Morgunblaðið - 17.06.1990, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDÁGUR 17. JÚNÍ 1990
C 31
„Veni, vidi og tók
pilluna... “ og
„Pilluna i Guðjón
... “ eru slagorð
dagsins hjá mennt-
skælingunum.
Slappað af í sólinni á
Austurvelli. Tijágróður-
inn sem nú prýðir völlinn
var ekki til staðar á þess-
umárum.
Hvar eru þser nú?
Unglingsstúlkur á
götum Reykjavíkur
árið 1970.
SÍMTALIÐ..
ER VIÐ SÉRA BJÖRN JÓNSSON, STÓRTEMPLARA ÍSLANDS
Allt er betra án áfengis
93-13290
Halló!
— Góðan dag, er séra Bjöm við?
Já, það er hann sem talar.
— Andrés heiti ég Magnússon og
er blaðamaður á Morgunblaðinu.
Er það ekki rétt skilið hjá mér að
þú hafir verið kjörinn stórtemplar
Islands um helgina?
Jújú.
— Hvaða embætti er þetta, stór-
témplar íslands?
Nú þetta er æðsta embætti bind-
indishreyfingarinnar hér á landi.
Segja má að starfið sé þríþætt. í
fyrsta lagi er stórtemplar forseti
framkvæmdanefndar stórtempl-
arareglunnar, en á henni hvílir að
mestu stjórn hreyfingarinnar.
Framkvæmdanefndin hittist svona
á mánaðarfresti og þá er farið yfir
starfið og línumar lagðar. í öðra
lagi boðar stórtemplar til og stjórn-
ar þingum templarahreyfingarinn-
ar. Á þessum þingum geta orðið
átök um áhersluatriði — hverju
beri öðra fremur að veita fé til og
svo framvegis — og þá kemur það
í hlut stórtemplarans að miðla
málum, svo að sem flestir geti
unað glaðir við sitt. í þriðja lagi
er það hlutverk hans að vera í
miklu og nánu sambandi við allar
stúkumar úti um landið, hvetja
menn til dáða og efla samhug bind-
indismanna.
— Þú segir stúkurnar úti um landið.
Hvað eru þetta eiginlega margar
stúkur og hversu
margir eru í þeim?
Látum oss sjá ...
Þetta eru 15 barna-
stúkur, 16 undirstúk-
ur, 4 þingstúkur og
2 umdæmisstúkur,
plús auðvitað stór-
stúkan. Þetta eru
tæplega 40 stúkur.
Hvað fjöldann varð-
ar, hef ég nú ekki
neinar nákvæmar
tölur, en það skiptir
altjent einhveijum
þúsundum.
Nú féll „bjórbanns-
vígið“ á síðasta ári.
Um hvað snýst starf-
ið hjá ykkur?
Fyrst og fremst er það forvam-
arstarfið enda tekur það aldrei
enda. Við reynum að uppfræða
börn og unglinga hvað við getum
um hættur áfengisins, því eftir að
fyrsti sopinn er tekinn getur reynst
erfitt að snúa við. Það er mikið
rætt um eiturlyfjaölduna, sem ríður
yfir Vesturlönd, og þá hættu sem
ungmennum er búin af henni. Nú
ætla ég sístur manna að gera lítið
úr henni, en því má ekki gleyma að
í nær öllum tilvikum er áfengið
lykillinn að annarri vímuefna-
neyslu. Þau tilvik, þar sem fólk fer
að neyta ólöglegra vímuefna án
þess að hafa áður neytt áfengis,
era teljandi á fingrum handarinn-
ar. Og það er sorgleg staðreynd,
að sama fólk og talað getur harð-
ast gegn eiturlyfjaógninni, finnst
oft lítið mál þótt ungt fólk fari að
neyta hinna löglegu vímugjafa —
áfengis og tóbaks.
— Hvernig fer forvarnarstarfið
fram?
Við reynum að ná til barnanna,
meðal annars í barnastúkum, en
einnig í skólum og höfum beinlínis
verið með viðleitni til þess að kom- *
ast inn í fræðslukerfið. Síðan má
náttúralega ekki gleyma Æskunni,
sem við höfum nú gefið út í 92 ár.
— En nú eruð þið bindindismenn.
Vitið þið nokkuð hvað áfengi er?
