Morgunblaðið - 23.06.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.06.1990, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 1990 Sæludalur, sveitin best! sólin á þig geislum helli! eftir Þórarin Þórarinsson Eitt af sérkennilegustu kvæðum Jónasar Hallgrímssonar er Galdra- veiðin sem Jón Ólafsson ritstjóri og Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi, er sáu um þriðju útgáfuna á ljóðum Jónasar, telja ort um Edvard Thomsen, sem varð hlutskarpastur í keppninni um Kristjönu Knudsen, en Jónas var mjög ástfanginn af henni. Kvæðið hefst þannig og virðist benda til þess að skáldið hugsi sér að vera statt heima í Öxnadal: Hvað man það undra er eg úti sék . þrúðgan þrætudraug um þveran dal skyndilega skýi ríða? Að kvæðið sé tileinkað Edvard Thomsen draga menn af niðurlagi annars erindisins, en þar segir: sék á dufli dðkkum stöfum .E.T. illa merkt. Til eru fleiri skýringar á stöfun- um E.T. en átt sé við Edvard Thomsen. Hér verður ekki cþæmt um það hvort þær séu réttari en skýringar þeirra Jónanna, en í loka- erindinu kemur í Ijós, að Jónas hugsar ekki hlýtt til þess manns, sem kvæðið er um: Hættu, hættu áður að hálsi þér sjálfum verði snara snúin; Því sá var fanginn er und fossi hljóp lax inn lævísi Hér er E.T. bersýnilega líkt við Loka Laufeyjarson í lýsingu af hon- um í Gylfaginningu. Sé kenning þeirra nafnanna rétt hefur Jónas að líkindum ort þetta kvæði, þegar honum bárust þau tíðindi veturinn 1831, að Kristjana hefði ráðið sig sem bústýru hjá E. Thomsen í Vest- mannaeyjum. Jónas mun hafa litið á það sem Lokaráð; hann fékk það líka staðfest nokkru síðar af Krist- jönu sjálfri eða eftir öðrum leiðum, að þau Kristjana og Thomsen væru leynilega trúlofuð. Það virðist hafa valdið honum slíkum vonbrigðum, að hann hafi ákveðið að giftast aldr- ei. Þess vegna segir hann í kvæðinu Söknuði: Sólbjartar meyjar er ég síðan leit, allar á þig minna; því geng ég einn og óstuddur að þeim dimmu dyrum. Því fór samt fjarri, að Jónas sneri alveg baki við konum, væru þær fallegar og gáfaðar. Ein þeirra gaf honum tilefni til að yrkja eitt fegursta og vinsæl- asta kvæði sitt Ég bið að heilsá Vorið 1839 hélt Jónas frá Kaup- mannahöfn til Akur- eyrar og var ætlunin að fara í rannsóknar- ferð um Þingeyjar- sýslur og Austurland. í Þingeyjarsýslum var það aðalerindi hans að rannsaka brennisteinssvæðin þar og gossvæðið við Kröflu og naut hann þar leiðsagnar séra Jóns Þorsteinssonar í Reykjahlíð og bjó hjá honum meðan hann stundaði rannsóknir á Kröflusvæðinu. Um það segir svo í ævi- sögu Jónasar eftir Matthías Þórðarson: „Kynntist hann þá íjölskyldunni og var þeim Hólmfríði, elstu dóttur séra Jóns, vel til vina. Hún var þá á átjánda ári og þótti lagleg og myndarleg stúlka. Sagt er að Jónas hafi síðar skrifað henni nokkrum sinnum og hún hafi geymt bréf hans til elliára, en allt er það óvíst. Minntist Hólmfríður Jónasar jafnan með vinsemd." í hinni miklu útgáfu á ritum Jón- asar, sem út kom á síðasta ári, er sagt um þetta kvæði, að Hólmfríður Jónsdóttir frá Reykjahlíð hafi átt handrit af því frá Jónasi, en látið það hverfa ásamt bréfum frá Jón- asi rétt áður en hún dó, en hún andaðist háöldruð 1915 og hafði verið gift séra Jóni Sveinssyni presti að Hvanneyri í Siglufirði, síð- ar að Mælifelli. Augljóst er af þessu að milli þeirra Hólmfríðar og Jónasar hefur tekist mikil vinátta og gagnkvæm virðing. Margt bendir til þess, að kynni þeirra Jónasar og Hólmfríðar hafi haft góð áhrif á Jónas og hún hvatt