Morgunblaðið - 12.07.1990, Page 48
48
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JULÍ 1990
. . . að óska eftir fari.
TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reserved
© 1990 Los Angeles Times SyndÆate
llb
Hvernig er þetta? Sami póst-
urinn hér og fyrir austan
áður en við fluttum hingað
suður?
ímyndunarveiki. Já, ég vissi
að það var eittlivað sem
amaði að ..
tónlistarhús
MUN RÍSA
Verður lítið um tónleika
á því svæði sem tónlist-
arhúsi er ætlaður staður
Sjónvarps-
vísir Stöðvar
2 ekki á rétt-
um tíma
Til Velvakanda.
Mig langar til að koma með fyrir-
spurn til Stöðvar 2. Hvernig stend-
ur á því að Sjónvarpsvísir er ekki
enn kominn nú þegar júlímánuður
er löngu byrjaður? Þegar ég skrifa
þetta er þriðjudagurinn 10. júlí og
er vísirinn ekki enn kominn í húsið
sem ég bý í hér í Þingholtunum.
Það er lítið gagn að slíku blaði
sem Sjónvarpsvísir er þegar það
kemur ekki á þeim tíma sem því
er ætlað. Og þetta er ekki í fyrsta
skipti sem Sjónvarpsvísirinn kemur
ekki á réttum tíma, undanfarna
mánuði hefur sama sagan endur-
tekið sig, blaðið kemur ekki fyrr
en langt er liðið á þann mánuð sem
dagskrárkynningarnar eru fyrir.
Það hlýtur að vera hægt að ráða
bót á þessu og ræða við þá sem sjá
um dreifingu blaðsins. Með von um
að Sjónvarpsvísir fyrir ágústmánuð
verði kominn á réttum tíma.
Kona í Þingholtunum
Þessir hringdu . . .
Fann nælu
Víravirkisnæla fannst í
Grímsbæ við Bústaðaveg. Upplýs-
ingar í síma 32382.
Ekki lóga köttunum
Kattavinur hringdi:
„Ég er mjög ósammála mannin-
um sem hringdi um daginn í Vel-
vakanda og vildi að fólk lógaði
frekar köttunum en að gefa þá.
Ég vil ekki að köttunum sé lógað
og er rosalega á móti þessu sem
maðurinn var að segja. Ég vil
hafa kettina."
Til Velvakanda.
Fyrir nokkrum árum var blásið
‘í lúðra og mikill handagangur því
nú skyldi byggja tónlistarhús. Farið
var af stað með happdrætti sem
fylgdi mikill áróður og sú nýjung
tekin upp að „selja“ stóla í húsinu.
Gömul kona hringdi:
„I Velvakanda 21. júní sl. spyr
Jóna Vilhjálmsdóttir á Skaga-
strönd um höfund Faxakvæðis.
Kvæði þetta sem heitir Þijú á ein-
um hesti er eftir Sigurð Júlíus
Jóhannesson og er í lítilli kvæða-
bók eftir hann sem heitir Sólskin.
Bókin er gefin út í Reykjavík
1930. Kvæðið Þijú á einum hesti
inniheldur sjö vísur. En ég veit
ekki hveijir eru höfundar hús-
ganganna sem Jóna spyr um.“
Köttur í óskilum
Grásvartur stálpaður fress-
kettlingur með hvíta bringu,
hvítar loppur og hvít veiðihár er
í óskilum. Upplýsingar í síma
43094.
Tapaði hálsfesti
Þreföld hálsfesti úr gulagulli,
rauðagulli og hvítagulli tapaðist.
Finnandi vinsamlega hringi í síma
42711 eftir kl. 18.
Allt var þetta til að afla fjár til
byggingarinnar. Milljónir, jafnvel
tugir milljóna söfnuðust. Lóð á
besta stað fékkst og haldin var ijöl-
þjóða samkeppni um hönnun húss-
ins. Tónlistarmenn voru jafnvel
farnir að rífast innbyrðis um hvers
konar tónlist fengi þarna inn; óper-
ur, sinfóníur, kammer, kórar, popp,
rokk o.s.frv.
Svo líður tíminn og menn gleyma
að tala um tónlistarhús þar til sam-
tökunum sem stofnuð voru til bygg-
ingar hússins tókst að skrapa sam-
an fyrir veigamiklu skilti sem var
rekið niður á þeim stað sem menn
höfðu ætlað að reisa húsið. Vissara
var að hafa skiltið veglegt því fyrir-
séð er að það fái að standa um langa
framtíð. Samkeppnin og happa-
drættið voru dýr og allir peningar
búnir. Forráðamenn samtakanna
segja: Nú á ríkið næsta leik. Við
erum búin að útbúa skiltið, nú má
ríkið koma með húsið.
