Morgunblaðið - 23.06.1990, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.06.1990, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JUNI 1990 Co-J.3 að hvetja hann til dáða. TM Reg. U.S. Pat Off.—all right* raservod ® 1990 Lo* Angeles Times Syndicate Með morgxmkaffinu Vann ég þá ekki milljónina eflir allt, mismælti þulur- inn sig? HÖGNI HREKKVÍSI Gjaldi til Læknastöðvarinnar ætlað að standa undir kostnaði Til Velvakanda. Þann 20. júní birtist í dálki þínum bréf varðandi gjaldtöku fyrir læknis- þjónustu á Læknastöðinni Landa- koti. Vii ég leyfa mér að biðja um birtingu eftirfarandi skýringa. Rekstur Læknastöðvarinnar Landakoti er á engan hátt tengdur rekstri Landakotsspítala, þótt hann leigi Læknastöðinni húsnæði. Nafn stöðvarinnar tengist staðsetningu hennar en ekki sjúkrahúsinu. Mót- taka sú sem hér um ræðir er opin þ.e. fólk getur mætt fyrirvaralaust án tímapöntunar. Fjöldi því mjög breytilegur. Þessi tími er ætlaður fólki með langvinna gigtsjúkdóma sem reglu- lega þarf að fá stungulyf í sprautum eða önnur lyf, þar sem fylgjast þarf náið með ástandi viðkomanda með blóð og þvagsýnum. Farið er yfir sjúkraskrár allar samdægurs, rann- sóknaniðurstöður færðar inn og mat lagt á þær. Haft samband við sjúkl- inga þurfi einhverju að breyta og lyfseðlar gefnir eftir þörfum. Auk þessa er farið yfir allar niðurstöður jafnharðan og þær berast og gripið inn í sé þess þörf. Þessi hópur fólks hefur jafnframt greiðan aðgang að undirrituðum alla daga jafnt. Blóðtökur ' annast meinatæknir, hjúkrunarfræðingur eða sjúkraliði sér um annað. Komi fyrir að undirritaður geti ekki mætt í hluta eða allan móttöku- tímann, hefur sá háttur verið á, að sjúkraliði og meinatæknir hafa tekið á móti sjúklingum, frekar en gera þá afturreka. Þetta breytir engu um eftirlit það, sem málið snýst um og að framan greinir. Það er fram- kvæmt samdægurs. Misskilningur er að gjald það, sem um ræðir sé fyrir blóðtöku. Gjaldinu er ætlað að standa undir kostnaði við framangreinda þjónustu. Upp- hæðin, kr. 900, er ákveðin í reglu- gerð Heilbrigðismálaráðuneytisins með hliðsjón af samningi LR við TR. Þessi samningur er forsenda þessar- ar þjónustu og án hans væri henni sjálfhætt. Halldór Steinsen, læknir. Atvinnulausir piltar vilja ekki sveitastörf Til Velvakanda. Nú er sífellt verið að skrifa um allan þann fjölda námsmanna sem ekki fær vinnu í sumar, maður sér þetta blöðunum, í sjónvarpinu og heyrir um þetta í útvarpinu. En nú ber svo við að mig vantar pilt til sveitastarfa en fæ engan. Þegar ég hringdi í Atvinnumiðlun námsmanna var mér sagt að enginn piltur feng- ist í þetta starf, stúlku gæti ég feng- ið en engan pilt. Svo virðist sem pilt- arnir vilji frekar vera atvinnulausir í bænum en að taka erfiðisvinnu sem fylgir sveitastörfum. Veit ég um fleiri sem hafa sömu sögu að segja. Sveitakona Atviká Hornafjarð- arflugvelli „Flugmaður“ gerði í dálkum Vel- vakanda athugasemdir við frétt í Morgunblaðinu, sem höfð var eftir loftferðaeftirlitinu, um atvik það á Hornafjarðarflugvelli nýverið þegar flugvél frá Flugfélagi Austurlands, sem var að lenda, nauðhemlaði á flugbrautinni á Homafjarðarflug- velli þegar flugmaðurinn sá flugvél Landgræðslunnar aka inn á flug- brautina. Hér hefur því miður orðið mis- skilningur milli blaðamanns Morg- unblaðsins og loftferðaeftirlitsins, sem Morgunblaðið er beðið velvirð- ingar á, því málinu er alls ekki lok- ið heldur er unnið að rannsókn þess og verður með það farið samkvæmt starfsreglum eins og önnur mál sem berast loftferðaeftirlitinu. Loftferðaeftirlitið Þessir hringdu .. . ^ I k G Félag fráskilinna Vegna fyrirspumar um Félag fráskilinna skal upplýst að félagið heldur fundi hálfsmánaðarlega í Templarahöllinni. Næsti fundur verður föstudaginn 6. júlí kl. 20.30. Nýjum félögum er bent á að mæta kl. 20.00 og geta þá fengið allar þær upplýsingar um félagið sem þeir óska. Demantshringur Hvítagullshringur með demanti tapaðist, líklega fyrir utan Borgar- bakarí á Grensásveginum sl. sunnudag. Finnandi hringi í Sillíu í síma 681705. Týndur