Morgunblaðið - 23.06.1990, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.06.1990, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 1990 17 Philips sérum lýsinguna /7>V I Opinber s (i dnircjsaöili HM 1990 UPPLÝSINGAR: SiMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002 verru meoi Blönduós: Leikvöllur hann- aður af börnum Blönduósi. NÝLEGA hefur verið gerður leikvöllur við grunnskólann á Biönduósi, sem nemendur 5. og 3. bekkjar hafa að mestu hannað sjálf. Hjördís Bérgsdóttir myndmenntakennari á Blönduósi sagði að leitað hefði verið eftir hug- myndum nemenda í 3. og 5; bekk skólans hvern- ig þau vildu hafa leikvöll. Áhersla var lögð á að fá allt efni til leikvallargerðar heima fyrir og að leikvöllur hentaði öllum aldurshópum. Verkefni þetta reyndist börnunum auðvelt úrlausnar og var megin niðurstaðan sú að leikvöllurinn þyrfti að fullnægja hreyfiþörf barnanna. Þó fannst sum- um yngri barnanna erfitt að koma þörfum nem- enda níunda bekkjar inn í leikvallargerðina og kom m.a. fram sú tillaga til úrlausnar að koma fyrir einum bekk á leikvellinum og merkja hann með tölunni níu. j6n gjg- Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Krakkarnir á Blönduósi eru ánægðir með nýja leikvöllin sem þeir sjálfir hafa lagt grunninn að. Þeir lögðu ríka áherslu á að hreyfiþörfin yrði virkjuð sem best og má glögglega sjá á myndinni að það hefur tekist. Hella: Jón Þorgilsson lætur af störfiim sveitarstjóra JÓN Þorgilsson, sveitarstjóri á Hellu (Rangárvallahrepps) síðastliðin 12 ár og oddviti næstu átta ár þar á undan, hefúr látið af störfúm sveitarsljóra. Hann sagði af sér því starfi á síðasta fundi fráfarandi hreppsnefhdar. Auglýst hefúr verið eftir nýjum sveitarstjóra og er umsóknar- frestur til 1. júlí næstkomandi. Jón Gauti Jónsson hefur verið fenginn til að annast rekstur hreppsskrifstofunnar um sinn. Jón Þorgilsson vildi ekki tjá sig um hvers vegna hann hætti, en sagði þó að líklega teldi bæði hann sjálfur og aðrir að hann hefði verið nógu lengi í þessu starfi. „Ég var búinn að vera sveitarstjóri í 12 ár og þar á undan átta ár sem oddviti og þar með í rauninni sveitarstjóri líka, þannig að samanlagt var ég nú búinn að vera 20 ár í þessu,“ sagði hann. I hreppsnefndarkosningunum í Rangárvallahreppi nú fékk E-listi tvo menn, K-listi einn og N-listi tvo. E-listinn hafði meirihluta í síðustu hreppsnefnd, fjóra hrepps- nefndarmenn af fimm. N-listinn og K-listinn mynduðu meirihluta um kjör oddvita nú og í nefndir. Hlutkesti við val í neftidir borgarstjórnar: Sjálfstæðismenn höfðu betur 13 sinnum en minnihlutinn 7 sinnum frestað, áður en til þess yrði tekin afstaða. Var á það fallist og verð- ur því kjörið í ráðin á næsta borg- arstjórnarfundi. KOSNINGAR í nefndir og ráð borgarstjórnar Reykjavíkur fóru fram á borgarsljórnarfundi síðastliðinn fimmtudag. Flestar nefhd- irnar eru fimm manna og þurfti að viðhafa hlutkesti við kosning- ar til þeirra til að skera úr um það hvort fjórði maður Sjálfstæðis- flokks eða annar maður minnihlutans tæki þar sæti. Alls unnu sjálfstæðismenn hlutkestið 13 sinnum en minnihlutinn 7 sinnum. Minnihlutaflokkarnir buðu fram sameiginlega lista í allar neftidir samkvæmt samkomulagi sem gert var fyrir skömmu. heyrðu. Borgarstjóri kom með þá tillögu að kosið yrði í ráðin hvort í sínu lagi, en minnihlutinn óskaði eftir að afgreiðslu málsins yrði Fyrst var efnt til hlutkestis við val í borgarráð. Þar höfðu sjálf- stæðismenn betur og fengu fjóra