Morgunblaðið - 23.06.1990, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JUNI 1990
27
(
jWeöður
r
a
inorgun
ÁRBÆJARPRESTAKALL: Guðs-
þjónusta kl. 11 árdegis. Organ-
leikari Jón Mýrdal. Sr. Guðmund-
ur Þorsteinsson.
ÁSPRESTAKALL: Vegna sumar-
leyfis sóknarprests og starfs-
fólks er minnt á messu í Laugar-
neskirkju kl. 11. Sóknarprestur.
BREIÐHOLTSKIRKJA: Guðs-
þjónusta kl. 11. Organisti Daníel
Jónasson. Sr. Gísli Jónasson.
BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 11. Organisti Guðni Þ.
Guðmundsson. Sr. Pálmi Matt-
híasson.
DÓMKIRKJAN: í dag, laugardag,
Messa í Viðeyjarkirkju kl. 14 á
Jónsmessuhátíð Viðeyingafé-
lagsins. Sr. Jakob Ágúst Hjálm-
arsson. Sunnudag, Jónsmessa,
kl. 11 prestsvígsla. Biskup ís-
lands, herra Ólafur Skúlason,
vígir til prestsþjónustu eftirtalda
kandidata í guðfræði: Guðnýju
Hallgrímsdóttur til þjónustu við
fatlaða, Hjört Hjartarson til Ása-
prestakalls í Skaftafellsprófasts-
dæmi, Sigríði Guðmundsdóttur
til Staðarprestakalls í (safjarðar-
prófastsdæmi, sr. Sigurð Kristin
Sigurðsson til Setþergspresta-
Guðspjall dagsins:
Lúk. 14.:
Hin mikla kvöldmáltíð.
kalls í Snæfellsness- og Dala-
prófastsdæmi. Vígsluvottar
verða sr. Ingiþerg J. Hannesson,
prófastur, sr. Karl Matthíasson,
sr. Sighvatur Birgir Emilsson og
sr. Sigurður H. Guðmundsson.
Auk þeirra annast ritningalestur
Arnþór Helgason, formaður Ör-
yrkjabandalagsins. Altarisþjón-
ustu annast sr. Jakob Ágúst
Hjálmarsson, Dómkirkjuprestur.
Dómkórinn og kór Víðistaða-
kirkju syngja við athöfnina. Org-
elleikari Marteinn Hunger Frið-
riksson.
ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðs-
þjónusta kl. 14. Sr. Kristinn
Hóseasson prédikar. Sr. Grímur
Grímsson þjónar fyrir altari. Fé-
lag fyrrverandi sóknarpresta.
FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs-
þjónusta með altarisgöngu kl.
20.30. (Ath. breyttan messu-
tíma.) Þorvaldur Halldórsson og
félagar sjá um söng. Prestur sr.
Guðmundur Karl Ágústsson.
Samverustund fyrir ME-félaga
(lútersk hjónahelgi), eftir guðs-
þjónustuna.
GRENSÁSKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 11. Organisti Árni Arin-
bjarnarson. Prestarnir.
HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl.
11. Sr. Sigurður Jónsson á Pat-
reksfirði prédikar. Sr. Karl Sigur-
björnsson þjónar fyrir altari.
Þriðjudag: Fyrirbænaguðsþjón-
usta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum.
HJ ALLAPREST AKALL: Guð-
þjónusta í Digranesskóla kl. 11.
Sr. Ólafur Jóhannsson.
LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10.
Sr. Bragi Skúlason.
HÁTEIGSKIRKJA: Hámessa kl.
.11. Sr. Arngrímur Jónsson.
Kvöldbænir og fyrirbænir eru í
kirkjunni á miðvikudögum kl. 18.
Prestarnir.
KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjón-
usta í Kópavogskirkju kl. 11. Sr.
Þorbergur Kristjánsson.
LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja
Guðbrands biskups. Guðsþjón-
usta kl. 11. Norski kórinn Raum-
klang syngur „gospellög". Þór
Hauksson, guðfræðinemi, préd-
ikar. Organisti Þóra Guðmunds-
dóttir. Kaffi í safnaðarheimilinu
eftir stundina. Sr. Þórhallur
Heimisson. .
LAUGARNESKIRKJA: Messa kl.
