Morgunblaðið - 12.07.1990, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 12.07.1990, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 1990 VEISLA ALLA DAGA í hádeginu Betri mál- stað - og þá enn betra líf býðst á Sjanghævagninum 6 rétta málsverður og ilmandi kaffi fyrir litlar 650,- krónur ... og á kvöldin Veisla í miðri viku fyrir 950,- krónur Tilboð frá mánudegi til fimmtudags: 1. Peking eggjasúpa 2. Rækjur m/ananas 3. Fiskur í sætri sósu að hætti jiao Young 4. Smokkfiskur m/plómusósu 5. Kjúklingur að hætti jiao Young 6. Yunan kjötbollur Helgarveisla fyrir 1.390,- krónur Tilboð frá föstudegi til sunnudags: 1. Eggjasúpa að hætti Jiao Young 2. Humar m/ananas 3. Kínamúrs kjúklingur 4. Genghis Khan nautakjöt 5. Skötuselur m/Pekingsósu 6. Yunan kjötbollur m/grænmeti ISLANDSBANKI íslandsbanki hf. kt. 421289-5069 Kringlunni 7, Reykjavík Otboö biuikavíxla 6. Ilokkm I990 Útboðsfjárhæð kr. 1.000.000.000.- 45 - 120 daga víxlar 1. útgáfudagur 9. júli 1990 Forvextir nú 12,5 % Umsjón: Verðbréfamarkaður Islandsbanka hf. VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Ármúla 13a, 108 Reykjavík. Sími 68 15 30. Telefax 68 15 26 • • * eftir OrnólfArnason Ósköp getur verið sárt að sjá til fólks sem álpast til að veija slæman málstað og heldur að meinlaust yfir- klór nægi en sekkur svo smám sam- an dýpra og dýpra í fen ósanninda og rökleysu. Þannig hefur farið fyrir frú Guðrúnu Bergmann í vörnum fyrir hollensk segularmbönd, sem hún flytur inn og selur. Hún tekur því fjarri að armböndin séu eftirlíking þó að þau séu nær óþekkjanleg frá armbaugum sem seldir höfðu verið í milljónatali á Spáni, landinu þar sem stór hluti hollensku þjóðarinnar eyðir sumarfríinu á hveiju ári, sam- fleytt í 13 ár áður en framleiðslan hófst í Hollandi. En Guðrún segir að hennar armbönd séu ekki eftirlík- ing hinna spænsku heldur smíðuð samkvæmt einkaleyfi frá Taiwan. Hollensk armbönd verða austurlensk Það er eftirtektarvert að í hvorug- um auglýsingabæklingnum, sem ég hef undir höndum, þeim frá hollenska framleiðandanum á fimm tungumál- um, frönsku, ensku, þýsku, hollensku og norsku, né lesningu þeirri á íslensku, sem fylgii' armböndunum til kaupenda, er þess getið einu orði að ættir armbandanna megi rekja annað og lengra en til Hollands. Guðrún lætur sem hið nýafhjúpaða austurlenska ætterni armbands hennar auki bara á gildi þess. En hvers vegna var þessu þá haldið leyndu þar ti! nú er ég benti á hvað þau eru nauðalík Bio-Ray armbönd- unum frá Mallorca (sem Heilsuhúsið selur) sem hafa nýverið orðið áber- andi í heimspressunni vegna þess að kvikmyndastjörnur, drottningar og annað fínt og frægt fólk hefur lýst því yfir að Bio-Ray armbaugurinn hafi bjargað heilsu þess? Eg hef velt því mikið fyrir mér hvort hugsanlegt sé að Guðrún trúi því sjálf að það sem hún hefur eftir hollenska framleiðandanum um uppruna vöru hans sé sannleikanum samkvæmt. Ef svo er þá hefur skap- arinn ekki verið að klípa við nögl trúnaðartraustið og hrekkleysið þeg- ar hann skammtaði Guðrúnu hæfi- leikana. Forngripir framleiddir með rafeindatækni! Eftirfarandi klausu hefur Guðrún eftir Hollendingnum í grein sinni í Mbl. 23. maí sl.: „Eins og ég hef þegar sagt hafa fundist minjar um það að 5000 f. Kr. hafi ýmsar þjóðir eins og