Morgunblaðið - 12.07.1990, Síða 27

Morgunblaðið - 12.07.1990, Síða 27
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 1990 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Rítstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Hvenær lækka vextir? Sovétríkin herða tökin á Eistlandi með nýrri tilskipan: Smáþjóðir eiga við mörg sam- eiginleg vandamál að stríða - segir eistneski ráðherrann Endel Lippmaa sem staddur er á Islandi til að leita stuðnings við sjálfstæðisbaráttu Eistlands Morgunblaðið/Árni Sæberg. Endel Lippmaa, ráðherra frá Eistlandi, hitti meðal annars Þorstein Pálsson formann Sjálfstæðisflokksins að máli í gær. Ráðherrar í núverandi ríkisstjórn hafa á und- anförnum misserum lagt ríka áherzlu á vilja sinn til að lækka vexti. Forsætisráð- herrann sjálfur hefur raunar gert það að sérstöku baráttu- máli að afnema verðtrygg- ingu. Raunvextir hafa lækk- að nokkuð frá því að þeir voru hæstir en síðustu mán- uði hafa þeir heldur þokazt upg á við. Á blaðamannafundi í fyrradag skýrði Ólafur Ragn- ar Grímsson, fjármálaráð- herra, frá því, að innlend fjár- öflun ríkissjóðs gengi mjög vel, raunar svo vel, að sala á ríkisvíxlum og spariskírtein- um væri komin fram úr því, sem áætlað hefði verið, að hún yrði á árinu öllu. Sagði fjármálaráðherra, að af þess- um sökum mundi ríkissjóður geta greitt upp yfirdráttar- skuld sína við Seðlabankann. Ráðherrann telur, að á þessu ári takist ríkissjóði að full- nægja allri lánsfjárþörf sinni innanlands og er það auðvit- að mikilsverður árangur og ánægjuleg breyting frá því, sem verið hefur. En hver er ástæðan fyrir því, að ríkissjóði gengur svo vel að afla lánsfjár innan- lands? Ástæðan er að sjálf- sögðu sú, að svo mjög hefur dregið úr eftirspurn atvinnu- fyrirtækja og einstaklinga eftir lánsfé vegna kreppu og samdráttar síðustu misseri, að bankar og sparisjóðir, lífeyrissjóðir og verðbréfa- sjóðir og aðrir umráðamenn fjármagns eiga færri kosta völ en áður að ávaxta það fé, sem þeir hafa með að gera. Lausafjárstaða lánastofnana er mjög góð og fer batnandi. Þótt enn sé ekki hægt að segja, að bankar og spari- sjóðir séu í vandræðum með að ávaxta þá peninga, sem þeir hafa til umráða er kannski ekki langt undan, að þessir aðilar þurfi að leita stíft eftir lántakendum. Hvar eiga þeir annars að fá tekjur til að borga vexti af spari- fénu? Það liggur nánast í augum uppi, að ef ríkissjóður væri ekki svo sólginn í fé, sem hann er og hefur raunar ver- ið árum saman, væri hér meira fjármagn á boðstólum en eftirspurn er eftir. Og þá mundu vextir lækka veru- lega. Þetta þýðir, að það er ríkissjóður, sem heldur uppi vöxtum í landinu. Sömu ráð- herrarnir og hafa misserum saman krafizt vaxtalækkun- ar halda þannig á málum ríkissjóðs, að vextir, sem ættu að vera byrjaðir að lækka enn meir, lækka ekki, heldur hækka jafnvel eitt- hvað. Það er sama hvar komið er að efnahagsmálum okkar íslendinga. Alls staðar rekast menn á ríkið og ríkisfyrir- tæki, sem þröskuld í vegi fyrir umbótum. Ríkisfyrir- tæki ganga á undan með verðhækkanir og skapa þar með hættulegt fordæmi gagnvart einkafyrirtækjum, sem spytja hvers vegna þau megi ekki hækka úr því að ríkisfyrirtæki hækki. Ríkið hækkar skatta á sama tíma og það krefst fórna af hinum almenna launþega. Og þrátt fyrir gífurlegar skattahækk- anir á undanförnum árum hefur ráðherrum ekki