Ég er hræddur um að það verði
lítið um tónleika eða tónlist á því
svæði þar sem húsinu er ætlaður
staður/ Ekki nema einstaka ketti
dytti í hug að syngja sín ástarljóð
þar en skiltið er svo fínt að þeir
fyllast eflaust feimni. Það er líka
ástæða þess að ekki verður húsið
byggt í bráð. Það væri hreinasta
bruðl að rífa niður svona dýrt og
fínt skilti, það verður ekki gert fyrr
en eftir svo sem 20 ár. •
Tónlistarunnandi
Þrjú á einum hesti
Víkverji skrifar
Heimsmeistarakeppninni á ít-
alíu er nýlokið með verð-
skulduðum sigri þýzka liðsins. Eng-
inn íþróttaviðburður nýtur jafn mik-
illar athygli jarðarbúa og HM í
knattspyrnu og má segja að heim-
urinn hafi staðið á öndinni þann
mánuð sem keppnin stóð yfir.
Víkverji var í sumarleyfi á ftalíu
á meðan keppnin stóð yfir og það
var mikil upplifun. Ohætt er að
fullyrða að allt hafi snúist um knatt-
spyrnu. Að sjálfsögðu voru allir
leikir í keppninni sýndir beint og
að auki voru sjónvarpsstöðvarnar
með langa þætti um keppnina bæði
kvölds og morgna, þar sem helstu
atburðir leikjanna voru sýndir aftur
og aftur og sérfræðingar spáðu í
spilin.
XXX
Víkveiji var í sumarleyfi á Spáni
þegar heimsmeistarakeppnin
fór þar fram 1982 og hefur því
samanburð milli keppna. Italirnir
gerðu miklu meira úr keppninni en
Spánveijarnir fyrir átta árum enda
er knattspyrna vinsælli þar en í
nokkru öðru landi að því talið er.
Ekki spillti fyrir að ítalir voru með
mjög gott lið og allir spáðu því sæti
í úrslitum keppninnar. Það var mjög
gaman að fylgjast með fagnaðarlát-
um ítala eftir sigurleikina. Þeir
þustu um göturnar á bílum og
mótorhjólum með ítalska fána og
bílflauturnar ætluðu alla að æra.
Ekki var síður athyglisvert að
fylgjast með viðbrögðunum þegar
Ítalía var óvænt slegin út úr keppn-
inni af Argentínu. Víkveiji fylgdist
með leiknum á veitingahúsi ásamt
Tjölda ítala. Sumir þeirra höfðu
málað andlitið í fánalitunum. Mikil
stemmning ríkti á veitingahúsinu
og allt ætlaði um koll að keyra
þegar ítalir tóku forystuna. En
síðan dofnaði yfir mannskapnum
þegar Argentína jafnaði og fjöl-
margir gestanna höfðu ekki taugar
til að horfa á vítaspyrnukeppnina.
Skelfingarhróp bergmáluðu um
veitingahúsið þegar heimamenn
misnotuðu vítaspyrnur og í leikslok
grét fólkið. Svo mikil voru vonbrigð-
in. Sigurhátíðin mikla varð að mar-
tröð.
xxx
Víkveiji fór á tvo leiki í keppn-
inni, leiki Argentínu og Bras-
ilíu í Tórínó og írlands og Rúmeníu
í Genúa. Það var ógleymanleg
lífsreynsla. Oiyggisgæzla var gífur-
lega mikil og leitað á hveijum ein-
asta vallargesti. Ekki var annað að
sjá en framkvæmd leikjanna væri
óaðfinnanleg. Víkvetja fannst sér-
staklega gaman að fylgjast með
áhangendum írska liðsins.' Hver
rúturfarmurinn af öðrum af græn-
klæddum og rauðbirknum írum
kom á leikinn. Fléstir virtust við
ská) en engin vandræði voi-u heldur
nutu menn augnabliksins. Fögnuð-
ur írana í leikslok var ósvikinn og
íbúar Genúa tóku þátt í gleðinni
þegar írarnir gengu syngjandi um
götur borgarinnar í átt að rútunum,
sem biðu til að flytja þá á næsta
leik.