Egyptar, Etrúrar, Grikkir, Kínveijar og Japanir þegar gengið með armbönd, nánast alveg eins í hönnun og Mondial er í dag. í raun er því ekkert nýtt undir sólinni og því skil ég ekki hvaða vandamál hinn innflutningsaðilinn hefur, því að við höldum því ekki fram að við höfum fundið upp frumgerð armbandsins, heldur aðeins að við seljum hið uppr- unalega Mondial-orkujöfnunararm- band (Bioregulator á ensku), sem er skrásett vörumerki." Þetta er stórmerkilegur fróðleikur og vonandi að Guðrún komi því sem fyrst á framfæri við fornleifafræð- inga úr því að Hollendingurinn virð- ist til þessa hafa verið eitthvað ódug- legur, nema þá i bréfum tii sinnar íslensku pennavinkonu, að láta um- heiminn vita af þeim fornleifafundum sem sanni að fyrir sjö þúsund árum hafi Egyptar, Etrúrar, Grikkir, Kínveijar og Japanir gengið með armbönd „nánast aiveg eins í hönnun og Mondial er í dag“. Mig grunar að það þyki saga til næsta bæjar að svo góðar samgöngur hafi verið milli þessara fjarlægu samfélaga á þeim tíma sem um ræðir og að á eynni Formósu hafi hönnun armbaugsins gengið í erfðir mann fram af manni allt til þessa dags þannig að þar sé nú hægt að kaupa sér einkaleyfi til að smíða þessa „forngripi". Mér finnst því að Guðrún ætti að gera heiminum það góðverk að biðja þenn- an hlédræga, hollenska fræðimann að koma sem fyrst úr felum. Ekki frumgerð enþó „upprunalegt" Kenningin að ekkert sé nýtt undir sólinni sætir minni tíðindum. Hún hefur sést áður hér á landi. Frumleik- inn er einkum fólginn i röksemda- færslunni: „ . .. og því skil ég ekki hvaða vandamál hinn innflytjandinn hefur, því að við höldum því ekki fram að við höfum fundið upp frum- gerð armbandsins, heldur aðeins að Of seint að vera vitur eftirá eftir Ragnheiði Davíðsdóttur Þegar þetta er skrifað í byijun júli hafa 13 manneskjur látist í um- ferðarslysum hér á landi á þessu ári. Á fyrstu fimm mánuðum þessa árs slösuðust 276 manns í umferð- inni þar af 65 alvarlega. Nú er fram- undan sá tími ársins þegar vænta má enn fleiri umferðarslysa ef fram heldur sem horfir. Þegar skoðaður er aldur fórnarlamba umferðar- slysanna kemur í ljós að flest þeirra eru undir 25 ára aldrinum. Þetta eru ógnvekjandi staðreyndir sem sýna svo ekki verður um villst að aðgerða er þörf. í samtali við Óla H. Þórðar- son, framkvæmdastjóra Umferðar- ráðs, í sjónvarpi fyrir skömmu, kom fram að mörg þessara slysa má beinlínis rekja til of mikils umferðar- hraða en af því má álykta að ungu fólki hætti fremur til þess að aka of hratt en þeim sem eldri og reynd- ari eru í umferðinni. Því miður hefur einnig komið í ljós að ölvun við akst- „Á meðan ástandið er eins og raun ber vitni er víst að fórnarlömb- um umferðarslysanna Qölgar jafnt og þétt. Þú og þínir gætu allt eins orðið næst í röðinni.“ ur hefur komið við sögu í allt of mörgum tilfellum. En nú kann margur að spyija sjálf- an sig: Hvað kemur mér þetta við? Ef til vill eru það eðlileg viðbrögð þeirra sem aldrei hafa kynnst hörmungum umferðarslysanna. En víst er að þessar staðreyndir koma illa við alla hina; fólkið sem orðið hefur að líða andlegar og Iíkamlegar þjáningar vegna ofbeldisins í umferð- inni. Og þeir eru margir. I greinum sem þessum hafa marg- ar hugmyndir verið viðraðar til þess

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.