Morgunblaðið - 17.06.1990, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 17.06.1990, Qupperneq 28
28 C MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 1990 Ég nota tækifærið, ef þér er sama, og tala við hann bróður minn í Suður- Ameríku... Með morgxmkaffrnu Bjánar. Ég er gluggaþvotta- maður ... HÖGNI HREKKVÍSI ÚG lerTLA AÐ REVMAAP Sl/ÆFX. haajn meþ LESTKI." Um veð- urspár Á FÖRNUM VEGI Frá gróðrarstöð Skógræktarfélags Reykjavíkur í Fossvogi. Til Velvakanda. A IVelvakandabréfi frá Sigurði S. Bjarnasyni þ. 7. júní er ijallað um veðurspár. Þar er kvartað yfir því, að veðurfréttir í sjónvarpi séu og hafi alltaf verið „veðrið á morg- un kl. 18 og ekkert þar fyrir utan“. Bréfritari viðurkennir að vísu, að hann sé ekki mikill veðuráhuga- maður, og í því liggur kannski skýr- ingin á þessari skoðun hans. En ýmsir fleiri hafa litla þörf fyrir veð- urfregnir og hlusta sjaldan á þær, en kunna þó allvel að nota sér þær. Þeir gera sér grein fyrir að ekki er hægt að sýna á korti sam- fellda spá fyrir næsta sólarhring. Þess vegna er sú leið valin að láta nægja fjögur kort. Tvö þeirra sýna veðrið í upphafi sólarhringsins, kl. 18, rétt áður en veðurfregnir eru sagðar. Annað kortið sýnir veður- kerfin á hafinu og löndunum í kring, en hitt lýsir nánar veðri á landinu. Þá eru sýnd tvö samskonar kort fyrir lok sólarhringsins næsta, kl. 18 á morgun. Ég þykist geta full- yrt að þetta séu meiri upplýsingar en þekkjast í sjónvarpsveðurfregn- um víðast erlendis. En auðvitað nægir ekki að horfa á kortin ein, og allra síst aðeins á spákort kl. 18. Það þarf um leið að hlusta grannt eftir skýringum veðurfræð- ingsins, á því hvemig veðurkerfin, regnsvæðin, snjókoman, skúrirnar og vindbeltin breytast á milli korta. En hér má bæta við, að veður- fregnir eru ekki aðeins fluttar í sjónvarpi. Á u.þ.b. þriggja stunda fresti eru veðurfréttir í útvarpi. Þá er tekið fyrir hvert veðurhérað á landinu og reynt eftir föngum að tímasetja veðurbreytingar næsta sólarhrings. Ennfremur er slík spá jafn oft lesin inn á símsvarann nr. 990600. Veðurspáin fyrir öll veður- héruðin tekur þar svo sem 2 mínút- ur, og gjaldið fyrir þann tíma er sem svarar hluta úr vínarbrauði, hvaðan sem hringt er af landinu. Auk þess er hægt að fá í þessum svarsíma ýmsar aðrar upplýsingar um veður, eins og símaskráin ber með sér. Páll Bergþórsson Sumar- vinnaí roki og rigningu SUMARIÐ var augljóslega komið þegar blaðamaður Morgun- blaðsins átti leið um höfuðstöðvar Skógræktarfélags Reykjavíkur í Fossvoginum á dögunum. Þar voru hópar sólbrúnna og sællegra ung- menna að störfum úti við og létu ekki rokið og rigninguna spilla vinnugleðinni þótt ýmsir hefðu eflaust saknað góðviðrins í maí. Skógræktarfélagið var stofnað 24. október árið 1946 og annast uppeldi á tijá- og runnaplöntum. Ásgeir Svanbergsson deildarstjóri sagði í samtali við Morgunblaðið að gróðrarstöð félagsins væri sú stærsta á Reykjavíkursvæðinu. „Sennilega verða um 6-700.000 plöntur gróðursettar á vegum fé- lagsins í ár, eða fleiri en nokkru sinni fyrr. Fastir starfsmenn félags- ins eru 15-20 og það ræður einnig fjölda fólks til starfa á vorin og Skógrækt Sennilega verða um 6- 700.000 plöntur gróður- settar á vegum Skóg- ræktarfélags Reykjavíkur í ár, fleiri en nokkru sinni fyrr. sumrin, auk þess sem það annast sumarvinnu skólafólks. Alls starfa um 300 manns hjá okkur í sumar og vinnan fer aðallega fram á ýms- um jaðarsvæðum umhverfis borg- ina. Félagið annast til að mynda allan rekstur Heiðmerkurinnar og framkvæmdir þar. Þessi starfsemi er einkum fjármögnuð með sölu skógarplantna, sem hefur aukist jafnt og þétt á