Morgunblaðið - 17.06.1990, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ MIIMNINGAR SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 1990
24 C____
Hjónaminning:
Nanna H. Einars-
dóttir — Sigiujón
Sæmdundsson
Nanna fædd 9. maí 1931
Dáin 9. júní 1990
Sigurjón íæddur 24. júlí 1927
Dáinn 9. júní 1990
Hvers vegna, spyr maður sig
þegar góðir vinir eru kallaðir burtu
skyndilega án nokkurs fyrirvara.
Hversu oft sem sþurt er verður
svarið ávallt ráðgáta. Hann einn
veit sem öllu ræður. Full tilhlökkun-
ar voru þau á leið suður eftir heim-
sókn á æskustöðvar Nönnu í Bakka-
firði. Sonur þeirra og tveir sonar-
synir voru væntanlegir um kyöldið
frá Svíþjóð eftir árs dvöl. Höfðu
kútarnir litlu sem svo oft höfðu
hjúfrað sig í fangi afa og ömmu
breyst mikið? Stundin stóra kom
áður en svar fengist. Hvers vegna?
spyr maður sig aftur. Ekkert svar.
Nanna Höjgaard var borin og
barnfædd austur í Bakkafirði í stór-
um systkinahópi. Móðir hennar var
Ólöf Stefanía Davíðsdóttir og faðir
Einar Ásmundur Höjgaard. 9 systk-
ini komust á legg. Einn bróðir dó
á barnsaldri. Efnisleg auðæfi voru
ekki mikil en þeir sem kynntust
Nönnu fundu fljótt að úr föðurhús-
um kom hún með þann auð sem
mölur og ryð fá ekki grandað.
Nanna var margfróð kona og hag-
mælt vel. í gegnum glettni hennar
og gamansemi mátti glöggt sjá
þunga alvöru og lífsskilning þess
sem margt hefur reynt.
Siguijón fæddist í Blönduhlíð í
Skagafirði. Foreldrar hans voru
Guðný Jónsdóttir og Sæmundur
Jóhannsson frá Saurbæ. Siguijón
var yngstur fjögurra systkina. Hálf-
systkini átti hann fimm. Sex ára
mátti hann sjá á bak móður sinni.
Við fráfall hennar leystist heimilið
upp og Siguijóni var komið í fóstur
hjá hálfbróður sínum. Þar var hann
fram yfir fermingu. Enginn sem
kynntist Siguijóni efast um að strax
í æsku hefur hann þurft að taka
til hendinni. Viljugri og liprari
starfsmanni var vart hægt að hugsa
sér. Hann stundaði fjölbreytt störf
bæði til sjós og lands og þótti
ávallt mikill fengur af hans lið-
veislu. Nú síðustu árin vann hann
sem afgreiðslumaður á bensínstöð.
Þaðan munu margir eftir þessum
síkvika og ötula manni. Ekki hvað
síst ungu mennirnir en þeim var
hann ávallt fús að gefa holl ráð og
lét þá gjarnan fylgja með hæfilegan
skammt af gamansemi.
Hanna og Siguijón kynntust
austur í Bakkafirði sumarið 1947
en þangað var Siguijón kominn til
að taka þátt í hafnargerð. Þeir sem
muna sumarið ’47 minnast veð-
urblíðunnar sem lék um Norður-
og Norðausturland á sama tíma og
hver regnskúrinn af öðrum helltist
yfir Suðurlandið sumarið út. i
sumarblíðunni blast hin fagra ver-
öld við ungum elskendum sem gáfu
hvort öðru allt sem þau áttu, þau
sjálf. Saman hófu þau búskap í
Múlakampnum í Reykjavík. Flutt-
ust síðan til Vestmannaeyja þar sem
Siguijón stundaði sjómennsku. Það-
an til Þorlákshafnar og síðan til
Hafnarfjarðar árið 1973.
Nanna ól manni sínum níu börn.
