Morgunblaðið - 17.06.1990, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. JUNI 1990
C 15
De Gaulle í London (1940): í liðskönnun.
sprengjusvæði, biluðu og týndust.
Þótt sókninni miðaði hægt urðu
Þjóðveijar felmtri slegnir og hófu
undirbúning brottflutnings frá
Abbevilie.
Frönsku hermennirnir börðust
vasklega, en de Wailly segir að „ýmis
neikvæð skapgerðareinkenni“ de
Gaulles hafi komið í ljós. Aðferðir
hans í skriðdrekahernaði hafi reynzt
„afturhvarf til fyrri tíma“, þegar
Frakkar hafí oft glutrað niður tæki-
færum til glæsilegra sigra í orr-
ustum með fífldirfskulegum og
óstuddum riddaraliðsárásum — eins
og við Waterloo 1815.
Fullur sigurvissu
De Wailly telur að versta skap-
gerðareinkenni de Gaulles hafi „ef
til vill verið það að hann neitaði að
viðurkenna mistök“. Þegar harðna
hafi tekið á dalnum hafí hann snúizt
gegn undirmönnum sínum og hótaði
að draga þá fyrir herdómstól fyrir
hugleysi.
Eftir fyrsta daginn lágu ónýtir
skriðdrekar og lík fallinna hermanna
Frakka og Þjóðveija eins og hráviði
út um allt. „Varnir okkar gegn skrið-
drekunum brugðust,“ sagði þýzkur
heimildarmaður, Gehring majór,
þegar hann lýsti viðureigninni síðar.
Orrustan við Crécy (1346): Svipaður franskur ósigur.
Gagnrýnir de Gaulle: Henri de Wailly hjá fallbyssu úrtundurspilli
sem var sökkt við Dunkirk.
skyggði á bardagana við Abbeville,
sem er um 25.000 manna einangrað-
ur og syfjulegur iðnaðarbær skammt
frá vígvöllunum við Somme úr fyrra
striði.
Orrustan'vakti litla athygli. Jafn-
vel frönsk blöð sögðu ekki frá bar-
dögunum við Abbeville, en ástæðan
var sú að þau fengu ekki nauðsyn-
lega aðstöðu til að fylgjast með þeim.
De Wailly segir að í orrustunni hafi
verið teflt fram fleiri skriðdrekum
en dæmi séu um þangað til í Rúss-
landsherferðinni ári síðar — rúmlega
500 skriðdrekum í þremur sóknarlot-
um.
Að mati Pauls Websters leiðréttir
de Wailly ýmsan misskilning í bók
sinni. Ef til vill komi mest á óvart'
að allir skriðdrekamir í orrustunni
hafi verið Bandamanna megin og
varla hafi sézt til þýzkra steypiflug-
véla, þar sem stríðið í lofti hafi far-
ið háð yfir Dunkirk.
Þá kveðst de Wailly vilja leiðrétta
þann misskilning að de Gaulle hafi
sigrað. De Gaulle hafi sjálfur ýtt
undir þá hugmynd með lýsingu sinni
á orrustunni í stríðsendurminningum
sínum.
Að sögn de Waillys segir de
Gaulle með góðum rökum að engin
önnur sókn Frakka hafi borið eins
góðan árangur. De Gaulle hélt því
fram að hann hefði neytt Þjóðverja
til að hörfa rúmlega 14 kílómetra á
30 kílómetra breiðu svæði, sem þeir
höfðu náð fótfestu á sunnan Somme
— tekið 500 fanga og náð 12 þorpum
á sitt vald.
De Wailly segir hins vegar að
samkvæmt rannsóknum sínum hafí
fangarnir aðeins verið 242 og Frakk-
ar hafi sótt sjö en ekki 14 kíló-
metra. Þó hafi þetta verið bezti
árangur Frakka 1940. De Wailly
„afsakar ýkjur de Gaulles" með því
að benda á að hann hafi ekki stuðzt
við minnismiða þegar hann samdi
endurminningar sínar úr stríðinu.
Góðir skriðdrekar
Sókn de Gaulles hófst í þorpi ná-
lægt Limeux suður af Somme. A
svæðinu þaðan til Mont de Caubert
eru þorp, akrar og skóglendi. De
Gaulle leit fyrst yfir vígvöllinn 28.
maí af hól, sem er merktur með járn-
krossi og kallaður Croix de Maréc-
hal. Með honum var yfirmaður
brezkrar stórdeildar, sem hafði misst
flesta skriðdreka sína, 185 að tölu.