tekizt betur en svo að ráða við út- gjöld ríkisins, að lánsfjárþörf þess veldur því, að vextir eru nú mun hærri en þeir þyrftu að vera. Hvenær ætlar ríkis- valdið og stjornmálamennirn- ir að gera hreint fyrir sínum dyrum? Hvenær lækka vext- irnir? Frekari vaxtalækkun er auðvitað afar mikilsverð fyrir bæði fyrirtæki og einstakl- inga. Atvinnufyrirtækin sitja uppi með mikla skuldabagga eftir íjárhagslegan ólgusjó síðustu ára. Hið sama á við um fjölmarga einstaklinga. Frekari vaxtalækkun mundi gjörbreyta aðstöðu þessara aðila til þess að borga upp skuldir sínar en talsmenn vinnuveitenda hafa réttilega hvatt til þess, að góðærið, sem er í aðsigi, verði nú not- að til þess að greiða upp eða a.m.k. lækka skuldir þjóðar- búsins, atvinnufyrirtækjanna og einstaklinga. EISTNESKI ráðherrann Endel Lippmaa segir að sovétstjórnin sé að reyna að gera Eistland að einskonar nýlendu, með til- skipan sem gefin var 2. júlí síðastliðinn. Lippmaa er stadd- ur hér á landi til að leita stuðn- ings íslenskra stjórnvalda og stjómmálaflokka við sjálfstæð- isbaráttu Eistlendinga. Endel Lippmaa er ráðherra án ráðuneytis í ríkisstjóm Lýðveldis- ins Eistlands og sér um samskipti og samninga við Sovétríkin. Hann hefur hitt að máli Steingrím Her- mannsson forsætisráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis- ráðherra og Þorstein Pálsson formann Sjálfstæðisflokksins, og hélt í gær fréttamannafund þar sem hann sagði að Eistland þarfn- aðist öflugs stuðnings eins margra þjóða og mögulegt væri, vegna þess að Sovétstjómin í Moskvu virtist í þann mund að taka mjög stór skref til að reyna að bæla niður sjálfstæðisbaráttu Balkan- landanna. „Þann 2. júlí undirritaði fulltrúi Ryzhkov [forsætisráðherra Sov- étríkjanna], Voronin, tilskipun, sem þýðir í raun að öllum efnahag Eistlands yrði stjómað frá Moskvu. Þá yrði allt undir stjórn yfírvalda í Moskvu, þar með talin öll fyrirtæki, samtök og stofnanir. Þetta er áætlun um mikla miðstýr- ingu, sem gerir fyrst ráð fyrir efnahagslegri yfírtöku og síðan valdatöku með því að flytja far- andverkamenn í stómm stíl inn í landið. Þá er hægt að segja við Eistlendinga að þeir séu í minni- hluta. Við verðum því að mótmæía þessu mjög harðlega, því að á sama tíma og þessi tilskipan var eftirEinar Benediktsson Evrópusamvinnan, sem þá þegar hefur skilað sögulegum árangri, er víða á hvers manns vöram og þyk- ir lofa góðu. Ekki er rektor Há- skóla Islands, dr. Sigmundur Guð- bjamason, þó á því máli og virðist hafa áhyggjur miklar af því að ís- land tengist Evrópuþróuninni með þeim hætti að við yrðum gleypt af fjölþjóðafyrirtækjum „með mein- vörp víða um lönd“. Spumingin um það hvert stefnir í Evrópuþróuninni og hvernig ísland gæti tengst henni verður hins vegar ekki svarað í stuttu máli. Hún nær til marg- víslegra sviða, þeirra á meðal menntamála og vísinda- og tækni- samstarfs, sem snerta að sjálfsögðu háskólamenn beint og þeir láta mikið til sín taka. Að kjarna til er aflvaki hinnar nýju Evrópu, Evr- ópubandalagið (EB), þó samstarf um efnahagsmál. Fræðilegar athuganir um vænt- anlega efnahagsþróun vegna til- gefin út, var töluvert herlið flutt til Eistlands,“ sagði Lippmann. Hann sagði að ef komið væri á framfæri nægum upplýsingum um komu frjáls innri markaðs EB benda allar til mjög jákvæðs árangurs um hagvöxt, atvinnustig og verðlag. Væntanlega hefur rektor