Morgunblaðið - 17.06.1990, Side 12
12 C
MORGUNBLAÐIÐ
MANNLÍFSSTRAUMAR
SUNNUDAGUR 17. JUNI 1990
LÖGFRÆDI Hvers vegna hlutlœg
ábyrgd?
Skaösemis-
ábyrgð
Á SÍÐASTLIÐNU þingi var lagt fram frumvarp til laga um svokall-
aða skaðsemisábyrgð. Frumvarpið fjallar um ábyrgð átjóni sem
verður á mðnnum eða munum af völdum hættulegra eiginleika sölu-
vöru við eðlilega meðferð hennar, notkun, neyslu eða geymslu. Sem
dæmi um hættulega eiginleika af þessu tagi má nefna skemmda
matvöru eða lyf sem valdið geta heilsutjóni, timabundnu eða varan-
legu. Þá má nefna margs konar vélbúnað og tæki sem slys hlýst af
við eðlilega notkun. í frumvarpinu er hins vegar ekki fjallað um
ábyrgð á göllum á sjálfúm söluhlutnum. Rækileg greinargerð fylgir
frumvarpinu og er stuðst við hana hér auk greinar eftir Arnyót
Bjömsson prófessor um skaðsemisábyrgð í 2. h. Tímarits lögfræð-
inga 1989.
Hættulegir eiginleikar söluvöru
hafa verið flokkaðir eftir or-
sökum þeirra. Helstu flokkarnir
eru: 1) Framleiðslugalli. Með því
er átt við að einstakur hlutur sé
gallaður vegna
mistaka við fram-
leiðsluna. Sem
dæmi má nefna
aðskotahlut í mat-
vælum. 2) Hönn-
unargalli. Þar er
eftir Davíó Þór átt við að hönnun
Björgvinsson hlutanns seu ofull-
nægjandi, þanmg
að öll eintök hans eru haldin sama
gallanum. 3) Ófullnægjandi leið-
beiningar. Hér er hvorki um að
ræða galla í framleiðslu eða hönn-
un, heldur það að framleiðandi gef-
ur rangar eða ófullnægjandi upplýs-
ingar um meðferð hlutar og hugs-
anlegar hættur. 4) Þróunargalli.
Með því er átt við að hlutur sé
gallaður og valdi tjóni einfaldlega
vegna þess að þekking á eiginleik-
um hans var ekki meiri þegar hann
var hannaður og framleiddur. Gott
dæmi um þetta er lyf sem sett er
á markað áður en eiginleikar þess
og hugsanleg áhrif eru að fullu
þekkt eða reynast önnur en menn
gerðu ráð fyrir.
Ekki eru lögfestar neinar reglur
í núgildandi íslenskum rétti um
ábyrgð vegna galla á söluhlut. Það
merkir að byggja verður á almenn-
um skaðabótareglum í þessu sam-
bandi. Dómaframkvæmdhér á landi
sýnir að bótaábyrgð vegna hættu-
legra eiginleika söluvöru getur
stofnast á grundvelli svonefndrar
sakarreglu (saknæmisreglu). Efni
hennar er á þann veg að sá sem
valdið hefur öðrum aðila tjóni með
ólögmætum hætti (af ásetningi eða
gáleysi) skal bæta það tjón sem er
sennileg afleiðing af þessu atferli.
Þá getur bótaábyrgð grundvallast
á sérstöku loforði um ábyrgð. Ein-
staka dómar gefa að auki vísbend-
ingu um strangari ábyrgð þeirra
sem framleiða neysluvörur til sölu
á almennum markaði.
Segja má að frumvarp það sem
lagt hefur verið fyrir Alþingi sé
afsprengi fjörlegrar umræðu um
skaðsemisábyrgð bæði hér á landi
og erlendis. Tækniþróun og flókn-
ari þjóðfélagsgerð gera það að verk-
um að smávægileg mistök geta
valdið ómældu tjóni. Þróunin hefur
orðið í þá átt að auka ábyrgð fram-
leiðenda og jafnvel er lögð á þá
svokölluð hlutlæg ábyrgð. Með því
er átt við að ábyrgð er felld á fram-
leiðanda eða dreifingaraðila vöru
án tillits til sakar hans. Sem dæmi
má nefna að árið 1985 samþykkti
ráð Evrópubandalagsins tilskipun
um skaðsemis-ábyrgð, þar sem
byggt er á hlutlægri ábyrgð fram-
leiðanda vöru á því tjóni sem hlot-
ist getur af hættueiginleikum henn-
ar. I samræmi við þetta hafa verið
settar reglur í fjölmörgum ríkjum
Evrópu þar sem byggt er á svipuð-
um sjónarmiðum.