De Gaulle lét það ekki á sig fá,
því að léttir skriðdrekar Breta voru
einskis virði. Sjálfur réð hann yfir
einhveijum beztu og þyngstu skrið-
drekum Evrópu, m.a. „Bl“ og „B2“,
sem stóðu skriðdrekum Þjóðveija
fyllilega á sporði, og auk þess léttum
Renault-skriðdrekum.
Þar sem de Gaullc gat ekki kom-
ið óvininum í opna skjöldu réðst
hann þegar í stað til atlögu til að
fipa hann. Honum gafst ekki ráðrúm
til að endurskipuleggja lið sitt áður
en til tíðinda drægi og hermenn
hans voru uppgefnir eftir þrotlausar
göngur.
Að dómi de Waillys var verkefni
de Gaulles við Abbeville viðráðan-
legt. Þó bendir hann á að brynfylki
hans hafl verið sundurleitur nýgræð-
ingaher. Hann segir að de Gaulle
hafi getað beitt alls 20.000 mönnum,
en aðeins um 4.500 fótgönguliðar
hafi ráðizt til atlögu. Frakkar áttu
í höggi við 47. bæverska fótgöngu-
fylkið, sem var skipað tveimur stór-
sveitum (battalions) miðað við sex
stórsveitir Frakka.
Orrustan hófst snemma kvölds,
eins og við Crécy forðum, og enginn
tími gafst til njósna. Talstöðvum
frönsku skriðdrekanna var lokað og
við það jókst ærinn vandi, sem við
var að stríða vegna slæms fjar-
skiptasambands milli yfirmanna á
vígvellinum og aðalstöðva de Gaull-
es.
Léleg fjarskipti juku á mikla ring-
ulreið, sem varð þegar skriðdrekar
Frakka urðu fyrir skotum úr 88 mm
fallbyssum Þjóðveija, óku inn á jarð-
„Fótgöngulið okkar varð að viður-
kenna ósigur.“
Fullur sigurvissu sendi de Gaulle
Paul Reynaud forsætisráðherra
einkaskeyti um fyrirsjánlegan
árangur og fór að skipuleggja annan
dag orrustunnar, 29. maí. Hann stóð
í þeirri trú að hann réði enn yfir
rúmlega 100 skriðdrekúm, en varla
helmingurinn var nothæfur að sögn
de Waillys. Næstu tvo daga tóku
hver vonbrigðin við á fætur öðrum
hjá Frökkum. Þó komust nokkrir
hermenn þeirra í námunda við bæki-
stöð Þjóðveija á Mont de Caubert.
Að kvöldi fýrsta dags hafði 4.
herfylkið náð Huppy í vestri og
Limeux í miðjunni. Að svo búnu
hafði de Gaulle ráðizt á Moyenne-
ville og Bienfay til vinstri, Huch-
enneville og Villers í miðjunni og
Mareuil til hægri. Almennt hefur
verið talið að de Gaulle hafi síðan
ætlað að sækja með þungum skrið-
drekum sínum frá Mareuil aftur fyr-
ir Mont de Caubert nálægt bökkum
Somme til að flæma Þjóðveija burtu
af ásnum (sjá kort).
De Wailly er ósammála því að
þetta hafí verið ætlun de Gaulles
sjálfs. Hann segir að alvarlegustu
mistök de Gaulles hafi verið þau að
hlíta ekki ráðum hins gamla skrið-
drekakennara síns á lokafundi, þeg-
ar framhald sóknarinnar var skipu-
lagt 29. maí. Þá vissu frönsku skrið-
drekaforingjarnir að þeir áttu ekkert
svar við 88 mm fallbyssum Þjóð-
vetja á Mont de Caubert.
Skipti liðinu
Að sögn de Waillys sagði de
Gaulle þegar honum var ráðlagt að
ráðast á Þjóðveija frá hlið meðfram
Somme til að komast aftan að
byssuvígjum þeirra: „Ég hef gefíð
mínar skipanir og þeim verður ekki
breytt." De Tlaulle hafði sjálfur
kennt að safna ætti skriðdrekum á
einn stað, en hann skipti liðsafla
sínum í þrennt 30. maí og Þjóðveij-
ar gereyddu þeim skriðdrekum
Frakka, sem eftir voru.
Tuttugu og fimm árum síðar
gagnrýndi næstráðandi de Gaulles
hann harkalega í bréfi til vinar síns
að sögn de Waillys. í bréfínu átaldi
næstráðandinn „bráðabirgðalausn“
de Gaulles við Mont de Caubert, þá
yfirsjón hans að láta ekki stórskota-
lið veija skriðdrekana þegar þeir
réðust til atlögu og þau mistök að
samstilla ekki sóknaraðgerðir skrið-
dreka og fótgönguliðs.