Eitt fæddist andvana. Þau sem upp
komust eru: Sæmundur Örn vél-
stjóri á Selfossi, giftur Nönnu Þor-
láksdóttur. Reynir viðskiptafræð-
ingur í Reykjavík, giftur Henný
Herbertsdóttur. Úlfar lagermaður
hjá Odda, búsettur í Hafnarfirði,
giftur Ragnheiði Ingadóttur. Guðni
verkamaður í Rjós, giftur Margréti
Bjarnadóttur. Olafur Stefán skrif-
stofumaður í Hafnarfiði, giftur
Huldu G. Guðlaugsdóttur, Grettir
skrifstofumaður, búsettur í Svíþjóð,
giftur Öldu M. Hauksdóttur. Alda
saumakona og Jökull öryggisvörður
voru enn í föðurhúsum.
Þessum stóra barnahóp voru þau
hjónin einstaklega samhent við að
koma til vits og ára. Öllum má
vera ljóst að ekki hafa frístundirnar
verið margar. Hlutur sjómannskon-
unnar er ávallt viðamikill í uppeldi
barnanna enda fann maður það
glöggt hversu djúp og sterk tengsl
hún hafði skapað við börn sín.
Kynni mín af þeim hjónum hófust
þegar dóttir mín giftist syni þeirra.
Ég eignaðist þá strax góða vini þar
sem þau hjónin voru. Nú þegar svo
snögg umskipti verða með brott-
hvarfí þeirra eru allir ættingjar og
vinir þeirra harmi slegnir. Með þess-
um fátæklegu orðum vil ég votta
þeim hjónum dýpstu virðingu mína
og senda öllum ættingjum þeirra
mínar innilegustu samúðarkveðjur.
Haukur Helgason
Afi og amma í Hafno eru látin.
Það er erfitt að átta sig á þeirri
staðreynd að heimsóknirnar til afa
og ömmu á Hraunkambinn verða
ekki fleiri. Það hefði aldrei hvarflað
að mér að þau yfirgæfu þennan
heim svo fljótt. Reyndar hafði ég
aldrei leitt hugann að öðru en að
afi og amma yrðu ávallt til staðar
og að ég gæti alltaf heimsótt þau.
Ég er því þakklát Guði fyrir þau
sautján ár sem ég fékk að vera
með þeim.
Þær eru margar góðar minning-
arnar sem ég á um afa og ömmu
í Hafnó og samverustundirnar sem
við áttum, en þær voru ófáar.
Skemmtilegast fannst mér þegar
ég var lítil og fékk að dvelja hjá
þeim yfir helgi. Þá dunduðum við
amma okkur við að spila löngu vit-
leysu og stundum spilaði afi fyrir
mig á munnhörpuna. Einnig kom
það fyrir á góðviðrisdögum að við
amma fórum í vinnugalla út í garð
til að huga að plöntunum og gróður-
settum jafnvel nokkur sumarblóm.
Að þeim verkum loknum komum
við inn ijóðar í kinnum og settumst
öll við eldhúsborðið, ég afi og
amma, og dáðumst að dagsverkinu.
Á sunnudeginum komu svo öll föð-
ursystkini mín og þá var aldeilis
kátt í höllinni, hlegið og gamansög-
ur sagðar. Alltaf ríkti kátína og
gleði á Hraunkambnum og mátti
oft greina það í nokkurri fjarlægð
frá húsinu.
