Morgunblaðið - 17.06.1990, Side 9

Morgunblaðið - 17.06.1990, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 1990 C 9 Oliviers reyndist ekki traustur grundvöllur fyrir að kvikmynda Shakespeare og því er ég vel sáttur við þá skiptingu sem verið hefur á milli sviðs- og kvikmyndahlutverka hjá mér. Mikilvægast er kannski að ég tel mig aldrei hafa verið fanga Drakúla, eins og hinn ólánsami Bela Lugosi var óneitanlega. Þótt ég hafi leikið Drakúla mjög oft kom einnig fyrir að ég hafnaði honum og það var ein- mitt vegna hræðslu um að fá ekki að leika neitt annað í lífinu.“ í þjónustu hátignar Ég hef það fyrir satt að sjálfur Ian Fleming hafi verið skyldur þér, en þótt þú hafir leikið margar goð- sagnapersónur afþreyingabókmenn- tanna hafa aðrir túlkað James Bond? „Já, Ian Fleming var náskyldur mér og trúðu mér, ég veit allt um James Bond. Það þýðir hinsvegar ekki að ég telji mig passa í hlutverk- ið, því ég geri það alls ekki. Ég er kannski nokkuð líkur James Bond eins og honum er lýst í sögunum en Albert Broccoli vildi strax í upphafi milda ímynd hans talsvert. Það hent- aði mér því ágætlega að leika óvin James Bonds í einni myndinni (Mað- urinn með gylltu byssuna) og hafði ég nokkuð gaman af því. Ég er því mjög sáttur við þær persónur sem mér hefur boðist og hefði líkast til ekki kært mig um að leika James Bond. Þetta minnir mig á að um langt skeið gekk sá orðrómur í Bret- landi að ég hefði sjálfur verið í leyni- þjónustunni. Og þegar ég var gestur í einum af þessum heimskulegu sjón- varpsskemmtiþáttum gaf spyrillinn Mér finnst ég hafa verið mjög hepp- inn í gegnum tíðina, því þessar stjörnur hafa ekki valdið neinum vandræðum hjá mér,“ segir Michael ánægður. „Til dæmis vildi Charles Bronson alls ekki leika undir stjóm Englendings en eftir fyrstu mynd okkar krafðist hann þess við Columb- ia að ég leikstýrði þeirri næstu. En ég held að af öllum þessum leikurum hafi mér liðið best með Marlon Michael Winner: „Ég við- urkenni að ég gerði of margar hasarmyndir.. Brando og okkur var vel til vina.“ Með hvaða leikstjóra langar þig, Jenny, mest að vinna, þ.e. fyrir utan Michael? „Fyrir utan Michael, segir hún hlæjandi. „Mér finnst Ástralinn Peter Weir stórkostlegur leikstjóri, ég held mig langi mest að gera mynd með honum. Sama má segja um landa hans Bruce Beresford, en annars eru það aðallega bandarískir leikstjórar sem ég tel vera mjög góða. Af bresk- um leikstjórum er það einna helst Alan Parker, en hann gerir í dag aðeins bandarískar kvikmyndir, og svo auðvitað Bill Forsyth, en ég á yndislegar minningar frá því er ég lék undir hans stjórn í Local Hero, sem var mín fyrsta kvikmynd." Michael, hæfustu kollegar þínir? „Oliver Stone er í miklu uppáhaldi hjá mér og einnig Bruce Beresford, en það var hneyksli að hann skyldi ekki vera svo mikið sem tilnefndur til Óskarsverðlauna. Samt tel ég Óskarsverðlaunin þau einu í heimin- um sem gefin eru á réttlátan hátt. Þau taka mikið mark á öðrum þjóð- um en Bandaríkjunum á meðan flest- ar þjóðir hafa tilhneigingu til að gefa löndum sínum helstu verðlaun- in.“ Ég get varla hulið undrun mína á þessum orðum, sérstaklega þar sem Óskarinn er nær eingöngu gefinn fyrir kvikmyndir af engilsaxneskum meiði. Michael dregur aðeins í land sér þá forsendu að svo væri og sagði: „Allir vita að þú varst í leyni- þjónustunni. ..