Fyrrnefnt frumvarp tekur mið
af tilskipun Evrópubanda-Iagsins. í
6. gr. þess er aðalreglan sett fram,
þar sem segir: „Framleiðandi skal
bæta tjón sem stafar af ágalla vöru
er hann hefur framleitt eða látið
af hendi/ Tjónþola ber að sýna fram
á tjón sitt, ágalla vörunnar og or-
saka-samhengi milli ágalla og
tjóns.“ í 7. gr. eru talin upp nokkur
tilfelli þar sem viðkomandi getur
losnað undan ábyrgð. Má þar nefna
ef hann sannar að hann hafi ekki
látið vöruna af hendi eða að fram-
leiðsla eða dreifing vörunnar hafi
ekki verið í atvinnuskyni. Þá slepp-
ur framleiðandi við ábyrgð ef ágalla
á hlut er beinlínis að rekja til
ófrávíkjanlegra fyrirmæla hins op-
inbera um gerð hans. Að síðustu
má geta þess að gert er ráð fyrir
að framleiðandi sleppi við ábyrgð
ef hann sannar að ekki hafí verið
mögulegt að uppgötva ágallann
með þeirri vísindalegu þekkingu og
Stoð hf. - Stoðtækjasmíði
Gervilimir - spelkur - sjúkrabelti
- gervibrjóst - innlegg - sjúkraskór
- sjúkraumbúðir o.m.fl.
Tilkynning
STOÐ hf. - Stoðtækjasmíði, tilkynnir að lokað verður
í móttöku okkar í DOMUS MEDICA, Egilsgötu 3, frá
og með mánudeginum 18. júní til miðvikudagsins 15.
ágúst vegna sumarleyfa.
Móttaka okkar íTrönuhrauni 6, Hafnarfirði, verður opin
þennan tíma óbreytt frá mánudegi til fimmtudags frá
kl. 9-17 og frá kl. 9-16 á föstudögum. Við viljum vinsam-
legast biðja viðskiptavini okkar í DOMUS MEDICA að
snúa sér til okkar í Hafnarfjörð þennan tíma.
Tímapantanir í símUM 52885 - 652885 - 651422 og
í Trönuhrauni 6 á sama tíma og opið er.
umi’
Ábyrgð - Gert er ráð fyrir að framleiðandi sleppi við ábyrgð ef hann
sannar að ekki hafi verið mögulegt að uppgötva ágallann með þeirri
vísindalegu þekkingu og tæknilegu getu sem völ var á, þegar varan var
sett á markað.
f
i tSfitt v
tæknilegu getu sem völ var á, þeg-
ar varan var sett á markað.
í greinargerðinni með frumvarp-
inu er ekki beinlínis tekin afstaða
til þeirra röksemda sem settar hafa
verið fram með og á móti hlutlægri
ábyrgð á tjóni af völdum hættu-
legra eiginleika söluvöru. Má því
ætla að sú leið sem valin er í frum-
varpinu sé liður í því að samræma
íslenska löggjöf löggjöf annarra
ríkja Evrópu. Hin almennu rök fyr-
ir strangari bótareglum á þessu
sviði eru hins vegar þau að viðkom-
andi starfsemi geti ekki talist æski-
leg frá þjóðfélagslegu sjónarmiði
nema hún standi undir kostnaði við
tjón sem af henni stafar. Það sem
gerist í raun er að framleiðendur
neyðast ýmist til að kaupa sér sér-
stakar tryggingar gegn bótakröfum
af þessu tagi eða eyða meiri fjár-
raunum í hönnun, vöruþróun og
eftirlit með framleiðslunni. Hvoru-
tveggja kemur fram í verði vörunn-
ar, þannig að á endanum skipta
neytendur þessum kostnaði á milli
sín. Ef neytendur kaupa vöruna
þrátt fyrir þennan kostnaðarauka
er framleiðslan æskileg. Þá má
nefna að hlutlæg bótaregla kann
að vera sanngjarnasta niðurstaðan
í mörgum tilfellum, einkum þar sem
neytandi á oftast erfítt með að var-
ast tjón af þessu tagi og hann á
oft erfítt með að sanna að tjón sé
að rekja til sakar framleiðanda.
Neytandinn hefur sjaldnast nægi-
lega þekkingu á einstökum þáttum
framleiðslunnar til að gera sér grein
fyrir því hvort framleiðandi gat séð
hættueiginleikann fyrir. Aðrir hafa
fært fram þau rök gegn strangri
ábyrgð að hún geti komið í veg
fyrir tækniframfarir eða tafíð þær.
LÆKNISFRÆÐI 7/i ív varfyrstur lcerbra lœkna hér á
landi?
HrafnáEyrí
FRÁ ÓMUNATÍÐ HAFA konur
og karlar leitast við að græða
sár og hlynna að sjúkum án
þess að hafa hlotið sérstaka
fræðslu eða æfingu utan þá sem
gengur af sjálfu sér í arf frá
einni kynslóð til annarrar.
