Morgunblaðið - 17.06.1990, Qupperneq 10
10 c
MORGUNBLAÐIÐ MAIMIMLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 1990
x; ]
itiij.
ímnji w/r
Saga kynnir nýtt umboð fyrir
AV/S bílaleiguna
hvar sem er í heiminum.
FYRSTA FLOKKS BÍLAR
FYRSTA FLOKKS ÞJÓNUSTA
Einnig bjóðum við gott úrval íbúða
og sumarhúsa víðs vegar um Evrópu.
LUXEMBORG__________frá kr 30.320,-
Miðvikudagar - föstudagar - laugardagar - 2 vikur flokkur A
DAUN EIFEL og BIERSDORF
Draumastaöir fjölskyldunnar.
KAUPMANNAHÖFN frá kr 31.720,
Föstudagar - 2 vikur flokkur A
DANALAND
íbúðirnar víðs vegar um Danmörku.
íslenskur bæklingur á skrifstofunni.
FRANKFURT___________frá kr 34.400,-
Laugardagar - 2 vikur flokkur A
RHEIN LAHN við Rín
Ódýrt og gott.
LONDON______________FRÁ KR 34.300,-
Föstudagar - 2 vikur flokkur A
„BED AND BREAKFAST"
gisting víðs vegar um Bretland.
SALZBURG____________frákr 42.400,-
Föstudagar - 2 vikur flokkur A
WALCHSEE og ZELL AM SEE
Alltaf jafn vinsælir.
Staðgreiðsluverð pr. gengi 1.4. ’90
Miðað er við 4 saman í bíl
FERÐASKRIFSTOFAN
v J
HAGFRÆDI/£r tímabœrt aó afnema verdtryggingu
jjármagns? _____
Verðbólga, verðtrygging og
opnun fjármagnsmarkaðar
EIN sýnilegasta afleiðing óða-
verðbólgu undanfarinna áratuga
er hækkun lánslgaravísitölunnar.
Umfjöllun um þessa afleiðingu
verðbólgunnar hefur í reynd verið
mun fyrirferðarmeiri en verð-
bólgan sjálf. í billegri atkvæðaleit
hafa ýmsir stjórnmálamenn beint
spjótum sínum að lánskjaravísi-
tölunni, í stað þess að ráðast að
orsökinni, verðbólgunni. Það er
engin lækning við hita að henda
hitamælinum.
Verðtrygging fjármagns var tek-
in upp í áföngum á tímabilinu
1955 til 1979. Með sk. Ólafslögum,
sem sett voru 1979, var heimiluð
full verðtrygging í bankakerfmu og
lánskjaravísitalan
innleidd. Áratug-
inn á undan hafði
sparifé lands-
manna brunnið í
verðbólgubálinu,
þegar vextir voru
allt að 25% lægri
eftir Sigurð en nam verðbólg-
Snævarr unni Seðlabanki
og ríkisstjórn ákváðu einhliða alla
vexti, og verðsamkeppni var tak-
mörkuð á lánamarkaði. Sú eigna-
upptaka sem fólst í verulega nei-
kvæðum raunvöxtum var því í reynd
skattlagning sparifjár. Þegar vextir
ráðast af virkum markaði, er einsýnt
að hæð raunvaxta ákvarðast þannig
að jafnvægi ríki milli framboðs og
eftirspurnar. Það þýðir að vextir elta
verðbólguna, því ella myndu raun-
vextir lækka. Þessi einföldu sannindi
setti bandaríski hagfræðingurinn
Irving Fiseher fram þegar á 3. ára-
tug aldarinnar. Og rannsóknir sýna
að þessi tilgáta stenst jafnvel við
allháa verðbólgu, svo fremi að fjár-
magnsmarkaður sé frjáls. Verð-
trygging var því nauðsynleg vegna
einokunarstöðu ríkisvaldsins og
skorts á samkeppni.
Það er engum blöðum um það að
fletta að verðtrygging jók mjög til-
trú sparifjáreigenda á gildi sparnað-
ar og reisti við innlendan lánamark-
að. Aukin samkeppni á lánamarkaði
hefur sömuleiðis haft feikn mikil
áhrif til að örva spamað og koma á
skilvirkari úthlutun fjármagns. Þess-
ir þættir hafa komið því til leiðar
að markaðsvextir eru orðnir virkt
tæki til að demþa sveiflur í hagkerf-
inu og tryggt þann árangur sem
náðst hefur í að laga útgjöld þjóðar-
innar að framleiðslu hennar.
