Morgunblaðið - 17.06.1990, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.06.1990, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 1990 26 € ★ ★★ SV. MBL. — ★ ★ ★ SV.MBL. STJÖRNULIÐ í EINNI SKEMMTILEGUSTU GAMAN- MYND ALLRA TÍMA UM SEX SÉRSTAKAR KONUR. Sýnd kl. 4.50,6.55,9 og 11.10. ÞJOÐLEIKHUSIÐ • UR MYNDABÓK JÓNASAR HALLGRÍMSSONAR Á KJARVALSSTÖÐUM. Leikgerð: Halldór Laxness. Tónlist: Páll ísólfsson. 2. sýn. á vegum þjóðhátíðarnefndar á Kjarvalsstöðum í dag kl. 16.30. w LISTAHATIÐ sími 28588 • SJÁ ANNARS STAÐAR í BLAÐINU. Miðasala Listahátíðar er að Laufásvegi 2. Opið alla helgina frá 14-19. Miðapantanir og upplýsingar í símum 28588, 28590, 15500. Greiðslukortaþjónusta. SHIRLEY VALENTINE ★ ★★ AI.MBL. Sýndkl. 5og9.10. Síðustu sýningarl VINSTRI FÓTURINN ★ ★★★ HK.DV. Sýnd kl. 7.10 og 11.10. Síðustu sýningar! PARADISAR- BÍÓIÐ ★ ★★ SV.MBL. Sýnd kl. 9. í SKUGGA HRAFNSINS - IN THE SHADOW OF THE RAVEN „With english subtitle". — Sýnd kl. 5. SIÐANEFND LÖGREG Sýnd kl. 5,7, 9 og 11. Sýnd kl. kl. 7 og 11. Jón Bjarni Þorsteinsson umdæmisstjóri Lions afhendir Sigríði Þórdísi Sigurðardóttur verðlaun í samkeppni um teikningu á friðarveggspjaldi. 400 manna þing’ Lionsmanna HÁTT í fjögur hundruð manns sóttu landsþing Lionsmanna í Garðabæ um síðustu mánaðamót. Tæplega eitthundrað manns í tveimur Lionsklúbbum í Garðabæ sáu um þinghald- ið sem fram fór í Ásgarði. Á þingið kom Sigríður Þórdís Sigurðardóttir, 12 ára gamall nemandi í grunnskó- lanum á Blönduósi. Hún vann fyrstu verðlaun í samkeppni á vegum Lionshreyfíngarinnar fyrr á árinu. Samkeppnin var um teikningu á friðarvegg- spjaldi undir kjörorðinu „Sjáðu fyrír þér friðsælan heim“. Guðrún Helgadóttir, forseti sameinaðs þings, sótti Lions- þingið en fjölumdæmisstjóri Lions, Daníel Þórarinsson, af- henti henni áskorun til Alþing- is. Áskorunin er þess efnis að Alþingi taki eftirfarandi til greina við umfjöllun um frum- varp til grunnskólalaga sem liggur fyrir þinginu: Tekin verði af öll tvímæli í 42. grein um að nemendur skuli njóta kennslu sem eflir sjálfsmynd þeirra og félagsvitund og ger- ir þá þannig hæfari til að hafna vímuefnum. Jafnframt heimili Alþingi, í 44. grein, aukningu um tvær kennslu- stundir á viku fyrir 7. og/eða 8. bekk grunnskóla í þessu skyni. Lionshreyfmgin hefur und- anfarin þrjú ár unnið í sam- vinnu við menntamálaráðu- neytið, skólayfirvöld víða um land o g foreldrasamtökin Vímulausa æsku að kennslu á námsefninu Lions Quest — „Að ná tökum á tilverunni". Kennslan er forvarnastarf þar sem unglingar læra að stand- ast óæskilegan hópþrýsting, læra að segja nei, án þess að tapa trausti og áliti félaga sinna. Námsefnið hjálpar nemendum að skilja sjálfa sig, bæta samskipti við foreldra og félaga og taka yfirvegaðar ákvarðanir um að þeir séu ein- hvers virði. Það er samdóma álit þess skólafólks og sér- fræðinga sem um þetta kennsiuefni hafa fjallað að fátt sé meira virði fyrir fram- tíðarheill íslenskrar æsku en að slík kennsla verði tekin upp í öllum grunnskólum landsins. Mikill íjöldi grunnskóla tæki upp þetta námsefni þegar í stað ef ekki skorti tíma til kennslunnar. Vegna mikils áhuga á efninu hafa margir skólar þegar hafið kennslu með því að hliðra til öðrum námsgreinum. Viðbótin, sem farið er fram á, tvær kennslu- stundir á viku, gæti kostað ríkissjóð 18-20 milljónir króna á ári. Á Lionsþinginu var end- urnýjaður samstarfssamning- ur á milli Lionshreyfingarinn- ar á íslandi og Vímulausrar æsku. Þeir er undirrituðu samninginn voru Bogi Arnar Finnbogason frá Foreldrasam- tökunum Vímulausri æsku, Daníel Þórarinsson, núverandi fjölumdæmisstjóri, og Jón Bjarni Þorsteinsson, sem á þinginu var kjörinn næsti fjölumdæmisstjóri. Hann tek- ur við embætti 1. júlí nk. Nils Flackes á landsmóti harmonikku- leikara Húsavík. LANDSMÓT Sambands íslenskra harmonikku- leikara fer fram að Laug- um í Þingeyjarsýslu dag- ana 22.