Þjóðveijar fengu liðsauka á öðrum
degi orrustunnar og annan liðsauka
daginn eftir. Samt réðst de Gaulie
aftur til atlögu og ménn hans sóttu
upp hlíðar Mont de Caubert, en kom-
ust ekki upp á tindinn. Þjóðveijar
gerðu gagnárásir, en Frakkar héldu
því svæði, sem þeir höfðu náð. Bret-
ar leystu Frakka af hólmi með 51.
hálandaherfýlki sínu frá Skotlandi
og de Gaulle hörfaði með 4. franska
herfylkið til Beauvais sunnan
vígstöðvanna og endurskipulagði lið
sitt.
Stuðningsmenn de Gaulles sögðu
að hann hefði stjórnað einu sókn
Frakka í orrustunni um Frakkland
og unnið eina sigur þeirra á óvinin-
um. Viðureignin við Abbeville væri
eina dæmi þess að frönsku land-
svæði hefði aftur verið náð af skrið-
drekum Þjóðveija og haldið. De
Gaulle var hins vegar í engum vafa
um að hann hafði tapað orrustunni,
en ákvað að halda baráttunni áfram
— frá „nýlendum Frakka handan
hafsins" eða hvaðan sem væri.
„Frakkar hafa tapað orrustu, en
. ekki stríðinu," sagði hann skömmu
síðar og leit á sig sem frelsara
Frakklands.
Keppinauturinn
Aðeins munaði tveimur kílómetr-
um að de Gaulle tækist að ná tak-
markinu við Abbeville með lokaárás.
Hann var leystur af hólmi og við tók
ofursti, sem var keppinautur hans
og almennt fyrirlitinn. Ofurstinn
stjórnaði öðru brynfylki í lokasókn-
inni gegn Mont de Caubert.
Hálandaherfylki Skota leysti fót-
göngulið Frakka af hólmi og tók
Mont de Caubert með áhlaupi 4.
júní. Frakkar og Skotar röbbuðu
saman í bróðerni á hæðarkambinum
og biðu eftir skipunum, en þær bár-
ust aldrei. Þeir hörfuðu þegar Þjóð-
veijar gripu tækifærið til þess að
ná aftur fótfestu sunnan Somme við
Abbeville.
Þá var Abbeville orðin algert
aukaatriði. Þýzki herinn var aftur
kominn á hreyfingu eftir hléð við
Dunkirk, sveigði suður á bóginn,
sótti viðstöðulaust til Bordeaux í
Suðvestur-Frakklandi og Lyon í
Mið-Frakklandi og tók tæplega tvær
milljónir Frakka til fanga á leiðinni.
Keppinautur de Gaulles — „ofurstinn
sigursæli" — flúði til Vichy, þar sem
hann varð yfirmaður lífvarðar Péta-
ins marskálks, leiðtoga frönsku
kvislingastjórnarinnar. Hann stjórn-
aði síðan árásum á frönsku and-
spyrnuhreyfinguna og var hnepptur
í fangelsi 1945 fyrir samstarf við
Þjóðveija í stríðinu.
Glæstari framtíð beið Charles de
Gaulles hershöfðingja, þótt hann
hefði beðið ósigur. Orrustuskýrslur
hans voru svo sannfærandi, segir
de Wailly, að hann var sæmdur heið-
ursmerkjum. Hann var tekinn í
frönsku stjórnina og skipaður vara-
hermálaráðherra. I því starfi hitti
hann Winston Churchill og de Wailly
segir:
„Churchill stóð frammi fyrir
vígreifum herforingja, sem hafði
skipulagt viðnám löngu áður en
Frakkland féll, aðdáunarverðum
manni, ekki sízt vegna hugrekkis,
sem hann hafði sýnt þegar hann lét
kúlur og skot sem vind um eyru
þjóta á vígvellinum. Á sama tíma
og örvænting ríkti alls staðar annars
staðar gerði Abbeville hann frægan
og allar dyr stóðu honum opnar. í
London fann hann loks sitt rétta
hlutverk."
De Gaulle varð leiðtogi „Fijálsra
Frakka," sem neituðu að gefast upp.
Eftir margra ára sjálfskipaða innan-
landsútlegð að stríði loknu hófst
annar kafli hans í sögu Frakklands
þegar hann stofnaði Fimmta franska
lýðveldið.