Morgunblaðið - 12.07.1990, Side 50
50
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 1990
KNATTSPYRNA / EVROPUMOTIN
Fáttum
fína drætti
DREGIÐ var ífyrstu umferð Evrópumótanna í
knattspyrnu í Genf í gær. Nýjar reglur gera það
að verkum að stórlið mætast ekki — liðum er
raðað í flokka eftir styrkleika. Því er fátt um
fi'na drætti, en leikirnir eiga að fara fram 19.
september og 3. október.
Franska liðið Marseille, sem beið lægri hlut fyrir
Benfica í fyrra, mætir að þessu sinni Dinamo
Tirana frá Albaníu í fyrstu umferðinni, en að sögn
forráðamanna liðsins hyggjast þeir athuga það mál
nánar, þar eð grunur leikur á að nokkrir liðsmanna
albanska liðsins séu meðal þeirra sem nú dvelja í er-
lendum sendiráðum í höfuðborg landsins í von um að
geta flust úr landinu. Sá orðrómur komst á kreik í
gær að albönsku liðin drægju sig ef til vill til baka
úr keppninni vegna þess ótrygga ástands sem nú ríkir
í landinu. Forráðamenn Marseille hyggjast í það
minnsta ráðfæra sig við frönsk stjórnvöld vegna fyrir-
hugaðrar heimsóknar til Albaníu.
Dragi félög sig úr keppni eiga þau á hættu háar
fjársektir og mótheijinn fer vitaskuld sjálfkrafa í aðra
umferð. Enginn fulltrúi frá Albaníu var viðstaddur
dráttinn í gær. „Ég er því að velta því fyrir mér hvern-
ig mér tekst að ræða þetta við þá. Það verður ekki
1 auðvelt," sagði fulltrí grísks liðs, sem dróst gegn liði
frá Albaníu. Sá var ekki hress með það ef albönsku
liðin yrðu ekki með. „Við missum af peningum og
fólk fær ekki leik til að fylgjast með.“
Hvorki England né Holland eiga lið í keppni meist-
araliða. Liverpool er enn í banni, eins og fram kom
í blaðinu í gær, og hollensku meistararnir í Ajax voru
dæmdir í eins árs bann frá Evrópukeppni í vor vegna
skrílsláta áhangenda liðsins á sl. keppnistímabili.
Þess má geta að FH dróst á undan Dundee Un-
ited, en þar sem Fram á einnig heimaleik á undan
var leikjum FH snúið við. Sá fyrri fer fram í Skotlandi.
„Verðum að
taka þessu
eins og öðru
- sagði Guðjón Þórðarson um mót-
herja KA í Evrópukeppni meistaraliða
u
GUÐJÓN Þórðarson, þjálf-
ari KA, var ekki yfir sig
ánægður með mótherjana
í Evrópukeppni meistara-
liða, CFKA Sredets frá
Búlgaríu. „Þetta lið er ekki
það sem ég hefði helst vilj-
að óska mér sem mót-
herja. Það hefði verið
skemmtilegra að fá lið
sem trekkti betur. En við
verðum að taka þessu eins
og öðru,“ sagði Guðjón.
CFKA Sredets er frá Soffíu
í Búlgaríu og hefur verið
eitt besta liðið þar í landi und-
anfarin ár. Unnið búlgarska
meistaratitilinn 27 sinnum alls
frá því 1948 og 17 sinnum
bikarkeppnina. I liðinu, sem
er í eigu búlgarska hersins,
eru fjölmargir landsliðsmenn.
Liðið hefur oft tekið þátt í
Evrópukeppni og í keppninni
1987 tapaði liðið fyrir Bayern
Múnchen 4:0 í Múnchen og
0:1 í Búlgaríu. Þekktustu leik-
menn liðsins eru; Christo Sto-
ichkov, var nýlega seldur til
Barcelona á Spáni, Mladenov,
Bezinski, Janchev, Kirov og
Penev.
„Það er alveg ljóst að.leikur-
inn verður erfiður því þetta er
mjög sterkt lið, „alvöru lið“.
Það er einnig fyrirsjáanlegt
að ferðalagið verður bæði dýrt
og erfitt og það kemur líklega
ekki mikið í peningakassann
hér heima. Það eina jákvæða
við þennan drátt er að leik-
menn fá tækifæri til að ferð-
ast á ókunnar slóðir," sagði
Guðjón.
KA-menn ætla að leika
heimaleik sinn á Akureyri 19.
september, en síðari leikurinn
fer fram í Soffíu 3. október.
Leikvangur CFKA Sredets
heitir Norodna Armia og tekur
35.000 áhorfendur.
Guðjón Þórðarson
Evrópukeppni
meislaraliða
Evrópumeistarar AC Milanó (Ítalíu) sitja hjá í 1. um-
ferð.