-24. júní og jafn- framt verður þá haldinn aðalíundur Sambandsins. Á mótinu leika bæði ein- leikarar og hljómsveitir harmonikkusnillinga og m.a. verða sérstakir tónleik- ar Svíans Nils Flackes. Dansleikir verða bæði föstu- dags- og laugardagskvöld undir ljúflegum harmon- ikkuleik sem hljóma mun um alla Þingeyjarsýslu fyrr- nefnda helgi. - Fréttaritari ■ LANDSMÓT Gídeonfé- laganna á íslandi var haldið í V estmannaeyj um 8.-10. júní sl. Á landmótinu, sem um 50 manns sóttu, var m.a. 45. aðalfúndur félags- ins haldinn, en Gídeonfélag- ið, sem er samtök kristinna verslunarmanna og sér- fræðinga, var stoftiað á Is- landi 1945. Á aðalfundinum voru eftirtaldir menn kosn- ir í stjórn félagsins. Geir Jón Þórisson forseti, Sigurð- ur Þ. Gústafsson varaforseti, Kári Geirlaugsson gjaldkeri og Ársæll Aðalbergsson kapilán. Meðstjómendur eru einn félagi frá hverri félags- deild á landinu, en nú starfa 8 félagsdeildir Gídeonfélag- « K 3 V . ÍUDI. 1 « ^ « VJTXb. JLJ V . Sýnd kl. 5,7,9 og 11. — Bönnuð innan 14 ára. IBLIÐU OGSTRÍÐU Sýnd kl. 5 og 7. Bönnuð innan 12ára. Síðustu sýn.l SIÐASTA JÁTNINGIN Sýnd kl. 11.15. Bönnuðinnan16ára. Síðustu sýn.! BEKKJA' FÉLACIR Sýnd kl. 9. Síðustu sýn.l. BARNASYNINGAR KL. 3. - KR. 200. OLIVER OG FELAGAR TURNEROG HOOCH DÍCBCCe' SÍMI 11384 - SNORRABRAUT 37 FRUMSÝNIR TOPPGRÍNMYNDINA: STÓRKOSTLEG STÚLKA IUCHARI) CERE JUEIA RORERTS ★ ★★ SV. Mbl. — ★ ★ ★ SV.Mbl. „PRETTY WOMAN" TOPPMYNDIN f DAG í LOS ANGELES, NEW YORK, LONDON OG REYKJAVÍK! AÐALHL.: RICHARD GERE, JULIA ROBERTS, RALPH BELLAMY, HECTOR ELIZONDO. TITILLAGIÐ OH, PRETTY WOMAN FLUTT AF ROY ORBISON. - LEIKSTJ.: GARRY MARSHALL. FRAML. ARNON MILCHAN, STEVEIN REUTHER. SÝIMD KL. 2.30,4.45,6.50,9 OG 11.15. KYNLÍF, LYGIOG MYNDBÖND Sýnd kl. 3. Sýnd kl. 3. anna á Islandi. Meðstjórnend- ur eru Bjarni Gunnarsson, Kristján Þorgeirsson, Steinar Waage, Gunnar Schram, Guðjón Guð- mundsson, Guðmundur Ómar Guðmundsson, Arnór Magnússon og Jóhannes Esra Ingólfsson. Fram- kvæmdastjóri Gídeonfélags- ins er Sigurbjörn Þorkels- son. Á aðalfundinum var m.a. samþykkt að senda 25% af innkomu í Biblíusjóð Gídeon- félagsins á íslandi í alþjóða Biblíusjóð Gídeonfélagsins, en hann stendur fyrir kaupum á Biblíum og Nýja testamentum sem fara til dreifingar í þeim Gídeonlöndum þar sem félag- arnir geta ekki fjármagnað dreifingu sína nema að hluta til. Gídeonfélagið starfar nú í 146 löndum. Fulltrúi alþjóða- stjórnar Gídeonfélaga á mót- inu var Harry F. Lyles, en hann er umsjónarmaður Gíde- onstarfsins í nokkrum Evr- ópulöndum. Markmið Gídeonfélagsins er að vinna menn og konur til trúar á frelsarann Jesú Krist, einkum með því að gefa skólabörnum eintak af Nýja testamentinu eða koma því fyrir t.d. á hótelherbergjum, við sjúkraním, við rúm aldr- aðra sem dvelja á dvalarheim- ilum, inn í fagnaklefa, í skip svo eitthvað sé nefnt. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.