menn, Magnús L. Sveinsson, Katrínu Fjeldsted, Vilhjálm Þ. Vil- hjálmsson og Áma Sigfússon, en minnihlutinn aðeins einn, Siguijón Pétursson, Alþýðubandalagi. Kjör í aðrar nefndir fór sem hér segir: I hafnarstjórn fengu sjálfstæð- ismenn fjóra menn kjörna en minnihlutinn einn. Borgarstjórn kaus Guðmund Hallvarðsson formann. í byggingarnefnd fékk Sjálf- stæðisflokkurinn fjóra menn en minnihlutinn einn. Nefndin kýs sér sjálf formann. Kosið var í fjórar stjórnir heilsu- gæsluumdæma og fengu sjálf- stæðismenn tvo menn í hverja en minnihlutinn einn. í heilbrigðisnefnd fengu sjálf- stæðismenn fjóra fulltrúa en minnihlutinn einn. Nefndin kýs sér sjálf formann. í stjórn sjúkrastofnana Reykjavíkur fengu sjálfstæðis- menn tvo fulltrúa en minnihlutinn einn. Sjálfstæðisflokkurinn fékk þijá fulltrúa í félagsmálaráð en minni- hlutinn tvo. Formaður var kjörinn Guðrún Zoéga. í almannavarnanefnd Reykjavíkur fengu sjálfstæðis- menn tvo fulltrúa kjörna en minni- hlutinn engan. Valið var með hlut- kesti milli annars fulltrúa sjálf- stæðismanna og fulltrúa minni- hlutans og báru sjálfstæðismenn sigur úr býtum. í barnaverndarnefnd fékk Sjálf- stæðisflokkurinn fimm fulltrúa en minnihlutinn tvo. Nefndin kýs sér sjálf formann. í umhverfismálaráð fékk Sjálf- stæðisflokkurinn fjóra menn kjörna en minnihlutinn einn. For- maður var kjörinn Júlíus Hafstein. í menningarmálanefnd fékk Sjálfstæðisflokkurinn fjóra menn kjörna en minnihlutinn einn. For- maður var kjörinn Hulda Valtýs- dóttir. í húsnæðisnefnd fengu sjálf- stæðismenn þijá fulltrúa en minni- hlutinn einn. Nefndin velur sér sjálf formann. í stjórn Sorpeyðingar höfuð- borgarsvæðisins bs. fengu sjálf- stæðismenn þijá menn kjörna en minnihlutinn tvo. Stjórnin kýs sér sjálf formann. í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar fékk Sjálf- stæðisflokkurinn þijá menn kjörna en minnihlutinn tvo. Formaður var kjörinn Magnús L. Sveinsson. í atvinnumálanefnd fengu sjálf- stæðismenn þijá menn kjörna en minnihlutinn tvo. Formaður var kjörinn Jóna Gróa Sigurðardóttir. í stjórn Strætisvagna Reykjavíkur fékk Sjálfstæðis- flokkurinn þijá menn kjörna en minnihlutinn tvo. Formaður var kjörinn Sveinn Andri Sveinsson. í stjórn veitustofnana fékk Sjálfstæðisflokkurinn fjóra menn kjörna en minnihlutinn einn. For- maður var kjörinn Páll Gíslason. í skipulagsnefnd fengu sjálf- stæðismenn fjóra menn kjörna en minnihlutinn einn. Formaður var kjörinn Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son. í umferðarnefnd fengu sjálf- stæðismenn fjóra menn kjörna en minnihlutinn einn. Formaður var kjörinn Haraldur Blöndal. í íþrótta- og tómstundaráð fengu sjálfstæðismenn fjóra menn kjörna en minnihlutinn einn. For- maður var kjörinn Júlíus Hafstein. í stjórn Dagvista barna fékk Sjálfstæðisflokkurinn þijá menn kjörna en minnihlutinn tvo. For- maður var kjörinn Anna K. Jóns- dóttir. í byggingarnefnd aldraðra fékk Sjálfstæðisflokkurinn fjóra menn kjörna en minnihlutinn einn. For- maður var kjörinn Páll Gíslason. í ferðamálanefnd fengu sjálf- stæðismenn þijá menn kjörna en minnihlutinn tvo. Formaður var kjörinn Júlíus Hafstein. Kosningu í skólamálaráð og fræðsluráð var frestað að ósk minnihlutans. Þegar kom að þeim kosningum kynntu fulltrúar minnihlutans bókun, þar sem fram kom að þeir litu svo á, að aðeins væri verið að kjósa í fræðsluráð, þar sem það ætti að sjá um öll þau mál, sem undir skólamálaráð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.