“ og áður en hann komst lengra greip ég framí og sagði: „Nei, það var ég aldrei." Og iiann hélt áfram aftur og aftur. Því hann var sannfærður um að ég væri að ljúga. Á endanum sagði ég honum bara að lesa sjálfsævisöguna mína og tala við mig eftir það. Ég meina, hvernig hefði ég mögulega getað verið í leyniþjónustunni? Eg myndi þekkjast hvert sem ég færi. Éinn nítíu og þrír á hæð myndi ég endast í tvær mínútur!" Heimskulegu sjónvarpsþáttum, sagðir þú? „Já, mér líka ekki þessir þættir og ég vorkenni þeim sem koma þar fram. Það eru nefniilega mjög fáir viðtalsþættir sem standa undir nafni. T.d. hafa Johnny Carson og fleiri hans líkar í Bandaríkjunum aðeins eitt markmið í sínum þáttum, sem er að gera eins lítið úr viðmælenda sínum og hægt er. Þetta er nefnilega „þeirra þáttur" og þeir verða alltaf að vera fyndnastir og skemmtilegast- ir. Þess vegna vilja þeir ekki gesti sem geta stolið senunni eða sagt eitt- hvað merkilegt." Þarna skildi ég Christopher Lee fullkomlega. Hans líkar eiga ekki heima í aulalegum eins-manns skemmtiþáttum. Og það að hann hafi á sannfærandi hátt leikið mörg verstu dusilmenni kvikmyndanna vegna ytra útlits síns, er glöggt dæmi um að fegurðin og sjarmörinn kemur innan frá. En ég er enn að velta því fyrir mér, skyldi Drakúla greifi vera jafn indæl sál inn við beinið? og segir: „Ég meina, auðvitað er alltaf hægt að gefa einhverjum öðrum verðlaunin, en þeir láta aldrei ein- hvern slæman fá þau, eða hvað?“ Við sættumst á það, en Michael viðurkennir að t.d. þekkir hann hvorki haus né sporð á spænskri kvikmyndagerð („hver er þessi Almodóvar sem allir eru að tala um?“). „En samt var það Spánveiji sem hafði mest áhrif á mig í upp- hafi, nefnilega Luis Bunuel. Mér fínnst hann enn mesti kvikmynda- gerðarmaður sem uppi hefur verið og hann er að mínu viti eini leikstjór- inn sem aldrei gerði slæma kvik- mynd.“ Jóhanna af Örk Vendum okkar kvæði í kross. Er eitthvert verkefni, t.d. sagnfræðilegt, sem Michael Winner hefur dreymt um að kvikmynda? „Því miður eru aðeins örfáar sagn- fræðilegar kvikmyndir sem ganga vel og því getur verið erfítt að fjár- magna þær. Ég ætlaði alltaf að gera kvikmynd um Vilhjálm Tell og byrj- aði reyndar á henni hér á Spáni árið 1968. Við höfðum nokkur hundruð Spánveija í vinnu við undirbúning, en að lokum fór kostnaðurinn úr böndunum og Universal rak alla.“ Hvað um Jenny Seagrove, dreym- ir hana um eitthvað ákveðið hlut- verk? „Mig hefur alltaf langað til áð leika Jóhönnu af Örk. Ég held hún hafi verið einstakur og flókinn per- sónuleiki, með mikla kímnigáfu og vafalaust erfítt að leika hana. Ætlið þið að vinna áfram saman íframtíðinni eða eru leiðir að skilja? „Ja, við höfum ýmsar hugmyndir en ekkert ákveðið enn,“ segir Mich- ael. „Kannski verður langt í það, því við höfum eins og stendur nóg að gera hvort í sínu lagi. Það hefur vissulega áhrif á heimilislífið, því ég skipti mér ekkert af kvikmyndum hennar ef ég á ekki hlut að máli. Ég fer aldrei á kvikmyndatökustaði í hennar myndum, les engin handrit sem henni eru boðin og vil ekki hafa nein áhrif á hvaða hlutverk hún vel- ur.“ „Sem mér finnst mjög gott,“ bæt- ir Jenny við. „Auðvitað sakna ég hans, eins og t.d. þegar ég var við tökur á The Guardian þá hittumst við ekkert í 12 vikur því Michael var . í Englandi. En mér finnst það virð- ingarvert af Michael að láta mig eina um nnn verkefni.“ „Ég hef nóg af vandamálum í mínum eigin kvikmyndum þótt ég fari ekki að bæta við þau,“ segir Michael hlæjandi í gegnum síðasta vindilstubbinn. Dominigue Demiderc M m sve auúvelt aú gera sóúalega maú.. BRESKA kvikmyndatímaritið Sight & Sound kaliaði hann nýja belgíska undrabarnið er hann sló rækilega í gegn með kvik- myndinni Crazy Love, sem sýnd var við góðar viðtökur á síðustu kvikmyndahátíð Listahátiðar. Myndina gerði hann eftir smá- sögu Charles Bukowski og ku sá gamli hafa í fyrsta skipti ver- ið ánægður með hvernig verk eftir hann lítur út á hvíta tjald- inu. Dominique Derrudere er sannarlega eitt af nöfnum fram- tíðarinnar í alþjóðlegri kvik- myndagerð. Eftir Crazy Love stóðu honum allar dyr opnar