Morgunblaðið - 17.06.1990, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 17.06.1990, Qupperneq 17
C 17 -f MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR '17. JÚNÍ/1990 Jón L. Árnason lifman, Azmaiparashvili, Bareev, Beljavskíj, Portisch, De Firmian, Chandler, Seirawan, Nikolic og Kiril Georgiev. Öruggir inn á stig- um eru þeir Short, Kortsjnoi, And- ersson og Ribii. Þá virðist svo sem þeir Hiibner og Gulko muni fylgja þeim eftir, en það eiga þeir að þakka góðri frammistöðu Speel- mans og Seirawans í Moskvu. Vegna kvótans á Rússana kemst fjórði stigahæsti skákmaður heims, Vassily Ivanchuk ekki áfram, og er auðvitað mikill sjónarsviptir að honum. Sama má segja um Artur Jusupov, sem varð fyrir skoti inn- brotsþjófs á heimili sínu í Moskvu í vor og særðist svo illa að hann gat ekki verið með í lokaúrtöku- mótinuu. Jusupov mun nú vera á góðum batavegi, þó eftir sé að fjar- iægja kúluna. Þeir þátttakendur í fyrstu heims- bikarkeppninni sem ekki komast Jóhann Hjartarson áfram í þá næstu eru Jóhann Hjart- arson, Sax, Nogueiras, Spasskíj, Tal, Vaganjan, A. Sokolov og Jus- upov. Það er nokkuð súrt í brotið fyrir okkur íslendinga að eiga ekki fulltrúa í næstu keppni. Hefði Jó- hann Hjartarson náð að halda sti- gatölu sinni frá 1. janúar 1989 hefði hann verið öruggur inn á stig- um, auk þess sem seinheppni þeirra Jóns í Moskvu hefur þegar verið lýst. Sýnist mér ljóst að íslendingar séu'öflugasta skákþjóðin sem ekki á fulltrúa í keppninni. Það var mikið í húfi í síðustu umferðinni í Moskvu. Við skulum líta á hreina úrslitaskák um sæti í heimsbikarkeppninni: Hvítt: Predrag Nikolic Svart: Lev Psakhis Drottningarpeðsbyrjun 1. d4 - eG 2. c4 - Bb4+ 3. Bd2 — a5 Psakhis flutti í febrúar alfarinn frá Sovétríkjunum til ísrael og kvótinn náði því ekki til hans. Þeg- ar teflt er til vinnings með svörtu gildir að tefla frumlega, það dugir skammt að þræða gamlar teóríur. 4. Rf3 - d6 5. g3 - Rc6 6. Bg2 — e5 7. 0-0 — exd4 8. Rxd4 — Rxd4 9. Bxb4 — cxb4 10. Dxd4 - Df6 11. Dd2 - c5 12. Hdl - Ha6 Svartur virðist hafa komið ár sinni sæmilega fyrir borð, en hann er á eftir í liðsskipan og með mjög hægfara áætlun nær Nikolic þægi- legri stöðu. 13. a3 - Re7 14. Ha2! - 0-0 15. b3 - Hb6!? 16. axb4 - Hxb4 17. Ha3 - b5? Þarna leggur svartur allt of mik- ið á stöðuna, eðlilegt .var 17. — Hd8. 18. cxb5 — d5 19. Hcl! — Hxb5 20. Rc3 - Hb4 21. Ra4 - BÍ5 22. Rxc5 - Hfb8 Hvítur hefur unnið peð og knýr nú fram sigur með glæsilegri fléttu sem byggist á valdleysi áttundu reitaraðarinnar: 23. Dxb4!! - Hxb4 24. Rd7! og svartur gafst upp. Hann verður að gefa drottninguna, því eftir 24. — Bxd7 25. Ha8+ verður hann mát í borðinu. POTTURINN og Æm prni)|3Sh KJORIS BARA VEGNA BRAGÐSINS tc£ áœttcetýýtc ctted feýódAá£c<Jan*faý£*tetf FRITT COCA COLA MEÐ MAT I tilefni dagsins bjóðum við: Sherrylagða rjómasveppasúpu Glóðarsteikt lambalæri m/bakaðri kartöflu og bernaisesósu Desertbar að eigin vali Kr. 1.290,- Annaö! Dœmi af matseðli: Blandaðir sjávarréttir á pönnu kr. 990,- Lambasteik í villibráðarsósu kr. 1.290.- Djúpsteikt ýsuflök Orly kr. 1.090,- Lambapönnusteik að hætti hússins 100 gr. kr. 1.290,- 200 gr. kr. 1.590,- Pönnusteikt rauðspretta m/blaðlauk, sveppum og rækjum kr. 1.290,- AÖ sjálfsögðu fylgir okkar landsfrægi salatbar og desertbar öllum réttum POmJRINN OG PflN Munið okkar vinsælu barnarétti á verði frá kr. 270,— 310,- ís á eftir HVAÐ ANNAÐ! MALLORKA 19. & 26. JUNI 1 vika 29*500 a mann Hjón með 2 börn 2ja-l 1 óra. Heildarverð 118.000 vikur 34*900 a mann Hjón með 2 börn 2ja—11 óra. Heildarverð 139.600 vikur 39*700 a mann Hjón með 2 börn 2ja-ll óra. Heildarverð 158.800 Vikulegt dagflug FERÐASKRIFSTOFAN dTKmuc HALLVEIGARSTÍG 1, SÍMI 28388 OG 28580 ■f FflRKOBT I FiF j

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.