vel gefið gaum að' þeirri stefnumarkandi at- hugun, sem Cecchini-skýrslan svo- kölluð er, þá er hann fullyrðir að tenging við EB yrði okkur aðeins „tímabundið hagræði" og við taki hnignun! íslendingar eiga hagkvæm fyrirtæki erlendis og munu sem aðrar þjóðir laða frekar að sér áhættufyrirtæki, sem síst af öllu yrðu meinvörp í efnahagslífinu. Athyglisvert er, að sú gróska efnahagslífs, sem talin er framund- an í Evrópu, mun ekki hvað síst verða vegna starfsemi smárra og meðalstórra fyrirtækja. Innan EB er það svo, sem er nýmæli í alþjóð- legu efnahagssamstarfí, að starf- semi fyrirtækja er háð sameiginlegu eftirliti á grundvelli samkeppnis- reglna, sem framkvæmdastjórn EB ber ábyrgð á, en koma til úrskurðar dómstóla, endanlega Evrópudóm- stóls, sé um ágreining að ræða. Háskólarektor segir að einhveiju þessa fyrirætlan og hún gagnrýnd, yrði Sovetstjórninni gert ómögu- legt að hrinda henni í fram- kvæmd. Tilskipun stríddi gegn „alræði fijálsa markaðsins" sé nú ætlað að leysa af hólmi hina hrundu hugmyndafræði kommúnismans. Vonandi er dr. Sigmundi ósárt um það, að fyrstu ákvarðanir fijálsra landa Austur-Evrópu, sem virðast búa við lífskjör síðustu aldamóta hjá grannríkjunum, er að taka upp það markaðsskipulag í efnahags- málum og tengjast sem fyrst drif- krafti Evrópubandalagsins til að tryggja framfarir. EFTA-löndin, þeirra á meðal ísland, eru einn hlekkur í keðju þessa nýja Evrópu- samstarfs. Á það eru ekki bornar brigður, að ég best veit, að þátttaka í EFTA og fríverslun við EB, sem við höfum notið undanfarna tvo áratugi, séu forsenda þess að frekari framfarir geti orðið á íslandi um ókomin ár. Þátttaka í fijálsum innri markaði EB — 1992 — er það framhald frí- verslunarsamninganna, sem nú blasir við sem næsta skref hjá EFTA-ríkjunum. Evrópska efna- hagssvæðið, EES, sem nú er efni samninga EFTA og EB, og er í Kaupmannahafnarsamkomulag- inu svonefnda, sem Sovétríkin hafa skrifað undir, vegna þess að með henni væri búið til einskonar ríkisstjóraembætti í Eistlandi, sem ekki væri ábyrgt gagnvart þjóð- þinginu. Þá bryti þetta gegn lög- um, sem Míkhaíl Gorbatsjof skrif- aði undir sl. vetur um efnahags- legt sjálfstæði Eystrasaltsríkj- anna, en sem hann hefði nú að vísu afturkallað með forsetatil- skipan. Lippmaa sagðist því vera að kynna þessa stöðu mála víða. Hann kom hingað frá Svíþjóð og fer næst til Vínar. Utanríkisráð- herra Eistlands er jafnframt að að heimsækja ýmis önnur ríki. Hann sagðist ekki vita hvort svipaðar tilskipanir hefðu verið gefnar út um hin Eystrasaltslönd- in, Litháen og Lettland. Hins veg- ar væri það stefna Sovétríkjanna að taka þessi lönd fyrir eitt og eitt í einu frekar en beita þau öll þrýst- ingi í einu. Lippmaa sagði einnig, að Sovétmenn hefðu undanfarið beitt Eistland efnahagslegum þrýstingi; þannig hefði til dæmis verið í gildi bensínskömmtun þannig að aðeins fást 20 lítrar á bíl á mánuði. Endel Lippmaa sagði loks að Eistland legði áherslu á að afla sér stuðnings smáþjóða, því smá- þjóðirnar ættu við margskonar sameiginleg vandamál að stríða. Ríki, hvort sem það er lítið eða stórt, hefur mikil áhrif. Það er því í váldi íslendingar að gera ýmis- legt sem þjónar hagsmunum bæði íslands og annara smáþjóða, og sem stuðlar að 'friðsamlegri þróun um heim allan. Ég verð að segja, að_ ég hef jnætt miklum skilningi á íslandi. Ég tel að