Morgunblaðið - 17.06.1990, Síða 14

Morgunblaðið - 17.06.1990, Síða 14
14 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. JUNI 1990 Tilbúnir til orrustu: Franskir skriðdrekar við Laon. De Gaulle: „Höfum tapað orr- ustunni en ekki stríðinu." V 0 ABBEVILLE Gagnrýndurfyrir orrustuna sem geröi hannfrœgan FYRIR 50 árum styrktist það álit margra á Charles de Gaulle hers- höfðingja að hann væri snillingur í skriðdrekahernaði. Það gerðist þegar hann stjórnaði liðsafla Frakka í orrustunni um Abbeville við ána Somme í Norðvestur-Frakklandi. Nú segir franskur sagnfræðing- ur að þetta álit eigi ekki við rök að styðjast, þótt hann viðurkenni mikilvægt hlutverk de Gaulles í þágu Frakka. Bók með niðurstöðum sagnfræðingsins Henri de Wailly kom út nú í vor, rétt áður en hálfr- ar aldar afmælis orrustunnar við Abbeville var minnzt. Mörgum Frökkum fínnst ómaklega að de Gaulle vegið og að óheppilegur tími hafi verið valinn til útgáfú bókarinnar. I ár er þess einnig minnzt að ein öld er liðin frá fæðingu Charles de Gaulles, sem hafði verið í hópi fyrstu boðbera skriðdrekahernaðar, stjórnaði „Fijálsum Frökk- um“ i síðari heimsstyrjöldinni og varð seinna stofhandi og fyrsti forseti Fimmta franska lýðveldisins. jóðveijar voru komnir til Dunkerque (Dunkirk, Diik- irchen), þegar orrustan við Abbeviile var í algleymingi dagana 28. til 29. maí 1940. De Gaulle hafði ver- ið falið að taka við stjóm 4. franska herfylksins 11. maí og hann hafði heitið stjórninni í París sigri til að stöðva sókn Þjóð- verja, sem hafði hafizt daginn áður. í staðinn beið hann ósigur fyrir þýzku fótgöngu- og stór- skotaliði við Abbeville. Þó voru Þjóð- verjar liðfærri og ekki búnir skrið- drekum í það skipti, að sögn de Wailly. Sundurleitt lið Fjórða herfylkið var aðeins til á pappírnum þegar de Gaulle tók við stjórn þess. Því var komið á fót í miklum flýti og það var allsundur- leitt. Sumir yfirmenn þess fengu aðeins íjögurra tíma þjálfun. De Gaulle var fyrst skipað að tefja sókn óvinarins á Laon-svæðinu til að gera Touchon hershöfðingja kleift að mynda víglínu milli ánna Aisne og Ailette og loka leiðinni til Parísar. Árla dags 18. maí skipaði de Gaulle skriðdrekum sínum að taka Sissone og Montcornet við vegina frá París til Saint-Quentin, Laon og Rheims. Skriðdrekarnir sóttu til Montcornet, tóku annað þorp her- skildi og komust að útjaðri þess þriðja. Lengra komust Frakkar ekki og de Gaulle hörf- aði inn 1 skógana við Agincourt. Hann tafði sókn Þjóðveija um að- eins einn dag, gerði mikinn usla, tók 130 fanga og missti tæplega 200 fallna. Aðfaranótt 27. maí var de Gaulle og 4. brynfylkinu skipað að fara þegar í stað til Abbeville og ráðast á óvininn, þar sem hann hafði náð fótfestu sunnan árinnar Somme. Þjóðveijar sigruðu eftir skamma við- ureign, en háðu þarna lengstu orr- ustu sína við Frakka í skammri her- ferð, sem lauk með vopnahléi og falli Frakklands 22. júní. í bók sinni segir Henri de Wailly að de Gaulle hafi kastað á glæ yfir- burðum í vopnum og mannafla. De Wailly er eigandi Bagatelle-kastala í Abbeville, þar sem safn til minning- ar um viðureignina 1940 er til húsa, og bók hans nefnist De Gaulle sous le Casque — De Gaulle undir hjálm- inum. Hér er einkum stuðzt við umsögn Paul Websters um bókina og samtöl hans við de Wailly í The Guardian. Sigurlangboganna De Wailly segir að de Gaulle hafi fómað yfirburðum sínum við Abbe- ville á nákvæmlega sama hátt og Filippus VI Frakkakonungur í orr- ustunni við Crécy í 100 ára stríðinu tæpum sex öldum áður, 26. ágúst 1346. De Wailly leggur áherzlu á að sýna að óvenjumargt hafi verið líkt með þessum tveimur orrustum og vitnar í bók eftir sjálfan sig um Crécy, sem er skammt frá Abbeville. Þremur dögum áður en orrustan um Crécy hófst 1346 klifraði Ját- varður III Englandskonungur upp á tind Mont de Caubert — hæðarkamb sem gnæfir yfir Somme, þar sem áin sveigir fram hjá Abbeville. Hann vildi virða fyrir sér sveitirnar