Morgunblaðið - 12.07.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.07.1990, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JUU 1990 Er samningsgrundvöllurinn um Efiiahagssvæði Evrópu brostinn? Gildandi utanríkisviðskiptakerfi er okkur hagstætt eftirHannes Jónsson Fyrri grein Þau tíðindi gerðust 18. júní sl. að ráðherraráð EB gaf fram- kvæmdastjórn sinni þau fyrirmæli í samningsumboði, að takmarka mjög áhrif EFTA-ríkjanna á ákvarðanatöku innan hugsanlegs 18 ríkja Efnahagssvæðis Evrópu, sem í meginatriðum skuli lúta regl- um EB. Jafnframt er samninga- nefnd EB falið, að taka ekki tillit til sérstakra aðstæðna í einstökum EFTA-ríkjum, eins og á íslandi. Leggja beri höfuðáherslu á gagn- kvæmni í viðskiptum. Nefndinni er sagt að krefjast þess, að EFTA- markaðir verði opnaðir fyrir inn- flutningi á landbúnaðarafurðum EB-ríkjanna í Suður Evrópu og að aðgangur fiskveiðiflota EB-ríkja komi á móti tollívilnunum með sjáv- arafurðir á hinum sameiginlega Evrópumarkaði 18 ríkja EB og EFTA, sem samningarnir snúast um að stofna. Þetta kom víst mörg- um á óvart hér á landi. Undir forustu utanríkisráðherra hafa menn sem í draumi endurtekið þann boðskap, að við eigum ekki annarra kosta völ en að fljóta með Evrópustrauminum inn í hið hugs- anlega Efnahagssvæði Evrópu, EES. Ekkert uppgjör hefur þó kom- ið frá ríkisstjórninni fyrir almenn- ing, sem sýnir að meiri ábati yrði fyrir okkur af hinu nýja utanríkivið- skiptakerfi EES en því, sem við framkvæmum í dag. Þegar bent hefur verið á ýmis- legt óaðgengilegt fyrir okkur í hug- myndunum að hinu nýja kerfi, hafa menn einfaldlega svarað því, að með fyrirvörum mundum við fá undanþágur frá óaðgengilegum samningsákvæðum. Þannig hafa bæði forsætisráðherra og utanríkis- ráðherra hvað eftir annað iýst því yfir í fjölmiðlum, að þeir hafi orðið varir við skilning forystumanna EB á sérstöðu íslands í óformlegum viðræðum þeirra á ýmsum stöðum og tímum. Með samningsumboðinu tók ráðherraráð EB hins vegar af öll tvímæli um það, að ekkert er að marka almennt kurteisishjal ráð- hen-a þegar til alvöru samninganna kemur. Sérstaða, fyrirvarar og undanþágur I samningsumboði EB segir, að ekki megi taka tiilit til sérstakra aðstæðna í einstökum EFTA-ríkj- um. Islensk stjómvöld virðast hins vegar hafa reiknað með samþykki á sérstöðu og undanþágum vegna fyrirvara. Evrópustefnunefnd Alþingis varð um það sammála undir forustu Eyjólfs K. Jónsson, að veiðiheimild- ir til EB-ríkjanna gegn tollívilnun- um á fiskafurðum kæmi ekki til greina. Jafnframt var full samstaða um að aðild að EB komi ekki til greina, en Island skuli áfram taka þátt í samstarfi um fríverslun innan EFTA og við EB samkvæmt gild- andi samningum. Að sögn Páls Péturssonar, for- manns þingflokks framsóknar- manna, hefur ríkisstjórnin gert ýmsa fyrirvara í samningaviðræð- unum. Hann segir svo í DV 11. apríl sl.:„ísland vill fijálsa verslun, þar með talin fríverslun með físk og fiskafurðir. ísland getur ekki innágengist óhefta fjármagnsflutn- inga, hömlulaus þjónustuviðskipi né stjórnlaust streymi vinnuafls. Þá getur ísland aldrei undirgengist yfirþjóðlegt vald. Á grundvelli þess- ara fyrirvara gerðist ísland þátttak- andi í viðræðum EFTA og Evrópu- bandalagsins.“ Nú er það saga út af fýrir sig, að fyrir liðlega viku bárust þær fréttir frá Brussel, að þessir fyrir- varar, sem Páll segir ríkisstjómina hafa gert, séu hvergi bókaðir í samningaviðræðum og fundargerð- um EFTA og EB. Þeirra sé aðeins getið í innanhúsplaggi EFTA, sem litið sé á sem minnisblað og merkt trúnaðarmál. Formlega hafí það ekki verið lagt fyrir EB, enda stang- ast samningsumboð EB til sinna manna gjörsamlega á við hvert ein- asta atriði fyrirvaranna sem Páll segir ríkisstjómina hafa gert. Með tilliti til þeirra gagnstæðu mótsagnar, sem er á milli samn- ingsumboðs EB frá 18. júní og fyrir- varanna, sem Páll segir ríkisstjórn- ina hafa gert, fæ ég ekki betur séð en að samningsgrundvöllur okkar um aðild að Efnahagssvæði Evrópu sé brostinn. Kostir gildandi utanríkisviðskiptakerfís Þegar breytingar em boðaðar er hollt að skoða boðskapinn með hæfilegri íhaldssemi í anda írskætt- aða breska stjórnmálamannsins og