íslensk stjórn- völd skilji vanda okkar og treysti því að þau komist að þeirri niður- stöðu sem þjónar hagsmunum Is- lands best,“ sagði Endel Lippmaa. raun víðtæk þátttaka í efnahags- samstarfí EB, yrði einnig grundvöll- ur tengsla Austur-Evrópulanda við þetta samstarf. Þegar talið er að þátttaka íslands í þessu samstarfi, sem vonandi kemst á þegar með samningum um aðalatriðin á þessu ári, verði okkur til góða, er það meðal annars vegna þess nýja lagalega grundvallar sam- keppnisreglna, sem nú skal byggt á í efnahags- og viðskiptasamstarfi Evrópu. Ekki má ætla rektor Há- skóla íslands það þekkingarleysi um þessi mál, að hann viti ekki mæta vel, að það er og hefur verið ásetningur íslenskra stjórnvalda jafnt sem annarra stjórnmálaafla í landinu, að tengsl íslands við EB verði með þeim hætti að ekki yrði um að ræða uppkaup á fiskiskipum eða auðlegð hafsins við strendur landsins. Við slíku yrðu samnings- fyrirvarar. Hitt er svo annað mál, en máske síst minna, að fyrirhugað- ar samkeppnisreglur EES byggðar á lagagrundvelli („acquis commun-' autaire") Evrópubandalagsins og Evrópubandalags- mál o g háskólarektor MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JULI 1990 Vegagerð ríkisns og Náttúruvemdarráð hafa sent frá sér upplýsingar um hvaða svæði á hálendinu em lokuð allri umferð vegna snjóa og/eða aurbleytu. Upplýsingamar, sem miðast við stöðuna í dag, em færðar inn á meðfylgjandi kort Morgunblafisins. Vegir á skyggðu svæðununt eru lokaðir allri umferð þar til annað verður auglýst. Lán vegna söluíbúða fyrir aldraða: Húsbréf jafti heppileg og lán úr Byggingarsjóði - segir Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra JÖHANNA Sigurðardóttir, félagsmálaráðheri-a, segir að það eigi að vera alveg jafn heppilegt að fjármagna byggingu söluíbúða aldraðra með húsbréfaskiptum eins og að fá framkvæmdalán úr Byggingarsjóði ríkisins. Húsnæðismálastjórn tók þá ákvörðun fyrir skömmu, að hætta að veita lán til byggingar slíkra íbúða. Félagsmálaráðherra telur þó að Húsnæðismálastjórn hafi tekið þessa ákvörðun seint og hefði átt að sjá íyrir að ekki væri fé í Byggingarsjóði á árinu til að veita þessi lán. „Það er ákvörðun Húsnæðistnála- stjórnar hvernig hún skiptir því fjár- magni, sem er til ráðstöfunar hjá Bvggingarsjóði hveiju sinni, milli almennra lána og framkvæmdalána til byggingar söluíbúða fyrir aldr- aða,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir. „Þessi ákvörðun er kannski reist á því, að með reglugerð um húsbréfa- skipti, sem sett var 15. maí, hafa opnast nýir möguleikar í fjármögnun framkvæmdalána. Framkvæmdalán- in nú bera svipaða vexti og tíðkast í bankakerfinu, þannig að ég tel að það sé ekkert verri leið að fjármagna lán til byggingar söluíbúða fyrir aldr- aða með húsbréfaskiptum." Jóhanna segist hafa heyrt að Sam- tök aldraðra, sem eru að byggja sölu- íbúðir, hafi samið við bankakerfið um lán, þar sem húsbréfin koma inn í kerfið, og talsmenn þeirra telji, að þessi ákvörðun Húsnæðismálastjóm- ar breyti engu um framkvæmda- hraða hjá þeint. „Það er því mjög undarlegt að heyra að borgarstjórinn í Reykjavík skuli bera sig illa vegna þessarar ákvörðunar. Borgin á þess kost að fara sömu leið og þessi sam- tök.