hann til að halda áfram ljóða- gerðinni, því á næstu árum yrkir hann eða lýkur við mörg sín bestu kvæði m.a. eftirmæli um Tómas Sæmundsson, Bjarna Thorarensen og Þorstein Helgason ásamt Huldu- Ijóðum og Fjallinu Skjaldbreið, Dal- vísu og Ég bið að heilsa, en mörg þessara Ijóða virðist hann hafa haft lengi í smíðum og smábreytt þeim öðru hvoru. Hann vildi ekki láta neitt óvandað frá sér. Þetta sýnir m.a. ljóðið um séra Þorstein Helgason. Þorsteinn drukknaði í Reykjadalsá 7. mars 1839. Jónas kom að Reykholti 1841 og skrifar þá í vasabók sína „Minn- ing Þ. Helgasonar". Matthías Þórð- arson sagði mér 1946, þegar að ég var að fá hjá honum upplýsingar um fráfall Skafta Stefánssonar, sem ég skrifaði um grein í Blaða- mannabókina sama ár, að kvæðið um séra Þorstein Helgason myndi að mestu eða öllu ort að Brekku Fljótsdal, en þar dvaldi Jónas í nær þrjár vikur haustið 1842 en hann þjáðist þá af fótarmeini og var und- ir eftirliti fjórðungslæknisins sem þar sat. Frá Brekku blasir Hall- ormsstaðarskógur við handan Lag- arfljótsins og ekki er ósennilegt að þar hafi Jónas a.m.k. ort þriðja er- indi kvæðisins; það hijóðar þannig: Veit þá engi að eyjan hvíta á sér enn vor, ef fólkið þorir guði að treysta, hlekki hrista, hlýða réttu, góðs að bíða; fapr er dalur og fyllist skógi og fijálsir menn, þegar aldir renna; skáldið hnígur og margir í moldu með honum búa - en þessu trúið! Kvæðið um séra Þorstein Helga- son nefnir Jónas fyrst á Fjölnis- fundi 4. mars 1843 eða tæpu hálfu ári eftir að hann dvaldi á Brekku. Sem betur fer batnaði sár það, sem Jónas hafði á fæti öllu fyrr en læknirinn hafði gert ráð fyrir og gat hann því farið tvisvar sinnum, samkvæmt dagbókum sínum, í skoðunarferðir inn að Hengifoss- árgili, sem er skammt frá Brekku, meðan hann dvaldi þar. Vafalítið rekur Dalvísa sem Jónas orti síðar í Kaupmannahöfn rætur sinar þangað. Til þess benda ekki síst orðin „gilið mitt í klettaþröngum". Jónas hafði áður komið að Hengi- fossárgili en vildi sjá gilið aftur vegna rannsókna á surtarbrandi. Jónas gerði ítarlega greinargerð um Lagarfljót og allar ár, gil og læki, sem í það falla. Það er engu líkara en að hann hafi verið að undirbúa Fljótsdalsvirkjun. Sú var þó ekki ætlun Jónasar, heldur átti lýsing hans á Lagarfljóti og ám og lækjum, sem í það falla að vera þáttur í þeirri Islandslýsingu, sem Jónas hafði ætlað sér að semja en entist ekki aldur til. Einna best er lýsingin á Hengi- fossá, en hún hljóðar þannig: „Hengifossá kemur norðan af Fljótsdalsheiði og rennur suður eft- ir henni, þangað til hún fellur ofan af brúninni millum bæjanna Brekku og Mela í feiknaháum hengifossi Þórarinn Þórarinsson með flughömrum allt í kring, og rennur síðan í djúpu gljúfragili ofan á undirlendi í Jökulsá, skammt inn- an við Fljótsbotninn. Fossinn er kaliaðúr Hengifoss, 28 faðma hár, og hefur hann þó mikið lækkað, og að sögn manna allt að þriðjungi frá því sem hann var í fornöld. Jónas virðist hafa verið ánægður með Dalvísu og með uppkastinu, sem hann sendi Fjölnismönnum stóð neðanmáls: „Ég ætla að biðja ykkur að láta búa til fallegt lag, ekki of dýrt, við vísuna mína.