heimspekingsins, Edmunds Burkes, og kasta ekki umsvifalaust frá sér ríkjandi skipan, sem byggist á langri og góðri reynslu, heldur hlúa að henni og gera smátt og smátt á henni nauðsynlegar breytingar með tilliti til breyttra tíma og þarfa, en kollvarpa henni ekki. Þetta fínnst mér eiga sérstaklega við um t.rúboðið um hið nýja ut- anríkisviðskiptakerfí, sem EB vill móta í Evrópu. Hefur gildandi utanríkisvið- skiptakerfí reynst okkur íslending- um svo illa, að nauðsynlegt sé að breyta því? Ekki kem ég auga á það. Þörfín fyrir breytingu verður t.d. ekki lesin út úr verslunarskýrslum okkar. Engin vandkvæði em á að selja helstu útflutningsvöru okkar miðað við gildandi kerfi. Innflutning okkar kaupum við að frjálsu vali þar sem hagstæðast er. Tæplega 60% af utanríkisviðskiptum okkar er við ríki Efnahagsbandalagsins og verður ekki annað séð en að þau hafí ekki minni þörf fyrir að kaupa af okkur en við að selja þeim. Sé dæmið skoðað í ljósi NATO-aðildar þá eru yfir 75% af utanríkisverslun okkar við ríki þess, en sum þeirra era aðilar að EB, önnur að EFTA. Erlenda tollmúra höfum við ýmist sniðgengið eða yfírstigið, enda ber erlenda innflytjandanum, t.d. salt- fískinnflytjandanum á Spáni og í Portúgal, að greiða innflutnings- tolla, ekki okkur sem útflytjendum. Við nánari skoðun sést, að ut- VZterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill! o/i//ámir á c/owruwia (//máveÍAla fyvýv- Cvo: '/ fiaÁÁr mÁevO-fjpeina* meJ ióÁÁ&ýa&u/tu. b wAfaéaw fa&náÁÁxaaJineóáaic meá ivnföre. e/t' fd fíam. 'uáf Áe vla/ýái hvn/á/, dia/ml s< i 3 Osta- og smjörsalan sf. Hannes Jónsson „Hef ég við nákvæma skoðun ekki komið auga á neina eftiahags- muni Islands, sem gera það brýnt að kollvarpa því með því að múra okkur inn í Evrópu- tollmúr 18 Evrópuríkja, svo sem nú er boðað af meira kappi en forsjá.“ L I anríkisviðskiptakerfi okkar byggir á 4 meginþáttum: Fyrst, við emm sjálfstætt og full- valda ríki, óháð yfírþjóðlegum stofnunum, mótum og framkvæm- um okkar eigin stefnu í milliríkja- viðskiptum, tolla- og gjaldeyris- málum, verslum við þau ríki, sem okkur fínnst hagkvæmast, erum ekki bundin neinum yfirþjóðlegum reglum um tolla og viðskipti, ráðum sjálf okkar utanríkisverslun. Annað, síðan 1968 erum við aðil- ar að Gatt ásamt 97 öðrum ríkjum, sem skipta á mili sín liðlega 80% gj af milliríkjaverslun heims. Markmið Gatt er að stuðla að sem frjálsustu milliríkjaviðskiptum, afnámi mis- g mununar viðskiptakjara, vinna að afnámi inn- og útflutningstolla á gagnkvæmnisgrundvelli, m.a. með samningum um bestu kjaravið- skipti. Gatt er ekki yfirþjóðleg stofnun, aðildarríkin halda óskertu fullveldi og samþykkja það eitt, sem þau telja sér hagkvæmt. Þriðja, síðan 1970 erum við aðil- ar að EFTA. Þar njótum við fríverslunar með iðnvömr og sumar sjávarafurðir til 1. júlí 1990, en eftir það með allar sjávarafurðir. Þar sem EFTA er ekki yfirþjóðleg stofnun rekur hvert aðildarríki sjálfstæða og óháða viðskipta- og tollastefnu gagnvart utanbanda- lagsríkjum, eins og t.d. Banda- " ríkjunum, Japan, S-Ameríku og Sovétríkjunum. Við getum því gert - við þessi utanbandalagsríki og önn- 1 ur sjálfstæða viðskiptasamninga að eigin vild. _ Fjórða, á grundvelli EFTA-aðild- 1 ar gerðum við fríverslunarsamning við EB. Samkvæmt honum njótum við nú ekki aðeins fríverslunar og tollfríðinda með iðnvörur heldur einnig meginþorra sjávarafurða. Allar sjávarafurðir nema saltsíld, saltfískur, skreið, flatfiskur og nokkrar tegundir, sem ekki skipta máli í okkar útflutningi, koma und- ir fríverslun á öllu EB-svæðinu sam- kvæmt gildandi samningum. Þetta er í hnotskurn það milliríkjaviðskiptakerfi, sem við bú- um nú við. Hef ég við nákvæma skoðun ekki komið auga á neina efnahagsmuni íslands, sem gera það brýnt að kollvarpa því með því að múra okkur inn í Evróputollmúr 18 Evrópuríkja, svo sem nú er boð- að af meira kappi en forsjá. Það £ er því engin harmafregn fyrir okkur Islendinga, ef rétt er skoðað, að samningsgrundvöllurinn um Efna- | hagssvæði Evrópu sé brostinn, enda ýmsir aðrir valkostir betri, svo sem sýnt verður fram á í annarri grein. Höfiwdur er fyrrverandi sendiherra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.