“ Hún segist þeirrar skoðunar að Húsnæðismálastjórn hefði átt að sjá þessa stöðu fyrir.' „Húsnæðismála- stjórn ákveður útlán sín langt fram í tímann og átti þar af leiðandi að vita hvaða fé hún hefði til ráðstöfun- ar á árinu. Þessi ákvörðun var tekin nokkuð seint, en ástæðan kann að vera sú, að stjómarmenn hafi verið að bíða eftir því að sjá hver niður- staðan var í reglugerðinni sem sett var 15. maí,“ segir Jóhanna Sigurð- ardóttir, félagsmálaráðherra. Einar Benediktsson með virku eftiriiti í báðum „stoðum“ þessa nýja sameiginlega Evrópu- markaðs, er byggir á fjórfrelsunum, bægir frá hættu ágangs stærri fyr- irtækja í garð hinna smærri. Þetta liggur í hlutarins eðli, svo að aflétt yrði þeirri ógnun, sem yfír okkur getur hvílt t.d. með opinberum að- gerðum eins og. álagningu órétt- mætra undirboðstolla af hálfu Evr- ópubandalagsins. Þessi hætta hyrfí sem sagt, ef nýir samningar takast svo sem ætlun er, en það hlýtur að vera eitt skilyrðið fyrir þróun framleiðslu orkufreks iðnaðar landsmanna. Það yrði því ávinning- ur fyrir okkur og vonandi sómi fyr- „Ekki má ætla rektor Háskóla íslands það þekkingarleysi um þessi mál, að hann viti ekki mæta vel, að það er og hefiir verið ásetn- ingur íslenskra stjórn- valda jafiit sem annarra stjórnmálaafla í landinu, að tengsl Is- lands við EB verði með þeim hætti að ekki yrði um að ræða uppkaup á fískiskipum eða auð- legð hafsins við strend- ur landsins.“ ir Evrópu alla að við íslendingar, ævafornt réttarríki, tengdumst þessu nýja lagakerfi efnahagslegra samskipta, sem yfír sér hefði dóm- stól, einnig skipaðan íslenskum dómara. í menningarlegu tilliti hafa ís- lendingar bæði veitt og þegið í Evrópusamskiptum í gegnum ald- irnar. Þetta hefur þó ekki verið svo nema leiðir allar hafi staðið opnar enda einangi'un okkar versta hætta. Það hljóta því að vera vonbrigði þá er háskólarektor tekur Evrópusam- vinnuna til úttektar, að ekki skuli litið til þeirra þátta, sem honum sjálfum standa næst starfslega. Öll EFTA-Iöndin hafa haft það mark- mið að tengjast starfsemi EB, sem stuðlar að því að örva tækniþróun með sérstökum samstarfsverkefn- um og koma á nemendaskiptum, þannig að nám erlendis sé að fullu metið inn í námið heima. Um þetta og margt fleira fjalla hinar miklu COMETT- og ERASMUS-áætlanir Evrópubandalagsins, sem EFTA- ríkin eru hálf utangátta við og EES-samningsgerðinni er ætlað að ráða fulla bót á. í engu öðru EFTA- Iandi er litið öðru vísi á en svo af forvígismönnum menntamála, að þar sé nauðsynjamál, sem forgang hafi, að ná fullri þátttöku í þessum áætlunum, einnig hvað stjórn og mótun mála snertir, sem alls ekki leysist við neinar tilraunir tvíhliða samningsgerða menntastofnana. Forvígismenn Norðurlandasam- vinnunnar hafa t.d. lagt á þetta , mikla áherslu. Samstarf í Evrópu á sviði vísinda og tækni er nú fyrst og fremst inn- an Evrópubandalagsins eða í tengslum við það. EURECA-sam- starfíð, sem svo heitir og ísland er aðili að, er að vísu ekki á vegum EB en má þó teljast af þeim meiði sprottið. Efling rannsókna og þró- unar er hins vegar í síðustu tíð, þ.e. með evrópsku einingarlögunum frá 1987, orðið eitt af starfssviðum Evrópubandalagsins í því augna- miði að tæknistaða iðnaðar í Evrópu sé samkeppnisfær. Að þessu stefna svokallaðar rammaáætlanir Evr- ópubandalagsins urn rannsóknir og þróun en sú sem nú gildir er fyrir tímabilið 1987-91. Um fulla þátt- _________________________27 _ The Sunday Times: Ólíklegt að hvalveiðar verði heim- ilaðar á ný