AEyri við Arnarfjörð bjó undir
lok tólftu aldar og í upphafi
hinnar þrettándu Hrafn Svein-
bjamarson læknir og goðorðs-
maður. Forfeður hans höfðu feng-
ist við lækningar
hver fram af öðr-
um og er Atla
langafa hans
getið í sögum
sem annars
tveggja íslend-
inga sem Magn-
ús konungur
góði valdi til að
fara mjúkum höndum um sár
manna sinna eftir fólkorustu. Sá
er fyrstur gerði bú á Eyri var Ánn
rauðfeldur. Hann fór í víking eins
og fleiri, herjaði á írlandi og hafði
upp úr krafsinu konuefni sem hét
Grélöð. Á Eyri þótti ungu frúnni
hunangsilmur úr grasi og kynni
hún að hafa verið á höttum eftir
græðijurtum. Má þá búast við að
þama hafí snemma verið læknis-
setur.
Hrafn var víðförull og lagði
leið sína suður um Evrópu. Þar
mun hann hafa kynnst ýmsum
lækningaaðferðum sem vom nýj-
ungar í augum og eyram þeirra
sem áttu heima norðarlega í álf-
unni. Fræðimönnum hefur sumum
þótt líklegt að hann hafí í reisu
sinni til Frakklands og Ítalíu kom-
ist í snertingu við áhrif Salemo-
skólans þótt hvergi sjáist þess
merki í heimildum að hann hafí
gist þá borg. En lítill vafi leikur
á að Hrafn hafí fyrstur íslendinga
leitað sér menntunar í læknislist-
um samtímans og þegar heim kom
nýtt þá þekkingu sem hann aflaði
sér.
í Sturlungu segir um Hrafn:
„Til einskis var honum svo títt,
hvorki til svefns né til matar, ef
sjúkir menn komu á fund hans
að eigi mundi hann þeim fyrst
nokkra miskunn veita.“ Síðan
koma dæmi um lækningar hans
og frábæran árangur þeirra að-
gerða sem hann beitti. Hann eyddi
bjúg með því að brenna dfla á
húðina á baki og bijósti og lækn-
aði þunglyndi með blóðtöku. Hætt
er við að nútíðarmenn leggi var-
lega trúnað á þess háttar krafta-
verk en hann skar líka til steins,
eins og það var nefnt þá og síðar,
með öðrum orðum: opnaði með
skurði þvagrás karlmanns sem
þjáðist af þvagteppu vegna steina,
tókst að ná í þá og fékk síðan
sárið til að gróa. Ekki er þörf á
að rengja þessa frásögn enda að-
gerðinni ýtarlega lýst og styður
sagan þá skoðun að Hrafn hafí á
ferðum sínum séð færa skurð-
lækna að verki fyrst hann lagði
í að framkvæma hana á eigin
spýtur.
Hrafn kembdi ekki hærurnar.
Hann var ekki nema liðlega fer-
tugur þegar Þorvaldur Vatnsfirð-
ingur, frændi hans og hálfgildings
fóstursonur, lét hálshöggva vel-
gjörðamann sinn á bæjarhlaðinu
á Eyri 1213. Eftir hans dag var
ættaróðalið kennt við hann og
heitir upp frá því Hrafnseyri eða
Rafnseyri.
Háskólinn í Salerno var fyrsti
læknaskóli í Evrópu, stofnaður á
9. öld. Aðrir skólar sem komust
á legg á næstu öldum fetuðu flest-
ir í fótspor hans. Til Salerno komu
lærisveinar hvaðanæva úr álfunni
og einnig sunnan úr Afríku og
austan frá Asíu. Lærdómskröfur
voru strangar og ekki dugði
minna en átta ára nám til þess
að ljúka prófí og fá full réttindi
til starfa. Stúlkur jafnt sem piltar
áttu kost á að sækja skólann.
Nemendum var kennt að skoða
sjúklinga, rannsaka þvag og saur
og kveða síðan upp úr með sjúk-
dómsgreiningu. Blóðtökur voru
mjög um hönd hafðar, brotin bein
færð í rétt horf, kippt í liði og
aflimanir gerðar þegar þurfa
þótti. Áhrifamest lyfja voru upp-
sölu- og laxermeðul.
Til er lækningabók frá Salerno,
ævagömul en ekki er vitað ná-
kvæmlega um aldur hennar eða
höfund. Hún heitir löngu og tign-
arlegu nafni: Regimen Sanitatis
Salernitanum og er öll í bundnu
máli (mikið hafa nú ritverk lækna
sett ofan þegar aldir runnu). Lítið
sýnishorn er ráðlegging til þeirra
sem verða fyrir sjúkdómsáföllum:
A þriggja lækna farðu fund;
sá fyrsti heitir Næði,
annar nefnist Léttalund,
og loks er Kostafæði.