11. Altarisganga. Heitt á könn-
unni eftir messu. Organisti Ron-
ald V. Turner. Síðasta hádegis-
kyrrðarstundin fyrir sumarfrí á
fimmtudaginn kl. 12, orgelleikur,
fyrirbænir, altarisganga. Sóknar-
prestur.
NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl.
11. Sr. Frank M. Halldórsson.
Organisti Reynir Jónasson. Mið-
vikudag: Fyrirbænamessa kl.
18.20. Sr. Frank M. Halldórsson.
SELJAKIRKJA: Guðsþjónusta kl.
20. Altarisganga. Ólöf Sesselja
Óskarsdóttir leikur á celló. Org-
anisti Kjartan Sigurjónsson.
Molasopi eftir guðsþjónustu.
Sóknarprestur.
SELTJARNARNESKIRKJA:
Messa kl. 11. Organisti Gyða
Halldórsdóttir. Sóknarprestur sr.
Solveig Lára Guðmundsdóttir
kveður söfnuðinn fyrir orlof sitt.
FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Guðs-
þjónusta kl. 14.00. Miðvikudagur
27. júní morgunandakt kl. 7.30.
Orgelleikari: Pavel Smid. Cecil
Haraldsson.
KRISTSKIRKJA, Landakoti: Lág-
messa kl. 8.30. Stundum lesin á
ensku. Hámessa kl. 10.30. Lág-
messa kl. 14. Rúmhelga daga er
lágmessa kl. 18, nema á laugar-
dögum, þá kl. 14. Á laugardögum
er ensk messa kl. 20.
MARlUKIRKJA Breiðholti: Há-
messa kl. 11. Rúmhelga daga er
lágmessa kl. 18.
KFUM & KFUK: Kristniboðssam-
koma í kristniboðssalnum Háa-
leitisbraut 58 kl. 20.30. Ræðu-
maður sr. Kjartan Jónsson,
kristniboði.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Útisam-
koma á Lækjartorgi kl. 16. Hjálp-
ræðissamkoma kl. 20. Brigadier
Ingibjörg Jónsdóttir og kafteinn
Miriam Óskarsdóttir stjórna og
tala.
GARÐAKIRKJA: Guðsþjónusta
kl. 11. Sr. Gunnlaugur Garðars-
son prédikar. Þáttur fyrir börnin
í umsjá Maríu Ágústsdóttur, guð-
fræðinema. Hljómeyki syngur.
Organisti Bjarni Jónatansson.
Sóknarprestur.
KAPELLA St. Jósepssystra,
Garðabæ: Hámessa kl. 10.
VÍÐISTAÐAKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 14. Fermdur verðurJónas
Þorri Gunnarsson til heimilis í
Bandaríkjunum. Sr. Sigurður
Helgi Guðmundsson.
HAFNARFJARÐARKIRKJA:
Morgunsöngur kl. 11. Sr. Gunn-
þór Ingason.
KAPELLAN St. Jósepsspftala:
Hámessa kl. 10.30. Rúmhelga
daga lágmessa kl. 18.
KARMELKLAUSTUR: Hámessa
kl. 8.30. Rúmhelga daga messa
kl. 8. Síðdegismessur verða
sunnudag 24. júní og föstudag
29. júní kl. 17 báða daga. í hvorri
messu fyrir sig, sem opin er öll-
um, fá nýjar systur klausturbún-
ing.
INNRI-NJARÐVÍKURKIRKJA:
Messa kl. 11. Fermdur verður
Christopher Alan Dadles frá
Bandaríkjunum, Hlrðarvegi 48,
Njarðvík.
KAÞÓLSKA kapellan, Hafnarg.
71, Keflavík: Messa kl. 16 á
sunnudögum.
HEILSUHÆLI NLFÍ, Hveragerði:
Messa kl. 11. Sr. Tómas Guð-
mundsson.
KOTSTRANDARKIRKJA: Messa
kl. 14. Aðalsafnaðarfundur eftir
messu. Sr. Tómas Guðmunds-
son.
SKÁLHOLTSKIRKJA: Messa kl.
17. Organisti Svavar Sigurðsson.
Sóknarprestur.
MARTEINSTUNGUKIRKJA
Holtahreppi: í kvöld, laugardag,
kl. 21 verður guðsþjónusta í kirkj-
unni. Sóknarpresturinn, sr.
