. Hvað fannst þér
greina hann frá kollegum sínum?
„Það er varla nýtt undir sólinni
að segja að John Huston hafí verið
sérstakur maður,“ segir Christopher
og setur sig í stellingar. „En ég segi
það satt, John er einn eftirminnileg-
asti maður sem ég hef þekkt um
ævina, flókinn persónuleiki en samt
með nánast barnslega snilligáfu. Og
svo hafði hann svo gaman af lífmu
og kunni að lifa því á ævintýralegan
hátt. Það er sama hvernig á það er
litið, John Huston átti stórbrotna
ævi og feril innan kvikmyndanna og
það hafði mikil áhrif á mig að fá að
kynnast honum. Varla þarf að tíunda
hæfileika hans á sviði kvikmynda,
en hann var líka svo margt annað
en kvikmyndaleikstjóri og hafði
gífurlega margþættar skoðanir á
lífinu. Og það sem greindi hann eink-
anlega frá öðrum leikstjórum var
hinn mikli skilningur sem hann hafði
á bókmenntum og hvernig þær gætu
notið sín í kvikmyndum. Það jafnast
enginn á við hann þegar honum tókst
best upp.“
Nú er Bretinn Michael Powell
einnig nýfallinn frá. Hvað getur þú
sagt mér um hann?
„Þar hefur kvikmyndasagan svo
sannarlega misst einn sinn merkasta
mann, þótt hann hafí auðvitað ekki
verið starfandi um nokkum tíma.
Ég held að enginn hafi haft meiri
áhrif á breskar kvikmyndir og þá
meina ég á meðan Bretar voru leið-
andi í kvikmyndagerð og gerðu kvik-
myndir sem fólk vildi sjá. Frá því
skeiði, sem nú telst klassískt í kvik-
myndasögunni, gerði varla nokkur
Breti eins margar góðar og leiðandi
kvikmyndir og Michael Powell. Ég
hefði kosiðað vinna meira með hon-
um,“ og það er eftirsjá í röddinni.
Peningar allsráðandi
í framhaldi af því leiðist tal okkar
út í kvikmyndabransann einsog hann
er í dag og kom í ljós að Christoph-
er hefur frá miklu að segja.
„Mér líst bölvanlega á ástandið
og þarf mikið að gerast til að verði
breyting á. í Englandi eru menn
hver að vinna í sínu horni og engu
líkara en þeir kæri sig ekki um að
fólk sjái kvikmyndir sínar. Þetta er
satt, sumir gera kvikmyndir alger-
lega fyrir sjálfa sig og vanda sig
ekki einu sinni við þá' iðju. Og í
Bandaríkjunum, guð minu góður,
ekki er það betra þar. Jú menn reyna
auðvitað að selja myndir sínar, en
það er heldur ekki hugsað um annað
og listsköpunin því engin,“ segir
Christopher nánast miður sín.
Og hann skýrir þetta betur:
SJÁNÆSTU SÍÐU
Michael Winner on Jenny Seagrove
BIBLHÐ BEBHUM
UMBBBSMBHH
MICHAEL WINNER var eitt af stóru nöfnunum sem komu til
Madrid í boði kvikmyndahátíðarinnar. Hann virðist vel metinn af
heimamönnum og kom á óvart hve vel þeir þekktu misjöfn verk
hans. Með honum var unnusta hans, leikkonan Jenny Seagrove, sem
gæti verið dóttir hans því aldursmunurinn er yfir 20 ár. Hún er
hvað þekktust fyrir leik sinn í hinum ýmsu sjónvarpsþáttum sem
verið hafa mjög vinsælir í Evrópu. Sjálfur fylgist ég ekki vel með
þessum míní-seríum en þykist vita að þættirnif um Emmu Hart
voru nokkuð vinsælir á Klakanum sem annars staðar. Jenny virðist
vera rísandi stjarna í kvikmyndaheiminum og hefur nýlokið við að
leika í nýjustu mynd Williams Friedkins, The Guardian.
Reyndar var ekki sérlega
vel talað um þetta par
úr stjömuheiminum.
Michael væri þekktur
fýrir að skipta reglulega
um ungar vinkonur og
Jenny hlyti að vera með honum
„bara vegna peninganna _og til að
koma sér á framfæri". Óþarft er
að kveða upp slíka sleggjudóma
en Jenny hefur leikið í þremur
myndum á jafn mörgum árum und-
ir stjóm bónda síns. Þau komu til
Madrid vegna sýninga á Óánægju-
kómum, A Chorus of a Disapprov-
al, sem gerð er eftir leikriti Alans
Ayckboums og sýnt var á íslensk-
um leikhúsijölum fyrir fáeinum
missemm. Með Óánægjukórnum,
sem státar af Jeremy Irons, Ant-
hony Hopkins og auðvitað Jenny
Seagrove í aðalhlutverkum, hefur
Michael Winner horfíð aftur til
gerðar gamanmynda eftir brokk-
geng ár sem leikstjóri hasarmynda.
Þegar mér bauðst að hafa stutt
viðtal við þau á Ritz-hótelinu i
Madrid greip ég gæsina. Winner
hefur jú leikstýrt nokkrum af fræg-
ustu leikurum allra tíma, s.s. Marl-
on Brando, Soffíu Loren, Burt Lan-
caster, Orson Welles, Alain Delon,
Faye Dunaway, John Gielgud, Mic-
hael Caine, Roger Moore, John
Cleese, að ógleymdum hörkutólinu
Charles Bronson í fjölda hasar-
mynda.