og aftur valdi hann ritverk sem grunn, nú skáldsöguna Wait un- til Spring, Bandini, eftir Banda- ríkjamanninn John Fante, sem lést árið 1983. að er vel við hæfí að kalla Dom- inique undrabarn. Engum dylst fimi hans á bak við rúllandi mynda vélamar og þá er hann einstaklega strákslegur í útliti. Hann er varla hærri en einn og sextíu, með glað- legt og aðlaðandi yfirbragð og það eru einna helst fáein grá hár á snoðklipptum drengjakollinum sem gefa til kynna að hann sé kominn á fertugsaldurinn. Byrjaði 10 ára Þegar eitt hinna mörgu sam- kvæma á vegum kvikmyndahátíð- arinnar í Madrid, þar sem Derr- udere átti sæti í dómnefnd, dróst á langinn dró ég hann með mér í hliðarherbergi með stutt spjall í huga. í gamni rifjaði ég upp að þegar ég fyrst heyrði hans getið hélt ég að þar færi ungur og efni- legur kven-kvikmyndaleikstjóri. „Áður en ég fæddist var mamma sannfærð um að ég væri stelpa!" svaraði Dominique að bragði. „Það var því ákveðið að skíra mig Dom- inique og hún hélt fast við það eft- ir fæðinguna. Reyndar hefur þessu verið blandað svo mikið saman í seinni tíð að nú er útilokað að geta til um kynferði þeirra sem heita mínu nafni — jafnvel þótt það sé skrifað með -que endingu." Éékkstu ungur áhuga á kvik- myndum? „Ja, ég get nú varla sagt að mér hafí verið beint inn á þessa braut og ekki var kvikmyndaáhugi sér- lega mikill í heimabæ mínum. En ég hafði alltaf gaman af bíómynd- um, alveg frá því ég var smá strák- ur — sem ég er reyndar enn,“ seg- ir hann og hlær. „Ég horfði sér- staklega jnikið á bandarískar kvik- myndir sem strákur vegna þess að þær voru svo oft i sjónvarpinu. En fyrir mér var þetta hrein og klár afþreying og ég hugsaði ekkert út í hverjir voru að verki í bestu mynd- unum. Það var ekki fyrr en löngu síðar að ég uppgötvaði að mér líkaði við Frank Capra, John Ford og fleiri.“ Hvernig kom það til að þú fórst sjálfur að skjóta? „Ég byijaði mjög snemma á því að fikta við kvikmyndagerð, því eldri bróðir minn átti eina af þess- um annáluðu 8-mm tökuvélum. Ég hef varla verið mikið eldri en 10 ára þegar ég byijaði að taka og klippa. Síðan hélt ég ótrauður áfram á unglingsárunum og það var mjög eðlilegt framhald að fara í kvikmyndaskóla." Skytturnar góð vega-mynd Útskriftai'verkefni Dominiques var stuttmyndin Killing Joke og var hún valin besta verk byijanda á kvikmyndahátíðinni í Brussel 1980. Crazy Love var reyndar einn- ig upphaflega stuttmynd, gerð eft- ir smásögu Bukowskis, Love Is a Dog from Hell. Sagan olli hneyksl- an, en hún segir frá manni sem í örvæntingarfullri leit sinni að ást- inni hefur samfarir við lík. Eftir gerð stuttmyndarinnar bætti Dom- inique tveimur þáttum framan við er greina frá sama manni sem barni og unglingi og skýra þannig sálar- ástand hans betur. „í upphaflegu stuttmyndinni voru einnig brot úr fyrra æviskeiði mannsins, en við klipptum þau burt því þeirra var ekki lengur þörf,“ útskýrir Dominique. Hvað heillaði þig við þessa óvenjulegu sögu? „Mér þykir verk Bukowskis yfir- leitt einkar áhugaverð og mörg Morgunblaðið/Þorfinnur Ómarsson alveg einstök. Ég vissi strax í upp- hafi að erfítt yrði að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til sagna hans, en þegar ég taldi mig hafa nógu gott handrit fylgdi því einnig nokkur áskorun. Það er nefnilega svo auðvelt að gera sóðalega mynd úr þessari sögu þannig að söguhetj- an næði engri samúð áhorfandans. Mig langaði að reyna hið gagn- stæða.