fyrir norðan Abbeville og kanna stöðuna fyrir orrustuna við Crécy. Tæpum sex öldum síðar virti de Gaulle Mont de Caubert fyrir sér úr þakherbergi á bóndabæ í grenndinni til að kynna sér hvernig auðveldast væri að flæma þýzkar fallbyssuskyttur burtu af ásnum. Við Crécy báru þreyttar lang- bogaskyttur Játvarðar III Englands- konungs ofdirfskufulla riddará Filippusar VI ofutiiði 1346, þótt Frakkarnir væru næstum því þrisvar sinnum fleiri. Enskir langbogar höfðu ekki áður sézt á meginlandinu og ótvíræður sigur Englendinga kom á óvart. Frakkar höfðu færasta riddaraliði Evrópu á að skipa. Játvarður III var lítill herstjórnandi, en snillingur í vélabrögðum á vígvellinum og fót- gönguliðar hans voru einbeittir og velagaðir. Við Crécy lauk um 10 alda sögu yfirburða riddaraliðs í hernaði í heiminum og við tók veig- amikið hlutverk fótgönguliða á vígvellinum. De Wailly segir að Filippus Frakkakonungur hafi að engu haft ábendingar um kænskubrögð og fórnað hermönnum sínum að óþörfu. Þegar harðna tók á dalnum skellti hann skuldinni á bogmenn sína og sakaði þá um landráð í stað þess að endurskoða eigin aðferðir og reyna nýjar herbrellur. „De Gaulle hundsaði líka ráðlegg- ingar gamals leiðbeinanda síns í skriðdrekahernaði," segir de Wailly, „og sendi hermenn sína út í orr- ustuna án þess að sýna snefil af hugmyndaflugi. Við fámennan, þýzkan liðsafla var að etja, en Þjóð- veijarnir voru búnir öflugum 88 mm fallbyssum. Þegar í harðbakkann sló sakaði hann hermenn-sína um hug- leysi. Hann gat aldrei viðurkennt að hann hefði rangt fyrir sér.“ Frakkar lamaðir De Gaulle naut viðurkenningar fyrir skriðdrekaaðferðir, sem hann hafði boðað í hernaði. Með bókum um það efni áður en heimsstyijöldin hófst hafði hann lent í útistöðum við Philippe Pétain marskálk, verndara sinn sem varð samverkamaður Þjóð- verja, og fleiri herforingja úr fyrri heimsstyijöld, sem neituðu að trúa því að brynlið væri ósigrandi. Því hefur oft verið haldið fram að Þjóðveijar hafi að sumu leyti sótt hugmyndir sínar um leifturstríð og skriðdrekahernað 'til de Gaulles. Deilur Frakka um kenningar hans komu í veg fyrir að hann fengi eins skjótan frama í franska hernum og við mátti búast og urðu til þess að hann fékk orð fyrir _að vera hroka- fullur og ráðríkur. Á árunum fyrir stríð treystu Frakkar á rammgerða Maginot-varnarlínu, sem auðvelt var að sveigja fram hjá gegnum Belgíu. Eins og Paul Webster bendir á var undirrót ósigursins við Abbeville og uppgjafar Frakka 1940 útbreidd spilling, sem hafði grafið um sig í kreppunni. Það sem helzt einkenndi Frakkland fyrir stríð var pólitískt valdabrölt og Ieynimakk, óheiðar- leiki og siðleysi, vanhæfir herforingj- ar og óskhyggja gagnvart Hitler. Allt lamaði þetta viðnámsþrótt Frakka. Þegar Frakkland féll var de Wa- illy sex ára. Frakkar af hans kynslóð hafa alltaf átt erfitt með að kyngja niðurlægingu ósigursins 1940. De Wailly hefur talið það skyldu sína að rétta við orðstír þeirra 100.000 Frakka, sem féllu í sex vikna stríðinu við Þjóðveija. Hann telur að þeir hafi sýnt engu minna hugrekki en hermenn Frakka við Marne og Somme 1914. Árið 1940 var franskaþjóðin jafn- klofin og í upphafi 100 ára stríðsins. Þjóðveijar færðu sér djarflega í nyt hik og vandræðalegt vafstur fran- skra stjórnmálamanna og herfor- ingja, sem stafaði af sundrungu þjóðarinnar. Með brögðum tókst Þjóðveijum að ginna heri Breta og Frakka norður á bóginn til Belgíu og þannig gafst skriðdrekum þeirra færi á að ná öllu Frakklandi á sitt vald á skjótan og auðveldan hátt. Sigraði ekki Orrustan um Abbeville í Norð- vestur-Frakklandi stóð í eina viku alls. Hún hófst með misheppnaðri árás Breta í þann mund er Leopold III Belgíukonungur og herafli hans gáfust upp og brottflutningurinn frá Dunkirk hófst. Bretum tókst að bjarga rúmlega 300.000 hermönnum og „kraftaverkið, við Dunkirk" ■ ERLEND — HRINCSIÁ eftir Gudm. Halldórsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.