Ríkisstjómin hefur samþykkt að
banna verðtryggingu fjármagns um
leið og verðbólga verði undir 10% á
6 mánaða tímabili. Nú hillir undir
að þessar forsendur standist og yfir-
lýsingar ráðamanna benda til að við
þetta hyggist þeir standa. Við þetta
hefur Steingrímur Hermannsson
raunar bætt að nauðsynlegt sé að
afnema lánskjaravísitöluna vegna
opnunar fjármagnsmarkaðar gagn-
vart útlöndum. Þetta er skondið í
ljósi þess að forsætisráðherra hefur
lagst gegn þessari opnun.
Þegar þessi áform era metin er
nauðsynlegt að spyija: Er hjöðnun
verðbólgunnar varanleg og hefur
almenningur tiltrú á því? Og þótt
svo væri: er lánskjaravísitalan
ósamrýmanleg opnun fjármagns-
markaðar?
í fyrra mældist verðbólgan 21%
frá upphafi til loka ársins en 24%
frá meðaltali til meðaltals. í aðild-
arríkjum OECD var verðbólga að
meðaltali 3,5%. Efnahagsástand
undanfarinna 2 ára hefur einkennst
af samdrætti og stöðnun á íslandi,
þar sem ljósasta einkennið er veruleg
aukning atvinnuleysis, en uppsveiflu
í helstu samkeppnislöndum. Hóf-
samir samningamir í febrúar sl.
voru m.a. afleiðing atvinnuástands-
ins. Verðbólgan er nú á svipuðu róli
og í Bretlandi, en spár benda til
þess að verðbólgan verði 6-7% frá
upphafí til loka ársins og 14% milli
meðaltala áranna 1989 og 1990.
Framreikningar til 1991 sýna að
verðbólgan gæti orðið um 5%. En
kaupmáttur hefur fallið verulega,
eða um 13% frá 1987. Mun verka-
lýðshreyfingin sætta sig við þetta?
Sagan sýnir að hún er tilbúin til
tímabundinna fórna en missir þolin-
mæðina (eða skortir afl) fyrr eða
síðar. Kjarasamningar gilda til ágúst
1991, en þeim má segja upp í haust.
Þá hillir nú undir uppsveiflu og
spurning hvernig þá tekst til. Það
er því engan veginn ljóst að fram-
búðaijafnvægi með lágri verðbólgu
hafí náðst á Islandi.
Meginatriðið hlýtur að vera að
þegar varanlegur árangur næst
gegn verðbólgunni, og þegar vænt-
ingar almennings um verðbólgu hafa
náð sama stigi, mun markaðurinn
hafna lánskjaravísitölunni, þar sem
hún verður óþörf. Það gæti hins
vegar orðið dýrkeypt fljótræði ef
stjórnvöld færu að banna verðtrygg-
ingu nú, sem gæti leitt til hækkunar
á vöxtum óverðtryggðra lána í bráð,
og hefði ófyrirsjáanlegar afleiðingar
á peningakerfíð ef verðbólgan fer
úr böndunum á næsta ári.
Opnun fjármagnsmarkaðar gang-
vart útlöndum mun leiða til sömu
niðurstöðu. Við fyrirstöðulausa fjár-
magnsflutninga milli landa verður
vaxtastig hér á landi hið sama og í
samkeppnislöndum reiknað í sömu
mynt, verði verðbólga hérlendis
hærri en þar mun fjárfestari gera
ráð fyrir að gengi krónunnar lækki
fyrr eða síðar. Markaðsvextir hér
þyrftu að verða hærri en í sam-
keppnislöndum sem svarar til vænt-
anlegrar gengislækkunar. I fljótu
bragði sýnist mér ekkert því til fyrir-
stöðuverðtrygging verði áfram við
lýði hér á landi um leið og fjármagns-
markaður verði opnaður. Samspil
vaxta, gengis og verðlags ættu að
jafna lánskjör á verðtryggðum og
óverðtryggðum innlendum bréfum
og erlendum. Verðtryggingin gæti
jafnvel verið mikilvæg til að koma
í veg fyrir fjármagnsflutning frá
íslandi, þegar fjármagnsmarkaður
opnast. Hér er um flókið úrlausnar-
efni að ræða, sem verður að skoða
vandlega.
Til sölu oeoa öæsto tilboúi
Kantpressa
- 4200 MM-160 tonn með
fjölbeygjubakka.
Tilboðum verði skilað inn
fyrir 20. júní.
M9WWÉM>Affl
ffl WÆÆMhf.
Smiðshöfða 6, sími 674800.