Mér er minnisstæð síðasta heim-
sókn mín til afa og ömmu en þá
óraði mig ekki fyrir því að þetta
yrði okkar síðasti fundur. Þetta var
eitt sumarkvöldið og sólin var ekki
sest. Við sátum við eldhúsborðið
afi, amma, faðir minn og ég ásamt
vinkonu minni og gerðum að gamni
okkar. Þetta var yndislegt kvöld,
afi og amma rifjuðu upp skondna
atburði liðinna tíma og öll hlógum
við dátt. Ég man að ég var ákaf-
lega hreykin af þeim, þau voru svo
skemmtileg, einlæg og samkvæm
sjálfum sér. Þegar við yfirgáfum
Hraunkambinn það kvöldið man að
ég kvaddi þau óvenju innilega, ég
kyssti afa tvisvar og faðmaði þau
að mér af því mér þótti svo vænt
um þau. Ég vildi vera lengur því
þetta var reglulega skemmtilegt
kvöld sem ég mun aldrei gleyma.
Sennilega hefur þetta alltaf átt að
vera svona, að þessi fundur yrði sá
síðasti.
Sú hefð hefur myndast í gegnum
árin að á aðfangadagskvöld eftir
að hátíðin er gengin í garð og liðið
er á kvöldið að fjölskyldan hittist
öll á Hraunkambnum. Þá koma
börnin með gjafirnar og eldra fólk-
ið spilar og talar saman. Stuttu
eftir komu manna er svo sest við
kaffiborðið og bragðað á indælis
kökum frá ömmu. Þessi boð gáfu
jólunum gildi og mér fannst ekki
vera jól nema við færum til afa og
ömmu í Hafnó eftir að gjafir höfðu
verið teknar upp. Þessa hefð verður
erfitt að leggja niður og víst er að
jólin verða heldur tómleg án þess-
ara boða.
Þrátt fyrir ákafan söknuð og
sorg verðum við að halda áfram
okkar daglega lífi og ég veit að það
hefðu þau bæði viljað. Enginn veit
hvenær kallið kemur en afi og
amma fengu að fara saman og víst
er að þau eru nú á góðum stað.
Blessuð sé minning elskulegs afa
míns og ástkærrar ömmu.
Heiður Reynisdóttir
Það er erfitt að trúa að þau
Nanna okkar og Siguijón séu dáin
svo skyndilega. En þau létust af
slysförum 9. júní sl.
Og það sannast að slysin gera
ekki boð á undan sér því kvöldið
áður en þetta hörmulega slys var
höfðum við setið öll saman eftir
skemmtilega vinnuviku í sumarhús-
inu okkar systkinanna í Bakkafirði,
öll ákveðin í að koma þangað aftur
í sumar.
En enginn ræður sínum náttstað,
margar minningar eigum við frá
liðnum ái-um, og ekki síst lifa þær
minningar Iengi frá þeim tíma þeg-
ar Nanna og Siguijón bjuggu í
Þorlákshöfn. Fórum við þá oft til
þeirra og var mikil gleði sem ríkti
þar, þegar þau léku sér saman okk-
ar 8 börn og þeirra 8 börn.
En Nanna og Siguijón áttu 7
syni og eina dóttur sem nú háfa
misst sína ástkæru foreldra.
Ökkar hinstu kveðjur og hafi þau
þökk fyrir allt hið liðna.
Kæru Örn, Reynir, Úlfar, Guðni,
Óli, Grettir, Jökull, Alda og fjöl-
skyldur, við sendum ykkur okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Guð styrki ykkur og blessi.
Pála, Kaj og börn
Það er erfitt að trúa því að afí
og amma séu horfín. Það var alltaf
gaman að hitta þau af því að þau
voru svo hress og kát. Þau voru
aldrei óþolinmóð þó að við krakk-
arnir værum mörg þar og hver og
einn þyrfti sína athygli frá þeim.
Þau gerðu allt sem í þeirra valdi
stóð til að enginn yrði útundan.
Hjá þeim var ævinlega margt um
manninn og oft var glatt á hjalla
og mikið hlegið í eldhúsinu á Hraun-
kambinum. Ef einhver var í vand-
ræðum eða vantaði einhvern til að
tala við leitaði sá hinn sami til afa
og ömmu, þau voru ráðagóð og
skilningsrík. Elsku ömmu og afa
er sárt saknað og enginn getur fyllt
upp í það skarð sem þau skilja eft-
ir sig. Við viljum þakka þeim sam-
fylgdina og fyrir ást og hlýju í okk-
ar garð. Megi góður guð geyma
þau.