Rauða stjarnan (Júgóslavíu) * — Grasshopper (Sviss)
Marseille (Frakklandi) * — Dinamo Tirana (Albaníu)
Swarovski Tíról (Austurríki) * — Kuusysi Lahti (Finnlandi)
Lilleström (Noregi) — Club Briigge (Belgíu) *
Sparta Prag (Tékkóslóvakíu) — Spaitak (Sovétríkjunum) *
Napólí (Ítalíu) * — Ujpesti Dozsa (Ungveijalandi)
Malmö (Svíþjóð) * — Besiktas (Tyrklandi)
Dinamo Búkar. (Rúm.) * — St Patrick’s Athletic (írlandi)
US Lúx. (Lúxemborg) — Dynamo Dresden (A-Þýskal.) *
Porto (Portúgal) * — Portadown (N-írlandi)
Real Madrid (Spáni) * — Óðinsvé BK (Danmörku)
Lech Poznan (Póllandi) * — Panathinaikos (Grikklandi)
Glasgow Rangers (Skotlandi) * — Vallettá (Möltu)
Bayern Múnchen (V-Þýskal.) * — Apoel Nicosia (Kýpur)
KA (íslandi) — CFKA Sredetz Sofia (Búlgaríu) *
(* merkir að liðið er í 1. styrkleikaflokki).
„Líst vel á þetta“ Y
Evrópukeppni bikarhafa
Forkeppni:
Bray Wanderers (írlandi) — Trabzonspoit (Tyrklandi)
1. umferð:
Legia Varsjá (Póllandi) * — Swift Hesperange (Lúxemborg)
Wanderers/Trabzonspoit (Tyrkl.) — Barcelona (Spáni) *
Viking Stavanger (Noregi) — Liege (Belgiu) *
FC Sliven (Búlgaríu) — Juventus (ítaliu) *
Manchester United (Engl.) — Pecsi Munkas (Ungveijal.) *
Dynamo Kiev (Sovétr.) * — Kuopion Palloseura (Finnlandi)
Schwerin (A-Þýskalandi) — Vienna (Auslurríki) *
Sliema Wanderers (Möltu) — Dukla Prag (Tékkóslóvakíu) *
FC Famagusta (Kýpuij — Aberdeen (Skotlándi) *
Montpellier (Frakklandi) — PSV Eindhoven (Hollandi) *
Olympiakos (Grikklandi) * — Flamuitari Vlora (Albaníu)
Glentoran (N-írlandi) — Steaua Búkaresl (Rúmeníu) *
Wrexham (Wales) * — Lyngby (Danmörku)
Estrela da Amadora (Port.) — Neuchatel Xamax (Sviss) *
Fram (íslandi) — Djurgardens IF (Svíþjóð) *
Kaiserslautem (V-Þýskalandi) — Sampdoria (Ítalíu) *
(* merkir að liðið er í 1. styrkleikaflokki.)
- sagði Ásgeir Elíasson. Fram
gegn sænska liðinu Djurgárden
Framarar eiga fyrst heimaleik gegn sænska lið-
inu Djurgárden í Evrópukeppni bikarhafa.
„Mér líst vel á þetta,“ sagði Ásgeir Elíasson, þjáif-
ari Fram. „Við höfum yfirleitt dregist gegn liðum
frá Austur-Evrópu og því verður gaman að breyta
til og mæta liði frá Norðurlöndum. Þetta er ágæt-
is dráttur og við eigum þægilegt ferðalag fyrir
höndum."
Fram hefur reyndar mætt liðum frá Norðurlönd-
um áður. 1980 lék liðið gegn danska liðinu
Hvidovre í sömu keppni, tapaði 2:0 heima og 1:0
úti. 1977 var leikið gegn Start frá Noregi í UEFA-
keppninni og þá tapaði Fram 6:0 úti og 2:0 heima.
„Við fengum hræðilega útreið gegn Start, en nú
erum við með mun betra iið og ég vona að við
eigum möguleika á að komast áfram."
Asgeir Elíasson
Gunnar Gíslason:
„Fram á góða
möguleika"
Gunnar Gíslason, landsliðsmaður
hjá H"cken í Svíþjóð, missti af
úrslitaleik Hácken og Djurgaarden
í sænsku bikarkeppninni vegna
meiðsla, en horfði á félaga sína tapa
3:0.
„Framarar eiga góða möguleika
á að komast í 2. umferð," sagði
Gunnar aðspurður um sænska liðið.
„Þetta lið hefur valdið miklum von-
brigðum í Allsvenskan í sumar og er
í neðri hlutanum, en í ví eru tveir
góðir einstaklingar — miðheijinn,
sem gerði tvö mörk gegn okkur og
lagði upp eitt, og annar bakvörður-
inn.“
Gunnar sagði að liðið léki eins og
öll sænsk lið og legði áherslu á að
loka svæðum. „En ég á leikinn gegn
okkur á spólu og ef Framararnir
vilja, geta þeir fengið hana lánaða."