“ Þessari bón hans var ekki fullnægt fyrr en Árni Thorsteinson kom til sögunnar. Neðanmáls sagði einnig: „Það er annars ógjörningur að eiga sér ekki lög til að kveða þess konar vísur undir; svona komast þær aldrei inn hjá alþýðu." Jónas fór frá Brekku í Fljótsdal um Vallanes til Eskifjarðar, en það- an fór hann alfarinn til Kaup- mannahafnar nokkrum dögum síð- ar. Dvölin á Brekku er því ein síð- asta minning sem hann átti frá ís- landi, þegar hann yrkir Dalvísu. Því má svo bæta við, að Páll Melsteð hafði það eftir Jónasi og Birni Gunnlaugssyni, sem farið hafði um allt ísland, að Fljótsdals- hérað væri fegursta hérað landsins. Jónas gat því vel lokið Dalvísu með orðunum: Sæludalur, sveitin best! sólin á þig geislum helli! Höfiindur er fyrrverandi ritstjóri Tímans. Jónas Hallgrímsson Rósaræktun á Húsavík Heimaaldar rósir við Uppsalaveg 26. 3. grein Blóm vikunnar Umsjón: Ágústa Björnsdóttir Þáttur nr. 170 í upphafi þessara greina um rósarækt á Húsavík nefndi ég að mikið væri um heimauppeldi á rósum og ætla ég að segja nánar frá því. I græðlinga er hægt að nota alla Ieggi af rósum, til dæm- is úr vöndum afskorinna rósa. Einnig er hægt að taka græðlinga af rósum þegar þær eru keyptar, því oft er gott að stytta leggina, ' svo og á sumrin af rósunum úti þegar nýju leggirnir eru farnir að tréna. Best er að hafa tvö brum á græðlingi, eitt getur dugað og fleiri eru óþörf en saka ekki. Það gamla ráð hafa græðlinga í vatni uns rætur hafa myndast, stendur alltaf fyrir sínu. Én líka er hægt að setja þá í sandblandna mold eða vikur og setja þá plastpoka eða aðra hlíf úr plasti yfir. Moldar- kökurnar í netinu, er fást í blóma- verslunum, eru líka handhægar. Rótarhvata er einnig hægt að nota, til dæmis Floramon B. Er græðlingurinn þá skorinn á ská í neðri endann, dýft í duftið, það mesta hrist af og síðan stungið í moldina, plast sett yfir og gott er að hafa ílátið með græðlingun- um í norðurglugga með ofni und- ir, en undirhiti flýtir fyrir allri rótarmyndun. Rósir sem eru rækt- aðar á þennan hátt, eru sjaldan orðnar það stórar að þær séu hæfar til útplöntunar fyrr en eins árs og eldri. En ef þær ná að lifa af fyrsta veturinn eru þær komn- ar yfir örðugasta hjallann og öðr- um rósum betri. Ekki þarf að hafa áhyggjur af því þó leggina kali niður, því rótin getur lifað og það sem upp af henni kemur er í fullu gildi öfugt við ágræddu rósina. Og svona til gamans að lokum: Haustið 1979 fékk ég mér smá gróðurhús og plantaði strax í það rósum og hlakkaði ég nú mikið til vorsins. En þegar rósim- ar fóru að vaxa seinni partinn um véturinn urðu þær hvítar af mjöl- svepp. Var nú strítt við þennan kvilla næstu árin með litlum ár- angri. Færðist þetta í beðin úti svo allt varð undirlagt þegar líða tók á sumarið. Þá las ég í riti Norska garðyrkjufélagsins, • frá- sögn konu, sem eftir fyrirsögn gamale manns bar þang á stikils- beijarunna sem vom með mjöl- svepp og vom þeir alveg hreinir árið eftir. Datt mér nú í hug að reyna þetta við rósirnar mínar. Fór ég síðla hausts í fjöru eftir norðan garð. Nóg var þá af nýjum þara sem farið var með heim og reynt að þvo mestu seltuna úr honum með garðslöngunni. Bar ég hann síðan í beðin, klippti rós- inar síðan niður og lagði stilkana yfir svo síður fyki burt úr beðun- um. Einnig setti ég í gróðurhúsið, þar átti ég rósir í pottum, lagði ég þarablöð ofan á moldina. Er skemmst frá því að segja að mjöl- sveppurinn gufaði upp sem dögg fyrir sólu og hefur ekki sést síð- an. Þessar pottarósir blómstruðu inni í glugga hjá mér um vetur- inn, með hvanngrænum og glans- andi blöðum, án moldarskipta eða annarra tilfæringa. Ef til vill er þetta tilviljun, en ef upp kæmi aftur þessi staða mundi ég órög reyna þara aftur. Læt ég nú þessu rósaspjalli frá Húsavík lokið að sinni. Svanlaug Björnsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.