Barnabörnin
Okkur vinnufélögunum brá mjög
er við fréttum að vinnufélagi okk-
ar, Siguijón hafi látist í umferðar-
slysi norður í Hrútafirði, laugar-
dagskvöldið 9. þ.m.
Dauðinn kemur oft mjög óvænt
og til þeirra sem maður síst ætlar.
Það er erfítt að sætta sig við, að
fá ekki lengur að vinna með Sigur-
jóni, en svona er lífið.
Siguijón var einstakt ljúfmenni
og samvinnuþýður, og er mikil eftir-
sjá í slíkum samstarfsmanni.
í allri umgengni var Siguijón
ljúfur, með gamanyrði á vörum og
gott hjarta, enda vi.nsæll á meðal
allra starfsfélaga sinna.
Við starfsfélagar Siguijóns vott-
um börnum hans, tengdabörnum
og barnabörnum okkar dýpstu sam-
úðarkveðjur.
Guð blessi góðan dreng.
Starfsmenn bensínstöðvar
Esso Lækjargötu, Hafharfírði.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐMUNDUR SIGURÐSSON,
Möðruvöllum,
Kjós,
lést í Borgarspítalanum 5. júní. Bálför hans hefur farið fram í
kyrrþey að ósk hins látna.
Þökkum innilega auðsýnda samúð.
Guðrún Jónsdóttir,
Sigurður Guðmundsson, Eydís Egilsdóttir,
Sigrún Guðmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
t
GUÐLAUGUR MAGNÚSSON
frá Kolsstöðum,
sem andaðist föstudaginn 8. júní, verður jarðsunginn frá Áskirkju
mánudaginn 18. júní kl. 15.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Jóhann Guðlaugsson.
t
Bróðir okkar,
JÓNJÓNSSON
frá Deild,
Hrafnistu, Hafnarfirði,
verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju þriðjudaginn 19. júní kl.
13.30.
Guðfinna Jónsdóttir,
Guðmundur Jónsson.
t
Jarðarför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
SIGRÍÐAR HARALDSDÓTTUR
frá Firði,
Seyðisfirði,
Dalbraut 27,
Reykjavík,
fer fram frá Áskirkju þriðjudaginn 19. júní kl. 13.30.
Halldóra Jóna Stefánsdóttir, Karl Bóasson,
Árni Stefánsson, Ingibjörg Rafnsdóttir,
Georg Scheving, Anna H. Scheving,
Garðar Scheving, Hulda A. Scheving,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Hjartkær móðir mín, dóttir, systir, mág-
kona og frænka,
SIGURLAUG JÖKULSDÓTTIR,
Dalalandi 9,
verður jarðsungin frá Bústaðakirkju
þriðjudaginn 19. júní kl. 13.30. Þeim,
sem vildu minnast hennar, er vinsam-
legast bent á Krabbameinsfélagið.
Jökull Ulfarsson,
Helgi Jökulsson,
Jón Heiðar Helgason,
Guðrún Sigfúsdóttir,
Gréta F. Kristinsdóttir,
Guðrún Helgadóttir.
t
Eískuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma,
GUÐNÝ ÓLÖF MAGNÚSDÓTTIR,
Hrafnistu,
áður til heimilis á Holtsgötu 21, Hafnarfirði,
verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 20. júní
kl. 13.30.
Brynjólfur Bjarnason,
Jóhanna Brynjólfsdóttir, Einar Sigurjónsson,
Jón O. Brynjólfsson, Erla Steingrímsdóttir,
Bára Brynjólfsdóttir,
Ásthildur B. Cates, James M. Cates,
barnabörn og barnabörn.