Halldóra J. Þorvarðardóttir,
messar. Organisti Hanna Einars-
dóttir.
Þl NGVALLAKIRKJ A: Samnor-
ræn guðsþjónusta kl. 11 vegna
heimsóknar fulltrúa prestafélaga
á Norðurlöndum. Organleikari
Einar Sigurðsson. Sóknarprest-
ur.
AKRÁNESKIRKJA: Guðsþjón-
usta fellur niður í dag og alla
sunnudaga í júlí vegna sumar-
leyfis sóknarprests og kirkju-
starfsfólks.
Minninff:
* *
Oskar S. Olafsson
frá Hellishólum
Fæddur 26. ágúst 1908
Dáinn 10. júní 1990
Okkur langar með fáum orðum
að minnast elsku afa okkar, sem
lést eftir erfið veikindi 10. júní sl.
Það var alltaf gott að koma til
afa og ömmu á Birkivellina. Alltaf
var okkur tekið opnum örmum og
ekki íengum við að fara heim án
þess að þiggja góðgjörðir. Það sem
efst er í okkar huga frá síðustu
I árum okkar saman er ferðin sem
I við fórum inn í Þórsmörk á áttræð-
isafmælinu hans afa. Það var alveg
ógleymanleg stund sem við áttum
með honum þar.
Við vitum að barnabörnin og
barnabarnabörnin koma til með að
sakna hans, þau nutu mikillar góð-
Fæddur 6. júlí 1917
Dáinn 15. júní 1990
Kveðja frá starfsfélaga
Óhjákvæmilega fylgir það vax-
andi aldri að þurfa að sjá á bak
mörgum gömlum félögum frá fyrri
árum. Huggun er það harmi gegn
að vita, að þetta fólk hefur flest
skilað góðu ævistarfi og niðjum til
framtíðar, sem halda áfram að bera
foreldrum vitni í starfi og lífi. Einn
af mínum gömlu góðu starfsfélög-
vildar og hlýju hjá honum. Alltaf
gaf hann okkur og okkar börnum
tíma við spjall og leiki.
Það er gott að vita af afa í góð-
um höndum og að þjáningum hans
sé lokið.
Megi hann hvíla í friði.
Elsku amma, Guð styrki þig og
verndi.
Agga og Bogga
í dag verður jarðsettur frá Sel-
fosskirkju elskulegur þengdafaðir
minn, Óskar Sigurþór Ólafsson frá
Hellishólum i Fljótshlíð, er andaðist
á heimili sínu Birkivöllum 20, Sel-
fossi, 10. júní sl. eftir skamma en
stranga sjúkdómslegu.
Óskar var ættaður frá Kjóastöð-
um frá kennaraárunum var rétt
nýlega að kveðja jarðlífið. Andlátið
varð með óvæntum hætti, þótt hann
hefði kennt nokkurs heilsubrests
undanfarið. Er hans nú sárt saknað
af sínum nánustu og mörgum þeim
sem af honum höfðu kynni.
Haustið 1976 gerðist ég kennari
við grunnskólann á Brunnastöðum
á Vatnsleysuströnd. Ég átti lög-
heimili í Reykjavík, fór suður eftir
á mánudagsmorgnum og inn í bæ-
inn á fimmtudögum síðdegis. Fékk
að ljúka kennslunni af á fjórum
um í Biskupstungum, fæddur 26.
ágúst 1908, sonur þjónanna Sigríð-
ar Jónasdóttur og Ólafs Guðmunds-
sonar er þar bjuggu.
Óskar kvæntist Lovísu Ingvars-
dóttur frá Hellishólum 8. júlí 1933
og eignuðust þau 12 börn og eru
dögum fyrir velvilja skólastjórans,
sem þá var þarna, Hreins Ásgríms-
10 þeirra á lífi og afkomendahópur-
inn orðinn all stór. Jafnræði mikið
var með þeim hjónum, hún frábær
húsmóðir og hann dugmikill bóndi,
sem unun hafði af starfi sínu. Á
Hellishólum bjuggu þau myndarbúi
þar til fyrir um 20 árum að þau
brugðu búi og fluttu að Birkivöllum
20 á Selfossi.