Bjó með ungfrú íslandi!
íslensk stundvísi bar óvæntan
sigur af þeirri bresku þegar ég
mætti tímanlega á Ritz-hótelið, en
þurfti að bíða í korter eftir að
hjónaleysin gerðu sig klár. Hann
var hversdagslega til fara — frá-
hneppt skyrta, gallabuxur og
kúrekastígvél — en hún hafði klætt
sig betur upp á — í svörtum stutt-
kjól og hvítum „bleiser“. Þau vissu-
auðvitað ekkert um Island, nema
hvað Michael sa_gðist hafa búið með
fyrrum ungfrú Islandi fyrir röskum
30 árum. Hann kom hinsvegar af
fjöllum þegar ég sagði honum að
einn nánasti samstarfsmaður hans
á fyrri árum, Gerald Wilson, hefði
skrifað handrit fyrir íslenska kvik-
mynd (Kristnihald undir Jökli).
Er við höfðum komið okkur fyr-
ir í svítunni spurði ég hvernig leið-
ir þeirra lágu saman. Michael fær
sér stóran vindil og hefur orðið:
„Við hittumst fyrst þegar ég
prófaði hana í hlutverk fyrir The
Wicked Lady, með Faye Dunaway,
en kynntumst varla fyrr en við
gerð Appointment With Death. Þá
hringdi ég í umboðsmann hennar
og sagðist hafa tilboð handa henni,
sem hljóðaði uppá að giftast mér!
Hann svaraði með því að spyija
hvort hún fengi hlutverk í mynd-
inni, en ég sagðist þurfa að spyrja
fjárhaldsmann minn. Endalok urðu
þau, að hún lék í myndinni en við
höfum enn ekki gift okkur," segir
Michael brosandi í gegnum vindla-
reykinn.
Teflt djjarft í
Óánægjukórnum
„Hlutverk mitt í Óánægjukórn-
um er mjög frábrugðið fyrri hlut-
verkum mínum og mér fannst
Michael mjög djarfur að bjóða mér
hlutverkið," segir Jenny. „Venju-
lega leik ég þessa hefðbundnu,
saklausu þetju, oft í ensku hástétt-
inni. í Óánægjukórnum leik ég
hinsvegar blondínu sem tekur lífínu
mjög létt, hin kynóða eiginkona,
nokkuð ljót stelpa, eða þannig. Það
var mjög gaman að fást við þetta
hlutverk og ég held einnig að það
hafi komið sér vel fyrir mig sem
leikkonu, svo ég festist síður í svip-
uðum hlutverkum. Ég er því Micha-
el mjög þakklát fyrir að fá þetta
tækifæri. Án þess hefði ég örugg-
lega ekki fengið nýjasta hlutverk
mitt, sem er í Hollywood-myndinni
The Guardian, eftir William Friedk-
in. Þar leik ég konu sem í fyrstu
virðist ljúf, bresk hefðarkona, en
er alls ekki öll þar sem hún er séð.“
„Já, segja má að ég hafí tekið
nokkra áhættu með að velja Jenny,
en það var eingöngu vegna þess
að ég var sannfærður um að hún
réði fullkomlega við hlutverkið,“
bætir Michael við. „Og blaðadómar
hafa sannfært mig um að ég gerði
rétt. Annars er nokkuð skemmtileg
saga á bak við það hvað ég þurfti
að gera til að hún fengi hlutverkið.
Málið var nefnilega að Alan Ayck-
bourn hefur aldrei fyrr leyft kvik-
myndun á verkum sínum og hann
tók mikinn þátt í þessari kvik-
mynd. Þannig skrifuðum við hand-
ritið saman, tókum myndina í
heimabæ hans og einnig þurfti ég
að leggja allar tillögur um leikara
fyrir hann. Hann var auðvitað
nokkuð tortrygginn í garð Jenny
og ekki viss um að hún væri hlut-
verkinu vaxin. Við þurftum því að
kaupa kynæsandi undirföt á Jenny
— einsog hún notar í myndinni —
ljósmynda hana í
bak og fyrir og
sýna Alan. Eftir
það gerði hann
engar athuga-
semdir.“
En hvað getur
þú, Jenny, sagt
um nýju mynd
þína með William
Friedkin, The
Guardian?
„Ja, William
lýsir henni sem
sálfræðilegum
trylli, hvað svo sem það þýðir. Hún
segir frá ungu pari sem ræður sér
bamfóstru og fyrr en varir fara
undarlegir hlutir að gerast. Áður
en yfir lýkur hafa þau upplifað
verstu martröð sem foreldrar ung-
bams geta mögulega lent í. Eg
ætti kannski ekki að segja það, en
ég enda sem tré!“
„Bamfóstran stelur börnum til
að fæða tré,“ útskýrir Michael
stríðinn. „En það er þó talsvert
flóknara en svo.“
Aftur til fortíðar.
Og nú ert þú rétt að ljúka við
aðra gamanmynd, Michael?
„Já, við voram að klára gaman-
mynd með Michael Caine og Roger
Moore, nokkurs konar glæpa-gam-
anmynd sem heitir Bullseye!. John
Cleese leikur lítið hlutverk í mynd-
inni og Jenny gerði mér einnig
þann greiða.“
SJÁNÆSTUSÍÐU
Oánægju
hópurinn
Winner
leikstjóri,
og Jenny
glímir við
Jeremy
Irons.