Morgunblaðið - 17.06.1990, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ MEIMNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 1990
C 21
í
í skugga Zeppelin
LED Zeppelin breytti
ásýnd breskrar rokktón-
listar með sinni fyrstu
plötu og enn eru áhrif
sveitarinnar töluverð.
að er erfitt að hafa verið
í slíkri sveit og ætla að
reyna að spreyta sig á eigin
spýtur. Það hefur Robert
Plant reynt. Plant hefur gert
fjölmargar tiiraunir til að
koma undir sig fótunum eftir
að Zeppelin hætti, en það er
eins og menn séu alltaf að
bíða eftir því að sveitin byiji
aftur. Á blaðamannafundi
sem Plant hélt í New York
fyrir skemmstu til að kynna
Robert Plant í skugga Led
Zeppelin.
nýjustu plötu sína, Manic
Nirvana, var fyrsta spurning-
in einmitt hvort Zeppelin
myndi byrja aftur. Plant svar-
aði því með þjósti og sagði
það af og frá og vildi frekar
ræða um plötuna nýju, en
löngu dauða hljómsveit.
Manic Niiwana þykir al-
mennt eitt besta plata Plants.
Sveitin á plötunni er nú með
Plant á ferð um Bandaríkin
að kynna hana, en þess má
til gamans geta að Manic
Nirvana er tekin upp í
Olympic-hljóðverinu í Lund-
únum, sama hljóðveri og Led
Zeppelin I var tekin upp í.
Upptökutími er þó ólíkur á
þessum tveimur plötum, því
það tók 60 daga að vinna
Manic Nirvana, en Led Zepp-
elin I var tekin upp á 36
tímum.
Salif Keita í Hótel íslandi
S ALIF KeiLi hélt hér á
andi eftirminnilega tón-
leika í síðustu viku í Hótel
Islandi. Svo virtist sem frá-
bærar undirtektir áheyr-
enda kæmu honum á
óvai-t.
Istuttu spjalli sagðist Salif
og ekki hafa átt von á slíkum
viðtökum. Hann hefði ekki
gert sér háar vonir um að
Islenski áheyrendur þekktu
vel • til tónlistar hans, en
meðbyrinn hefði gert hljóm-
sveitina enn betri en hún
væri jafnan; hann hefði seint
eða aldrei heyrt í sveit sinni
betri en þetta kvöld og hann
hefði spilað mun lengur en
hann ætti venju til.
DÆGURTONLIST
Hver erBreathless Mahoney?
DRAUMURMADONNU
í SUMAR verður sýnd bíó-
myndin Dick Tracy í
Bandaríkjunum og al-
mennt talið að þar sé kom-
in vinsælasta mynd sum-
arsins þar vestra, sem
þýðir milljónatuga veltu.
Með aðalhlutverk í inynd-
inni fara tvær sljörnum
sem þurfa mjög á slíkri
velgengni að halda; Warr-
en Beatty og Madonna.
Madonna er tvímælalaust
.vinsælasta og fremsta
poppsöngkona þessa ára-
tugar og ekkert bendir til
annars en að vinsældir
hennar eigi enn eftir að
aukast. Henni er þó ekki
nóg að vera bara popp-
stjarna; helsti draumur
hennar er að slá í gegn á
hvíta tjaldinu.
Kvikmyndimar hafa
löngum heillað popp-
ara, þó fæstir hafi þeir náð
teljandi árangri þar. Eina
poppstjarnan, sem náð hef-
ur lengra í
kvik-
myndum
en að leika
í oinni eða
tveimur
myndum
er EIvis
eftir Árna Presley,
Matthíosson en varla er
hægt að telja hann með.
Dæmi upp stjömur sem hafa
slegið í gegn í einni mynd
og síðan nánast horfið eru
Sting, David Bowie, Prince
og Madonúu sjálfa, því á
eftir þokkalega heppnaðri
mynd (Desperately Seeking
Susan) kom mynd sem var
gjörsamlega misheppnuð
(Shanghai Express). Mad-
onna leggur því mikið undir
í Dick Traey, því ef henni
tekst ekki vel upp að þessu
sinni má telja kvikmynda-
ferilinn búinn.
í myndinni leikur Mad-
onna söngkonu á nætur-
klúbb á fjórða áratugnum,
Breathless Mahoney. Hlut-
verk Breathless var samið
sérstaklega fyrir hana, því
engin slík var upphaflega í
Madonna Búningana í Blonde Ambition-ferð-
inni teiknaði Jean Paul Gaultier
teiknimyndaseríunni sem
myndin er byggð á. Á plötu
sem kom út með Madonnu
fyrir skemmstu, I’m Breat-
hless, syngur hún einmitt
lög úr myndinni sem Steven
Sondheim samdi og eru
mjög í ætt við mjúka sveiflu
þeirra tíma. í þeim bregður
Madonna sér í hlutverk tæi-
andi klúbbasöngkonu og
leikur það svo vel að erfitt
er að greina hina raunveru-
legu Madonnu á bak við
satínið og reykinn. Segja
má að þar skipi hún sér að
bekk með Marlene Dietrich,
Marilyn Monroe og fleiri
kyntákna hvíta tjaldsins. Til
að tryggja plötusölu er svo
á plötunni lagið Vogue, sem
hefur verið vel vinsælt;
framúrskarandi nútímalegt
danslag og nokkuð á skjön
við annað á plötunni.