Óskar var glaðlyndur og hlýr
persónuleiki, sem fagnaði manni
alltaf eins og langþráðum gesti
opnum örmum. Á heimili þeirra
hjóna var gestrisni í hávegum höfð
og öllum fagnað af sömu hjarta-
hlýju. Ást og virðing einkenndi sam-
búð þeirra hjóna alla tíð og var
sannarlega til eftirbreytni.
Óskar tók veikindum sínunl með
sérstöku æðruleysi og átti aðeins
þá ósk að fá að dvelja heima til
hinstu stundar. Það tókst með frá-
bærri aðstoð Heilsugæslustöðvar
Selfoss og ber sérstaklega að þakka
Flosa Karlssyni lækni og Björgu
Sigurðardóttur hj úkrunarfræðingi
þeirra aðstoð. Lovísa tengdamóðir
mín umvafði hann kærleika sínum
dyggilega studd af nánustu ástvin-
um. Söknuður hennar er sár, en
dýrmæt verður henni sú minning
sonar (1947-1986). Herbergi hafði
ég í Vogum, í húsi sem heitir Há-
bær. Þar eyddi ég kvöldunum þrem-
ur sem ég dvaldi þarna í viku hverri.
Oft gerðist það, að mér leiddist ein-
veran og ég lagði leið mína til fólks
sem ég hafði ánægju af að blanda
geði við.
Einn af samkennurum nn'num á
Brunnastöðum var Jón Hermann
Kristjánsson, sem bjó ásamt konu
sinni, Sigríði Hrefnu Sigfúsdóttur,
á Valfelli í Vogum. Þar var ég
ætíð velkominn. Húsráðendur glaðir
og reifir. Sama var um kynnin við
Jón í skólanum. Þar, á kennarastof-
unni, var oft skrafað í frímínútum.
Mér fannst Jón einkar þægilegur
maður. Oft ræddi hann um sjó-
mennsku sína, sem hann stundaði
í fríum sínum frá Vogahöfn. Hann
átti góðan bát og réri á sjó með
konu sinni, sem einnig var hneigð
fyrir sjómennskuna. Þannig hittist
á, að Jón kenndi ekki á þriðjudögum
og miðvikudögum. Saknaði ég hans
að hafa getað orðið við síðustu ósk
eiginmanns síns.
Ég og fjölskylda mín viljum
þakka kærleiksríka samfylgd og
vináttu liðinna ára. Sérstakar þakk-
ir flyt ég frá Önnu dóttur minni,
sem búsett er erlendis, þakkar hún
ástríkum afa sínum fyrir allt sem
hann var henni og sendir hjartans
kveðju til Lovísu ömmu sinnar.
Við blessum minningu um góðan
mann.
Hvað er hel?
Öllum líkn sem lifa vel,
engill, sem til lífsins leiðir,
ljósmóðir, sem hvílu breiðir.
Sólarbros, er birta él,
heitir hel.
Eilíft líf,
ver oss hugpn, vöm og hlíf,
lif í oss, svo ávallt eygjum
æðra líf, þó að deyjum.
Hvað er allt, þá endar kíf?
Eilift líf.
(Matt. Jochumsson.)
Megi kær vinur hvíla í friði.
Sigrún Ólafsdóttir
þá mjög. Og þegar hann birtist á
fimmtudögum fannst mér sem allt
lifnaði við. Þannig var hann Jón
minn í Vogum. Alltaf sami glaði
náunginn.
Ég rek ekki ættir né uppruna
Jóns Hermanns, en eitt veit ég.
Hann bar hlýjan hug til ættar-
grundar sinnar, sem voru Jökulfirð-
irnir. Hann fæddist í Grunnavík.
Kennslu stundaði Jón lengst af á
Vatnsleysuströnd og í Vogum.
Hann var farsæll kennari. Munu
nemendur hans minnast hans með
þökk og virðingu nú við leiðarlokin.
Mynd Jóns er fast greipt í hugá'
minn og hverfur ekki þaðan fyrr
en ég er allur. Það er mikill ávinn-
ingur að kynnast góðu fólki. Jón
tel ég einn í þeim hópi.
Aðstandendum hans sendi ég
vinar- og samúðarkveðjur.
Blessuð veri minning þessa ljúfa
manns.
Auðunn Bragi Sveinsson
Minning:
Jón H. Krisijáns-
son fv. skólastjóri