köttur Lítill 8 mánaða köttur sem er svartur með hvítar loppur er týnd- ur. Þeir sem hafa séð til kattarins sem býr í Þingholtsstrætinu eru vinsamlega beðnir að hringja í síma 623087. Kötturinn er með gráa hálsól og rautt spjald á ólinni. Ekki komið nóg af fótbolta Guðrún hringdi: „Það skrifaði einhver Alex í Velvakanda að nóg væri komið af fótbolta. Ég er honum algerlega ósammála. Nú er ég komin hátt á áttræðisaldur og hef reglulega gaman af fótboltanum. Það besta sem er sýnt í sjónvarpinu er fótbolt- inn, það væri nær að minnka eitt- hvað af öllum þessum glæpamynd- um sem sýndar er. Þar er ég viss um að margir eru mér sammála." Svart flauelsbelti Á 17. júní fannst á Amtmannsstíg svart flauelsbelti, líklega af litlum upphlut. Eigandi getur hringt í síma 656389 eða 29511 (23). Kvenúr tapaðist Kvenúr úr stáli tapaðist á föstu- degi fyrir viku á leiðinni milli Foss- vogs og Skeifunnar. Finnandi vin- samlega hringi í síma 32970. Breyta þarf geymslu- fyrirkomulagi Kona hringdi: „Mig langar til að segja frá at- viki sem gerðist í Bláa lóninu fyrir stuttu. Þaðan var stolið þrem skó- pörum og er þar enginn sem ber ábyrgð. Dóttir mín var ein af þeim sem missti þarna fleiri þúsund króna nýlega leðurskó og er . Svo virðist sem fólk iðki það að koma í lélegum sandölum og leiti sér að almennilegum skóm sem það síðan tekur traustataki. Þetta er í annað skipti sem skóm er stolið af dóttur minni, í fyrra skipti var það í Laug- ardalslauginni. Forráðamenn sund- staða og annarra opinberra staða verða að breyta á einhvern hátt geymslufyrirkomulaginu. Annað hvort að hafa læstar hirslur eða gæslu.“ Víkveiji skrifar Þar sem Víkveijinn á föstudag var að gagnrýna flugmenn fyrir að tala óskýrt í hljóðnemann þegar veittar eru upplýsingar um flugið þykir Víkveijanum í dag ástæða til að gagnrýna þessi um- mæli Víkveijans í gær því að flug- menn og flugstjórar eru jafn ólíkir og blaðamenn og engin regla til um þá almennt, hvorki hvernig þeir tala í hljóðnema eða annað í fari þeirra. Sumir blaðamenn eru skrif- andi, aðrir ekki. Sumir eru talandi, aðrir ekki. Sumir flugmenn tala skýrt, aðrir ekki. Það er allt og sumt. Það er aftur á móti ágætt að minna flugmenn á að tala íslenzku þegar þeir ávarpa íslenska farþega en aðrar tungur þegar þeir snúa sér til annarra farþega. Ástæðan til þess að Víkveijinn í dag lætur þessa getið er þó ekki sú sem að framan greinir heldur vill hann vekja athygli á því að flest- um farþegum er kærkomið þegar flugmenn í farþegaflugi segja frá fluginu, bæði róar það farþega, skemmtir þeim og veitir þeim upp- lýsingar sem flestir hafa gaman af. Það vilja allir vita hvað ber fyrir augu á jörðu niðri ef útsýni er, hvernig fluginu er háttað og annað því um líkt. Mörgum leiðist á löngu flugi og hlakka mest til að komast niður á jörðina aftur. En ef hægt er að hafa eitthvað fyrir stafni, til að mynda hugsa um það sem fyrir ber, og dreifa huganum með því að hlusta á skýringar áhafnar þá er það góð dægrastytting. Að sjálf- sögðu er æskilegt að talað sé eins skýrt í hljónemann og unnt er, en ef Víkveijinn í dag mætti koma með uppástungu gengi hún þvert á niðurlag Víkveijans í gær, þegar hann segir „Þetta hefur það í för nieð sér að flugfarþeginn biður þess með sjálfum sér að maðurinn hætti þessu tafsi og farþegarnir fái frið til að halda áfram að lesa eða sofa“. Það ætti þvert á móti að hvetja flug- menn til að skýra farþegum meir en gert er frá fluginu og því sem fyrir augu ber. Það róar þá sem eru flughræddir og skemmtir hinum sem hafa ekkert að gera hvort eð er. Víkveijinn í dag segir því við flugmenn, takið oftar til máls, seg- ið farþegum frá því sem fyrir augu ber en umfram allt róið þá sem hræddir eru ef vélin hristist mikið og segið þeim eins og er að engin hætta sé á ferðum, þetta sé einung- is eins og bíil lendi á holóttum vegi! Þá munu fleiri fljúga og fleirum mun líða vel í þreytandi flugferðum. En það er ekki endilega nauðsyn- legt að taka það fram, þótt hjólin fari ekki niður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.