Það fer ekki á milli mála
að Madonna er framúrskar-
andi hæfileikamikil söng-
kona sem virðist geta
' 1 >
x . t
f'. >
Breathless
Mahoney
Hin raun-
verulega
Madonna?
Að duga
eða
Sveitasveifla Knopflers
DIRE Straits var lengi að
vinna sér álit hjá almenn-
ingi, en þegar það tókst
varð sveitin, undir leiðsögn
Marks Knopflers, ein
fremsta poppsveit heims.
egar síðast plata sveit-
arinnar, Brothers in
Arms, hafði selst í risaupp-
lagi lýsti Knopfler yfir því
að hann væri að íhuga að
leysa sveitina upp.
Fyrir tveimur árum fékkst
hann við að stýra upptökum
á plötu gamalla kunningja,
Steve Phillips og Brendans
Crokers. Fjórði var hljóm-
borðsleikari Dire Straits, Guy
Fletcher, og svo skemmtu
þeir félagarnir sér að til varð
sveitin The Notting Hillbiilys
og platan Missing ... Pres-
umed Having a Good Time.
Missing ... er plata Knopfl-
ers fyrst og fremst, því þó
hinir leggi drjúgt af mörkum,
þá er það Knopfler sem hafði
ávallt síðasta orðið og gítar-
leikur hans sem skín hvar-
vetna í gegn á plötunni. Dire
Straits segist hann ætla að
endurreisa í haust, en starfið
með Notting Hillbillys eigi
eftir að skila sér í tónlist
Dire Straits.
brugðið sér í hvaða gervi
sem er og víst er að hún
hefur hæfileikana til að ná
á toppinn í kvikmyndaleik,
en það er víst ekki alltaf
nóg.
Því er svo við að bæta
að Madonna hyggst gera
sjálf mynd eftir að hún hef-
ur lokið tónleikaferð til að
íýlgja eftir plötunni og á
Warren Beatty að stýra gerð
þeirrar myndar. Einnig
gengur fjöllum hærra að
hún hyggist leika í mynd
sem dóttir Davids Lynch er
að gera og þykir alldjörf.
Reyndar hefur tónleika-
ferðin, sem farin er undir
því viðeigandi heiti ljós-
hærður metnaður (Blonde
Ambition), sem hófst í Jap-
an fyrir skemmstu minna á
ævintýraheim ekki síðri en
þann sem birtist í Dick
Tracy og klæðaburður
stjörnunnar, sem hannaður
er af Jean Paul Gaultier,
þykir í rneira lagi djarfur.
Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir
Geiri Sæm Það má ekkert
klikka.
eiri og félagar gerðu fyr-
stuttu svokallaðan
„demó“-samning við stórfyr-
irtækið A&M í Bretlandi.
Björninn er þó ekki þar með
unninn, því mikið er eftir, en
þetta er þó jafnan fyrsta
skrefíð fyrir hljómsveitir og
ekki það minnsta.
Geir sagði í spjalli að hljóm-
sveitin væri að undirbúa sig
fyrir kynningartónleika sem
til stæði að halda fyrir menn
frá A&M, sem kæmu hingað
til lands til að hlusta á sveit-
ina, en einnig kæinu einhveij-
ir frá öðrum fyrirtækjum, til
að halda öllu opnu. Hann
sagði að sveitin æfði fjóra til
sex tíma á dag, enda væri
verið að æfa inn tvo nýja
menn og ný lög. Hann sagði
sveitina hafa verið ytra og
hljóðritað nokkur lög, sem
mönnum hjá A&M hefði litist
afskaplega vel á, en þeir ættu
enn eftir að sjá hljómsveitina
á sviði og því erfitt að sjá
fyrir framhaldið. „Það er
komið að því að vinna af al
vöru og við leggjum nótt við
dag til að undirbúa sveitina
fyrir þessa kynningartónleika
og förum utan fljótlega eftir
þá.“ Tónleikamir verða um
miðjan júlí eða lok jfllí, eftir
því hvernig sveitinni gengur
að undirbúa sig. „Það er bara
að duga eða drepast. þetta
er komið þetta langt og nú
má ékkert klikka.“
Sveitasveiflusveit Steve
Phillips, Mark Knopfler, Guy
Fletcher og Brendan Croker.
drepast
ÞAÐ er mikil vinna við að
koma sér áfram ytra og
gerist ekki fyrir tilviljun.
Einn þeirra sem reynt hefur
að ná samningi við erlend
plötufyrirtæki er Geiri
Sæm með sveit sípa og hon-
um hefur orðið nokkuð
ágengt.