ÓlafurJóhannesson
„Ernrn alls ekkerf
feimnir við Skotana“
- segirÓlafurJóhannesson, þjálfari FH
„ÞAÐ er alveg nýtt fyrir okkur alla að taka þátt í Evrópukeppni,
en við erum alls ekkert feimnir við Skotana," sagði Ólafur Jóhann-
esson, þjálfari FH, sem mætir Dundee United frá Skotlandi í Evr-
ópukeppni félagsliða. Þetta er í fyrsta sinn, sem FH leikur í Evrópu-
keppni.
íslandsmótið í tennis 1990
26.-31. júlí og 8.-12. ágúst
Mótið fer fram í Reykjavík á félagssvæðum Víkings og
Þróttar.
Unglingaflokkar keppa 26.-29. júlí.
Tvenndarleikur og forkeppni karla og kvenna fara fram
26.-31. júlí.
Tvíliðaleikur karla og kvenna, lokakeppnin og öðlinga-
keppni fara fram 8.-12. ágúst.
Skráning og nánari upplýsingar á tennisvöllum
Víkings eða í síma 91-33050 kl. 12-22.
FH átti rétt á að leika fyrri leikinn heima, en
samið var um að skipta á leikdögum. Ólafur
hafði ekki frétt af því, en sagði að í raun skipti
það ekki öllu máli. '„Aðalatriðið er að vera með í
þessu, gera sitt besta og sjá hvað gerist.“
Þjálfarinn var ánægður með mótheijana. „Við
höfum farið í fjórar keppnisferðir til útlanda á
síðustu tveimur árum, spilað við fjölda erlendra
liða og staðið okkur ágætlega. Það hentar okkur
ágætlega að leika gegn breskum liðum og því
held ég að þetta sé ágætt dæmi hjá okkur.“
Ólafur sagði að mikil spenna væri í mannskapn-
um vegna keppninnar. „Þetta verður mikið ævin-
týri og um leið lyftistöng fyrir félagið á allan hátt.“ f
Evrópukeppni félagsliða
Bröndby (Danm.) — Eintracht Frankfurt (V-Þýskalandi) *
Dnepropetrovsk — (Sovétríkjunum) — Hearts (Skotlandi) *
Vitesse Arnhem (Hollandi) — Derry City (írlandi)
MTK Búdapest (Ungverjalandi) — Luzern (Sviss)
Sporting (Portúgal) — Mechelen (Belgíu) *
Lausanne (Sviss) — Real Sociedad (Spáni) *
Avenir Beggen (Lúxemb.) — Int. Bratislava (Tékkóslóvakíu)
B. Dortmund (V-Þýskalandi) — Chemnitzer (A-Þýska.)
IFK Norrköping (Sviþjóð) — Köln (V-Þýskalandi) *
Dundeo United (Skotlandi) * — FH (Islandi)
Anlwerpen (Belgíu) — Ferencvaros (Ungveijalandi)
Zaglebic Lubin (Póllandi) — Bologna (Ítalíu)
Glenavon FC (N-írlandi) — Bordeaux (Frakklandi) *
Torpedo Moskva (Sovétríkjunum) * — GAIS (Svíþjóð)
Aston Villa (Englandi) — Banik Ostrava (Tékkóslóvakíu)
Magdeburg (A-Þýskal.) — Rovaniemen Palloseura (Finn. )
Vejle BK (Danmörku) — Admira Wacker (Austurn'ki) *
B. Leverkusen (V-Þýskal.) * — Twente Enschede (Hollandi)
Chern. Odessa (Sovétnkjunum) — Rosenborg BK (Noregi)
Katowice (Póllandi) — Turun Palloeseura (Finnlandi)
Heraklis Saloniki (Grikklandi) — CF Valencia (Spáni) *
Anderlecht (Belgíu) * — Petrolul Ploiesti (Rúmeníu)
Atalanta (Ítalíu) — Dinamo Zagreb (Júgóslavíu)
Slavia Sofia (Búlgaríu) — Omonia Nicosia (Kýpur)
AS Róma (Ítalíu) — Benfica (Portúgal) *
SV Roda (Hollandi) * — Mónakó (Frakklandi)
FC Sevilla (Spáni) - PAOK Saloniki (Grikklandi)
Partizani Tirana (Albaníu) — Univcrs. Craiova (Rúmeníu)
Poli. Timisoara (Rúmeníu) — Atletico Madríd (Spáni) *
Rapid Vienna (Austurríki) — Inter Mílanó (Italíu) *
Fenerbahce (Tyrklandi) — Vitoria Guimaraes (Portúgal)
Hibernians FC (Mölt.u) — Partizan Belgrade (Júgóslavíu) ^
(* merkir að liðið er í 1. styrkleikaflokki.)