undanförnum árum,“ sagði Ásgeir. Auk Heiðmerkurinnar plantar félagið ttjám á stöðum eins og Öskjuhlíð, Hólmsheiði og við Rauðavatn. Tvær ungar stúlkur Áslaug Árnadóttir og Steinunn Reynisdóttir voru að koma af heið- inni þegar blaðamanninn bar að garði. Þetta er þriðja sumarið sem Steinunn hefur starfað hjá félaginu en Áslaug hefur unnið þar helmingi oftar. Þær útskrifuðust báðar úr framhaldsskóla í vor, Steinunn úr Fjölbrautaskólanum í Ármúla og Áslaug úr Menntaskólanúm í Reykjavík. Þær létu vel af starfinu og sögðu það ágæta tilbreytingu að vinna úti á sumrin eftir skóla- námið á veturna. „Það kemur fyrir að við vinnum í gróðurhúsunum en Víkveiji skrifar Yfír sumartímann eru borgarbú- ar mikið á faraldsfæti um helgar og ekki óalgengt þegar menn hittast að spurt sé: „Ætlar þú úr bænum um helgina?" Víkveiji lagði þessa spurningu fyrir kunningja sinn núna í vikunni og svarið var laggott — nei. Hvers vegna ekki? „Veistu ekki að það er 17. júní á sunnudaginn, ég er alltaf í bænum 17. júní.“ Síðan skýrði hann frá því að hann hefði verið í bænum þann dag svo lengi sem hann myndi. Hann sagði að sem barn hefði hann farið prúðbúinn með foreldrum sínum og systkinum í bæinn, tekið þátt í skrúðgöngum og hátíðarhöldunum að öðru leyti. Þetta hefði orðið sér svo ógleymanlegt að hann vildi ekki fyrir nokkurn mun að börnin sín færu á mis við það. Þau hjónin hefðu því tekið upp þann sið — og hann gæti ekki séð annað en börn- in kynnu vel að meta það. Þá spillti og ekki að hafa afa og ömmu með. xxx essi kunningi Víkveija sagði að sér hefði oft verið hugsað til þess, einmitt 17. júní, hve sorg- legt það væri hvað fjölskyldan gæfi sér lítinn tíma til þess að vera sam- an, það er að segja hvað foreldrar gæfu sér oft lítinn tíma til þess að vera með börnunum. Það væri eins og þeim fyndist, þegar þau ynnu bæði utan heimiiis, að þau ættu rétt á að fá að nýta frítímann í eig- in þágu. Auðvitað væri það rétt, þau ættu rétt á því — en alltof margir gerðu sér ekki grein fyrir því hve dásamlegt það væri að eiga þess kost að vera með ungum börn- um sínum. Margir áttuðu sig ekki á því fyrr en um seinan, þegar börn- in væru vaxin úr grasi og vildu heldur til dæmis fara í ferðalög með jafnöldrunum en foreldrunum. Börnin missa mikið ef foreldrarnir gefa sér ekki tíma til að sinna þeim, en foreldrarnir missa einnig mikils. Þegar Víkveiji sagðist ætla að festa eitthvað af þessum hugleið- ingum á blað bað viðmælandi hans fyrir þau skilaboð til foreldra að vera með börnunum eins mikið og þau gætu. Það væri engin fórn heldur einhveijar ánægjulegustu stundir lífsins. Síðar á lífsleiðinni gæfíst nægur tími til að sinna öðr- um áhugamálum. Víkveiji er sammála því að mjög er við hæfi að þjóðhátíðardag urinn sé jafnframt notaður sem fjöl- skyldudagur. Þá sameiríast þjóðin um að fagna fengnu frelsi og vel er ef fjölskylduböndin verða styrkt um leið. í hátíðarræðum er íslendingum gjarnan líkt við fjölskyldu, við séum í raun ein stór fjölskylda, og hvatt til samkenndar. Hún sé þjóðinni nauðsynleg. En við megum ekki heldur gleyma öllum litlu fjölskyld- unum sem mynda hina stóru. xxx Víkveija barst eftirfarandi ábending frá sérfróðum manni um íslenskt mál: „Á þjóðhá- tíðardaginn, á afmælisdaginn er rétt mál, einnig á þriðjudaginn, á þriðjudeginum. Hins vegar er „á 17. júní, á 1. maí“ rangt, forsetning- unni er ofaukið. En eðlilegt getur verið að tengja orðasamböndin sam- an og segja á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Ljótt er að segja „þann 17. júní“, en hinn 17. júní eða aðeins 17. júní er gott.“ /

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.