St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímaunssyni, fréttaritara Morgnnblaðsins. RICHARD North, nýr dálkahöf- undur The Sunday Times um umhverfismál, ritar fyrstu grein sína í blaðið síðastliðinn sunnudag. Þar ræðir hann um nýlokið þing Alþjóðahvalveiðiráðsins og telur óliklegd, að hvalveiðar verði leyfð-'* ar á ný. Höfundur minnir sérstak- lega á kröfu hvalveiðiþjóðanna, Japans, íslands og Noregs, um að fá að veiða hrefnu á ný. I grein- inni fjallar hann um hvalveiðar af skilningi, sem er fátíður í brezk- um fjölmiðlum. Höfundurinn rekur sögu hvalveiða að nokkru og einnig hver áhrif hval- veiðibannið hefur haft á útgerð í Norður-Noregi og Norður-Japan. Þar standi lítil fyrirtæki gjarnan að rekstri hvalveiðibáta og þau hafi lent í miklum erfiðleikum, þegar hval- veiðibannið hafí verið ákveðið og mörg þeirra orðið gjaldþrota. Þessir sjómenn séu engin ilímenni, sem njóti þess að drepa hvali sérstaklega, held- ur hafi lífsviðurværi sitt af þessum veiðum, þar sem þeir búi við óblíða náttúru og eigi fárra annarra kosta völ. Höfundurinn rekur sjónarmið dr. Sidneys Ilolts, sem situr í vísinda- nefnd Alþjóðahvalveiðiráðsins og hefur lengi verið talsmaður umhverf- isverndarsinna. Hann hefur eftir dr. Holt, að hann sé ekki að tefja fyrir tillögum hvalveiðiþjóðanna í vísinda- nefndinni. Dr. Holt segist vera hlynntur því að hvalveiðar verði stundaðar undir eftirliti og segist fremur vilja það, en eftirlitslausar veiðar hefjist á ný. Dr. Holt telur, að hvalveiðar muni hefjast á ný inn- an fárra ára. Rök nátturuverndarmanna hafa byggzt á velferð og gengi hvala- stofna, en ekki umhyggju fyrir vel- ferð einstakra dýra. Af þessu leiðir, að nái stofnar æskilegri stærð, sé eðlilegt að hefja veiðar úr þeim á ný. North telur þung rök hníga til þess, að leyfa hvalveiðiþjóðunum hrefnuveiðar á ný, en það sé hin? vegar ólíklegt „að klígjugjarnar þjóð- ir, sem ekki veiða hvali heimili þein' það.“ töku í þeim fjölmörgu samstarfs- verkefnum, sem um ræðir og skipt- ast í ein átta svið og önnur EFTA- lönd liafa yfirleitt áhuga á, er ekki að ræða, eins og nú er, því Evrópu- bandalagið rekur þessa starfsemi fyrir sjálft sig. EÉS-samningnum er ætlað að breyta þessari stöðu og þó íslendingar hafí mjög tak- markaða getu, svo ekki sé meira sagt, í r&þ samstarfí er ekki ástæða til annars en að ætla, að fastari grundvöllur þessa samstarfs myndi einnig koma okkur til góða í fram- tíðinni. Hvað sem öðru líður ei stefnt að því af félagsríkjum okkar í EFTA að ná mun nánari tengslum við Evrópubandalagið á þessu svið^ og þeirri þróun verðum við að fyigjs eða gerast viðskila við hana ella. Höfundur síðasta Reykjavíkur- bréfs Morgunblaðsins segir sjónar- mið dr. Sigmundar Guðbjarnasonar eiga ríkt erindi inn í umræður um þessi mál, sem nú standa yfír í landinu. ísland er og verður vissu- lega óaðskiljanlegur hluti Evrópu og tengslin við hið nýja samstari eru okkur sem öðrum tilefni bjart- sýni og nýrra vona. Þau tengsl verð- ur að tryggja með nýrri samnings- gerð við Evrópubandalagið en ræða rektors á háskólahátíð var til þessí' fallin að ala á tortryggni um þátt- töku í Evrópusamstarfinu. Þar vænti ég að ung kynslóð íslenskra menntanianna ætli íslandi þann sess, sem okkur ber. Höfundur er sendiherra Islands gagnvart Evrópiibandalaginu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.