Jújú. Ég hef til dæmis ekki allt-
af verið bindindismaður og veit
hvað áfengi er. En
ég veit líka — og
kannski einmitt
vegna þess að ég
þekki áfengið — að
það er ekkert betra . -
en að vera algerlega
laus við áfengi. Það
er bókstaflega allt
betra án þess,
skemmtanir jafnt
sem annað.
— Það var og.
Heyrðu, ég þakka
þér kærlega fyrir
spjallið.
Ja, sömuleiðis.
Blessaður.
Séra Björn Jónsson.
HVAR
ERU ÞAU
NÚ?
KRISTÍN
BERNHARÐSDÓTTIR
FEGURÐARDROTTNING
ÍSLANDS1979:
A skrifstofunni
hjáKókóog
Kjallamnum
Kristín sér nú um skrifstofu-
haldið hjá tískuverslununum
Kókó og Kjallaranum. Skrifstofa
hennar er staðsett við höfnina í
Reykjavík, nánar tiltekið við hlið-
ina á Slippnum. Þar er Kristín í
kunnuglegu umhverfi því hún er
fædd og uppalin í Vestmannaeyj-
um og bjó þar er hún var óvænt
kjörin ungfrú Vestmannaeyjar og
síðar ungfrú Island árið 1979.
„Þetta hófst allt með því að við
vinkonurnar í Eyjum skruppum
eitt sinn á ball. Þar voru þá stadd-
ir fulltrúar Fegurðarsamkeppni
íslands og þeir komu að máli við
mig um hvort ég væri ekki til í
að taka þátt í þessu,“ segir
Kristín. „Ég sló til og það endaði
með því að ég sigraði í keppn-
inni. Eg held að sá sigur hafi fáum
komið jafn mikið á óvart og mér
sjálfri.“
Kristín segir að henni hafí
Kristín Bernharðsdóttir á skrifstofunni hjá Kókó og Kjallaranum.
gengið hálfbrösuglega í keppninni
um titilinn ungfrú ísland. Hún
hafði til dæmis aldrei stigið áður
á háhælaða skó og var stöðugt
hrasandi á sviðinu af þeim sökum.
Þátttaka hennar í keppnum er-
lendis varð endaslepp. „Ég fór í
keppni til Kanaríeyja en fann þá
að þetta líf átti ekki við mig. Því
sleppti ég næstu keppni sem átti
að fara fram í London. Ég man
að þetta var hrein martröð hjá
mér því ég átti svo lítið af fötum,
á Kanaríeyjum fékk ég þannig
lánuð föt hjá finnsku stúlkunni,"
segir Kristín.
Kristín flutti til Reykjavíkur
1980 og síðan fór hún til Svíþjóð-
ar og bjó þar í tvö og hálft ár.
Er hún kom heim aftur vann hún
sem afgreiðslustúlka í lánadeild
Búnaðarbankans um fimm ára
skeið eða þar til hún fór að vinna
hjá Kókó og Kjallaranum fyrir
þremur árum. Hún segir að gæti
hún upplifað tímana 1979 aftur
myndi hún hiklaust gera það.„Ég
kynntist svo mörgu ágætu fólki í
kringum þetta stúss, fólki sem ég
þekki ennþá. Og ég vil geta þess
að árið 1980 fór ég hringinn í
kringum landið með skemmtihóp,
hljómsveit Stefáns P., Halla og
Ladda og fleirum, að velja fegurð-
ardrottningar þess árs og það var
virkilega gaman. Sennilega eitt
skemmtilegasta sumar sem ég hef
lifað.“
Nýkjörin fegurðardrottning íslands 1979. Það er ungfrú ísland
1978, Halldóra Björk, sem setur kórónuna á koilinn á Kristínu.
ÍSLAND hefiir ávallt verið
þekkt fyrir að vera fagurt land
meðal annara þjóða heimsins
og að þaðan keipur ágætur fisk-
ur. Á síðustu árum hefiir enn
eitt þjóðareinkennið bæst við
og það erufegurðardrottningar
enda hafa íslendingar náð frá-
bærum árangri á því sviði. En
hvað ætli verði um þær stúlkur
sem kjörnar eru ungfrú ísland
á hveiju ári en ná ekki athygli
heimsbyggðarinnar? Hvar er til
dæmis Kristín Bernharðsdóttir
ungfrú ísland árið 1979 stödd
í dag?