“ Vissirþúað Crazy Love var sýnd á kvikmyndahátíð í Reykjavík sl. haust? „Nei, það hafði ég ekki hugmynd um. Umboðsmaður minn hlýtur að hafa vitað af því en ekki sagt mér frá því, frekar en öðru þegar ég er önnum kafínn. Jú, ég hefði gjarnan viljað koma til íslands, en ég hef líklega verið að klára Wait until Spring, Bandini, á þeim tíma og hefði því ekki komist." Þekkir þú eitthvað til íslenskrar kvikmyndagerðar? „Nei, ég get nú varla sagt það. Ég hef heyrt talað um nokkra leik- stjóra og fyrir nokkrum árum hitti ég Friðrik Þór Friðriksson í Svíþjóð. Hann lánaði mér myndina sína (Skytturnar) á myndbandi og fannst mér hún býsna góð og með betri vega-myndum síðustu 'ara. Annað hef ég ekki séð frá Islandi en bæti vonandi úr því. Mér fínnst gaman að fara á kvikmyndahátíðir eins og þessa hér í Madrid, en ég hef ekki áhuga á að sitja aftur í dómnefnd. Mér líkar einfaldlega ekki við að dæma verk kollega minna þótt ég hafi auðvitað ávallt ákveðna skoðun á þeim. Líki mér ekki kvikmyndir einhvers leik- stjóra, læt ég frekar sem ég viti ekki af honum — mér fínnst ekki rétt að ég sé að hallmæla honum frekar." Tvær skáldsögur — tvær kvikmyndir Hvemig tekur þú gagnrýni? „Venjulega tek ég lítið eftir gagnrýni en það fer aðallega eftir hvaðan hún kemur og hvernig hún er sett fram. Ég veit t.d. að mörg- um líkaði ekki Crazy Love, en ég held að þeim hafí ekki heldur líkað við sögu Bukowskis svo slík gagn- rýni skiptir mig ekki miklu máli. Það er ómögulegt að kvikmynda skáldsögu svo vel fari án þess að skilja hvað höfundurinn er að fara. Þess vegna skipti það mestu fyrir mig að heyra orð Bukowskis um myndina mína.“ Á eftir Crazy Love gerir Dom- inique Wait Until Spring, Bandini, eftir samnefndri skáldsögu Johns Fantes, sem segir frá ítölskum inn- flytjendum í Bandaríkjunum fyrr á öldinni. Myndin er gerð í samvinnu við Zoetrope, fyrirtæki Coppola, og hefur hlotið mjög góðar viðtökur þar sem hún hefur verið sýnd. Höfundur skáldsögunnar, Fante, var ekki ýkja þekktur rithöfundur en nú eru ekki færri en fimm kvik- myndir eftir sögum hans í vinnslu. Hefur Dominique einhveija skýr- ingu á þessum miklu vinsældum hans nú? „Ja, þú verður að athuga að ég var fyrstur og á því ekki að svara fyrir hina,“ segir Dominique kíminn. „En í alvöru þá held ég að ekki sé til nein einföld skýring á þessu, nema kannski að margir listamenn eru betur metnir eftir dauða sinn. Hvað sjálfan mig varð- ar, þá langaði mig að gera eitthvað allt öðruvísi en Crazy Love, því annars hefði þessi grimmi gagn- rýnendaheimur stimplað mig fyrir fullt og allt og það líkar mér ekki. Með því að byija á að gera nokkr- ar svipaðar myndir er maður settur í ákveðinn bás og allt sem á eftir kemur borið saman við það.“ / Wait Until Spring, Bandini, leikstýrir þú þekktum leikurum á borð viðJoe Mantegna, Burt Young og umfram allt stórstjörnuna Faye Dunaway. Hvernig gekk þér að vinna með þeim? „Það gekk mjög vel og hreint ekki ólíKt því að vinna með óþekkt- ari leikurum. Margir spyija mig um samstarf mitt við Faye, en ég get ekki sagt annað en að okkur hafí komið ágætlega saman. Fyrir mig skiptir mestu að fá þá leikara sem mér fínnst henta best og sú var raunin í þessari mynd.“ Auglýsing í Tókýó En er nokkuð hægt að veiða upp úr þér hvert verður þitt næsta skref? Ég las einhvers staðar að þú ættir í samstarf með ítalanum Giuseppe Tornatore (Cinema Para- diso). „Ja, allar sögur af samstarfi okkar eru stórlega ýktar, skal ég segja þér, því ekkert verður úr því. En ég er með nokkrar hug- myndir í gangi um næstu kvikmynd og skrifa nú handrit á fullu. Ég get hreinlega ekki sagt hver hún verður, því handritið er ekki tilbúið og eins og ég sagði áðan þá vil ég klára það fyrst áður en fleira er ákveðið." Þú ert ekki hræddur um að doll- ararnir í Hollywood taki af þér völdin? „Nei, það gerðist ekki í ... Bandini og ég sé það ekki fyrir mér í náinni framtíð. Fari svo hlýt ég fyrst að þurfa að breyta um lífsviðhorf."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.